Morgunblaðið - 04.04.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.04.2006, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 C ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ÞAÐ er næsta víst að Lennart Johansson, forseti Knatt- spyrnusambands Evrópu, UEFA, mun styðja Þjóðverj- ann Franz Beckenbauer – ef hann gefur kost á sér í for- setakjör þegar Johansson lætur af störfum sem forseti á næsta ári. Beckenbauer, sem er 60 ára, hefur oft verið orðaður sem eftirmaður Johansson, en Beckenbauer hefur ekki gefið út neinar yfirlýsingar um að hann gefi kost á sér. Beckenbauer hefur haft nóg að gera við að skipuleggja heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi. Ekki er þess að vænta að hann ræði hugsanlegt framboð sitt fyrr en að heimsmeistaramótinu loknu í sumar. Ef vel tekst til við móthaldið er það Beckenbauer til framdráttar við hugsanlegt forsetaframboð. Aftur á móti hefur Frakkinn Michel Platini tilkynnt um að hann gefi kost á sér sem forseti UEFA. Ef Beckenbauer gefur kost á sér, verður kosið á milli hans og Platini. Beckenbauer er talinn sigurstranglegri í þeirri kosningu. Platini situr nú framkvæmdastjórn UEFA. Johansson styður Beckenbauer KONSTANTIN Shved, þjálfari kvennaliðs KA í blaki, var í gærkvöldi útilokaður frá stjórnun liða í keppni á vegum Blaksambands Íslands (BLÍ), eða í nafni BLÍ, frá 3. apríl 2006 til 31. desember 2006. Shved kallaði lið sitt af leikvelli í fyrrakvöld í þriðju hrinu í leik þess við Þrótt frá Neskaupstað og mætti ekki með það að nýju til leiks. Vildi Shved með þessu mótmæla dómgæslunni. Einnig voru sjö leikmenn KA úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aganefndar. Af þeim sökum er óvíst hvort KA getur stillt upp liði gegn Þrótti í úrslitakeppninni þegar liðin eigast við á Akureyri í kvöld. Eftirtaldir leikmenn KA voru úrskurðaðir í eins leiks bann: Kolbrún Jónsdóttir, Una Margrét Heimisdóttir, Tinna Aradóttir, Maria Shved, Natalia Gomzina, Heiða Einarsdóttir og Særún Sævarsdóttir. Stjórn BLÍ lítur þetta brot mjög alvarlegum augum, segir í tilkynningu sem barst frá Blaksambandinu í gærkvöldi. Shved er jafnframt landsliðsþjálfari ung- linga- og kvennalandsliðsins. Ekki er ljóst á þessari stundu hvaða áhrif þetta hefur á þau störf hans. Þjálfari KA og sjö leikmenn í bann ÅGE Hareide, landsliðsþjálfari Noregs í kna spyrnu, vill snúa keppnistímabilinu þar í lan við. Hefja það síðsumars og ljúka því vorið e ir, rétt eins og gert hefur verið í Danmörku undanfarin ár. Norðmenn hefja jafnan sína deildakeppni í apríl og ljúka henni í október rétt eins og Svíar og Finnar, og Danir gerðu þar til þeir söðluðu um. „Ég er hrifinn af danska kerfinu þar sem ið er vetrarfrí og spilað framundir Jónsmes Væri Jónsmessukvöldið ekki tilvalið fyrir norska bikarúrslitaleikinn, sannkölluð miðs arhátíð?“ sagði Hareide við norska blaðið Dagsavisen í gær. Hareide vill koma þessu á að norska tímabilið sé í betri takti við það se gengur og gerist annars staðar í Evrópu og ur að þessi breyting myndi koma norska lan liðinu vel. Á næsta ári eiga Norðmenn að spila tvo le í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í mars og þá vill Hareide að norska deildakep in sé byrjuð. Það sé óhentugt fyrir landsliðið spila mikilvæga landsleiki utan þess tíma se hún er í gangi. Félögum í efstu deild í Noregi er skylt að hafa grasvelli sína upphitaða og eru einmitt taka þá í notkun um þessar mundir. Fyrsta u ferðin í úrvalsdeildinni hefst annan sunnuda 9. apríl. KÖRFUKNATTLEIKUR KR – Njarðvík 85:90 DHL-höllin, úrvalsdeild karla, Iceland Ex- press-deildin, undanúrslit, fjórði leikur, mánudagur 3. apríl 2006. Gangur leiksins: 4:2, 6:7, 10:9, 12:13, 16:19, 16:22, 19:27, 23:30, 35:30, 38:39, 42:45, 42:52, 47:61, 51:65, 59:68, 66:68, 73:70, 73:80, 76:80, 81:86, 82:88, 85:88, 85:90. Stig KR: Brynjar Björnsson 20, Fannar Ólafsson 18, Melvin Scott 17, Skarphéðinn Ingason 7, Níels Dungal 7, Ljubodrag Bogavac 6. Fráköst: 25 í vörn - 17 í sókn. Stig Njarðvíkur: Jeb Ivey 23, Friðrik Stef- ánsson 17, Brenton Birmingham 16, Guð- mundur Jónsson 12, Egill Jónasson 9, Jó- hann Ólafsson 8, Halldór Karlsson 5. Fráköst: 25 í vörn - 14 í sókn. Villur: KR 28 - Njarðvík 18. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Erlingur Snær Erlingsson. Smámunasamir og flau- tuglaðir að þessu sinni. Áhorfendur: Um 800.  Njarðvík vann, 3:1, og leikur til úrslita. Skallagrímur – Keflavík 94:85 Borgarnes: Gangur leiksins: 2:0, 13:7, 20:18, 23:22, 25:24, 30:38, 48:50, 51:57, 58:60, 65:68, 72:77, 75:78, 82:82, 94:85. Stig Skallagríms: Dimitar Karadovski 22, Jovan Zdravevski 21, George Byrd, Axel Kárason 14, Hafþór Gunnarsson 12, Pálmi Sævarsson 5, Pétur Már Sigurðsson 2. Fráköst: 34 í vörn - 8 í sókn. Stig Keflavíkur: Vlad Boeriu 19, AJ Moey 17, Magnús Gunnarsson 14, Sverrir Þór Sverrisson 11, Gunnar Einarsson 9, Arnar Freyr Jónsson 6, Halldór Halldórsson 4, Elentínus Margeirsson 2, Jón N. Haf- steinsson 2, Guðjón Skúlason 2. Fráköst: 20 í vörn - 5 í sókn. Villur: Skallgrímur 20 - Keflavík 22. Áhorfendur: Um 700, troðfullt hús. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Sig- mundur Már Herbertsson. Dæmdu vel. KNATTSPYRNA England Blackburn – Wigan...................................1:1 Shefki Kuqi 84. - Jason Roberts 53. - Svíþjóð IFK Gautaborg – Öster ............................0:0 Malmö FF – Häcken.................................1:1 Deildabikar karla C-deild, 1. riðill: Afríka – Ægir............................................ 3:1 Staðan: Ýmir 2 1 1 0 4:2 4 Hvíti riddarinn 1 1 0 0 3:0 3 Árborg 1 1 0 0 3:2 3 Afríka 2 1 0 1 3:4 3 GG 2 0 1 1 4:5 1 Ægir 2 0 0 2 1:5 0 Skotland Hearts vann Hibernian, 4:0, í undanúrslit- um bikarkeppninnar á sunnudag en úrslitin snerust við í blaðinu í gær. Hearts mætir Gretna úr 2. deild í úrslitaleiknum. Þeir börðust fyrir lífi sínu og viðvissum að þeir myndu gefa allt sitt á lokakaflanum. Körfubolti er hraður leikur og þeir tóku rispu í 4. leikhluta en þá svöruðum við með sambærilegri rispu. Þannig gengur þetta oft fyrir sig, sérstaklega í úr- slitakeppninni. Málið með KR er að þeir eru með góða liðsheild og leik- menn þekkja vel sín hlutverk. Það gerir KR að jafngóðu liði og raun ber vitni,“ sagði Brenton Birmingham, leikmaður Njarðvíkur, er sigurinn var í höfn. Spurður um hversu miklu máli hæðin skipti í varnarleik liðsins hafði hann þetta að segja: „Við erum stoltir af varnarleik okkar. Við setjum okkar ávallt mark- mið varðandi varnarleikinn en aldrei fyrir sóknarleikinn. Og það sést á frammistöðunni. Hæðin vinnur með okkur og Egill [Jónasson] þvingar andstæðingana til þess að taka erfið skot. Hann var góður í kvöld og hefur verið það alla úrslitakeppnina. Og svo eigum við auðvitað Friðrik [Stef- ánsson] en um hann þarf ekki að fjöl- yrða. Hann er besti leikmaður deild- arinnar.“ Prakkaralegt glott færðist yfir andlit stórskyttunnar er blaða- maður tjáði honum að Skallagrímur hefði sigrað Keflavík. „Áhugavert. Við fáum þá mikilvæga hvíld. Við er- um spenntir yfir því að komast í úr- slit en erum ekki orðnir saddir. Við viljum vinna og verðum klárir þegar úrslitin hefjast, sama hverjum við mætum þar,“ sagði Brenton. Sveiflukenndur leikur Leikurinn var sveiflukenndur og liðin tóku rispur á víxl eins og fram kom hér að framan. Leikmenn voru hinir rólegustu í stigaskorun í fyrsta fjórðungi og mikið af mistökum leit dagsins ljós. Skemmtanagildið rauk hins vegar upp í öðrum leikhluta en þá sáust margar þriggja stiga körfur, en hittni liðanna fyrir utan þriggja stiga línuna var til fyrirmyndar. KR- ingar hittu tíu slíkum í tuttugu og þremur tilraunum en Njarðvíkingar gerðu gott betur og hittu ellefu af tuttugu og einu. Hrein unun að fylgj- ast með hinum unga KR-ingi, Brynj- ari Björnssyni, sem er orðinn ein besta skytta deildarinnar þó hann sé enn innan við tvítugt. Njarðvíkingar náðu undirtökunum í leiknum strax í byrjun síðari hálf- leiks. Þá leit út fyrir að Vesturbæing- ar ættu ekki afturkvæmt en þeir sýndu aðdáunarvert baráttuþrek og komust yfir um miðjan síðasta leik- hluta. Allt virtist leika í lyndi hjá liðinu og stemmningin ósvikin á pöllunum. En þá dró skyndilega fyrir sólu, og á augabragði höfðu gestirnir skorað tíu stig í röð og staðan 73:80. Á loka- mínútum leiksins reyndu KR-ingar hvað þeir gátu en sóknaraðgerðir þeirra voru ekki nægilega markviss- ar. Stóru strákarnir, Fannar Ólafs- son og Friðrik, voru báðir farnir út af með 5 villur og Brynjar fylgdi í kjöl- farið. Melvin Scott sýndi hæfni sína í þriggja stiga skotum í restina, en það var of seint. Njarðvíkingar brugðust ekki á vítalínunni og innbyrtu sigur- inn. Það hefur ekki vantað andann og baráttuna í KR-liðið í vetur. Liðs- heildin er öflug og varnarleikur liðs- ins gífurlega góður þegar því tekst hvað best upp. Með Scott sem leik- stjórnanda eru sóknaraðgerðir liðs- ins hins vegar of tilviljunarkenndar. Kjarnann í liðinu; Fannar, Brynjar, Steinar Kaldal, Níels Dungal, Pálma Sigurgeirsson og Skarphéðin Inga- son, er hins vegar hægt að byggja sigurlið í kringum. Þurfum að læra að halda dampi Skarphéðinn bar sig mannalega í leikslok: „Ég held að það sé voðalega lítill munur á liðunum. Við vorum bara á hælunum í þessum leik og þeim síðasta. Við getum spilað miklu betri vörn en við gerðum og þeir refsa grimmt fyrir það. Ég held að þeir hafi ekkert mikið fram yfir okk- ur er varðar hæðina, við vorum bara ekki að nýta okkar tækifæri nægi- lega vel. Þeir eru með menn eins og Brenton og Ivey, sem geta skorað þegar mikið liggur við og þeir gerðu það. Það er ekki mikið flóknara en það. Þessar sveiflur sem sáust sýnir bara fegurðina við körfuboltann. Við þurfum hins vegar að læra að halda betur dampi þegar gengur vel og keyra andstæðingana í kaf. Hjá okk- ur er góður andi en það vantar stund- um upp á að halda stemningunni út leikina,“ sagði Skarphéðinn. Njarðvíkingar stóðust áhlaup KR-inga NJARÐVÍKINGAR sendu KR-inga í sumarfrí, er þeir sigruðu þá í DHL-höllinni í gærkvöldi 90:85. Leikurinn var sá fjórði í kapphlaupi liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik. Njarðvík sigraði samanlagt 3:1 og þarf að bíða eftir fimmta leik Keflvíkinga og Borgnesinga til að sjá hvað bíður þeirra í úrslitunum. KR-ingar gerðu heiðarlega tilraun til þess að jafna metin á heimavelli sínum, en þrátt fyrir góðan stuðning og mikinn vilja tókst það ekki. Njarð- víkingar voru sterkir á taugum undir lokin og stóðust áhlaupið. Eftir Kristján Jónsson Jeb Ivey Njarðvíkingur sækir að P Hareide vill gera breytingar KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni kvenna, Iceland Express- deildin, annar leikur í úrslitum Keflavík: Keflavík - Haukar ......................20 1. deild karla Keppni um úrvalsdeildarsæti, annar leikur: Smárinn: Breiðablik - Þór Þ. ................19.15 BLAK Úrslitakeppni kvenna, annar leikur KA-heimilið: KA - Þróttur N.....................20 Hagaskóli: Þróttur - HK............................20 Í KVÖLD LENGJAN LEIKIR DAGSINS Spilaðu á næsta sölustað eða á lengjan.is Hammarby - Helsingborg 1,85 2,75 2,90 Kufstein - Schwanenstadt 2,20 2,60 2,45 Altach - Pasching 2,60 2,65 2,05 Gratkorn - Ried 2,65 2,70 2,00 Kapfenberg - Austria Wien 4,75 3,35 1,35 Mattersburg - Rapid Vín 2,60 2,65 2,05 AZ Alkmaar - NAC Breda 1,20 3,85 6,40 Forfar - Stirling 2,35 2,60 2,30 East Stirling - Cowdenbeath 7,70 4,00 1,15 Birmingham - Bolton 2,40 2,60 2,25 Port Vale - Milton Keynes Dons 1,60 2,95 3,50 Bury - Macclesfield 1,90 2,75 2,80 Rochdale - Darlington 2,00 2,70 2,65 Altrincham - York 2,60 2,65 2,05 Cambridge - Exeter 2,30 2,60 2,35 Canvey Island - Woking 2,10 2,65 2,55 Gravesend - Grays Athletic 2,90 2,75 1,85 Morecambe - Hereford 2,15 2,60 2,50 Tamworth - Aldershot 2,45 2,60 2,20 Milan - Lyon 1,60 2,95 3,50 Villareal - Inter 2,25 2,60 2,40 Ross County - Dundee FC 1,60 2,95 3,50 Bray - St.Patricks Atletic 2,15 2,60 2,50 Breiðablik - Þór Þ. 1,55 7,90 1,80 LA Clippers - Denver 1,50 8,10 1,85 Toronto - Boston 1,65 7,40 1,70 Utah - San Antonio 2,55 9,50 1,20 DEILDABIKARKEPPNI kvenna í handknattleik hefst 25. apríl en fjögur efstu liðin í deildakeppninni heyja baráttu um titilinn, sem keppt verður um í fyrsta sinn. Í undanúrslitunum mæta Íslandsmeist- arar ÍBV liði Stjörnunnar sem hafnaði í fjórða sæti og liðin í öðru og þriðja sæti, Valur og Haukar, eigast við. Tvo sigurleiki þarf til að komast í úrslit svo ef til oddaleikja kemur fara þeir fram 30. apríl. Fyrsti úrslitaleikurinn verður háður 2. maí. Deildabikarkeppni hjá konunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.