Tíminn - 05.11.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.11.1994, Blaðsíða 1
SÍMI 631600 78. árgangur STOFNAÐUR 1917 Laugardagur 5. nóvember 1994 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 209. tölublað 1994 Góbœri í rœkjuibnabi hefur ekki skilab sér í hœrra rœkjuverbi til útgerbar: Skipta rækju fyrir síld Sverrir Leósson, útgeröarma&ur lo&nuveiöiskipsins Súlunnar EA 400, segir a& margir útger&- armenn, sem eiga innan vi& 200 tonna rækjukvóta, skipti honum fyrir 1220 tonna síldar- kvóta. Hann segir hagkvæmis- sjónarmiö rá&a þessu hjá út- ger&um nótaskipa, sem geta notaö sömu vei&arfæri vi& síld- og lo&nuveiöar. í útger& loönu- skipa sem og raunar í allri út- ger& kappkosta menn vi& a& reyna a& hámarka tekjumar og halda kostnaöi í lágmarki. Sverrir segir a& þaö sé engin hætta á ab rækjukvótinn muni ekki veiðast og telur ab fleiri skip séu'á rækjuveiðum en oft á&ur. Me&al þeirra er hans eigið skip sem er meö 138 tonna rækju- kvóta. Hann gagnrýnir talsmenn rækjuverksmiðja fyrir að horfa á málin abeins út frá þröngum sér- hagsmunum í stað þess að líta á þau af raunsæi. Á sama tíma og góbæri er í rækjunni, en Þjób- hagsstofnun telur að rækjuiðn- aðurinn sé rekinn með 19% hagnaði miðað við rekstrarskil- yrði í ágúst sl, þá séu verksmiðj- urnar aö greiða sama verið fyrir úthafsrækjuna og þær hafa gert undanfarin ár. Eins og fram hefur komib þá hafa hagsmunaaðilar í rækjuibn- aði, og þá einkum fyrir vestan og norðan, gagnrýnt útgerðarmenn þeirra sem skipa sem eiga ein- hvern slatta af rækjukvóta fyrir ab nýta hann ekki sem skyldi á sama tíma og verksmiðjurnar sjá fram á hráefnisskort. Sérstaklega þegar haft er í huga að marks- verð á rækju er á uppleib á heimsmarkabi vegna skorts á rækju. Það stafar m.a. af því að rækjuveiðar í Barentshafi hafa brugbist og sömuleiðis veiðar á svokallaðri Oregonrækju við strendur Bandaríkjanna, auk þess sem framboð af eldisrækju hefur minnkab vegna sýkingar. Stöbvum unglingadrykkju: Vill aðgerðir gegn landasölu Átakið Stöðvum unglinga- drykkju hvetur til aukinna að- gerba gegn ólöglegu áfengi. í bréfi frá framkvæmdastjóra átaksins til lögreglustjóra og sýslumanna segir að margir þeirra sem séu stórtækir í landa- framleiðslu beini sölunni fyrst og fremst að unglingum. Vitað sé að margir þeirra séu forhertir og hafi sumir jafnvel blandað ofskynjunarsveppum í landann Slasabist alvarlega Maður slasabist alvarlega í hörðum árekstri á Austurvegi á Selfossi síö- degis í gær. Áreksturinn varð með þeim hætti að bifreið sem var ekið inn á Austurveginn skall utan í annan bíl sem hentist á ljósastaur við höggiö. Ökumaður bifreiðar- innar var fluttur á Sjúkrahúsið á Selfossi og var jafnvel talið ab hann yröi fluttur þaðan á Borgarspítal- ann. ■ Valt út í sjó Bíll valt út af veginum við Hafrafell rétt innan viö ísafjörð í gær og end- aöi úti í Skutulsfirði. Bílstjórinn var einn á ferð og slapp hann ómeidd- ur úr byltunni. Honum tókst að koma sér út úr bílnum af sjálfsdáö- um og upp á land. Bíllinn er lítið skemmdur að sögn lögreglu. ■ til ab auka vímuna og gera neyt- endur háðari en ella. Margir þeirra annist jafnframt sölu og dreifingu á öðrum vímuefnum. Forsvarsmenn átaksins telja réttlætanlegt að leggja talsvert fé í aðgeröir gegn framleiðend- um og söluaðilum landa vegna sparnaðar sem þær gætu leitt til á öbrum svibum. ■ r= - LOGREGLflN POLICE IV | íí á* B W^»^<a.iwwáawÉiB Framsókn á Reykjanesi: Þrjár konur vilja 1. sætiö Fram kom hjá Unni Stefáns- dóttur á fundi framsóknar- kvenna í fyrrakvöld a& yfir- lýsingu hennar, um aö hún stefndi á öruggt sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjanesi í kosningunum í vor, bæri a& túlka sem svo a& hún stefndi á 1. sæti Iistans. Þetta þýðir að þrjár konur gefa kost á sér til að leiöa listann á Reykjanesi, en þær eru auk Unnar þær Siv Friöleifsdóttir og Drífa Sigfúsdóttir. Aðeins einn karlmaður, Hjálmar Árnason skólameistari, hefur gefib út yf- irlýsingu um að hann sækist eftir fyrsta sætinu. ■ Framfaradag- ur á Miöborg- arstöö lög- reglunnar „Þetta er stór dagur og dagur framfara hérna hjá okkur á Miðborgarstöð lögreglunnar," sagði Oskar Bjartmarz varð- stjóri í spjalli við Tímann í gær. „Hér er verið aö setja upp skilti á stöðina meö áletruninni POL- ICE," sagði hann. Eftir þessari merkingu hefur lengi verið kall- að og nú er skiltið komið upp. Að sjálfsögðu eru alltaf ein- hverjir í sívaxandi hópi er- lendra ferðamanna sem hingaö koma, sem þurfa ab leita til lög- reglu. Það er ljóst að sú leit hef- ur verið nokkuð torveld, enda segir skiltið LÖGREGLA ná- kvæmega ekkert fyrir annarra þjóða fólk. ■ Hér má sjá skiltib góba og tög- regiumennina jóhann Löve og Císla Gubmundsson. Tímamynd CS Ástandiö í húsnœöismálum geöfatlaöra í Reykjavík er uggvœnlegt, segir Lára Björnsdóttir, fé- lagsmálastjóri borgarinnar 38 geðsjúkir eru nánast á götunni 38 ge&fatla&ir íbúar Reykjavík- ur áttu hvergi höfbi sínu a& halla sí&astli&iö vor. Þetta fólk var á götunni sem kallaö var. Auk þess býr stór hluti þessara sjúklinga vi& afar óörugga bú- setu og sumir dvelja á gistiheim- ilum. Þetta kemur fram í skýrslu samstarfshóps Svæöisskrifstofu málefna fatla&ra í Reykjavík, Fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar og Hússjó&s Óryrkja- bandalagsins sem birt var ný- lega í félagsmálará&i borgarinn- ar. Hér er um a& ræ&a fólk sem skilgreint er sem krónískir geö- sjúklingar sem ekki er talið a& geti ná& bata. Sumt af þessu fólki er auk veikindanna há& ýmsum fíkni- og ávanalyfjum. „Við höfum vissulega miklar áhyggjur af þessu ástandi sem í skýrslunni birtist og nú er leitað úrræða hjá þeim aðilum sem að málinu koma," sagði Lára Björns- dóttir, félagsmálastjóri Reykjavík- urborgar í samtali við Tímann í gær. Samantektin sem samstarfshóp- urinn gerbi leiðir í ljós ab 27 geð- fatlaðir einstaklingar voru á sam- ræmdum biðlista eftir búsetu. Eftir því sem vitab var reyndust 38 á götunni, 12 bjuggu á gisti- heimili, 134 í óöruggu húsnæði, og 43 á áfanga- og langlegudeild- um. Af þeim sjúklingum sem voru á götunni reyndust vera 33 karlar og 5 konur, meðalaldur þeirra 37 ar. Þrjár stofnanir eru meb búsetu- úrræbi fyrir gebfatlaða í Reykja- vík: Öryrkjabandalagiö, en á heildar- biðiista þar voru 568 einstakling- ar, af þeim 179 geðfatlaðir. Nú þegar búa 55 í Hátúnshúsunum en í þeim húsum búa milli 230 og 240 manns. Auk þess búa 10 í íbúbum sem hafa þjónustu frá Geðdeild Landspítala og 13 á vegum Svæðisskrifstofu Reykja- víkur. Abrir búa í íbúðum á veg- um Hússjóðs bandalagsins hing- að og þangað um borgina. Biö- tími einstaklinga er orðinn 3-4 ár og biðlistanum hefur verið lokað um óákveðinn tíma. Félagsmálastofnunin er með 398 umsóknir um íbúðir fyrir fólk á aldrinum 16-66 ára. Af þessum umsóknum eru um 150 frá öryrkjum en ekki sundur- greint hvers eðlis örorkan er. Stofnunin rekur 1.045 íbúöir. Fé- lagsmálastofnun er í samvinnu við geödeildir Landspítala og Borgarspítala um rekstur á vernd- uðum heimilum fyrir gebsjúka, 10 heimili alls. Svæðisskrifstofa Reykjavíkur er meb um 200 einstaklinga á biðl- ista, þar af eru um 50 geðfatlaöir. Skrifstofan rekur 12 sambýli, þar af eitt fyrir geðfatlaða, auk þess sem 15 gebfatlaöir búa í 10 íbúð- um á vegum skrifstofunnar. Einn- ig þarna er langur biðtími eftir úr- lausnum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.