Tíminn - 29.11.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.11.1994, Blaðsíða 1
SIMI 631600 78. árgangur Tvö innbrot í gærmorgun Tilkynnt var um innbrot í versl- unina Rimaval í Grafarvogi í gær- mórgun. Þar haföi tóbaki ab verömæti 200 þúsund krónum verið stolið, fimmtán þúsundum í peningum og reiknivél. Seinna um morguninn barst lögreglunni tilkynning um innbrot í húsbíl sem stóð við Smiðshöfða. Þaðan var stolið geislaspilara og sam- byggðu sjónvarpi og mynd- bandstæki. ■ Féll út um glugga Karlmaður slasabist talsvert þegar hann féll út um glugga á tjórðu hæð húss við Brautarholt í Reykjavík á sunnudag. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig slysið átti sér stað en maðurinn var að eiga við gluggann þegar honum skrikaði fótur. Hann var með meðvitund þegar lögreglan kom á vettvang og var fluttur á slysa- deild Borgarspítalans. Meiðsl hans reyndust ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu og er það rak- ið til þess að hann lenti í möl sem tók af honum mesta fallið. ■ Fiskverkendur án útgeröar hafa átt í erfiöleikum aö fá skötu á frjálsum markaöi: 10°/o-12°/o verbhækk- un á skötu Óskar Gubmundsson, fisksali í Sæbjörgu, segir aö þab muni ekki koma sér á óvart þótt verö á skötu út úr búb verbi 10-12% hærra en í fyr^a. Samkvæmt því munu neytendur þurfa ab greiba 580-590 krónur fyrir kíló af skötu. Fisksalar og fiskverkendur án útgeröar á suövesturhorninu hafa átt í töluverðum erfiðleikum með ab útvega sér skötu í ár og m.a. urðu þeir í Sæbjörgu aö auglýsa eftir skötu norbur í landi. Vegna lítils frambobs er talið aö allt að helmingur þeirrar skötu sem verður á boðstólum í fiskbúðum á höfuðborgarsvæöinu verbi svo- köllub náskata sem er hvítari og þynnri en gráskatan sem neyt- endur vilja alla jafna fremur. Óskar segir að lítið framboð hafi veriö af skötu á fiskmörkuð- um en skatan er ein af fáum fisk- tegundum utan kvóta. Hann seg- ir að sú skata sem veiðist á línu hafi ekki skilað sér á markað og sömuleiðis skötuafli humarbáta. Hann telur ab skatan fari ýmist beint á markað erlendis eöa út- geröaraöilar verki sína skötu sjálf- ir og selji síðan. Abalskötutíminn í fiskbúðun- um hefst venjulega upp úr miðj- um desember. Óskar segir að þótt unga fólkið sé upp til hópa ekki ginnkeypt fyrir skötu, þá virðist þab ekki hafna gömlum gildum og láti sig því hafa þab að boröa skötu í skötuveislum og á Þorláks- messu. ■ Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti STOFNAÐUR 1917_______________________________________________________ Þriöjudagur 29. nóvember 1994 225. tölublaö 1994 Stórbruni í Hafnarfiröi Starfsmenn bifreibaverkstœbis í Kaplahrauni 17 í Hafnarfirbi áttu fótum sínum fjör ab launa þegar mikill eldur blossabi skyndilega upp á verkstœbinu í gærdag. Eldurinn breiddist hratt út og sluppu starfsmennirnir naumlega undan honum út úr húsinu. Slökkvilib kom fljótlega á stabinn og tók slökkvi- starfib alls um þrjár klukkustundir. Þak hússins hrundi í eldsvobanum og er húsib nánast ónýtt á eftir. Ekki hafbi reynst unnt ab meta tjónib ígærkvöldi en Ijóst er ab þab nemur milljónum króna. Rannsóknarlögregla ríkisins fer meb rannsókn málsins en talib er ab kviknab hafi í út frá bensíni. Formaöur Framsóknarflokksins gagnrýnir Jóhönnu Siguröardóttur harkalega: Húsbréfakerfiö mistekist í öllum meginatriðum Halldór Ásgrímsson hlaut u.þ.b. 98% atkvæba í formannskosningu á sunnudag. Halldór Ásgrímsson, nýkjör- inn formabur Framsóknar- flokksins, segir ab húsbréfa- kerfib hafi mistekist í öllum grundvallaratribum og þab þurfi ab endurskoba frá grunni. Hann, líkt og Ólafur Ragnar Grímsson formabur Alþýbubandalagsins, óttast ab Jóhanna Sigurbardóttir eigi eftir að ganga aftur til libs vib Alþýbuflokkinn. „Ég óttast ab það muni fljót- lega verða þreifingar um að Jó- hanna gangi aftur inn í Alþýðu- flokkinn," sagði Halldór í gær. „Framboð eins og hennar hafa venjulega ekki lifað mjög lengi og hún þarf að gefa miklu skýr- ari yfirlýsingar um hvað hún ætlar sér. Jóhanna er búin að starfa mjög lengi í Alþýðu- flokknum og á þar allar sínar rætur. Ég er ekki farin að sjá að þær séu allar upp slitnar." Samkvæmt skoðanakörinun DV sem birtist í gær er Fram- sóknarflokkurinn eini flokkur- inn sem ekki tapar fylgi yfir til framboðs Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Flokkurinn fengi rúm- lega 21% sem er nokkru yfir kjörfylgi hans. Halldór segist túlka þessar niðurstöður þannig að Framsóknarflokkurinn sé í sókn, en vandamálin í íslensku samfélagi verði leyst með fleiri stjórnmálaflokkum. Um Þjób- vakann segir Halldór að ekkert liggi fyrir um stefnu hreyfingar- innar í meginmálum. „Satt best að segja sýnist mér, þegar mað- ur sér hverjir standa að þessu, að þar sé um mjög sundurleitan hóp að ræða," segir hann. Verulegar breytingar urðu á æðstu stjórn Framsóknarflokks- ins um helgina. Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri hafði þegar gengib úr fram- kvæmdastjórn hans og viö bættist ab Finnur Ingólfsson al- þingismaöur gaf ekki kost á sér sem gjaldkeri. Núverandi fram- kvæmdastjórn skipa: Halldór Ásgrímsson formaður, Gub- mundur Bjarnason varaformab- ur, Unnur Stefánsdóttir gjald- keri, Þuríður Jónsdóttir vara- gjaldkeri, Ingibjörg Pálmadóttir ritari og Drífa Sigfúsdóttir vara- ritari. Veigamestu mál fyrir kom- andi kosningar verða atvinnu- mál og málefni heimilanna. „Við munum taka málefni heimilanna mjög föstum tök- um," segir Halldór Ásgrímsson. „Það hafa átt sér stab meirihátt- ar mistök í húsnæöismálunum. Húsbréfakerfið, ásamt öðru sem hefur verið samþykkt á undan- förnum árum, hefur mistekist í öllum grundvallaratriðum. Það þarf að taka það allt upp til end- urskoðunar," sagði Halldór Ás- grímsson. Sjá stjórnmálaályktun framsóknarmanna á bls. 7 og fréttir af fundi Jóhönnu Sigurö- ardóttur á bls. 2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.