Tíminn - 22.11.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.11.1994, Blaðsíða 5
Þri&judagur 22. nóvember 1994 5 Siguröur Kristjánsson: Umbrotatímar í samvinnumálum Mörgum finnst sem erfiöleik- arnir í rekstri margra fyrirtækja samvinnumanna á liönum ár- um hafi skemmt hugsjónina og ræturnar til félagsmanna kaup- félaganna séu ekki jafn traustar sem fyrr. Það vill gleymast að oft ræður félagsformið ekki rekstrarárangri, heldur sækja sömu aðstæður þau félög heim er róa á svipuð mið. Stærð fé- laga skiptir gjarnan máli og mjög er leitað hagræðingar með sameiningu félaga. Síðan skiptir máli aö félög samvinnumanna vinni sem best saman að sínum hagsmunum. Með því móti styrkjast þessi félög í heild og samvinnuhreyfingin verður trú- verðugri í augum almennings, sem er nokkuð sem hún á skilið. Ekki væri hér á þetta minnst með þessum hætti ef allt mætti heita slétt og fellt. Sérstaklega eru verslunarmálin það verkefni sem kaupfélögin eiga erfitt með að ná góðri samstöðu um, og má segja aö eftir hallarekstur Verslunardeildar Sambandsins og fall Miklagarðs, þá treysti sum stærri félögin meira á sinn mátt en heildarinnar. Slíkt má reyna um stund, en einföldum VETTVANGUR „Kostir samvinnunnar liggja í samstillingu til sameiginlegra verkefna, sameiginlegra átaka. Ár- angurinn felst í því að enginn hafni þátttöku og láti stundarhagsmuni spilla framtíðarmögu- leikum." lögmálum verður þó ekki breytt í samvinnuhreyfingunni. Kostir samvinnunnar liggja í samstill- ingu til sameiginlegra verkefna, sameiginlegra átaka. Árangur- inn felst í því að enginn hafni þátttöku og láti stundarhags- muni spilla framtíðarmöguleik- um. Svo virðist sem Samband ísl. samvinnufélaga muni ná nauðasamningum og þar með stöðu til þess að halda starfi sínu áfram. Ekki er þó þess að vænta að verði um eiginlegan rekstur að ræða, heldur vissa þjónustuþætti og samræming- arvinnu. Mjög ber að fagna því, ef fjárhagslegum erfiðleikum Sambandsins verður loks ýtt til hliðar og aðstæður skapast til nýrrar uppbyggingar. Þess er aö vænta að ýmsar hugmyndir verði uppi um nýtt andlit Sam- bandsins, verkefnaval og þar með umfang og stærð. Kaupfé- lögin leggja áherslu á lítinn kostnað Sambandsins og sam- vinnu við Vinnumálasamband- ið m.a. með sameiginlegu skrif- stofuhaldi. Það er sérkennilegt hversu lít- ið samvinnumenn láta í sér heyra í ræðu og riti um þessi mál. Þau eru þó mikilvæg og á þeim eru að verða kaflaskipti í jákvæðri merkingu. Auðvitað hefur hljómab í eyrum orð þeirra, sem mælt hafa af sinni óskhyggju að samvinnuhreyf- ingin væri dauð. Slík orö eru marklaus, hversu oft sem þau eru sögð. Sannleikurinn er sá að samvinnuhreyfingin býr yfir meiri sóknarmætti en fólk gerir sér grein fyrir. Vib skoðun á ár- angri í erlendum samvinnusam- böndum má þó ef til vill álíta aö hér vanti skipulag og aga, vand- lega tiltekt á þeim grunni sem fyrir er. Vonandi rís síðan á þessum grunni vandað og notagott hús, tæki sem hæfir nýjum tímum, tæki sem ekki líður fyrir mistök fortíðar. Menn hafa fengið nokkurn tíma til þess að meta stöðuna eftir ab Sambandið hóf aö leysa upp eignir sínar, sér í lagi með samningum viö Lands- bankann og greiða skuldirnar. Menn hafa væntanlega áttað sig á því að þessum uppgjörstíma lýkur og þau kaflaskipti koma er hér áður hefur veriö á minnst. Nú er rétti tíminn til þess að setja fram nýjar hugmyndir og hafa áhrif á það framhald sem næstu mánuðir munu væntan- lega leiða í ljós. Miklu skiptir að ná góbri samstöðu um fyrir- komulag nýja Sambandsins. Sé byrjað smátt er auðvelt að bæta við verkefnum, en sé byrjað of stórt er verra að þurfa að draga saman. Ég vona að unga fólkið í land- inu hafi áhuga á þessu starfi og sjái í því þann ávinning sem kemur því að góðu gagni í lífs- baráttunni. Samvinnufélögin hafa á 100 ára ferli sínum verið skjól og skjöldur margra þeirra sem nú hafa dregið sig í hlé sök- um aldurs. En unga fólkið, sem ekki þekkir þá brýnu nauðsyn sem var fyrir stofnun þessara fyrirtækja, er nokkurn tíma að sjá hina framréttu hönd. En ef slík kynni komast á, þá standa þau yfirleitt óbrotin — ævi- langt. Höfundur er fyrrv. kaupfélagsstjóri. Finnur Ingólfsson: Ríkisstjómin veröskuldaði vantraust Fyrir fáum vikum átti sér stað á Alþingi sá einstæði atburður að forsætisráðherra ákvað að vísa frá vantrausti á eigin ríkis- stjórn og þar með á eigin verk. Slíkt gerræbi er hættulegt þingræðinu og lýðræðinu í landinu. Um leib vekur það upp spurningar hvort ekki sé tilgangslaust að bera upp van- traust á ríkisstjórn eöa ein- staka ráðherra, þar sem því verði vísað frá komi sér það illa fyrir ríkisstjórnina. Forsætisrábherra í vanda Forsætisráðherra gerði mikib úr því, þegar hann varði ríkis- stjórn sína vantrausti, að ein- stakir ráðherrar ríkisstjórnar- innar verðskulduðu ekki van- traust. Ég held að það blandist engum hugur um að ríkis- stjórn og ráðherrar, sem bera ábyrgð á því að þúsundir manna ganga um atvinnu- lausir í landinu, verðskulda VETTVANGUR „Þetta sama fólk horfir upp á einkavinavœðing- una þar sem ríkisfyrir- tœkin eru gefin til fokks- gæðinganna, rótað er fjármunum út úr sjóðum ráðuneytanna til einka- vinanna og embættis- veitingarnar þar sem fokksskírteinin eru að- göngumiðinn að emb- ættum." vantraust. Ríkisstjórn og ráðherrar, sem bera ábyrgð á skattaálögum á sjúklinga, gamalmenni og ör- yrkja svo milljörðum skiptir á sama tíma og eyðsla og sóun í rekstri ríkisins viðgengst, eiga vantraust skilið. Ríkisstjórn og ráðherrar, sem hafa með skattahækkunum, lækkun á barnabótum og vaxtabótum komið málum þannig fyrir að 60% af öllum lánþegum Húsnæðisstofnunar ríkisins eru í vanskilum vegna greiðsluerfiðleika við stofnun- ina, verðskulda vantraust. Ríkisstjórn og ráðherrar, sem ætla að bera ábyrgð á að skera niður greiðslur til öryrkja og ellilífeyrisþega um 850 millj. á næsta ári, en afnema hátekju- skatt á sama tíma, verðskulda vantraust. Forsætisráðherra, sem á fundum úti í bæ lýsir van- trausti á utanríkisráðherra í eigin ríkisstjórn, á rétt á því að geta í atkvæðagreiðslu á Al- þingi látiö þetta vantraust koma í ljós. Hvar eru kosninga- loforbin? Ríkisstjórn og ráðherrar, sem meb athöfnum eða athafna- leysi hafa skapað það ástand að rúmlega 60% fjölgun hefur orðið á þeim sem þurfa að sækja fjárhagsaðstoð Félags- málastofnunar, verðskulda vantraust. Fjölmargar fjöl- skyldur eru í landinu sem ekki eiga fyrir brýnustu lífsnauð- synjum. Fólkið sem býr við þessar aðstæður spyr nú: Hvar eru skattalækkanirnar sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði fyrir kosningarnar 1991? Þetta fólk spyr líka: Hvar eru 80 þús. kr. skattleysismörkin sem Al- þýðuflokkurinn lofabi fyrir kosningarnar 1991? Einkennilegt mat Þetta sama fólk horfir upp á einkavinavæðinguna þar sem ríkisfyrirtækin eru gefin til flokksgæðinganna, rótað er fjármunum út úr sjóðum ráðuneytanna til einkavin- anna og embættisveitingarnar þar sem flokksskírteinin eru aðgöngumibinn að embætt- um. Þeir ráðherrar, sem nú eru í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar eba hafa verið í henni og bera ábyrgð á því ástandi sem skap- ast hefur í samfélaginu, verb- skulda vantraust, eða eiga að sjá sóma sinn í því eins og Guðmundur Árni Stefánsson að segja af sér ráðherradómi. Höfundur er alþingismabur. Nýstárleg íslensk orðabók Út er komin bókin Orðastaður — orðabók um íslenska málnotkun eftir Jón Hilmar Jónsson, mál- fræðing á Orðabók Háskóla ís- lands. Orðabókin er mikið verk, 698 blaðsíður auk 32 síðna for- mála, og er afrakstur margra ára vinnu Jóns Hilmars og aðstob- armanna hans. I hefðbundnum orðabókum er einkum fengist við að skýra merkingu orba, annabhvort á öðru tungQmáli eða því sama. Því verður í slíkum bókum lítiö rúm til að gera grein fyrir mál- notkun og orðtengslum, skýra hvar hvert og eitt orb á helst Fréttir af bókum heima í ákvebnu oröasambandi. Hvernig á að herða á því ab einhver sé sterkur? Hvað á ab segja til að lýsa algeru logni? Hvaða samsettu orð hafa sama forlið og lagasetning og hver byrja eins og löggjöf? Hvernig geta orðliðirnir -geðja, - huga og -lyndur nýst til að lýsa skapferli manna? Segir maður aö einhver geti sér orðstír eba fái hann? Um slík orðatengsl og mái- notkunardæmi fjallar hin nýja bók Jóns Hilmars. Engin íslensk orðabók af þessu taki hefur áður verið til, og er með Orðastað bætt úr brýnni þörf í skólum, at- vinnulífi og á heimilum fyrir orðabók sem leiðbeinir um notkun málsins í ræðu og riti og birtir umhverfi orbanna í orða- samböndum og samsetningum. í bókinni eru 11 þúsund upp- flettiorð, og eru þar sýnd um 45 þúsund orðasambönd, um 15 þúsund notkunardæmi til- greind, og tiltekin um 100 þús- und samsett orb. Útgefandi er Mál og menning og er bókin prentuð í Prent- smiðjunni Odda hf. Orðastaður — orðabók um íslenska málnotk- un fæst fyrst í stað á sérstöku kynningarverði, 7.900 kr. Þetta stórvirki Jóns Hilmars Jónssonar er ætlað öllum ís- lenskum málnotendum, og verður ómissandi þeim fjöl- mörgu sem í starfi sínu eða tóm- stundum vilja tjá sig skýrt og skilmerkilega, en jafnframt á sem fjölbreytilegastan hátt. Orðastaður — orðabók um ís- lenska málnotkun á heima við hlið „íslenskrar orðabókar" Árna Böövarssonar í bókahill- um og á skrifborðum lands- manna. ■ jón Hilmar jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.