Morgunblaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.05.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2006 21 MINNSTAÐUR SUÐURNES LANDIÐ Skagaströnd | Það var notaleg kaffihúsastemmning í Fellsborg þegar þar fór fram söngvakeppni Höfðaskóla, Garg.is. Þar kom fram 21 söngvari á öllum aldri sem samtals fluttu 15 söngatriði við undirleik hljómsveitar Fannars Viggóssonar fyrir fullu húsi. Þær Sylvía Ósk Hrólfsdóttir og Kristín Gerður Óladóttir úr fimmta bekk sungu til sigurs í yngri flokki með laginu: „Til ham- ingju strákar“. Þar var um að ræða Evrovisionlag Íslendinga þetta árið með frumsömdum texta eftir þær stöllur. Í eldri flokki sigraði Lena Rut Jónsdóttir með túlkun sinni á laginu „Kvæðið um fuglinn“. Húsfyllir var á söngkeppninni sem er árlegur viðburður í starfi Höfðaskóla. Það að svo margir nemendur skyldu taka þátt í keppninni að þessu sinni táknar að fimmtungur nemenda skólans kom fram og söng einn eða með öðrum. Verður það að teljast stærsti sigur kvöldsins því allir keppendur gerðu sitt besta og stóðu sig með stakri prýði. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Garg.is Kristín Gerður og Sylvía Ósk slógu í gegn í gervum sem hæfðu lag- inu sem þær fluttu. Almenn þátttaka var í skólanum í söngvakeppninni. „Til hamingju strákar“ sigraði í garg.is Eftir Ólaf Bernódusson Hvammstangi | Selasetur Íslands á Hvammstanga hefur gert sam- starfssamning við samgönguráðu- neytið og hlotið styrk frá Ferða- málastofu til að bæta aðgengi allra um sýningarsvæði setursins. Samningur við samgönguráðu- neytið felst í fjárstuðningi við upp- lýsingamiðstöð að upphæð sex milljónir kr. sem greiðast á tveim- ur árum. Styrkur Ferðamálastofu er fjórar milljónir kr. á árinu 2006. Þá var Ferðamálafélagi V-Húna- vatnssýslu veittar 2,5 milljónir kr. til að vinna að bættu aðgengi við skoðunarstaði fyrir sel á Vatnsnesi. Samningar þessir voru undirritaðir í Selasetri Íslands á Hvamms- tanga, laugardaginn, 29. apríl. Í máli samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar, og forstjóra Ferða- málastofu, Magnúsar Oddssonar, kom fram að stofnun Selaseturs Ís- lands væri eitt áhugaverðasta framtak í ferðamálum á landinu um þessar mundir. Þar færi saman fullkomin nýting náttúru- og dýra- skoðunar, sem uppfyllti væntingar aðila að uppbyggingu ferðaþjón- ustu. Erlendum ferðamönnum myndi fjölga mjög á komandi árum og nauðsynlegt væri að bjóða sem flesta valkosti í afþreyingarkost- um. Vænta mætti þess að Selaset- ur Íslands, Ákinn selaskoðunarskip og Gallerí Bardúsa, sem allt er á hafnarsvæði Hvammstanga, gæti myndað sterkt aðdráttarafl fyrir ferðafólk. Nýráðinn framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, sagði frá uppbygg- ingu setursins og aðstöðu þess í hinu virðulega verslunarhúsi Sig- urðar Pálmasonar á Hvamms- tanga, en unnið hefur verið á liðn- um mánuðum að endurgerð húsnæðisins að innan, í samræmi við þarfir setursins. Selasetrið mun opna aðstöðuna 25. júní nk. Ýmsir tóku til máls og fögnuðu þeir ár- angri sem verkefnið hefði nú þegar náð á því ári sem það hefur staðið yfir. Eitt áhugaverðasta framtak í ferðamálum Samgönguráðuneytið og Ferðamálastofa styðja Selasetur Íslands Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Stuðningur Þau voru viðstödd athöfnina í Selasetrinu, fremri röð f.v.: Ein- ar Oddur Kristjánsson, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Hrafnhild- ur Ýr Víglundsdóttir og Magnús Oddsson. Stjórn Selasetursins stendur fyrir aftan, en hana skipa: Jóhann Albertsson, Guðmundur Jóhannesson, Jóhannes Erlendsson, Guðlaug Sigurðardóttir og Sigrún Valdimarsdóttir. Eftir Karl Sigurgeirsson Grindavík | „Við töpuðum fyrir þeim í fyrra og vildum bæta það upp núna,“ seg- ir Ingibjörg Jakobsdóttir, fyrirliði körfu- knattleiksliðs Grindavíkur í tíunda flokki. Þær unnu um helgina fimmta Íslands- meistaratitilinn á sex árum. Auk þess hafa þær orðið bikarmeistarar, meðal annars í vetur. Grindavíkurstúlkur léku til úrslita við Hauka úr Hafnarfirði, liðinu sem vann titilinn á síðasta ári. Ingibjörg hefur ein- falda skýringu á því hvað fór úrskeiðis á síðasta ári: „Við vorum svo hræddar við að tapa og því töpuðum við.“ Þær urðu fyrir miklu áfalli í upphafi leiksins um helgina þegar einn besti leik- maður liðsins slasaðist. „Alma er ótrú- lega mikilvæg fyrir liðið. Við höfum áður lent í svona slysum og óhöppum í leikjum og fyrir leiki og þá reyna hinar að bæta það upp.“ Eftir jafnan og spennandi leik sigruðu Grindavíkurstúlkur með 41 stigi gegn 40. Ingibjörg þakkar góðum þjálfara en Páll Axel Vilbergsson landsliðsmaður þjálfar þær, það hvað þeim hefur gengið vel í öll þessi ár og bætir því við að þær séu alltaf ákveðnar að sigra. Stelpurnar æfðu saman tuttugu fyrir sex árum en smám saman hefur kvarnast úr hópnum og nú eru þær níu eftir. Ingi- björg segir að stelpur hætti oft snemma í íþróttum. En hún er viss um að þær sem hafa haldið áfram nái langt. Fjórar þeirra eru nú í meistaraflokksliði Grindavíkur þótt þær séu aðeins fimmtán ára gamlar. Í liðinu eru, auk fyrirliðans, Lilja Ósk Sigmarsdóttir, Alma Rut Garðarsdóttir, Helga Gestsdóttir, Jenný Ósk Ósk- arsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Ragn- hildur Tinna Jakobsdóttir, Elka Mist Káradóttir og Íris Sverrisdóttir. Vildum bæta upp tapið frá því í fyrra Morgunblaðið/Guðveig Ólafsdóttir Fagnað Stelpurnar í tíunda flokki Grindavíkur fögnuðu titlinum á óvenjulegan hátt, þær fóru í búningnum í sturtu. Þær höfðu lengi talað um að gera þetta og nú var tilefnið fengið. Grindavík | Nokkrir einstaklingar tóku sig saman um að halda styrkt- arkvöld í félagsheimilinu Festi fyrir Sigurð Magnús Matthíasson sem slasaðist illa í bílslysi fyrir tæpu ári. Vel var mætt og aðstandendur söfnunarinnar voru ánægðir með samstöðu Grindvíkinga fyrir góðu málefni. Meðal þeirra sem fram komu á styrktarkvöldinu í Festi voru Páll Rósinkrans söngvari og Karlakór Grindavíkur. Margir tóku þátt í söfnuninni. Ingibjörg Marín Björgvinsdóttir er ein þeirra. „Sigurður er enn á endurhæfingarstöðinni á Grensási og for- eldrar hans keyra daglega á milli, jafnvel tvisvar á dag. Fólk áttar sig ekki á afleiðingum svona slysa. Þetta er frændi minn og ég þekki því dálítið til málsins. Mér rann því blóðið til skyldunnar að reyna að hjálpa til. Allir sem ég hef haft samband við taka erindinu um stuðning vel. Það er frábært að sjá þennan samtakamátt sem býr í bænum. Sjá all- an þennan fjölda samankomin hér í kvöld. Þetta er kosturinn við að búa í litlu samfélagi. Hér eru allir komnir, boðnir og búnir og jafnvel út fyr- ir Grindavík,“ sagði Ingibjörg. Matthías Guðmundsson, faðir Sigurðar, var hrærður yfir kvöldinu. „Þetta er ótrúlegt kvöld. Ég vil gjarnan fá að nota tækifærið til að koma á framfæri þakklæti til allra. Ég er eiginlega orðlaus,“ sagði Matthías. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Samstaða Ingibjörg Marín Björgvinsdóttir heimsækir frænda sinn, Sig- urð Magnús Matthíasson. Söfnun til stuðnings honum stendur yfir. Frábært að finna samtakamáttinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.