Tíminn - 02.08.1996, Blaðsíða 18

Tíminn - 02.08.1996, Blaðsíða 18
18 Föstudagur 2. ágúst 1996 Eldfjallasaga Islands á ensku Vaka-Helgafell hefur sent frá sér bók á ensku um eldvirkni á ís- landi. Höfundur er Ari Trausti Guömundsson og bókin nefnist Volcanoes in Iceland. 10,000 Years of Volcanic History. Hún var gefin út um leið og bók Ara Trausta og Halldórs Kjartans- sonar Earth in Action. sem kynnt var í blaðinu í gær. í bókinni er fjallað um eld- stöðvar á íslandi og sögu eld- virkni á undanförnum tíu þús- und árum, lýst er mismunandi eldstöðvum og greint frá sam- skiptum manns og jarðelda í aldanna rás. Bókina prýðir fjöldi litmynda ásamt skýringar- myndum og kortum. Þá fylgir Fréttir af bókum henni ítarleg nafna- og atriðis- orðaskrá. í kynningu frá útgefanda seg- ir: „Ari Trausti Guðmundsson byggir í bók sinni á nýjustu rannsóknum og kenningum í jarðfræði íslands. Hann skýrir í stuttu máli meginþættina í jarð- eldasögu landsins, gerir ljósa grein fyrir megineldstöðvum hér á landi og setur efnið fram á aðgengilegan hátt, þannig að leikir jafnt sem lærðir geta nýtt sér það. Volcanoes in Iceland er einkar falleg og áhugaverð bók — tilvalin gjöf handa vinum og viðskiptamönnum erlendis." Volcanoes in Iceland er 136 blaðsíður að lengd. Hún er seld á kynningarverði í sumar, 2.980 krónur, en fullt verð bókarinnar er 3.975 krónur. ■ Atök og uppskipting evrópsku stórveldanna á fjórða áratugnum The Popular Front and Central Europe, eftir Nicole jordan. Cambridge University Press, xvii + 348 bls., S 59,95. í bók þessari, sem út kom 1992, túlkar Nicole Jordan stefnu Frakklands í utanríkis- málum út frá sjónarmiðum franska herforingjaráðsins, eink- um helsta áhrifamanns þess, Gamelins hershöfðingja, fremur en frönsku ríkisstjórnarinnar og setur þannig fram endurtúlkun — „reconceptualisation" — hennar. í ritdómi í Joumal of Modem History, fyrsta hefti 1996, sagöi Jon Jacobson: „... megin- markmið herforingjaráðsins var að næsta stríð gegn hernaðar- legu forræði Þýskalands í Evrópu yrði háð utan fransks landsvæð- is og að kostnaði af því, í manns- lífum og peningum, yrði dreift á bandalag ríkja." „Eftir að hernámi banda- manna í fyrri heimsstyrjöldinni á Rínarhéruðum lauk að fullu og fyrr en til stóð 1930 ... tók Ga- melin að líta svo á, að sú yrði af- leiðing heimkvaðningar herja þeirra, að Þýskaland mundi inn- an tíðar hernema héruðin að nýju og á eftir endurhervæðingu þeirra mundi fylgja hernaðarleg ásókn austur á bóginn. Jafn- framt féll Gamelin frá þeirri hug- mynd, að franskur liðsafli veitti Rínarhémðunum hervernd og stæði að refsiaðgerðum vegna brota Þjóöverja á Versalasamn- ingnum. Gegn hugsanlegri hernaðarlegri ásókn þeirra í Mið- Evrópu sá hann aftur á móti þær hernaöarlegar aðgerðir með þunga á langri víglínu, og allt til Italíu stæðu að henni hermenn bandalags Póllands ... Tékkó- slóvakíu, Júgóslavíu og Rúmen- íu, en franskar liðsveitir héldu skjótlega inn í Belgíu til að hindra tangarsókn Þjóðverja um hana. Að hernaðarlegum hug- myndum Gamelins gat Ítalía hvort heldur tengst Mið- Evrópu eða Vestur-Evrópu eða skilið þeirra á milli; hins vegar gat Pól- land hvort heldur tengt Mið- Evrópu við Austur-Evrópu eða skilið þeirra á milli. Bretland skipaði ekki háan sess í ráðagerð- Fréttir af bókum um Gamelins, þangað til hern- aðarleg áform hans gliðnuðu sundur 1938, en fram til þess var því ætlað ... að leggja til hergögn og að hafa milligöngu við þver- lynda Belga (bls. 91). Þegar þýsk- ar liðsveitir endurhervæddu Rín- arhémðin í mars 1936, tóku hernaðarleg áform franska her- foringjaráðsins ekki meginbreyt- ingum, heldur styrkti innrásin það í skoðunum sínum. Og felldi það þær ekki að diplómatískri framvindu þess árs; til umfjöll- unar tók það hvorki samkomu- lagsgerð Þýskalands við Austur- ríki í júlí né vaxandi vinsemd Ítalíu og Þýskalands, sem bar til ræðu Mussolinis í nóvember um öxulinn Róm-Berlín." „Að allstórum hluta lýtur bók Nicole Jordan að viðleitni ríkis- stjórnar Léons Blum á alþjóðleg- um vettvangi frá júní 1936 til febrúar 1937 til að koma á bandalagi milli Frakklands og Litla Bandalagsins (þ.e. Tékkó- slóvakíu, Júgóslavíu og Rúmen- íu) — og var ekki öðru sinni við það leitast á millistríðsárunum. Tilefni þess var, að Nicolas Titu- lesco og Eduard Benes æsktu, að Litla bandalagið léti til sín segja í evrópskum öryggismálum. Á það bandalag leit Blum öðru fremur sem aðgerð til að styðja Tékkóslóvakíu gegn Þýskalandi. Um það hafði franska utanríkis- ráðuneytið efasemdir og batt fulltingi Frakklands því, að ríki Litla bandalagsins semdu um gagnkvæman stuðning og að bandalag á milli Frakklands og Tékkóslóvakíu hefði forgang. Breska utanríkisráðuneytinu gramdist að hafa ekki verið haft með í ráðum og neitaði að veita þessum ráðagerðum stuðning. Út um þúfur fóm þær að miklu leyti sakir andstöðu Júgóslavíu, sem kaus samningsgerð við ítal- íu sem frá var gengið í mars 1937. í frönskum utanríkismál- um uröu þessar þreifingar af- drifaríkar. I álitsgerð, sem pólit- íska nefnd utanríkisráðuneytis- ins samdi fyrir ríkisstjórn Blums, var lagt til að horfið yrði frá virkri stefnumörkun í Mið-Evr- ópu nema með þátttöku Bret- lands. Til þess tíma verður rakin sú stefna, sem leiddi til Munchenarsamkomulagsins hálfu öbru ári síðar ... en ekki viðbragða við endurhervæðingu Rínarhéraðanna, eins og venja hefur verið." Síðan em í bók þessari vendi- lega raktar viðræbur Bretlands og Frakklands við Rábstjórnar- ríkin 1937-39 um hernaðarlega. samvinnu, sem árangur báru ekki. ■ Viöey um verslunar- mannahelgina Fyrir þá íbúa Reykjavíkur og nágrennis, sem ekki leggja í langferðir um þessa miklu umferöarhelgi, er gott að vita af Viðey. Ferðin þangað meö Maríusúðinni tekur ekki nema 5 mínútur og þá eru menn komnir í friðsælt og fallegt umhverfi og geta not- ið útivistar, farið í messu og þegið veitingar í sögufrægri Viðeyjarstofu. Göngustígar eru komnir um alla eyna, svo er hestaleiga ab starfi og ljós- myndasýning í Viðeyjar- skóla. Fjölskyldufólki er einnig velkomið ab tjalda í Vibey sér að kostnabarlausu, en um það þarf að sækja til rábsmannsins í síma 568 0535. Alla þrjá daga helgarinnar verða skipulagðar skoðunar- ferðir um eyna. Á laugardag kl. 14.15 verður gönguferð um suðurströnd Austureyjarinnar. Á sunnudag verður messa kl. 14. Sr. Kristján Valur Ingólfs- son skólameistari í Skálholti messar. Eftir messu verður staðarskoðun. Á mánudag verður aftur gönguferð kl. 14.15. Þá verður fyrst hugað að örnefnum, er tengjast minn- ingum um Jón Arason Hóla- biskup, en síðan gengið yfir á Vestureyju og m.a. skoðaður steinn með áletrun frá 1821, er tengst gæti ástamálum ungs fólks í Viðey á þeirri tíð. Steinn- inn er við rústir Nautahúsanna og þaðan verður gengið um norðurströnd eyjarinnar, en síðan heim að Stofu aftur. Loks verður kvöldganga á þriðjudag kl. 20.30. Þá verður fyrst geng- ið um austurhluta túnsins, hugað að örnefnum þar, en síð- an farið með gamla túngarðin- um yfir á norðurströndina og meðfram henni vestur í Eiðis- hóla, en þaðan heim að Stofu. Friðjón Guörööarson sýslumaður Rangæinga, sextugur ÁRNAÐ HEILLA Norðfjörður er notalegur, nokkuð er þangað langur vegur, þegar héðan ekið er. Þar í bœ er Friðjón fœddur, fljótt var orðsins maetti gœddur. í krafti þess á kostum fer. Rauði baerinn reyndist góður, rammefld stjóm og vígamóður, sem á klámm körlum sást. Fjaran þakin fugli og gróðri, fiskiskiþin komu úr róðri, með afla sem aldrei brást. Síðar varð hann sýslumaður, saetið skipar viðmótsglaður, margur afhans mildi naut. Þegnum vill hann gott eittgera, gleði og sorgir með þeim bera. Auralitlum létta þraut. Hingað kom úr Homafirði, Hvolsvöllur er nokkurs virði, jökulbungan björt og hrein. Frítt og bjart er fjallabandið, þó fegra þyki Austurlandið, sem frá aesku á öll hans bein. í veislusölum virkur er hann, valin gidlkom gestum ber hann, glaðir hlátrar glymja þá. Við sumarhús er saela og friður, sígrœn tré og fossaniður. Fýll í bergi friðland á. Um söfn í Skógum hugsar haerra, hús er risið bjart og staerra, og burstakirkja að baetast við. Víðar laetur til sín taka, til em þeir, sem ennþá vaka. Skara í eld og leggja lið. Pálmi Eyjólfsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.