Tíminn - 19.11.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.11.1994, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. nóvember 1994 3 Utandagskrárumrœöa um deilu Atlanta og FÍA á Alþingi. Ríkisstjórnin hyggst ekki grípa inn í deiluna: Ráöherra útilokar ekki skipan sáttanefndar Rannveig Guömundsdóttir fé- lagsmálaráöherra sagöi á Al- þingi í gær aö þaö væri ekki útilokaö aö skipuö veröi sér- stök sáttanefnd í deilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna viö flugfélagiö Atlanta, ef deil- an leystist ekki innan tíöar. Hinsvegar hyggöust stjórnvöld ekki grípa inn í deiluna aö svo stöddu. Ráöherra sagöi aö þaö væri farsælast aö ríkissátta- semjari leiddi þessa deilu til lykta. En ef hann eöa deiluaö- ilar telja aö máliö leystist ekki nema meö atbeina stjórnvalda þá mundi ekki standa á þeim. Deila FÍA við flugfélagið Atl- anta var rædd utan dagskrár á Al- þingi í gær aö ósk Halldórs Ás- grímssonar, formanns Fram- sóknarflokksins, en boöað alls- herjarverkfall FÍA gegn félaginu kom til framkvæmda á hádegi í gær. Þá mun félagsmálaráðherra hafa reifab máliö á fundi ríkis- stjórnar fyrr um daginn. Halldór Ásgrímsson lagöi áherslu á mikilvægi þess aö lausn fyndist sem fyrst í þessari deilu og taldi aö þaö mætti alls ekki útiloka skipan sérstakrar sátta- nefndar í málið. Þótt það væri óvenjulegt, þá væri málið þaö líka og einnig mjög mikilvægt. Hann sagði aö þessi deila gæti haft mjög alvarlegar afleiöingar í för meb sér, ekki aöeins fyrir þá fjölmörgu sem vinna hjá Atl- anta, heldur og einnig fyrir fyrir- tækiö og þá atvinnustarfsemi sem þarna væri aö hasla sér völl. Þeir þingmenn sem tóku til Þorsteinn Ólafur Þorsteinsson, talsmaöur starfsmanna Atianta, og Þóra Cuömundsdóttir, annar aöaleigandi, fylgdust meö umrœöunni á þingpöllum. Tímamynd: cs íþróttaiökun unglinga: Sjálfstraust og betri líöan Unglingar sem stunda íþróttir eru í góöri líkamlegri þjálfun, og ekki eins líklegir til aö reykja, drekka eba neyta ann- arra fíkniefna eins og þeir sem engar íþróttir stunda eöa eru í lélegri þjálfun. Þá viröast þeir einnig fá hærri einkunnir og líða betur í skóla, þeir hafa meira sjálfs- traust og þjást síður af þung- lyndi, kvíöa eöa öörum sálræn- um kvillum en félagar þeirra sem ekki eru í íþróttum eöa í lé- legri þjálfun. Þetta eru m.a. niðurstöður æskulýðsrannsókna um gildi íþrótta fyrir íslensk ungmenni sem Rannsóknarstofnun upp- eldis- og menntamála hefur gefiö út eftir þau Þórólf Þór- lindsson, Þorlák Karlsson og Ingu Dóru Sigfúsdóttur. Niðurstöður þeirra rann- sókna sem birtar eru í ritinu eru hluti af stærri rannsókn sem nefnd hefur verið Ungt fólk '92. í ritinu er fjallaö um íþróttir nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla á grundvelli könn- unar sem náöi til 8.530 ung- linga. í könnuninni var lagöur spurningalisti fyrir nemendur í tveimur kennslutímum og var svörun um 80% - 90%. ■ máls voru sammála um mikil- vægi þess aö samningar tækjust sem fyrst milli deiluaðila. Hins- vegar voru skiptar skoöanir um það hvort deilan kallaði sérstak- lega á endurskoðun á 60 ára gamalli löggjöf um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1938. Athygli vakti að hvorugum af fyrverandi félagsmálaráöherrum ríkisstjórnarinnar, þeim Jó- hönnu Sigurðardóttur og Guð- mundi Árna Stefánssyni, þótti ástæða til tjá sig um deiluna í ut- andagskrárumræðunni. ■ Sveinn Hannesson, framkvœmdastjóri Samtaka iönaöarins, á fundi á Selfossi: Iönaði væri styrk- ur í aðild að ESB Islensk Hornafjaröarsíld og Ceysisbrennivín á jóla- hlaöboröum Dana íslenskt játakk ódýrt í dönskum Netto-búðum Þab er ódýrt aö segja íslenskt játakk, — ef mabur verslar í Danmörku. Þar kostar úrvals síld í verslunum Netto-keöj- unnar abeins 11,95 danskar krónur 800 gramma krukkan, síld og sósa til helminga; Om- ega-lýsistöflur kosta ekki nema 29,95 og Geysis-ákavítib 110 danskar krónur. Síid er víbast hvar ódýr á neytenda- mörkubum, — nema á Islandi, hinu víbfræga landi síldarinn- ar. Síldin frá íslandi, fræg víöa um lönd fyrir gæöi, selst á hryggi- lega lágu verði um þessar mund- ir, eins og reyndar má greina af þessum veröum sem nú bjóðast í meira en 180 verslunum Netto um alla Danmörku og eru aug- lýst sem sérstök tilboð í blöðum. Aðalsteinn Ingólfsson hjá Skinney hf. á Höfn í Hornafiröi sagbi blaðinu að fyrirtækiö seldi 500 þúsund dósir af marineraðri síld á ári í Netto-búöunum dönsku. Afkastagetan er þrefalt meiri. Varan er framleidd eftir hend- inni allt áriö, en salan er lang- mest fyrir jól og páska. Um þess- ar mundir fer síldin frá Horna- firði á jólahlaðborðin frægu í Danmörku, og er íslenska síldin nú auglýst með íslenska Geysis- snafsinum frá Eldhaka. Síldarniöurlagningin í Horna- firöi stendur allt áriö og heldur uppi 10 störfum, en nýting nýju framleiðslulínunnar er lítil. Upp úr áramótum verður tekið til viö nýja framleiðsluvöru, krydd- síld, trúlega um 200 þúsund dós- ir sem fara til Danmerkur, og mun starfsemin þá aukast tfl muna. ■ Ekki á eingöngu ab fara eftir þeirri staöhæfingu aö ísland sé verstöb og afneita inngöngu í Evrópusambandið vegna óheppilegrar sjávarútvegs- stefnu þess. Vaxtarbroddurinn í íslensku atvinnulífi er í ibnaöi og honum væri styrkur í abild ab sambandinu. Meb því gætu okkur opnast ýmsir möguleik- ar sem ella bjóbast ekki. Þetta kom fram efnislega í máli Sveins Hannessonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka iðnab- arins, á opnum fundi á Selfossi í fyrrakvöld. Á fundinum á Selfossi, sem haldinn var af Félagi atvinnurek- enda á Suðurlandi, sagöi Sveinn Hannesson aö um aldamót yröu velflest Evrópuríki komin í raöir ESB. íslenskri þjóð og atvinnulífi sé styrkur í aðild að Noröurlanda- ráöi, Evrópska efnahagssvæðinu og NATO og þátttaka í ESB gæti verið þaö jafnframt. Sveinn benti á Sviss í þessu sambandi, þar sem aðild að EES var hafnað í þjóðar- atkvæöagreiðslu og sagöi landið hafa einangrast á margan hátt í fjölþjóblegu samstarfi. Um lítiö atkvæöavægi íslands viö hugsan- lega inngöngu í Evrópusamband- ið sagöi Sveinn aö þrátt fyrir allt gætum viö áorkað ýmsu innan þess. „Það verður á okkur hlustaö ef viö höfum eitthvað skynsam- legt fram að færa," sagbi hann. „Fram til aldamóta eiga mörg þúsund nýir launþegar eftir að koma inn á vinnumarkaðinn. Meö tilliti til atvinnu í þessu landi er einblínt á sjávarútveg, þó hann muni ekki skapa öll þau störf sem kemur til meö aö vanta. Vaxtarbroddurinn í atvinnulíf- inu er i iðnaði og honum væri styrkur í aðild að ESB, svo sem með jafnari samkeppnisstöðu. Þaö eru ekki ábyrg sjónarmið aö horfa eingöngu á hagsmuni sjáv- arútvegs í Evrópuumræöunum heldur verður að gæta hagsmuna allra atvinnugreina," sagöi Sveinn Hannesson. Hann sagöi jafnframt að ógæfa íslands væri sú aö EES og aöild okkar að því hefði ekki komib til fyrir 10 til 15 árum. Meö aðild í tæpt ár heföi náðst meiri agi á peningamarkaði, skattalögum hefði verið breytt til betri vegar, almenn starfsskilyrði bætt og öflug samkeppnislöggjöf hefbi tekið gildi sem heföi mikil áhrif. Þetta hefði þurft ab koma fyrr, því þá væri staðan önnur í dag. SBS, Selfossi Umrœbur um frumvarp um bann viö atvinnurekstri einstaklinga vegna afbrota: Einær fyrirtæki hefta framþróun „Einær fyrirtæki eru stórt vandamál og hefta eblilega framþróun í íslenskum fyrir- tækjarekstri," segir Ragnar Þorgeirsson, sölustjóri í Borg- arnesi, en hann situr sem varamabur Ingibjargar Pálmadóttur, þingmanns Vesturlands. Ragnar fjallaöi um einæru fyrirtækin í umræöu um frum- varp Finns Ingólfssonar um bann við atvinnurekstri ein- staklinga vegna afbrota á Al- þingi í gær. En hvaö á hann við með einærum fyrirtækjum? Ragnar segir að á undanförn- um árum hafi færst í vöxt ab framkvæmdaaðilar eða verk- kaupar leiti tilboða í æ smærri verk og velji þá gjarnan lægsta tilboð í verkið þó að það sé ekki algilt. „Gjaldþrot fyrirtækja geta komið til af ýmsu og þurfa ekki að vera vegna svindls og mis- ferlis," segir Ragnar. „Hins veg- ar hefur viðgengist að verktaka- fyrirtæki eru vísvitandi keyrð á hausinn. Það eru svo kölluð ei- nær fyrirtæki. Þetta eru til dæm- is verktakar, sem bjóba í verk á vorin. Þeir bjóða undir raun- verulegri kostnaðaráætlun, fá verkib, framkvæma það, fá greitt, en lýsa síðan fyrirtæki sitt eignalaust. Þessir aöilar standa ekki skil á sköttum og opinberum gjöldum og í sum- um tilfellum launum eða Ragnar Þorgeirsson segir aö ein- œru fyrirtœkin hafi í mörgum til- fellum komiö óoröi á verktaka. greiðslum til undirverktaka. Næsta vor koma sömu aðilar fram með nýja kennitölu og sagan endurtekur sig. Það er það sem ég kalla einær fyrirtæki. Alvöru fyritæki eiga tæpast möguleika í samkeppni við þau einæru, þar sem þau gera frá upphafi ráð fyrir að standa skil á opinberum gjöldum og öðr- um greiðslum," segir Ragnar. Ragnar segist þekkja slóbir eftir slík fyrirtæki úr sínu starfi. Einæru fýrirtækin hafi alið á tortryggni banka og þeirra sem selji þeim aðföng, en þó nokkur dæmi séu um einær fyrirtæki í byggingariðnaði, samgöngu- framkvæmdum og innflutn- ingsverslun. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.