Tíminn - 26.11.1994, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.11.1994, Blaðsíða 15
Laugardagur 26. nóvember 1994 WtMtUM 15 Meira um gallabuxur — Ég geng ekkert í gallabuxum vegna þess aö einhver segir að þær séu í tísku, heldur vegna þess að þær eru þægilegar og þaö er ekkert vesen aö hreinsa þær og þarf ekkert að pressa, sagði kona, sem var ekki alls kostar sátt við úttekt Heiðars á þessum vinsælu flíkum s.l. sunnudag. Mikiö rétt, sagði Heiðar þegar ummælin voru borin undir hann. Það er ekki til fatnaður sem er eins þægilegt að þrífa og gallabuxurnar og gallaföt yfir- leitt. Það er hægt að henda þeim í þvottavélina og þurrkarann og maður er til í tuskið. Kynþokkinn er mikilvægur En það er viðurkennt í tísku- heiminum og alls staðar að ein- hverra hluta vegna, þá hafa gallabuxur kynþokka. Þar kem- ur einn áterkasti punkturinn og skýrir fádæma vinsældir þeirra. En gallabuxur hafa ekki kyn- þokka nema þær, sem eru í þeim, hafi kynþokka sjálfar neðan til. Kynþokki - hefur miklu meira að segja en fólk fæst almennt til að viðurkenna, og ég er skammaöur mikið fyrir að tala um kynþokkafull undir- föt. En það eru ekki allir sem sjá þau og sem betur fer er ástin blind. En þetta á ekki við um gallabuxurnar, sem blasa við fyrir allra augum og stundum allt það sem fyrir innan þær eru. Breytileg tíska Það kemur alltaf í tísku annað slagiö að hafa flíkurnar, sem hylja neðri hluta líkamans, mjög þröngar, stundum galla- buxur, stundum pils og svo níð- þröngu fötin sem konurnar ganga í núna. Þau hefðu þótt ægilega dónaleg á almannafæri fyrir nokkrum árum. En svona er tískan, hún er breytileg og þaö er misjafnt hve mikið af kynþokkanum er dreg- ið fram í dagsljósið. Þegar allt kemur til alls er það innri kyn- þokki sem skiptir höfuðmáli, en föt og framkoma geta undir- strikað hann eöa eyöilagt, þegar ósmekklega er aö farið. Stundum óvibeigandi Gallabuxur eru tískuklæðnað- ur, en það er langt því frá að þaö sé sama hvernig þær eru notab- ar. Ég hef einu sinni séð það í op- inberri móttöku, þar sem var Hvernig aeg a ö vera? Heiöar Jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda frammáfólk ab taka á móti fólki, að þar kom inn ung kona, vel vaxin, í þessum gallabuxnastíl. Mér þótti það mjög óviöeig- andi. Þarna voru yfir fimmtíu konur og þegar ég horfði yfir hópinn sá ég að unga konan í gallabuxnastílnum, sem ég tók sérstaklega eftir, var langdýrast klædd og skreytt af öllum kon- unum sem voru þarna inni. En hún var í gallabuxum og það átti ekki við þarna. Þessi kona var sem sagt ósmekklega klædd, þótt hún væri falleg og í dýrum fötum, af því aö hún var í röngum fötum á röngum stað. Við öðruvísi tækifæri hefði konan getab verib best klædda konan í salnum. En svona er tískan og það sem passar á ein- um stað er óviðeigandi á öðr- um, og það sem fer einum vel getur farið öðrum illa. Gallabuxurnar eiga eftir að vera í tísku lengi enn. Athuga verður samt að þær passa ekki öllum og eiga ekki alls staðar við. ■ Haavrðinqaþáttur Sjálfhælni „... Morgunblaðib hefur sýnt í verki að það er blað allra lands- manna ... traust og áreibanlegt... lætur enga hagsmuni rába ... umfjöllun um málefni lands og þjóðar..." Leiðari Mbl. 11.5. '94 Um ágœti Moggans að efast mun engum til farsœldar gefast. Já, góð er sú spá, þóttglöggt megi sjá, hvar sjálfhœlnisvoðimar vefast. Gestur í Vík Feluvísa Skemmtilegur er hann Búi þegar honum tekst vel upp. Nú hef- ur hann sent feluvísu, hina fyrstu sem Hagyrðingaþætti berst, en að semja feluvísur er ein af íþróttum braglistar, sem ekki bregst höfundi fremur en áður. Þab geröi smáél svo að gránaöi í rót í gær, sem eru þó tæpast fréttir. En Bjarni fékk byltu og fótbraut sig, og er nú að slæpast. Eða: Það gerði smá él, svo gránaði í rót í gcer, sem em þó tcepast fréttir. En Bjami fékk byltu og fót- braut sig, og er nú að slœpast. Skuld Aukin skuldabyrði er kveikja að þessum vísum: Ævislóðin grýtt og grá gengin er með þjósti. Gleðikomin finnast fá, en fiillt afgluggaþósti. Hljóðna oft vor hlátrasköll, harðar raunir þolum. Hjá oss tíðum auðnan öll er í handaskolum. Ekki sakar ab svolítil bjartsýni fljóti með: Þó ég líti auðn og urð, og örlög vceti kinnar, á ég hug og hreystiburð að halda leiðar minnar. Pétur Stefánsson Strandaglópur sendir ágæta botna og vísu: Sléttubönd Fyrripartur: Setur drífu niður nú, naprir vindar hvína. Botn: Vetur hrellir bcenda bú, birgðir óðutn dvína. Öfugt: Dvína óðum birgðir, bú bœnda hrellir vetur. Hvína vindar naprír, nú niður drífu setur. Fyrripartur: Hér skal syngja hátt við raust, hagyrðingar góðir. Botn: Hugann yngja endalaust, elska hringatróðir. Hugleiðing um ESB Efað blanda okkur á í ES-bandalagið, þá helsi landa lýðir sjá, lausn á vanda enga fá. Oddhenda Að lokum ný fyrripartur. Oddhenda eftir Pétur Stefánsson: Að yrkja Ijóð er iðja góð og okkar þjóðargaman. Botnar og vísur sendist til Tímans Stakkholti 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.