Tíminn - 11.05.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.05.1994, Blaðsíða 8
8 Mfí—í-- bIIWIBW Miövikudagur 11. maí 1994 Laxá í Dölum, ein þekktasta laxáin Veiöimannahús viö Laxá í Dölum hjá Þrándargili. Sérstök stemning fylgir nafn- inu Laxá í Dölum, sem fellur um Laxárdal í söguríku hér- aöi, Dalasýslu. Þannig greinir Laxdælasaga frá mörgum þeirra jaröa, sem enn eru við lýði, og land eiga aö ánni. Ilmur sögu angar því á þessum slóöum. Nafniö Laxá kemur víöa við hér á landi, eins og kunnugt er. Ám- ar, sem bera þetta nafn, em 12 talsins og þar af er Laxá í Dölum líklega ein þekktasta áin, bæöi hér á landi og í útlöndum. Þetta staf- ar af því aö áin hefur verið leigð út á félagslegum grundvelli til stangaveiði lengur en flestar aörar ár, og bandarískir veiöimenn höföu ána alla á leigu um árabil. Þeir eru því margir veiöimennim- ir sem átt hafa ánægjulegar stimdir viö veiðiskap í Laxá. 36 veiðistabir VEIÐIMAL EINAR HANNESSON þessa hefur áin eingöngu veriö leigð út til stangaveiði. Þannig leigði Stangaveiöifélag Reykjavík- ur, sem haföi veriö stofnaö 1938, Laxá árin 1939-1944. Þá var Stangaveiðifélagið Papi meö ána á leigu 1952-1964 og síðar banda- rískir veiöimenn, eins og fyrr greinir. En hin seinni ár hefur veiöifélagið sjálft leigt ána út til einstakra veiöimanna og hópa þeirra, bæði innlendra og út- lendra,- Sólheimafoss íLaxá í Dölum. Ljósm. Einar Hannesson Laxá í Dölum er tæplega 30 km á lengd og fellur úr Laxárvatni á Laxárdalsheiöi, milli Hvamms- fjaröar og Hrútafjaröar, og fellur í sjó í Hvammsfiröi, skammt frá kauptúninu Búðardal. Ánni bæt- ast margar smáár og lækir á leið hennar til sjávar. Veiðisvæði ár- innar er um 22 km og er efsti veiðistaöur viö Sólheimafoss. Um 36 veiöistaðir era í ánni og era notaöar 6 stengur viö veiöar í ánni. Árleg meöalveiði seinasta áratug er 1354 laxar. Sérlega vel- búiö veiðihús er viö ána. 60 ára árangursríkt félagsstarf Félagsleg samtök um veiöi og ræktun árinnar tóku til starfa 1935 og era því senn liðin 60 ár frá stofnun veiöifélagsins, sem er í hópi elstu veiðifélaga hér á landi. Fyrir þann tíma vora ýmsir sem veiddu á stöng í ánni, m.a. enskir veibimenn, eins og reynd- ar víöa í laxveibiám hér á landi. Eftir stofnun veiöifélagsins og til Veiöistaöurinn Papi í Laxá í Dölum. Laxaklak fyrir aldamót Þess má til fróöleiks geta, að ein fyrsta tilraun til laxaklaks hér á landi var einmitt gerö við Laxá í Dölum. Þar var að verki Guttorm- ur Jónsson í Hjaröarholti, sem byggði klakhús í landi jaröarinnar skömmu fyrir aldamótin sein- ustu. Síöar var byggt klakhús viö lind í Þrándargili, 1939, í landi Leiðólfsstaða. Fyrir því stóö bónd- inn þar, Guömundur Guöbrands- son, en hann var mikill áhuga- maöur um klakstarf. Þá hefur ver- ib unnið aö fiskræktarabgerðum öðram og umbótum fyrir veiðina í ánni og ána sjálfa, sem aö ýmsu leyti hefur þótt til fýrirmyndar. Fyrsti formabur Veiöiféíags Lax- dæla var Guðmundur Guö- brandsson, Leiöólfsstööum. Síðan kom Skúli Jóhannesson, Dönu- stöðum, þá Aöalsteinn Skúlason, Homstöðum, Þórbur Eyjólfsson, Goddastööum, Jóhann Sæ- mundsson, Ási, og núverandi for- maður er Svavar Jensson, Hrapps- stööum. ■ Heimsins vígaslób Jón Ormur Halldórsson: Átakasvæbi í helmlnum. Mál og mennlng 1994. 272 bls. Því heyrist stundum fleygt, að eftir hran Sovétríkjanna og upp- lausn Varsjárbandalagsins sé mun friðvænlegra í veröldinni en áöur var. Ekkert er fjær sanni. í bili þurfum viö að vísu ekki aö óttast ab kjamorkustyrjöld brjót- ist út á milli risaveldanna, en öll- um, sem fylgjast meö daglegum viðburðum í veröldinni, má ljóst vera aö því fer fjarri aö friövæn- legra sé í heiminum en áöur. í Evrópu hefur ekki veriö ófriö- vænlegra síðan síöari heimsstyrj- öld lauk og nú, þegar þetta er rit- aö, berast í sífellu fregnir af mannskæðum átökum í Afríku, auk þess sem spenna ríkir stöð- ugt í Miöausturlöndum og á ír- landi. Víöar ólgar undir yfir- boröinu og geta átök brotist út án minnsta fyrirvara. í bókinni, sem hér er til um- fjöllunar, fjallar Jón Ormur Hall- dórsson stjómmálafræbingur fyrst almennt um átök í samtím- BÆKUR JÓN Þ. ÞÓR anum, en tekur síðan fyrir tiltek- in átakasvæöi: Júgóslavíu (fyrr- verandi), Noröur-Irland, Afgan- istan, svæði sem byggð era Kúrd- um, Líbanon, Palestínu, Persa- flóa, Saúdí-Arabíu, Kuwait, íran, írak, Mið-Ameríku, Kýpur, Sri Lanka og Austur-Tímor. Hér er þess enginn kostur að fjalla ítarlega um frásögn höf- undar af hverju einstöku svæbi, en reynt veröur aö líta á einstaka þætti og síöan ab meta bókina í heild. Jón Ormur byggir frásögn sína skilmerkilega og skipulega upp. Hann byrjar umfjöllun um hvert svæöi á sögulegum inngangi og rekur síðan nánasta aðdraganda þeirra átaka, sem um er fjallað. Með þessum hætti tekst honum að varpa í senn stjómmála- og menningarsögulegu ljósi á sam- tímaviöburöi og er þaö góöur kostur. Margir munu þó vafalítið veröa ósammála ýmsum skýr- ingum hans og efnistökum, enda er hér víða fjallað um há- pólitísk og viökvæm mál. Gott dæmi um slíkt efni er umfjöllun Jóns Orms um Palestínumáliö, sem að mínu mati er skýrasti og besti kafli bókarinnar. Þar er greint frá einhverju mesta hita- málinu í alþjóölegum stjórnmál- um undanfarinna áratuga og það skýrt á hleypidómalausan hátt. Er einkar forvitnilegt aö bera frásögn Jóns Orms saman viö fréttaflutning íslenskra fjöl- miðla af þessu máli. Annar mjög fróölegur kafli er um Persaflóastríöiö svonefnda, eöa Flóabardagann eins og styrj- öld þessi var stundum kölluö hér á landi. í þessum kafla sýnir höf- undur glöggt fram á hræsnina og tvískinnunginn, sem réöi af- stöðu Vesturlanda og banda- manna þeirra í þessu máli, bæði fyrir og eftir átökin. Þá kemur og glöggt fram, hvemig peningaleg- ir hagsmunir stjórnuöu gerðum „valdamestu" manna heims. Enn athyglisveröara er þó að lesa Jón Ormur Halldórsson. lýsinguna á áróörinum og sjón- arspilinu í kringum átökin. Milljónum manna um heim all- an var talin trú um, aö hér væri á ferðinni mesta tæknistríö allra tíma og þannig stríö var sýnt í sjónvarpi, af bandarískri sjón- varpsstöö sem fékk nánast einkarétt á útsendingum, líkt og gerist þegar sýnt er beint frá íþróttakeppnum. Veraleikinn var hins vegar allur annar. Fyrir þá fræöimenn, sem vilja standa viö þaö sem þeir láta frá sér fara, mun fátt jafn varasamt og aö skrifa bækur um pólitíska samtímaviöburöi. Atburðarásin er hröð og oft er þaö, sem skrifað er, orðið úrelt áöur en textinn kemur fyrir sjónir lesenda. Jón Ormur Halldórsson fer ekki var- hluta af þessu vandamáli. Mér er að vísu ekki fullljóst hvenær hann hefur gengið frá handriti bókarinnar, en þaö hefur þó vart veriö síðar en í byrjun þessa árs. Síðan hefur margt gerst á þeim átakasvæöum, sem næst okkur era, í Bosníu, Palestínu og á ír- landi, og því hlýtur frásögn bók- arinnar af síðustu atburöum á þessum svæðum að verka dálítdö endaslepp á lesandann. Hér er þó engan veginn viö höfundinn aö sakast. Aö minni hyggju er þaö stærsti kosturinn við þessa bók að hún skuli hafa veriö gefin út. Okkur berast daglega fréttir af átökum víðs vegar um heiminn, en oftar en ekki er fréttaflutningur, a.m.k. hér á landi, meö þeim hætti aö afar erfitt er aö átta sig á því hvað raunveralega er að ger- ast, svo ekki sé minnst á þaö hverjar séu rætur einstakra at- burða. Fram til þessa hefur fátt verið ritaö um alþjóðastjómmál á íslensku, sem aðgengilegt getur talist almenningi, og þótt víst megi deila um sitthvað af því sem segir á þessari bók, bætir út- gáfa hennar úr brýnni þörf. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.