Tíminn - 02.08.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.08.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 2. ágúst 1996 5 WmMm: '-V? ; iflm - i }::■■: . ,p P yón Kristjánsson: Dagur-Tíminn Þau tíðindi hafa gerst í fjölmiðlaheimin- um að áform eru uppi um sameiningu Dags og Tímans í eitt blað þar sem út- gáfustaðurinn verður á Akureyri. Fyrir- hugað er að nýja blaðið sinni málefnum landsbyggðarinnar sérstaklega, ásamt því að sinna umhverfi sínu fyrir norðan og þjóðmálaumræðu í heild. Það er því enn komið að þáttaskilum í rekstri Tímans, því innán fárra daga hefur nýtt blað göngu sína. Þetta eru þáttaskil í þeirri vegferð sem hafin var fyrir tveimur og hálfu ári er samningar tókust á milli Framsóknarflokksins og Frjálsrar Fjöl- miölunar um útgáfu blaðsins. Þeir samningar voru einfaldir. For- svarsmenn Frjálsrar fjölmiðlunar tóku að sér útgáfuna, en tengslin við flokkinn voru þau að báðir aðilar þurftu að sam- þykkja ritstjóra. Greinarhöfundur var fenginn til þessa hlutverks. Óvænt tíðindi Þetta samkomulag vakti óskipta at- hygli á sínum tíma og kom mjög á óvart. Sjónarmið sem talað var fyrir í Tímanum og DV, blaði Frjálsrar Fjölmiðlunar, voru oft á tíðum ólík, og mörgum fannst ein- kennileg sú tilhugsun að sami útgefand- inn væri að þessum tveimur blöðum og beðið var eftir uppþoti og sköndulum. Ekkert slíkt hefur gerst. Forsvarsmenn Frjálsrar Fjölmiðlunar — bæði Hörður Einarsson, meðan hann var í fyrirtæk- inu, og Sveinn Eyjólfsson — stóðu við allt sitt og mér er bæði ljúft og skylt, þeg- ar nú verður breyting á útgáfunni, að þakka þeim einstaklega gott samstarf, og það sama á við um Eyjólf Sveinsson eftir að hann kom inn í fyrirtækið. Það byggð- ist á gagnkvæmu trausti. Þeir félagar sneru sér vafningalaust að því að gefa út blaö og árangurinn er sá að fyrirhuguð sameining er ekki vegna uppáfallandi vandræða blaðanna, heldur liður í þróun fjölmiðlunar hér á landi þar sem samkeppni er gífurlega hörð um les- endur og auglýsingar. Tvö atriði varöandi umræðuna um þetta mál vil ég gera að umtalsefni. Hið fyrra er sá samruni í fjölmiðlun sem sum- ir telja hættulegan hérlendis, og það síð- ara er tengsl flokks og blaðs, en ég hef nokkuð verið spurður um framtíðina í þeim efnum, nú þegar breyting veröur á útgáfunni sem leiðir til þess að sú teng- ing, sem mín persóna var, er ekki lengur fyrir hendi. Þrír risar Segja má að nú séu þrír risar á fjölmiðla- markaði. Fyrst ber að nefna Ríkisútvarpið, í öðru lagi Stöð 2 og Bylgjuna sem tengist Frjálsri Fjölmiðlun eignaböndum, og í þriðja lagi Morgunblaðið og Stöð þrjú sem tengjast eignaböndum. Samkeppnin milli þessara risa er mikil, og meðan hennar nýtur við á tæplega að vera hætta á fákeppni í fjölmiðlun. Þar að auki gerir ný tækni alls konar upplýsingamiðlun auðveldari með hverju árinu sem líður. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að rými ætti að vera fyrir eitt dagblað í viðbót á svipaðri línu í fréttaflutningi og um- fjöllun og Tíminn og Dagur hafa verið. Auk risanna er mikil flóra af landsmálablöð- um sem hafa það af- markaða hlutverk að segja fréttir og taka við greinum frá sínu nánasta umhverfi. Tök stjórnmálaflokka á þessum blaðakosti hafa farið minnk- andi. Framsóknarflokkurinn og fjölmiðlunin Lengi framan af öldinni þótti það mikil nauðsyn fyrir hvern stjórnmálaflokk að hafa málgagn, enda voru blöð og tímarit einu tækin sem þá voru til þess að koma skoðunum á framfæri og vekja umræðu í þjóðfélaginu. Stjórnmálaflokkar stóðu að öflugum málgögnum lengi vel, en Sjálf- stæðisflokkurinn varð fyrstur til þess að losa tengslin, þótt vissulega væri Morgun- blaðið ákveðið flokksblað í raun lengi vel og enn fari ritstjórnarstefna þess og stefna Sjálfstæðisflokksins nokkuð vel saman, þrátt fyrir sérskoðanir og stefnu blaðsins í ákveðnum málum, svo sem um stjórn fiskveiða. Það er alveg ljóst að það hefur ekki orðið Sjálfstæðisflokknum fjötur um fót þótt losnað hafi um þessi tengsl. Framsóknarflokkurinn barðist um ára- bil við að halda Tímanum úti, en ég ætla ekki enn einu sinni að fara að rifja upp þá sögu. Þáttaskil urðu í því máli með sam- komulaginu við Frjálsa Fjölmiðlun, en það var fullljóst þegar það skref var tekið að annað yrði stigið að loknum reynslu- tíma. Þeim tíma er lokið að flokkurinn berjist í blaöaútgáfu. Forusta hans verður að finna leiðir til þess að koma stefnumál- um á framfæri og taka þátt í þjóðmálaum- ræðu í fjölmiðlum án jress. Ég tel að til þess séu margar leiðir. I fyrsta lagi eru öll blöð opin fyrir umræðu og skrifum, þar á meðal hið nýja blað sem fyrirhugað er að út komi, og öllum blöðum á að vera það keppikefli að hafa umræður og skoðana- skipti í formi blaðagreina á síðum sínum. Það á vissulega ekki að vera náttúrulög- mál að Morgunblaðið sé allsherjar graut- arpottur fyrir slíkar greinar, en á því hefur nokkuð borið að und- anförnu og er þá horft til lítillar útbreiðslu blaða á borð við Tím- ann. í öðru lagi er tíðar- andinn þannig að blöð sem vilja láta taka sig al- varlega gera sem flest- um sjónarmiðum skil í umfjöllun sinni. Aðalat- riðið er fyrir stjórnmálaflokkana að aðhaf- ast eitthvað sem vekur áhuga og sam- hljóm í þjóðfélaginu. Ef svo er, þarf ekki að kvíða því að það komist ekki á fram- færi í þeirri samkeppni sem nú ríkir í fjöl- miðlun hér á landi. Alþýðublaðið hefur nú eitt þab hlut- verk ab fylgjast með afrekum flokksins síns, birta fréttir með viöhafnarmyndum af forustu hans og skýra frá afrekum þeirra og snilli. Það blað er þó oft ágæt- lega skrifað, en þetta hlutverk er orðið úr- elt. Áhugaverö áform Ég tel ab sameining Dags og Tímans sé snjöll hugmynd og áhugavert ab sjá hvað út úr henni kemur. Verkefnið krefst lagni og útsjónarsemi og þekkingar á útgáfu- málum. Ný tækni er búin að yfirstíga fjar- lægðirnar í þessu efni, en tæknin stjórnar aldrei mannlega þættinum. Þab er nú hlutverk starfsfólks og stjórnenda blað- anna að ganga í það af trausti og einlægni ab búa til nýtt og læsilegt blað á gmnni blaðanna tveggja, blað sem fær samhljóm og undirtektir hjá lesendum sínum. Ég trúi því ab það sé pláss fyrir slíkt blað hér- lendis, blab sem sinnir landsbyggðarmál- um, sinnir málum fólksins í landinu, sem ekki eru dregin upp í Morgunblabinu eða DV, eba heldur á lofti andstæbum sjónar- miðum við málflutning þeirra blaða. Þótt þau blöð séu stór og öflug, sinna þau ekki öllum málum sem upp koma í landinu eða þarfnast umræðu. Stefán Jón Hafstein hefur verið rábinn til þess að ritstýra hinu nýja blaöi. Stefán er vaskur mabur og reyndur fjölmiblamaður. Bestu óskir mín- ar fylgja honum til hins nýja starfs sem hann tekur sér nú á hendur. Með góðu fólki Nú er komið að lokum hinnar seinni vaktar minnar sem ritstjóra Tímans. Þessi tími hefur verið skemmtilegur og lær- dómsríkur og ber þab hæst í því efni að vinna meb góbu fólki. Það er hárrétt sem ég las einhvers stabar í blabi nú nýlega að ég hef ekki stjórnað daglegum störfum á blaðinu, enda langtímunum saman bundinn dagana langa við önnur störf og skrifað á hné mér ef stundir gefast. Þær stundir hafa þó komið að ég hef getað notið þess að vinna á ritstjórninni og ég vil þakka öllu hinu ágæta fólki sem þar vann meb mér fyrir samfylgdina þennan áfanga. Á Tímanum er samhent og dug- legt starfslið og starfsandinn góður sem skiptir mestu máli. Ég á þá ósk nýju blaði til handa að sá góði andi megi flytjast þangað yfir. Tvo menn vil ég nefna sérstaklega sem ég hef yfirleitt verið í daglegu sambandi við, en það eru þeir Birgir Guðmundsson fréttastjóri og Oddur Ólafsson ritstjórnar- fulltrúi. Án slíkra manna, þrautseigju þeirra og hæfni er útilokað að takast það hlutverk á hendur sem ég hef haft. Það vil ég að komi skýrt fram á þessum tímamót- um í starfi blaðsins. Nýtt blað á gamalli rót Dagur og Tíminn eiga langa og merki- lega sögu. Blöðin eru af sömu rót runnin, sprottin úr jarðvegi síns tíma og þörfinni fyrir málgagn til útbreiðslu á stefnu Fram- sóknarflokksins. Blabanna bíbur nú nýtt hlutverk í nýju umhverfi þar sem fjöl- miðlun er opnari og óhábari flokkum en ábur var. Ég vona að vegur hins nýja blaðs verði sem mestur og heiti á lesendur Tím- ans og Dags ab veita því brautargengi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.