Tíminn - 26.03.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.03.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 26,'mars 1991 Þriðjudagur 26. mars 1991 Tíminn 9 allt sem það aflar. Þess njótum við“ segir Jóhannes Jónsson í „Folk vill ekki éta fy .Bónus skuldar engum neitf1 „Það er gatnan að reka fyrirtæki þar sem alltaf er staðið í skilum, þar sem alltaf er nóg að gera og þeir sem versla við okkur eru ánægðir." Jóhannes Jóns- son, kaupmaður í Bónus, var óbanginn þegar Tíminn leitaði hjá honum „stríðs- frétta“ í vikunni. Stríðið á matvöru- markaðnum hófst sem kunnugt er með því, að Hagkaup lækkuðu hjá sér verð, niður í Bónusverð, á rúmlega 500 þeirra vörutegunda sem einnig eru seldar í Bónus. Jóhannes lækkaði þá snarlega sitt verð enn meira, og sagðist eftir sem áður „bjóða betur“. Um miðja vikuna urðu páskaeggin kröftugustu „bom- bumar". „Þau Iækkuðu einu sinni hjá okkur, en Hagkaup lækkaði þrisvar,“ svaraði Jóhannes og brosti í kampinn. „Mér finnst það ljómandi gott, og raun- ar alveg með ólíkindum að við skulum vera búin að draga niður verðið hjá „ris- anum“ um 20-25% á öllum helstu nauð- synjavörum. Þetta er alveg stórkostlegt. Nei, nei, þeim finnst kannski ekkert slæmt að hafa keppinauta. En þeir vilja helst hafa sína keppinauta svona „lifandi dauða“. Að þeir geti helst ekkert og séu til friðs. En við erum orðin fyrir.“ Fimm verslunaraðferðir... — Hvað segir þetta okkur? „Það, að menn verða nú að reyna að vanda sig meira í rekstrinum. Til þess þarf samkeppni. Og geri menn það, þá lækkar smátt og smátt tilkostnaðurinn og þar með er hægt að lækka vöruverðið. En vitanlega er þarna ákveðið lágmark, sem miðast við þá verslunaraðferð sem hver og einn hefur valið sér. í grófum dráttum eru til fimm verslun- araðferðir til þess að koma vörum á fram- færi. Auk sjoppunnar eru það kaupmað- urinn á horninu, stórmarkaðurinn, „lág- prís“ vöruhús og svo „bónusbúðir". Síðan er að velja eina þessara aðferða og halda sig við hana. Við byrjuðum sem „bónus- búð“ og gefum okkur út fyrir það. Að selja fólki 80-90% af heimilisþörfunum, af hefðbundnu, hnitmiðuðu vöruvali, sem hentar hverri almennri fjölskyldu. Þetta er okkar stefna. Hagkaup og Mikligarður eru á hinn bóg- inn „vöruhús" — m.v. þá skilgreiningu sem gildir í nágrannalöndunum. En þeir geta ekki líka verið „bónusbúð". Og þeir geta ekki líka verið „stórmarkaöur", sem ætlar að bóða „sælkeravöruval" og full- komna þjónustu. Erlendis er mönnum kennt það strx í „gagni og gamarí' kaup- mennskufræðanna að reyna þetta ekki. Það gengur einfaldlega ekki að blanda þessu öllu saman.“ — Var þá gat á markaðnum fyrir Bónus? „Já, það var búið að búa til holu. Það var líka hola, þegar Hagkaup komu inn, en þau hafa síðan, á 25 árum, þróast úr fjós- inu í Eskihlíð upp í Kringju, með 5.500 vörutegundir í matvöru. Ég ákvað mér aftur á móti þetta afmarkaða svið, sem ég tel grundvöll fyrir í íslensku þjóðfélagi." Borgar hvergi vexti... — Sumir hafa á orði fátæklegt vöruval í Bónus? „Við erum með 980 vörutegundir. Aldi- búðirnar í Þýskalandi hafa t.d. verið með um 650 tegundir frá því þær opnuðu fyr- ir 25 árum. Aldi ræki tæpast 4.000 búðir væri eftirspurnin takmörkuð. Og Bónus væri ekki með fjórar verslanir ef fólki þætti vöruvalið svo fátæklegt að það tæki því ekki að koma. Líttu líka í kæliskápa á heimilum. í þeim öllum eru sömu 60 teg- undirnar." — Því heyrist líka fleygt að Bónus hafi verið á brauðfótum og geti því örugglega ekki staðist þetta stríð? „Bónus byrjaði vitanlega fátækt. En fyr- irtækið skuldar engum neitt. Það borgar hvergi vexti. Það borgar öll laun og húsa- Ieigu og stendur í skilum með skatta. Það gerir upp öll vörukaup á þriðjudögum í vikunni eftir að keypt er inn. Engir vita því betur um okkar stöðu en þeir 91 aðil- ar sem við gerum innkaup hjá vikulega. Séu þetta veikleikamerki, hljóta þá ekki ýmsir að vera fárveikir? Kjaftasögur verða hins vegar alltaf til ef eitthvað gengur vel á íslandi. En okkar íyrirtæki er skapað til þess að lifa á litlu. Við erum t.d. aðeins með 21 mann í vinnu, enda eiga afköst þeirra sér ekki hliðstæðu á Norðurlönd- um. Framhaldið byggist á því hve hæfir við erum til að reka fyrirtækið á lágum tekj- um. Og svo vitaskuld því hvað fólkið fylg- ir okkur. Við finnum alveg andann með okkur núna. Fólk kemur til okkar, er já- kvætt og styrkir okkur í stríðinu." Stríð við einn til að drepa annan? — Einhver hlýtur á endanum að liggja í valnum eftir þetta stríð sem önnur? „Vissulega hlýtur svo að fara. En þegar svona verðstríð fer í gang, þá getur því verið beint að einum til þess að drepa ein- hvern annan. Spjótunum er beint að okk- ur, af því að við höfum komið sterkir út á markaðinn, haft mikið fylgi viðskiptavina og erum því fyrir „risanum". En svo eru aðrir til hliðar, sem þola ekki þetta stríð og þá athygli sem þessi tvö fyrirtæki fá. Það verða því ekki endilega hinir stríð- andi aðilar sem liggja í valnum á endan- um, heldur kannski einhverjir til hliðar." — Hefur Bónus þá ekki orðið fyrir nein- um samdrætti í vikunni? „Þvert á móti. Síðasta helgi var sú besta sem við höfum átt. En hvort sú viðbót er komin frá þeim sem beindu spjótunum að okkur, eða einhverjum öðrum, það veit ég ekki.“ Smásali hefur rosaleg völd ... — Kannski merki þess að fólk gruni að <3, þekkingu sem á sér miklu lengri „kúltúr“ annars staðar. En smásöluverslun er ekk- ert fag á íslandi. Og það er óskaplega dýrt fyrir almenning. Afkoma heimilanna er undir því komin hvernig til tekst í smá- söluversluninni. Danir notuðu t.d. hluta af Marshallaðstoðinni sinni 1949 til að senda sex manns til Bandaríkjanna að læra smásöluverslun. Enda gera ná- grannaþjóðir okkar mjög mikið í því að mennta fólk til afgreiðslustarfa og kaup- mennsku. í Danmörku er þetta t.d. 4 ára nám að loknum grunnskóla. Þar af er eitt ár í verslunarskóla, þar sem kennd eru undirstöðuatriði í verslun og kaup- mennsku, og síðan 3 ár á samningi í verslun. Til kaupmennsku þurfa menn svo tvö ár í viðbót. Án þess eiga þeir Iitla von um lánafyrirgreiðslu til að reka versl- un. Hér á íslandi gerum við hins vegar ekki neitt. Við tökum 16 ára ungling af göt- unni og gerum hann kannski að gjald- kera daginn eftir. Menn geta ímyndað sér árangurinn. Hér þykir ófínt að vera í búð. Þessvegna er ekki litið á verslun sem fag — heldur er hún afgangsstærð á menntunarsviðinu og vinnumarkaðnum. Margir sem við hana vinna líta bara á hana sem biðstofu eftir einhverju öðru betra. Þrátt fyrir þetta fara 70-80% teknanna, sem fólk aflar, í gegnum hendurnar á þessu verslunarkerfi. Það skiptir því gíf- urlega miklu máli hvernig að henni er staðið“. 100% stærri búðir í Reykjavík en Álaborg — Er 600 þúsund fermetra verslunar- rými f Reykjavík ekki bæði of stórt og kannski líka baggi á heimilunum? „Hér er um 7-8 m2 í verslunarhúsnæði að ræða á hvert mannsbarn. í Álaborg er hlutfallið 3,3 m2 á mann og þykir mjög rýmilegt. Samt er það rúmlega 100% meira hjá okkur. Vitanlega kostar þetta mikið. Við vitum líka að þessir 600 þús. m2 bera sig ekki, sem sýnir að fólkið í landinu er ekki reiðubúið að borga fýrir alla þessa fermetra. Þar með er þetta orð- in umframeftirspurn og vandamál. Og það kostar og kostar mikið.“ — Þú nefndir áðan 91 aðila sem sem þú þarft að skipta við til þess að ná í 900 vörutegundir. Er þetta ekki líka óhag- kvæmt og dýrt? ,Áður en við komum okkur upp lager, þá fengum við allt að 160 vörubíla í viku að hverri Bónusverslun. Þú getur ímyndað þér að þeir hafa ekki allir verið með mik- ið, fyrir utan það hvað þetta var óhag- kvæmt og tímafrekt. Nú sendum við í búðirnar einn bíl frá lagernum með vörur frá 65 heildsölum í einu. Vinnuhagræð- ingin af þessu er geysileg og vinnubrögð í búðunum öll önnur. Það gefur vitanlega auga leið að það heildsöludreifikerfi, sem við búum við hér á landi, er gífurlega dýrt. Auk þess sem það er svo á góðri leið með að ganga af litlu kaupmönnunum dauðum,“ sagði Jóhannes í Bónus. - HEI vöruverð mundi hækka á ný yrði Bónus undir? „Það er afar óhollt í kapítalísku þjóðfé- lagi, að eitt fyrirtæki verði svo stórt að það nái kannski 30-40% markaðshlut- deild. Það á sér hvergi hliðstæðu í ná- grannalöndum okkar að eitt fyrirtæki nái slíkum tökum. Það eru rosaleg völd fólgin í því að vera smásali. Náir þú góðum tökum á smá- sölumarkaði, þá nærð þú líka kerfis- bundnið tökum á ákveðnum iðnaði. Það er mjög hættulegt bæði framleiðendum og innflytjendum verði einn smásali mjög stór. Hann ræður þá ekki aðeins miklu um vöruval á markaðnum, heldur getur hann líka farið að framleiða verð- bólgu í þjóðfélaginu. Hvernig? Tökum dæmi: Segjum að þú hafir 40% markaðshlutdeild á ákveðnu sviði. Fyrir íslenskan framleiðanda skipt- ir þá mjög miklu máli að þú seljir vörurn- ar hans. „Sjálfsagt," segir þú, „en ég vil þá fá 20% afslátt." Við svo mikinn afslátt ræður framleiðandinn ekki. Og hvaða ráð hefur hann þá til að komast inn í þetta stóra fyrirtæki? Jú, hann á eina leið: Hann getur hækkað verðið hjá sér um svona 7% yfir línuna — til að kaupa sig inn í hillurnar hjá þér. En þar með hefur vöruverðið hækkað yfir allt landið — líka hjá þér, þó þú getir auðvitað selt hlutfalls- lega ódýrara en hinir, vegna 20% afslátt- arins sem þú pressaðir í gegn. Snúið upp á hendumar á ... Svona er unnið hér í þjóðfélaginu, þegar völdin komast á stórar hendur. Fyrir þessu verða menn í smáiðnaði. Það er bara snúið upp á hendurnar á þeim og þeir eiga ekki annarra kosta völ heldur en að hækka vörurnar sínar, til þess að geta veitt þeim stóru sérkjör." — Sem fá svo kannski lof og prís fyrir að stuðla að lágu verðlagi? „Einmitt — þó hinn sami sé jafnvel vald- ur að því að hækka vöruverðið í landinu. Þetta á sér stað. Lítum á annað dæmi. íslenskur um- boðsaðili fýrir heimsþekkt vörumerki sleit allt í einu öllum viðskiptum við Bón- us. Skýringin? ,Af því að þið eruð svo litl- ir,“ sagði hann. Umræddar vörur eru samt sem áður seldar í sjoppum út um allan bæ. Hann var því greinilega undir pressu frá einhverjum stórum. En ég sætti mig illa við þetta, og útvegaði mér þessar vörur frá erlendum heildsala. Og þá fyrst lenti íslenski umboðsmaðurinn í alvarlegum vandræðum. Því þegar vör- urnar komu, reyndust þær 40% ódýrari en hjá honum.“ — Þegar einn sem selur 5.000 vöruteg- undir fer í verðstríð við annan út af 500 af þeim 900 vörutegunda sem sá selur, er þá ekki opin leið fyrir þann stærri að lauma verðlækkuninni hægt og rólega á hinnar 4.500 vörurnar sem ekkert stríð er um? „Vitanlega, svo fremi að menn séu þar ekki líka í ákveðinni samkeppni. í gær og fyrradag komu t.d. til mín menn, til að bjóða mér á miklum kostakjörum, vörur sem Hagkaup selur, en ég ekki. Af hverju? Jú, til þess að Hagkaup lækki hjá sér verð á þessum vörum líka. Annars sögðu þeir þær svo dýrar þar, að þær standist ekki samkeppnina við „verðstríðsvörurnar“. Unga fólkið sparsamara en foreldrakynslóðin — Eru fslendingar þá orðnir svo verð- vísir og sparsamir að verðið skipti öllu máli? Hefur ekki jafnvel þótt nirfilslegt að spara? „Þetta hefur breyst. Nú þykir fínt að spara. Mér finnst það, sem betur fer, fara mjög vaxandi að fólk er farið að horfa meira í peninginn. Það vill fremur láta eitthvað annað eftir sér heldur en að éta fyrir allt sem það aflar. Og þessa njótum við. Vöruvalið er þannig, að fólk ber ekki héðan út neinar gerviþarfir. Og er ánægt með það, því það á samt nóg í matinn, en bara fyrir miklu minni pening — og kannski aur í buddunni til að gera eitt- hvað annað. Fyrir þetta höfum við fengið þakkir. Fólk, sem t.d. heldur búreikninga, hefur sýnt mér fram á ótrúlegan sparnað. Og bætir svo kannski við: „Og þess vegna gátum við líka farið á skíði um daginn“.“ — Á þetta jafnt við alla aldurshópa? „Meðal viðskiptavina okkar eru hlutfalls- lega fæstir á bilinu 35-50 ára. Hingað kemur hins vegar mikið af eldra fólki og mjög mikið af ungu fólki.“ — Eru afkomendur „eyðslukynslóðar- innar“ þá orðnir sparsamari en foreldr- arnir? „Miklu passasamari — og með allt ann- að gildismat. Þau vilja ferðast og láta eitt- hvað allt annað eftir sér heldur en að éta út allt sem þau afla. Eldra fólkið á hinn bóginn, það er svo miklir veitendur, það kaupir mikið til að gefa öðrum.“ Óskaplega dýrt fyrir almenning... — Nú hefur komið í Ijós að verð á mat- vörum hefur aðeins hækkað í kringum 2% á s.l. ári — þ.e. raunverulega lækkað. Á sama tíma hafa t.d. fatnaður, rafmagns- tæki og búsáhöld hækkað í kringum 15- 20%. Væri kannski hægt að lækka verð á fleiru en matnum? „Þessi samkeppni, sem kom með Bónus- búðunum, hefur haldið matvöruverðinu niðri. Þar erum við að hagnýta okkur Tímamynd: Ámi Bjama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.