Tíminn - 02.08.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.08.1996, Blaðsíða 3
Föstudagur 2. ágúst 1996 3 íslensk stjórnvöld stóöu illa oð verki í nýlegum samningum, segir stjórn Farmanna- og fiski- mannasambandsins: Víti til vamabar í nýlegum samningum ís- lenskra ráöamanna viö út- lendinga um veiöar hér viö land var illa staöiö aö verki gagnvart hagsmunum Is- lendinga. Slík vinnubrögö eru víti til vamaöar og þess vegna mega þau ekki endur- taka sig í yfirstandandi deilu viö Dani, segir í ályktun sam- bandsstjómar Farmanna-og fiskimannasambands ís- lands. Þar er skorað á ríkisstjórn ís- lands að standa dyggilega vörð um rétt íslendinga til að miða við Kolbeinsey sem grunnlínu- punkt sem og aðra grunnlínu- punkta sem eru útverðir ís- lensku efnahagslögsögunnar. Segir að þessi réttur íslendinga sé bæði sögulegur og lagalegur. Bent er á að byrjað hafi verið að nota Kolbeinsey sem grunnlínupunkt við útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 4 sjó- mílur árið 1952 og hún hafi verið notuð áfram við síðari útfærslur landhelginnar. Við þessar útfærslur hafi engin þjób gert athugasemd vib notkun Kolbeinseyjar sem gmnnlínupunkts, né aðra grunnlínupunkta efnahagslög- sögunnar. Það hafi ekki verið fyrr en árib 1988 sem Danir gerðu athugasemdir við Kol- beinsey og Hvalbak sem grunnlínupunkta efnahagslög- sögunnar, þó íslensk stjórn- völd hafi gefið út hnit efna- hagslögsögunnar árið 1979. Segir að nánast undantekn- ingalaust í heiminum séu eyjar og sker notuð sem grunnlínu- punktar efnahagslögsögu við- eigandi landa. -ohr Mjólkursamlagiö í Búöardal framleiöir osta úr sauöamjólk frá Hvanneyri: íslenskir sauðaostar á markaö eftir mánub? „Viö emm aö fara í gang meö aö laga hérna tilraunaost úr sauöamjólk. Það er reyndar ekki alveg búiö aö negla þaö niöur hvenær þaö verður, en viö fömm sennilega í þaö eftir viku, tíu daga," sagöi Siguröur Rúnar Friðjónsson, mjólkur- samlagsstjóri í Búöardal, í samtali viö Tímann í gær. Um er aö ræöa úrvinnslu á þeirri sauöamjólk, sem fellur til í til- raun sem verið er að gera á Bændaskólanum á Hvanneyri meö fráfæmr og mjólkun áa. Sigurbur segir að ostarnir komi líklega á markað eftir rúm- an mánuð, í byrjun september, eða strax og þeir em tilbúnir. Þá verði varan kynnt þannig að fólk geti nálgast hana. „Við ætl- um að reyna ab taka eitthvað af þessum heimsþekktu merkjum sem sauðamjólkin hefur aðal- lega verib notub í, einhvers konar grábaost eða fetaost, en hann er grískur og upprunalega úr sauðamjólk." Gert er ráð fyrir ab tilraun verði gerð með a.m.k. þrjár til fjórar tegundir af sauöa- osti. Ekki er um mikið magn að ræða, enda er málib ennþá á til- raunastigi, en um tíu lítrar af sauðamjólk á dag berast til Mjólkursamlagsins í Búðardal og kemur mjólkin ýmist ný eba frosin. Um það hvort stefnt sé að stórframleiðslu í framtíðinni segir Sigurður að ákvörðun verði tekin þegar útkoman úr tilrauninni liggi fyrir. Það eigi eftir að koma í ljós hvernig mjaltirnar koma út og hvort bændur hafi áhuga á að útvega þessa vöm, „og í öbm lagi hvað kemur út úr þessum ostalögun- um og hvort þetta er eitthvað sem við getum selt. Að sjálf- sögðu stefnum við í eitthvert al- vömdæmi ef bændur geta mjólkaö og neytendur vilja vör- una." Ekki var búið ab taka ákvörð- un um hvað ostarnir komi til með að kosta, þegar Tíminn ræddi við Sigurð í gær. -ohr Samtök endurhœföra mcenuskaddabra mótmœla harölega áformum stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur aö leggja niöur Endurhcefingardeildina á Grensás. Samtök endurhœföra mœnuskaddaöra um niöurlagningu Grensásdeildar: Mótmæla harölega Verbur Sementsverk- smibjan einkavædd? Meö því aö leggja niöur End- urhæfingardeildina á Grensás er kastaö fyrir róöa rúmlega 20 ára starfi, reynslu og þekk- ingu á endurhæfingu mænu- skaddaöra. Hætt er viö aö þrautþjálfaö starfsfólk dreifist á aörar sjúkrastofnanir og þar mun starfsreynsla og þekking ekki nýtast sem skyldi í kom- andi framtíö. Þetta kemur fram í ályktun félagsfundar Samtaka endur- hæfðra mænuskaddaðra sem haldinn var fyrir skömmu, og mótmæla samtökin harðlega þeirri ákvörðun stjórnar Sjúkra- húss Reykjavíkur að leggja Grensásdeildina niður. -ohr „Það liggur ekkert fyrir um þaö á þessu stigi hvort Se- mentsverksmiðja ríkisins veröur einkavædd," segir Benedikt Árnason, hagfræö- ingur hjá iönaöar- og viö- skiptaráöuneytinu. Einkavæðingarnefnd, sam- ráðsnefnd nokkurra rábuneyta um framkvæmd einkavæðingar, bauð út úttekt á fyrirtækinu, þ.e. að meta stöðu þess og verb- mætis, meðal verðbréfafyrir- tækja. Þau em nýbúin að skila inn tilboðunum, það á eftir að ákveða hverju þeirra verður tek- ið, en að sögn Benedikts er gert ráð fyrir að úttekt muni liggja fyrir um miðjan september. Þá mun einkavæðingarnefnd skoba málið meb ráðuneytinu og síðan verður eitthvaö lagt til fyrir ráðherra. Hvort ráðherra leggur fram fmmvarp til breyt- inga á lögum um Sementsverk- smiðju ríkisins á tíminn eftir ab leiba í ljós. Sementsverksmiðja ríkisins er eina sementsverksmiðjan á ís- landi og skiptir því gríðarlegu máli fyrir ibnaöarhagsmuni Is- lendinga. „Hvort sem þessi ein- okunarstaða fyrirtækisins teljist sjónarmiö með einkavæðingu eða ekki, þá er ljóst að ríkisvald- ið mun alltaf hafa í huga hvort fjárfestar ætli sér í langtímafjár- festingu á staðnum eða ekki." En Sementsverksmiðjan hefur verið starfrækt í tæp 40 ár á Akranesi, hún er einn af burðar- ásum Akranesbæjar og að mörgu leyti andlit bæjarfélags- ins • -gos L#TT# VINNINGSTÖLUR MBVIKUDAGINN humUOLUR Vlnningar FJðldl vfnntnga Vlnnlng»- upphaoö 1. -• 1 48.910.000 2 ÍóS* 0 672.950 3. »*<« 4 59.130 4. —• 195 1920 C 3*« O. .aó«ui 721 220 Samtals: 921 49.644.220 MtaMrvmM Ákknd: 50.352.490 1.442.490 Uppfeinoar im vinningstöíur fást omg I sVnsvara 568-1511 eíaGfœnunCm0riaQO€611 cg l toxtava'pi á söu 4K 31.07 1996 Stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur hefur ákveðið að taka upp gamla venju og halda uppá frídag verslunarmanna hér í Reykjavík. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í Laugardal hefur verið tekinn á leigu og verður opinn öllum félagsmönnum VR, svo og öllum Reykvíkingum án endurgjalds mánudaginn ö.ágúst n.k. Garðarnir verða opnir milli kl. 10:00 og18:00 þennan dag. Dagskrá Húsdýragarðsins: 10:45 Hreindýrum gefið 11:00 Selum gefið 11:30 Hestar teymdir um garðinn 12:00 Refum og minkum gefið 13:00 Fuglagarðurinn opinn (í 1 klst.) 13:30 Kanínum klappað/Klapphorn 14:00 Svínum hleypt út 15:00 Hestar teymdir um garðinn 16:00 Selum gefið 16:30 Hestar, kindur og geitur settar í hús 17:00 Svínum gefið 17:10 Mjaltir í fjósi 17:45 Refum og minkum gefið Dagskrá Fjölskyldugarðsins: 14:00 Trjálfur og Mímmli 14:30 Hljómsveitin Hálft í hvoru 15:00 Brúðubíllinn 16:00 Trjálfur og Mímmli 16:30 Hljómsveitin Hálft í hvoru Verið velkomin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á frídegi verslunarmanna 5. ágúst 1996. Opið frá kl.10:00 til 18:00 VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.