Tíminn - 02.08.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.08.1996, Blaðsíða 10
Hagvrðingaþáttur Punktur Mörgum ömurlegt þykir það hve þrengt er að ráðherrans vonum. Drottin gefi nú Davíð að dugi punkturinn honum. Aðalsteinn Sigurðsson Fortíð Ég man þá tíð sem mörgum finnst nú góð Er manndóm varð að sýna á hverjum degi og flestir vildu efla íslands þjóð með auknu frelsi leggja nýja vegi. En nú er önnur öldin víst er það. Menn elta bara stórveldin og þegja. í villudraumum sveima sitt á hvað og sjaldan nokkrar betri leiðir eygja. Aðalsteinn Ólafsson Allt viö sama / sókninni er heldur heitt, að halda fund er bannað. Söfnuðurinn segir eitt, séra Flóki annað. Það frumstceða dáir Flóki mest, fólkinu réttir steina. Til að siða pokaprest „pereat" mœtti reyna. Grámann Enn um klerka Klerkur einn með glœpa geð gimdir sínar vekur. Himnaríkis mœtti með mittisorminn skekur. Pétur Stefánsson Ástandið í kirkjunni íÞjóðkirkjunni hímirhnípinn flokkur. Hörmulegt að viðurkenna það. Drottinn hefur yfirgefið okkur, andskotinn tók völdin hans í stað. Drottinn vildi dœtrum með og sonum deila mörgum gæðum hér á jörð. Ættum við ekki að biðja um hjálp frá Honum og helga vora sál með þakargjörð? Vigfús frá Brúnum Hagyrðingamót að Núpi Hið árlega hagyrðingamót verður haldið að Núpi við Dýrafjörð 24. ágúst nk. Allir hagyrðingar og hollvinir stökunnar eru velkomnir. Ráðsmaður mótsins yrkir eftirfarandi til væntanlegra móts- gesta: Hagyrðingar hlustið nú á þetta og hollvinir sem eigið lipran fót. Elli Kjaran er að láta detta auglýsingu um næsta kvæðamót. Það verður háð að Núpi núna bráðum svo næst er rétt að hringja það í eyra. Og hótelstjórann hafa með í ráðum um hugsanlega gistingu og fleira. Elís Kjaran Friðfinnsson Tilstand Fötin geta fólkið prýtt, frúr og megtar karla, þó er sagt í kjól og hvítt klæðist Össur varla. Búi Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Föstudagur 2. ágúst 1996 Gubrún Agnarsdóttir Kom mér fyrst og fremst á óvart „Ég hef verih í ýmsum verkefnum en ég er ah taka upp mín fyrri störf núna eftir verslunarmannahelgi, en ég hef veriö ah ganga frá ýmsu og ljúka ýmsum verkefnum sem hafa safnast fyrir/' sagbi Gubrún Agnarsdóttir þegar Tíminn hafbi samband vib hana á dögunum til ab forvitnast hvab væri ab frétta af henni, en lítib hefur heyrst frá Gubrúnu síban fljótlega eftir for- setakosningar, en þá mátti skilja af umræbunni í þjóbfélaginu ab á döfinni væri ab stofna stjómmála- flokk um fylgib vib Gubrúnu Agn- arsdóttur í forsetakosningunum. Gubrún vill ekki orða það þannig, aðspurð, að hún hafi verið að skoða möguleikann á því að gera eitthvað meira úr hreyfingunni sem skapaðist í kring um hana, heldur hafi hún orðið vör við mikinn áhuga. „Það er ekkert sérstakt að frétta af því í sjálfu sér. Ég ætla einmitt að fara að senda blaðinu svar við opnu bréfi Árna Gunnarssonar um þetta efni. Ég hef verið utan bæjarins með- al annars og sá ekki Tímann fyrr en ég kom í bæinn fyrir stuttu," segir Guðrún. Hlóð utan á siq „Eins og kemur nú fram í minni grein þá kom þetta mér fyrst og fremst á óvart að verða vör við þenn- an mikla áhuga. Ég átti ekkert von á því, ég bjóst ekkert við því, svoleiðis að ég lét þess getið. Það má segja að þetta hafi kannski hlaðið utan á sig því menn settu þetta umsvifalaust í samhengi við þær umræður um sameiningu vinstri flokkanna eða Þjóðvaka og Alþýðuflokks sem voru efst á baugi í umræðunni, en sem það átti ekkert skylt við í raun. Svo það var nú kannski ansi mikið orð- um aukið eöa a.m.k. sett í rangt sam- hengi að mínu mati. En hvort eitt- hvað verður úr þessu eða ekki, það veit ég auðvitað ekki neitt frekar en þú. Það er mjög óljóst allt og spurn- ing hvernig þetta mun þróast og það er undir fólkinu sjálfu komið fyrst og fremst." -Hefur þessi vinna legið í láginni síðan fljótlega eftir kosningar? „Það hefur engin vinna verið í gangi. Við getum sagt sem svo að það sé ekkert sérstakt á seyði. Fólk er í sumarleyfum hér og þar. Það hafa ýmsir hringt í mig og lýst yfir áhuga, en ég hef haft nógu öðru að sinna. Svo þarf að gera upp kosningabarátt- una og finna fé til þess að brúa bilið eins og gengur." Guðrún viðurkennir að kosninga- baráttan hafi kostað töluvert fé eins og hjá öðrum frambjóðendum. „Ég býst nú við að ég hafi verið í lægri kantinum, en nóg er það samt." Hún segir það ekki alveg ljóst hversu há fjárhæð standi út af borðinu. „Það er verið að bíða eftir því að allar greiðsl- ur komi inn, sem ekki eru enn komnar inn, það er verið að gera upp happdrætti og annað. Eins að reikn- ingar berist og þeir eru náttúrulega enn að koma. Mér sýnist þetta eigin- lega dragast þannig að það verði ekki fyrr en í ágústlok eða september sem hægt verður að gera þetta almenni- lega upp þannig að öll kurl séu kom- in til grafar." Lítib hefur fariö fyrir Guörúnu Agnarsdóttur forsetaframbjóöanda síöan umrceöur um nýja stjórnmálahreyfingu í kring um fylgi hennar bar hvaö hœst skömmu eftir forsetakosningar. Traustir menn í fjár- málum Aðspurð hvort Guðrún sé farin að sjá einhverjar leiðir til að fjármagna kosningabaráttuna og hvort þaö verði hennar persónulega fjármögn- un segist hún vera svo heppin að í þeim hópi sem tók að sér að annast fjármálin séu afskaplega ábyrgir og traustir einstaklingar sem hlaupi ekkert í burtu þó framboðinu sé lok- ið. „Þannig að við munum auövitað reyna að finna í sameiningu ein- hverjar leiðir til að fjármagna þetta." Hún segir búið að stinga upp á ýms- um leiðum, en ekkert sé búið að ákveða. „Það eru bæði þessar hefð- bundnu leiðir og kannski eitthvað aðeins óhefðbundnari en það er ekki búið að ákveða neitt og veröur vænt- anlega ekki gert fyrr en ljóst er hversu mikið þetta er endanlega." Guðrún segir ljóst að upphæðin fari ekki yfir milljónatuginn, „en mér finnst það samt alveg nóg þó það haldi sig í einni tölu, því flestir hafa ekki handbært þannig fé, að minnsta kosti hef ég þab ekki. Þetta er raunverulega spurning um þab hverjir hafa tök á því að bjóða sig fram til svona embættis,- hvort þab verða í framtíðinni ein- ungis þeir sem eiga greiðan aðgang ab fjármagni eða ráða yfir því sjálfir, eða hvort það verður svokallað venjulegt fólk og með hverjum hætti verður þá hægt að tryggja einhverja lágmarksfjármögnun sem fólk síðan getur bætt einhverju við ef það vill. Eg hugsa að það sé skynsamlegt að setja einhverjar reglur og jafnvel tryggja einhvern lágmarksstuðning fyrir slík framboð, ég held að það sé mjög skynsamlegt," segir Guðrún og á þá við fjármagn frá hinu opinbera, en vill hún að fjárframlög til forseta- frambjóðenda verði beinlínis sett á fjárlög? „Ja, ég held ab það sé nauðsynlegt að velta því fyrir sér hvernig á ab standa að því þannig að lýðræði, lýðræðislegur réttur verði tryggður. En auðvitað er ekki hægt að veita ótakmörkuðu fé í þetta frekar en annaö. Viö horfumst jú í augu vib tillögur að miklum niðurskurði á þjónustu vib gamalt og veikt fólk og við vitum auðvitað að það er ekki til ótakmarkað fé. En hins vegar er líka nauðsynlegt ab tryggja eblilega lýð- ræðishefð í landinu. Aubvitað eru breyttir tímar, fjölmiðlun og annað, sem gera það að verkum að menn nýta sér t.d. auglýsingar meira held- ur en verib hefur og svo framvegis. Það er margt sem spilar inn í þetta og eflaust þarf að sníða þessu öllu hæfilegan stakk." Sátt og ánægb En það er rólegt framundan hjá Guðrúnu á hinu pólitíska sviði. „Ég er fyrst og fremst að fara að snúa mér að mínum störfum eins og ætlunin var. Ég er í raun mjög sátt og ánægð að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessu og öðlast þessa reynslu og afar þakklát öllu því góða fólki sem lagði málum okkar lið." -ohr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.