Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 13.03.2009, Blaðsíða 48
32 13. mars 2009 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Tveir góðir vinir Alfreðs Flóka koma saman og rýna í ritverk og myndlist listamannsins í Hafnarhúsinu næstkomandi sunnudag kl. 15. Þetta eru rithöfundurinn Sjón, sem jafnframt er sýningarstjóri sýningarinnar um Alfreð Flóka, og skáldið og þýðandinn Jóhann Hjálmarsson. Sameiginlega munu þeir skyggnast undir yfir- borð hins margbrotna listamanns Alfreðs Flóka, en Jóhann, sem var æskuvinur Flóka, hefur mikla innsýn í verk hans og hefur skrifað einna mest um þau. Jóhann talar um kynni sín af Flóka og opnar jafnframt gestum leið inn í skáldskaparlegar uppsprettur verka hans. Þá munu hann og Sjón lesa og ræða um ljóð Jóhanns frá árunum 1960- 1963, en á þeim tíma voru Jóhann og Flóki nokkurs konar tveggja manna súrrealistahreyf- ing og skrif Jóhanns, sem birtust í bókunum Malbikuð hjörtu og Fljúgandi næturlest, þóttu á þeim tíma bera vitni miklu og djörfu hugarflugi ekki síður en verk Flóka. Jóhann ræðir um Flóka MYNDLIST Jóhann Hjálmarsson og Sjón ræða um myndheim Flóka á helgum degi. Fornleifafræðingar fundu nýlega vegghöggmyndir í Gvatemala frá tíma maja að því er Reuter grein- ir frá. Veggmyndirnar sýna goð- sögulegar skepnur, slöngur og guði og fundust í norðurhluta landsins í skógarþykkni. Myndirnar eru 26 fet og lágu í stafla. Þær eru taldar frá því um 300 f. Kr. og eru taldar sýna atriði úr goðsögn maja um Popol Vuh. Uppgröftur hefur staðið yfir á svæðinu þar sem myndirnar fundust á borgarstæði El Mirador, stærstu fornborg maja sem fundist hefur. Menning maja einkenndist af stórum hofum og höllum sem fundist hafa í suðurhluta Mexíkó og Mið-Amer- íkuríkjum. Hún stóð í nær 2000 ár en lagðist skyndilega af um 900 eftir Krist. El Mirador var yfirgefin fyrr þegar íbúar yfirgáfu stórt borgar- svæði sem einkenndist af þéttu kerfi vega og vatnslagna sem nú hvílir undir skógarþykkni. Fyrstu heim- ildir um Popol Vuh fundust snemma á 16. öld og veggmyndirnar sem nú eru komnar í ljós eru fyrstu mynd- ir af hetju-tvíburunum tveimur sem bera uppi goðsögnina. El Mirador þekur um 2000 fer- kílómetra svæði og er þrisvar sinn- um stærri en rústir Tikal sem eru þekktustu borgarminjar í Guate- mala. El Mirador er hættusvæði. Þar eiga leið um smyglarar, nýting á skóginum skapar hættu og þaðan er miklum minjum stolið fyrir svartan markað. Yfirvöld í Gvate- mala hyggjast breyta Peten-héraði í verndarsvæði en þar er að finna bæði El Mirador og Tikal. Þangað verður lögð járnbraut en til héraðs- ins er nú ófært nema á þyrlum eða fótgangandi, tveggja daga för í gegn- um skóginn. - pbb Majamyndir fundnar HÖGGMYNDIR FRÁ ÞVÍ 300 F. K. SEM FUNDUST NÝLEGA Í GUATEMALA. MYND AFP /- EDUARDO GONZALES Í kvöld verða fimm lista- konur á sviði Íslensku óperunnar og flytja valdar aríur og dúetta úr stórvirkj- um óperunnar. Þar eru á ferð fjórir fremstu sópr- anar þjóðarinnar: Auður Gunnarsdóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir, Hulda Björk Garðarsdóttir og Þóra Ein- arsdóttir. Undirleik annast Antonía Havesi. Söngkonurnar hafa allar verið önnum kafnar og gert garðinn frægan bæði hér heima og erlendis og er því nokkuð fréttnæmt að ná þeim öllum saman á galatónleika í Íslensku óperunni. Efnisskrá- in verður ekki af verri endanum, en þar má finna margar af helstu perlum óperubókmenntanna, aríur, dúetta og samsöngsatriði, eftir Bell- ini, Mozart, Verdi, Wagner, Puccini, Rossini og fleiri. Á efnisskránni eru meðal annars aría Kleópötru úr Júlíusi Sesar eftir Händel í túlkun Þóru, Come scoglio úr Cosi í túlk- un Auðar, Estrano og Sempre libera úr La Traviata í túlkun Huldu og In questa reggia úr Turandot í túlk- un Elínar. Galakjólar og -greiðslur munu gleðja augu áhorfenda. Veit- ingasalan verður opin fyrir tón- leika og í hléi, en konfekt er í boði Nóa Síríusar, sem styrkir tónleik- ana. pbb@frettabladid.is FIMM KONUR Á SVIÐI TÓNLIST Fimm flottar konur á æfingu fyrir galakvöldið Prímadonnur í óperunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þjóðleikhúsið frumsýnir Þrettándakvöld – eða Hvað sem þér viljið eftir Willi- am Shakespeare í kvöld á stóra sviðinu. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóð- leikhússins og Nemenda- leikhúss en leikstjóri er Argentínumaðurinn Rafael Bianciotto. Þrettándakvöld var fyrsta verk Shakespeare sem flutt var á Íslandi hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1926 og öðru sinni hjá Þjóðleikhúsinu 1967 en hafði þá verið leikið bæði á Herranótt 1960 og hjá Leikfélagi Akureyrar 1964. Þessi blandni gamanleikur Shake- speares segir af ástleitnum greifa sem fellir hug til meyjar af aðals- ættum en hún vill ekki þýðast nokkurn mann því hún syrgir bróð- ur sinn. Önnur systkini, skipreka, verða síðan til þess að stokka ræki- lega upp í félagslífinu með tilheyr- andi ástarfléttum, misskilningi og brellum. Og í kringum alla hirðina dansa fíflið Fjasti og ráðsmaðurinn Malvólíó sem er hafður að ginning- arfífli í leiknum. Leikstjórinn Rafael Bianciotto er þekktur fyrir grímuvinnu, comm- edia dell’ arte og trúðatækni. Hann leikstýrði rómaðri uppsetningu á Dauðasyndunum; er ættaður frá Argentínu en hefur einkum starf- að í Frakklandi. Arnar Jónsson leikur Malvólíó og er þetta í fyrsta sinn sem hann leikur eitt höfuðhlutverka Shake- speares – fyrir utan þátttöku í Hamlet 1964 meðan hann var enn við nám. Hafa leikhúsáhorfend- ur lengi furðað sig á því ráðslagi íslenskra leikhússtjóra. Hlutverk Malvólíós er í þessari sýningu lagt undir stílfærðan trúðsleik þótt hlut- verkið bjóði vissulega upp á sál- fræðilega túlkun sem sveiflast frá hinu skoplega til hins harmræna. Arnar er kunnugur tækni grímunn- ar. Hann segir það hið besta mál að nemendur í Listaháskólanum komi inn á stóra svið Þjóðleikhússins og vanir túlkendur hins talaða orðs fyrir stórum sal geti leiðbeint þeim í flutningi: „Þau geta ekki treyst á þennan metóðu-kvikmyndaleik sem þau eru mest fyrir.“ Gríman neyði leikarann að kjarna stílfærslunnar, í sviðsetningunni séu leikmynd og búningar einfaldaðir sem oft ein- kenni sviðsetningar sem noti grím- una. Hismið falli af kjarnanum. Eggert Þorleifsson, Guðrún Snæ- fríður Gísladóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir leika í uppfærslunni ásamt útskriftarárgangi Nemenda- leikhúss Listaháskólans. Um leik- mynd og búninga sýningarinnar sér Helga I. Stefánsdóttir, grímu- gerð annast Högni Sigurþórsson. pbb@frettabladid.is Þrettándakvöld LEIKLIST Arnar Jónsson í hlutverki sínu í Þrettándakvöldi. MYND EDDI/ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ ÞRETTÁNDAKVÖLD Kl. 20.30 Tónleikar Þóris Jóhanns- sonar kontrabassaleik- ara og Sólveigar Önnu Jónsdóttir píanóleikara á Laugaborg. Á efnisskrá eru verk eftir Schubert, Bottesini, Koussevitzky, Fauré, Oliver Kentish og Karólínu Eiríksdóttur. > Ekki missa af … tónleikum Gunnars Þórð- arsonar á laugardagskvöld á Akranesi. Gunnar flytur nokkur af lögum sínum í nýjum glæsilegum tónleikasal Tónlistarskólans á Akranesi sem ber hið skemmtilega nafn TÓNBERG. Hefjast tónleikarnir kl. 20. Aðgöngumiðar eru seldir í forsölu og frá kl. 18 á tónleikadaginn í afgreiðslu Tónbergs. F plús1 F plús2 F plús3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.