Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.06.2006, Blaðsíða 10
100. LANDSLEIKUR KVENNA 10 D FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÁSGERÐUR H. Ingibergs- dóttir lék með landsliðnu á árunum 1995–2002. Hún seg- ir að allir landsleikir sem hún hafi leikið séu minn- isstæðir, hver á sinn hátt. Þó telur hún að minnisstæðasta landsliðsferðin hafi verið farin til Úkraínu árið 1999. „Við flugum með rússnesku flugfélagi þar sem flugmað- urinn var vel kenndur, alla- vega angaði hann af vodka. Í flugferðinni var boðið upp á drykki en það var súrt vatn og önnur flottheit eftir því. Þetta var svakaleg flugferð og klósettin á flugvellinum voru með góðri holu sem hægt var að létta af sér í. Við hliðina á holunni var strákústur fullur af … já, „mannara“. Þetta gleymist ekki og situr fast í minning- unni,“ segir Ásgerður og spáir því að íslenska lands- liðið muni sigra í riðli sínum og komast á HM árið 2007. Aðspurð um helstu breyt- inguna á kvennafótbolta á Ís- landi frá því hún lék með landsliðinu segir Ásgerður að mesti munurinn sé að- staðan. „Það er frábært að allar þessar hallir skuli vera komnar. Ekkert nema já- kvætt og gott um það að segja. Gæðin verða þar af leiðandi miklu betri og meiri. Við þurfum að gæta vel að því að halda vel utan um unga og efnilega leik- menn, gefa þeim tækifæri og muna að þeir verða betri af því að spila upp fyrir sig og með sér reyndari leik- mönnum.“ Morgunblaðinu lék forvitni á að vita hvaða leikmönnum Ásgerði þótti best að leika með í landsliðinu og hvaða mótherjar hefðu verið henni erfiðastir: „Bestu leikmenn sem ég lék með í landsliðinu voru þær Rakel Ögmunds- dóttir og Ásthildur Helga- dóttir. Erfiðasti mótherjinn var án nokkurs vafa þýska drottningin Birgit Prinz, því- líkur jaxl!“ Kenndur flugmaður um borð ELLERT B. Schram var formaður Knattspyrnu- sambands Íslands í 16 ár og hlaut m.a. heiðurskross KSÍ 1989. Hann var for- maður þegar hlé var gert á leikjum kvennalandsliðsins 1987–1992. „Það var þurrð hjá sambandinu á þessum árum, engir peningar til og það þurfti að skera nið- ur og því var kvennalands- liðið lagt niður. Það var ekki það eina sem var lagt niður, heldur líka ung- lingalandsliðin. Þetta var ekki gert af kvenfyrirlitn- ingu, þvert á móti. Ég fór af stað með þetta landslið sem lék fyrsta leikinn í Skotlandi. Þetta var ósköp leiðinlegt en varð því mið- ur að vera svona,“ segir Ellert, sem einnig var for- seti ÍSÍ til 14 ára, en þar lét hann nýverið af störf- um. Peninga- leysi olli hléinu Eftir Írisi Björk Eysteinsdóttur Þetta var hörkuleikur. Við töpuð-um leiknum 2-1 og þær skoruðu sigurmarkið rétt fyrir leikslok með skoti frá vítateig. Ég gerði ekki til- raun til að verja enda fannst mér boltinn vera svo rosalega langt frá mér. Veðrið á meðan á leiknum stóð var æðislegt og fjölmargir áhorfend- ur. Það léku margir góðir leikmenn með landsliðinu á þessum tíma og þær voru allar skemmtilegir félagar. Ef ég verð að velja eina sem besta liðsfélagann þá verð ég að segja Vanda Sigurgeirsdóttir því ég er svo varnarsinnuð,“ segir Steindóra og svarar aðspurð að hún myndi ekki breyta neinu í skipulagi kvennabolt- ans. „Félögin verða að vera vakandi og vanda sig í störfum sínum. Þau verða að ráða hæfa þjálfara fyrir stelpurnar okkar til að hámarka ár- angurinn. Mér finnst deildin vera orðin miklu ójafnari en hún var þegar ég var að spila. Bestu leikmennirnir hópast allir í sama liðið. Kannski er þetta þróun út af Evrópukeppni fé- lagsliða? Þær raddir heyrðust að Breiðablik ætlaði að verða Evrópu- meistari í næstu keppni. En ég minni á að það þarf meira en samansafn af stjörnum til að búa til gott lið!“ Lyfjapróf á Englandi Steindóra segist seint gleyma landsliðsferð til Englands í maí- mánuði 1992. „Ég og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir vorum teknar í lyfja- próf eftir leikinn. Það var um 20 stiga hiti meðan á leiknum stóð og ég var búin að drekka vel af vatni í leiknum. Þegar leiknum lauk var ég alveg í spreng og átti frekar auðvelt með að pissa í glas með ókunna konu klessta upp við mig. Þegar ég var búin fór ég í sturtu og svo í sameiginlegan mat með leikmönnum og aðstoðarfólki. Þegar þessu var svo lokið var Guðrún Jóna ekki ennþá komin úr lyfjapróf- inu en hún kom svo fljótlega eftir þetta. Hún hafði ekki átt eins auðvelt með að losa þvag og ég og var í þenn- an óratíma! Ég man ekki hvað hún sagðist hafa drukkið mikið af vökva þarna … það var alveg ótrúlegt magn.“ Þess má geta að þjálfarar lands- liðsins á þessum tíma voru þeir Steinn Helgason, faðir Steindóru, og Sigurður Hannesson, sem þarna var að þjálfa liðið í annað sinn. Landsliðið þarf meira en samansafn af stjörnum STEINDÓRA Steinsdóttir varði mark Íslands í 6 landsleikjum á ár- unum 1992–1993. Hún varð margfaldur Íslandsmeistari með ÍA á sínum tíma og aðspurð um skemmtilegasta leikinn sem hún lék með landsliðinu nefnir hún leikinn gegn Englandi á Kópavogsvelli hinn 19. júlí 1992. Steinn Helgason, fyrrverandi landsliðsþjálfari, sést hér með dætrum sínum – landsliðskonunum Steindóru og Írisi. Eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur Ég er ekkert að skammast út í þásem mæta á völlinn en það er leiðinlegt að sjá alltaf þessa sömu tíu uppi í stúku. Mér þætti einnig gaman að sjá fleiri dómara sem dæma í Landsbankadeild karla dæma hjá okkur stúlkunum.“ Hrefna segir að eftirminnileg- ustu leikirnir sem hún tók þátt í hafi verið 10:0-leikurinn gegn Pól- landi hér heima og 1:1-jafntefli í Rússlandi. „Ferðin til Rússlands var sérlega eftirminnileg og þá ekki síst fyrir þær sakir að á hótelinu höfðu nokkrar gleðikonur aðstöðu og þær hringdu gjarnan í Úlfar Hinriksson aðstoðarlandsliðsþjálf- ara og fleiri karla sem voru í ferð- inni og buðu fram þjónustu sína fyrir 1.000 íslenskar krónur. Þessar ágætu konur voru á öllum aldri og við skemmtum okkur konunglega við að fylgjast með þeim að störf- um!“ Hrefna efast ekki um að íslenska kvennalandsliðið muni komast í úr- slit stórmóts, til þess sé liðið ein- faldlega nógu sterkt. Hún á erfitt með að gera upp við sig hver lands- liðskvennanna sem hún lék með hafi verið besti samherjinn. „Ég get nefnt Laufeyju Ólafsdóttur, Olgu Færseth, Emblu S. Grétarsdóttur, Eddu Garðarsdóttur og Maríu Ágústsdóttur, þær voru og eru allar frábærar. Hvað varðar mótherjana þá á ég erfitt um vik því ég veit ekkert hvað þessar kellingar heita!“ Hrefna vill sjá konur fjölmenna HREFNA Huld Jóhannesdóttir lék með íslenska kvennalandsliðinu 10 landsleiki á árunum 2000–2005 og skoraði í þeim þrjú mörk. Hún tekur það fram að það sé ekki ýkja langt síðan hún lagði skóna á hilluna en þó sé nokkur breyting á viðhorfi almennings til kvenna- knattspyrnunnar. „Það þótti ekkert sérstaklega flott að vera stelpa í fótbolta þegar maður var að byrja en í dag þykir það hrikalega svalt,“ segir Hrefna og bætir við að hún vilji sjá fleira fólk á vellinum – að konur, sem aðrir knattspyrnuunnendur, fjölmenni á völlinn. Hrefna Huld Jóhannesdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslensku landsliðskonurnar Margrét Ólafsdóttir, Olga Færseth, Helga Ósk Hannesdóttir, Laufey Ólafsdóttir, Íris Sæmundsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir og Rakel Ögmundsdóttir ganga af leikvelli, eftir óvænt tap fyrir Úkraínu á Laugardalsvellinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.