Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 1
2006  FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST BLAÐ C FH-INGAR FÉLLU ÚR LEIK Í PÓLLANDI / C3 BLIKINN Marel Baldvinsson hefur gefið draum- inn um frekari atvinnumennsku upp á bátinn. Þetta kemur fram í viðtali við Marel í aukablaði Morgunblaðsins í dag um Landsbankadeildina. Marel var atvinnumaður í tæp sex ár í Noregi og Belgíu auk þess að leika með landsliðinu um tíma. „Ég er búinn að gefa atvinnumennsku upp á bátinn vegna hnémeiðsla, eins fúlt og það nú er. Ég held að ég eigi bara ekki möguleika á því að vera atvinnumaður út af líkamlegu ástandi. Brjóskið er farið í hnénu og þess vegna kom ég heim og er að koma mér fyrir hér. Læknarnir segjast ekki geta gert neitt fyrir mig og ég myndi aldrei geta æft meira en einu sinni á dag. Slíkt er ekki vinsælt hjá atvinnumannaliðum. Ég er bólg- inn í hnénu eftir alla leiki en þegar vel gengur tekur maður ekki eins mikið eftir því,“ sagði Marel Baldvinsson. | D3 Draumurinn úti hjá Marel B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N AB L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A FRANSKI miðvallarleikmað- urinn Patrick Vieira gekk í gær frá samningi við Inter Mílanó – frá Juventus. Samn- ingur hans við Inter er til fjög- urra ára og kaupverðið var 6,5 milljónir punda, eða sem nem- ur um 900 milljónum krónum. Vieira er enn einn leikmað- urinn sem yfirgefur Juventus eftir hneykslismálið mikla en nokkur lið höfðu áhuga á kappanum, þar á meðal Barce- lona, Manchester United og Newcastle. Juventus keypti Vieira frá Arsenal fyrir síðustu leiktíð og greiddi 13,7 milljónir punda fyrir hann, eða um 1,9 millj- arða króna. Það má því segja að Inter sé að gera kostakaup, en þess má geta að Vieira lék á sínum tíma með AC Milan þannig að nú gengur hann í lið erkifjendanna. Vieira fer til Inter JAKOB Jóhann Sveinsson, sund- maður úr Ægi, bætti í gær sitt eigið Íslandsmet í 200 m bringusundi á Evrópumeistaramótinu í sundi þeg- ar hann synti á 2.14,7 mín., en gamla metið var 2.15,27 mín. Metið fleytti honum í undanúrslit þar sem hann synti á 2.15,11 mín en það nægði þó ekki til að komast alla leið í úrslit. Árni Már Árnason, Ægi, varð í 38. sæti í 200 m bringusundi á tímanum 2.20,73 mín. en komst ekki í undan- úrslit. Brian Marshall, þjálfari ís- lenska sundlandsliðsins, er staddur í Búdapest í Ungverjalandi þar sem mótið fer fram og segist hann mjög ánægður með frammistöðu Jakobs í 200 m bringusundinu í gær. „Hann getur verið mjög ánægður með sjálfan sig og ég er mjög stoltur af honum. Hann er búinn að þrosk- ast mjög mikið andlega. Hann og Eyleifur þjálfari hans eru búnir að undirbúa sig mjög vel og samvinna þeirra undanfarin ár er að skila sér mjög vel. Eyleifur hefur líka verið mjög duglegur að sækja sér nýjar hugmyndir hvað varðar þjálfunar- aðferðir og það er að miklu leyti lykillinn að bættum árangri Jakobs. Hann getur alveg náð lengra næstu tvö árin og framtíð hans er mjög björt,“ sagði Brian sem er mjög ánægður með frammistöðu íslensku keppendanna á mótinu. „Það er ótrúlegt hvað þetta mót er sterkt og í raun mun sterkara en heimsmeist- aramótið í fyrra sem er dálítið ein- kennilegt og því er mjög góður ár- angur að hafa náð tveimur í undanúrslit.“ Íslensku keppendurnir fá frí í dag en á morgun keppa þeir Jakob Jóhann og Árni Már í 50 m bringu- sundi og Örn Arnarson keppir í 100 m flugsundi. Þá keppir Ragnheiður Ragnarsdóttir í 50 m skriðsundi á laugardag. Morgunblaðið/JAK Jakob Jóhann Sveinsson, sundkappi úr Ægi, setti Íslandsmet í 200 m bringusundi í Búdapest. Íslandsmet Jakobs í Búdapest Ég var ekki búinn að gefast uppsem þjálfari liðsins en ég taldi að eitthvað þyrfti að gera til þess að liðið myndi ná sér á strik á loka- sprettinum. Tapið gegn Val, 5:0, í síðustu umferð var eins og að fá blauta tusku framan í sig eftir góðan leik gegn KR í bikarkeppninni. Eftir þann leik sá ég að þau atriði sem liðið átti að vinna út frá voru ekki að ganga upp,“ sagði Guðlaugur en hann var sammála því að starf þjálf- ara í efstu deild á Íslandi væri erfitt. „Það er alveg rétt. Kröfurnar sem eru gerðar til þjálfara eru miklar en það er skiljanlegt og við veljum það sjálfir að fara í þetta starf.“ Guðlaug- ur bætti því við að hann hefði átt góðar stundir í Eyjum og vonast hann til þess að liðinu gangi sem best. „Ég get ekki annað en hrósað því starfi sem stjórn ÍBV og leikmenn liðsins hafa lagt á sig í gegnum tíð- ina. Það eru fá lið sem þurfa að vinna við sömu aðstæður og ÍBV yfir vetr- artímann, með leikmannahópinn úti um allt fram að Íslandsmóti,“ sagði Guðlaugur Baldursson. Heimir Hall- grímsson stjórnaði liðinu á fyrstu æfingu sinni í gærkvöldi, en hann er fyrrum leikmaður liðsins og hefur starfað sem þjálfari kvennaliðs ÍBV. Guðlaugur tók við ÍBV-liðinu fyrir keppnistímabilið 2005 en liðið bjarg- aði sér frá falli í lokaumferðinni. Hann er þriðji þjálfarinn sem hættir störfum í Landsbankadeildinni í sumar. Ólafur Þórðarson hætti hjá ÍA eftir leik í 8. umferð þar sem ÍA tapaði gegn Víkingnum á heimavelli, 4:1. Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir tóku við af Ólafi í kjölfarið. Bjarni Jóhannsson sagði upp störfum hjá Breiðabliki eftir að liðið hafði tapað 5:0 á útivelli gegn Keflavík. Arnar Bill Guðmundsson tók við af Bjarna. Heimir tekur við liði ÍBV GUÐLAUGUR Baldursson og stjórn knattspyrnudeildar ÍBV komust að samkomulagi í gær þess efnis að Guðlaugur hætti sem þjálfari Eyjamanna. Liðið er í neðsta sæti Landsbankadeildarinnar að lokn- um 12 umferðum. Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn til þess að þjálfa liðið það sem eftir lifir keppnistímabilsins. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.