Tíminn - 11.11.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.11.1994, Blaðsíða 9
Föstudagur 11. nóvember 1994 Söwiiw 9 Áskriftarkerfi Spariskírteina ríkissjóös fimm ára um þessar mundir. Pétur Kristinsson, framkvcemdastjóri Þjónustumiöstöövar ríkisveröbréfa: Um tíu þúsund manns spara um a mánuði Sett á stofn áriö 1989 Þjónustumiðstöðin var sett á stofn árið 1989 og varð hún síðar deild í Lánasýslu ríkisins ári síðar. Við stofnun hennar, en Lánasýslan annast m.a. út- gáfu og sölu á ríkisskuldabréf- um á innlendum markaði með vikulegum uppboöum á ríkis- verðbréfum, sem verðbréfafyr- irtæki, bankar og sparisjóðir taka þátt í. Þessi starfsemi er hliðstæð því sem gerist meðal annarra þjóða. Á þessum tíma hafa yfir 20 þúsund manns gerst áskrif- endur að spariskírteinum rík- issjóðs, en í dag eru um 10 þúsund manns sem greiða að jafnaði hátt í hundrað millj- ónir króna á mánuði. Þessi fjöldi þeirra, sem ákveðið hafa að spara á þennan hátt, hefur verið nokkuð jafn allt frá upp- hafi, en hefur hæst farið í 14 þúsund. Pétur segir áskriftarkerfið mjög vinsælt sparnaðarform, enda mjög einfalt og þægilegt, sérstaklega þegar valin er sú leið að greiða með greiðslu- korti. „Það eru um 70% af þeim sem spara í áskrift sem greiða með greiðslukorti og það er eins og fólk finni minna fyrir því. Þetta verður eins og hver önnur eyðsla, eöa eins og við segjum, fólk er að eyða í sparnað," segir Pétur. Ástæðuna fyrir því að fólk vel- ur þessa sparnaðarleið frekar en einhverja aðra segir hann vera að bréfin séu þau trygg- ustu sem bjóðast á markaön- um. Svo séu góðir vextir í boði, auk verðtryggingar. Gób ávöxtun Ávöxtunin hefur tekið mið af svokölluðum heildsöluútboð- um spariskírteina, sem haldin eru mánaöarlega, en í því myndast ákveðiö meöalverð og af því er tekið mið þegar ávöxtunin er ákvöröuð. Und- anfarið hefur ávöxtunin verið á bilinu 4,5-4,6%, umfram verðtryggingu. Að mati Péturs er það vel viðunandi, að við- bættri verötryggingu, en segir jafnframt að þeir háu vextir, sem hafi verið á markaönum áður fyrr, séu þó enn að villa um fyrir fólki. Þegar fólk vill gerast áskrif- endur að spariskírteinum rík- issjóðs, hringir það til Þjón- ustumiðstöðvarinnar. Við- komandi gefur upp nafn og á Pétur Kristinsson, framkvœmdastjóri Þjónustumibstöbvar ríkisverbbréfa. hvern hátt hann vill greiða áskriftina, hvort hann vill gera það með greiöslukorti eða heimsendum gíróseðli. Við- komandi velur einnig þá upp- hæð sem hann vill spara og hleypur það á hverjum fimm þúsund krónum. í flestum til- fellum eru bréfin geymd í Seölabankanum og um 15. hvers mánaðar fær viðkom- andi kvittun fyrir bréfunum, en tvisvar á ári er sent út yfirlit yfir inneign sem er uppreikn- uð. Áskrifandinn fær senda möppu með greiðsluáætlun og fleira, sem hjálpa á honum til ab koma regíu á fjármálin, og hluti af henni er að byrja að spara. Áskriftin sveigjanleg Hægt er að breyta upphæbinni sem greidd er, og þá er einnig hægt ab taka sér hlé frá sparn- aði í mánuö eða einhverja mánuði. Áskriftin er mjög sveigjanleg og án allra skuld- bindinga. Spariskírteinin eru auðseljanleg hvenær sem er á lánstímanum og geta áskrif- endur því fengiö peningana sína þegar á þarf aö halda. Söluverö skírteinanna er skráð á Verðbréfaþingi íslands, en hægt er að fá upplýsingar um söluverðið hjá Þjónustumið- stöb ríkisveröbréfa. Best er að láta skírteinin safna verðbót- um, vöxtum og vaxtavöxtum út lánstímann og þegar hann er liðinn, er fjárhæðin öll laus til innlausnar án endurgjalds. Ef selja þarf spariskírteinin fyr- ir innlausnardag, veitir starfs- fólk Þjónustumiðstöbvarinnar góð ráö um sölu þeirra, en vaxtakjör á markaðnum hverju sinni geta ráðið því hvort hagkvæmt sé að selja spariskírteinin á einum tíma frekar en öbrum. Öll helstu verðbréfafyrirtæki og ab sjálf- sögðu Þjónustumiðstöð ríkis- FJÁRMÁL verðbréfa annast kaup og sölu spariskírteina ríkissjóðs. Þegar bréfin eru seld, er haft sam- band vib afgreiöslu Þjónustu- miöstöövarinnar, sem annast söluna, sækir bréfin í Seðla- bankann og sér um að leggja peningana inn á bankareikn- ing vibkomandi. Skírteinin til fimm ára Spariskírteinin eru til fimm ára og að þeim tíma libnum, þegar þau koma til innlausnar, segir Pétur að viðkomandi séu boðin ný bréf á sérstökum skiptikjörum og að flestir taki því bobi og haldi áfram að spara. Hann segir tilganginn með sparnaöi þessa fólks í flestum tilfellum vera að þab sé að koma sér upp varasjóði, sem það ætli ab grípa til þegar á þurfi að halda. Ennfremur segist hann hafa orðið var við að stærsti hluti þeirra, sem spara í þessu kerfi, hafi ekki gert þab áður og svo virðist sem þessi leið sé einna auð- veldust fyrir það. Pétur segir þetta mikilvæga tekjuöflun fyrir ríkissjóð, enda skilar áskriftarkerfið um milljaröi til tólf hundruð milljónum króna á ári, sem er um helm- ingur af nettó sölu spariskír- teina á þessu ári, auk þess sem hér er um verulegt magn af „nýju" fé að ræða. Hann segist vongóður um að hægt sé ab fjölga áskrifendum og um þessar mundir standi einmitt yfir söluátak í þeim tilgangi. Menn hafi þótt áræbnir að fara út í þetta verkefni á sínum tíma, en það var farið út í að hringja í alla þjóðina og þann- ig náðist í þann mikla fjölda sem byrjaði ab spara á fyrsta starfsári fyrirtækisins. Síðan þá hafi náðst umtalsverður ár- angur og í dag eru spariskír- teinin orðin mjög þekkt vara. „Það langar alla til að spara og ég tel að við höfum með þess- um hætti hjálpað því að byrja. Með því í fyrsta lagi að hringja í alla þjóöina, auk þess sem við höfum fylgt því eftir meb kynningu öðru hverju." Engar stórfelldar breytingar í fram- tfóinni Hvað framtíðina varbar, um sölu á spariskírteinum, segist Tímamynd Pjetur Pétur ekki sjá neinar stórfelld- ar breytingar. „Á meban ríkis- sjóður er rekinn með halla verður þörfin fyrir innlent lánsfé viðvarandi. Skuldir rík- isins í spariskírteinum á inn- anlandsmarkaði eru um 70 milljarðar, sem þarf ab endur- fjármagna á næstu árum, þannig að það er ekki annaö sjáanlegt en að ríkissjóbur þurfi í náinni framtíö að fjár- magna fjárþörf sína á innlend- um fjármagnsmarkaði, auk þess sem þab er talið eðlilegt ab hið opinbera fái lánað fé hjá þegnum sínum." Pétur segir þróunina á næstu árum verða þá að losna við alla pappíra úr þessum vib- skiptum, þ.e.a.s. verðbréfin sjálf, og það eigi við um verð- bréfamarkaðinn í heild sinni. Þar komi tölvurnar inn í og verðbréfin verða bara einingar í tölvum. Þetta eigi ekki að skipta hinn almenna verð- bréfaeiganda ekki neinu máli, því í fæstum tilfellum sjái hann bréfiö í dag. Þetta gildi ekki síst um spariskírteini rík- issjóðs. „Þab er starfandi nefnd á vegum viðskiptaráðu- neytisins, sem er að skoða þessi mál og ég á von á því að lögum og reglum um þessi mál verbi breytt í náinni framtíð. Það eru öll viöskipti ab fara inn á þessar brautir, pappírs- laus vibskipti, og nýjasta dæmið um þab eru debetkort- in," segir Pétur Kristinsson að lokum. hundrab Áskriftarkerfi Spariskírteina ríkissjóðs er fimm ára um þess- ar mundir og á þessum tíma hafa tugir þúsunda íslendinga sparað með áskrift. Pétur Krist- insson, framkvæmdastjóri Þjónustumibstöðvar ríkisverð- bréfa, er ánægður meb árang- urinn á þessum fimm árum, en verötryggð spariskírteini ríkisins hafa verið til sölu síð- ustu 30 ár og eru nú útistand- andi um 70 milljarðar í spari- skírteinum, sem koma til inn- lausnar á næstu árum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.