Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 57 MINNINGAR E ftirfarandi orð, sem er að finna í ævi- sögu Steins Jóns- sonar (1660–1739) biskups, ritaðri af Jóni Þorkelssyni (1697–1759), lýsa því, hvernig þriðja biblíuútgáfa okkar varð til: „Margir menn á Íslandi höfðu kvartað um það, bæði við biskupinn og við Peter Raben sjóliðsforingja, þá er hann var þar sem stiptamtmaður 1720, að biblían væri orðin mjög torfeing og dýr; notaði biskupinn þá tækifærið og sótti um leyfi konungs til að láta prenta hana af nýju, og fékk hann það og þar með þá skipun, að semja nýja útlegg- ingu eptir þeirri nýjustu dönsku trúboðara biblíu, er þá var til.“ Leyfisbréfið barst hingað 1723, og fimm árum síðar hófst prent- unin. Titilsíða Steinsbiblíu ber það ártal, 1728, en verkinu lauk reyndar ekki fyrr en 1734. Ástæð- an mun vera sú, að hlé þurfti að gera annað slagið til að prenta önnur rit. En út kom hún sumsé loksins, og með þessu heiti: Biblia Þad er øll Heiløg Ritning / Fyrer Hans Kongl: Majest: / Vors Allr- anaadugasta ARFA-HERRA KONUNGS FREDErichs FJORda / Christelege Umsorgun. Þessi útgáfa var í ýmsu frá- brugðin Guðbrandsbiblíu og Þor- láksbiblíu; brotið var t.d. minna og bókin þykkari en hinar tvær af þeim sökum. Auk þess var hún prentuð tvídálka, ólíkt hinum sem voru eindálka. Oftast er hún talin vera fyrirrennurunum síðri, öll út- gerð hennar lakari. Sumir taka þar djúpt í árinni. Einn heldur því t.a.m. fram, að „málið sé stórkost- lega spillt“ frá því sem áður hafi verið, og „óíslenzkulegast og óvandaðast allra prentaðra bibl- íugerða okkar“. Og annar full- yrðir, að þvílík „kynstur af dönskuslettum“ sé þar að finna, að þeir sem aðeins kunni íslensku ráði ekki fram úr. Og þannig mætti lengi telja. En til eru líka fræðimenn, sem þykir téð gagn- rýni um margt ósanngjörn. Hitt er þó ljóst, að Steinsbiblía náði ekki vinsældum, og ætlar áð- urnefndur Jón Þorkelsson, Skál- holtsrektor, „… að meiri hluti af þessari útgáfu biblíunnar fúni nið- ur eða sé seldur fyrir gjafvirði, ef nokkur vill þiggja“. Eru erfingjar biskups jafnvel sagðir hafa notað mörg eintakanna sem umbúða- pappír. Upphaflega kostaði hún þó 7 ríkisdali, sem var feiknaverð og hefur eflaust dregið úr sölu- möguleikunum og ýmislegt lagst þannig á eitt við að torvelda mál- ið. Ekki var þýtt úr frumtung- unum, þótt á titilblaði segi, að Biblían sé „ … Med Kostgiæfne / og epter Høfud-Textunum / meir enn fyrrum athugud …“ E.t.v. er hér verið að skírskota til þýðinga sr. Páls Björnssonar (1620–1706), sem um og eftir 1680 mun hafa snúið ýmsum bókum Gamla testa- mentisins úr hebresku (a.m.k. Davíðssálmum, Jesaja, Jobsbók og Orðskviðum Salómons), og að auki Nýja testamentinu öllu úr grísku, fyrstur Íslendinga, sem og þýðingar Jóns Vídalíns (1666– 1720) á Nýja testamentinu úr grísku, sem hann lauk við í kring- um 1710, en vitað er að Steinn naut góðs af hvoru tveggja, beint eða óbeint. Hafa þýðingar Páls fengið þann dóm, að málið „virðist allgott eftir þeirra tíma hætti“. Þó mun Nýja testamenti Steinsbiblíu betur þýtt en Gamla testamentið, og er það oftast rakið til áhrifa Jóns Vídalíns. Að hinu ber þó að gæta, að sjálfur virðist hann byggja á Páli, einkum í guðspjöll- unum, en þeir voru systkinasynir, og Jón í læri hjá frænda sínum vestra um hríð. Til að fara nú ekki í bága við orð konungs er Steinn jafnframt tal- inn hafa notast við einhverja danska útgáfu ritningarinnar, annaðhvort frá 1633 eða þá sem út kom 1647 og er kennd við Hans Svanes, og þrætt textann allná- kvæmlega, eða svo, að hann fellur í þá gryfju að þýða rangt, í leit sinni að orðum í íslenskunni, sem líkjast hinni erlendu fyrirmynd. Einnig kann þýsk útgáfa að hafa verið notuð í bland. Þá eru formálar Lúthers, sem verið höfðu í Guðbrandsbiblíu og Þorláksbiblíu, nú felldir niður. Um upplag Steinsbiblíu er ekki vitað, en á árunum 1824–1825 voru 546 eintök hennar til í landinu, samkvæmt könnun Hins íslenska Biblíufélags. Á Handritadeild Landsbókasafns-Háskóla- bókasafns (Lbs. 313, 4to) er auk- inheldur varðveitt „Tafla yfir Bibl- íur, Nya-Testamenti og Harmoníur a Íslandi árið 1827“, og þar eru 542 eintök sögð til í fór- um landsmanna. Að endingu skulum við líta á 23. Davíðssálm. En hann er á þessa leið: Drottenn er minn hyrder / mig mun ecke bresta. Hann mun laata mig liggia i føgrum grashøgum / hann mun reka mig (hægt) til hægt rennande vatns. Hann vill vidsnua minne saalu / reka mig a riettlætesens stigum / fyrer sijns nafns saker. Nær eg jafnvel skyllde ganga i daudans skugga dal / vil eg ecke ottast fyrer illu þvi þu ert med mier / þinn sprote og þinn stafur þeir munu hugga mig. Þu reider eitt bord fyrer mier moote mijnum fiendmønnum / þu smyr mitt høfud med oleo / minn bikar er fullur. Giæska og myskunseme mun þo fylgia mier alla mijna lijfdaga / og eg mun vera i Drottens huuse marga daga. Af samanburði við fyrri útgáf- urnar tvær, 1584 og 1644, sést, að þessi texti er ekki runninn þaðan, heldur úr annarri átt; þó ekki frá klerkinum í Selárdal, nema e.t.v. brotabrot. Þýðing hans er nefni- lega til á enn öðrum stað (Lbs. 2, 4to) og er mjög frábrugðin öllum hinum þremur. Fyrir ekki löngu var eitt eintak Steinsbiblíu falt á markaði. Það var í upphaflegu bandi og seldist á 180.000 krónur. sigurdur.aegisson@kirkjan.is Á árunum 1728–1734 var unnið að prentun þriðju biblíuútgáfu Íslendinga. Aðaldrif- fjöðrin í því var Steinn Jónsson, þáverandi Hólabiskup, og er bók- in því jafnan við hann kennd. Sigurður Ægisson rekur í pistli dagsins sögu hennar. Steinsbiblía ✝ Regína Svein-bjarnardóttir fæddist á Hvítanesi í Kjós 25. júní 1915. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 21. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sveinbjörn Jón Ein- arsson, f. 16. apríl 1874, d. 26. apríl 1963, og Sigrún Jó- hannesdóttir, f. 25. apríl 1878, d. 12. júlí 1927. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík, síð- an á Hvítanesi í Kjós og loks á Heið- arbæ í Þingvallasveit. Systkini Regínu voru Kristbjörg, f. 13. ágúst 1903, d. 16. maí 1987, Jóhannes, f. 22. júní 1905, d. 19. desember 1992, Halldóra Þórdís, f. 22. júlí 1906, d. 1. október 1944, Ásta (tvíburi), f. 25. júní 1915, d. 11. nóvember 1916, og Einar, f. 10. september 1917, d. 14. nóvember 1974. Eina fóst- ursystur á hún, Sigríði Kjart- ansdóttur, f. 15. febrúar 1926. Regína ólst upp á Hvítanesi og á Heiðarbæ. Hún giftist Guðmanni ir, f. 7. janúar 1961, kvæntur Hrönn Ægisdóttur, f. 15. janúar 1961. Börn þeirra eru Hilmar, f. 10. júlí 1980, og Þórey Erna, f. 28. apríl 1984. Ásthildur Fríða giftist síðar Eggerti Andréssyni, f. 17. ágúst 1933, d. 26. júní 2004. Börn þeirra eru Salóme Inga, f. 17. júní 1963, og Eggert Bjarki, f. 8. mars 1969. 2) Hörður, f. 23. nóvember 1941, sambýliskona Jónína Þorbjörg S. Pálsdóttir, f. 31. janúar 1959, d. 8. mars 2005. 3) Guðrún Þóra, f. 11. febrúar 1950, maður hennar var Ólafur J. Bjarnason, f. 9. apríl 1947. Þau skildu. Synir þeirra eru: a) Guðmann, f. 5. janúar 1976, kvænt- ur Kristjönu Knudsen, f. 17. janúar 1976, sonur þeirra er Kristjón Karl, f. 26. október 2005. Dóttir Krist- jönu er Guðrún Rósa, f. 28. júní 2001. b) Jón Ólafur, f. 11. nóvember 1977, var í sambúð með Guðlaugu Þóru Kristinsdóttur, f. 21. janúar 1978. Þau skildu. Sonur þeirra er Ólafur Kristinn, f. 4. apríl 2002. Dóttir Guðlaugar er Sigríður Ragna, f. 20. október 1995. Útför Regínu var gerð í kyrrþey að eigin ósk. Hún var jarðsett á Þingvöllum. Ólafssyni frá Hagavík í Grafningi, f. 13. nóv- ember 1909, d. 12. maí 1993. Þau bjuggu nær allan sinn búskap á Skálabrekku í Þing- vallasveit og stunduðu þar aðallega fjárbú- skap. Þau eiga þrjú börn, þau eru: 1) Hilm- ar, f. 18. janúar 1938, d. 26. desember 1961, var kvæntur Ásthildi Fríðu Sigurgeirs- dóttur, f. 28. október 1937. Synir þeirra eru: a) Óskar Arnar, f. 9. maí 1958, kvæntur Guðlaugu Margréti Chris- tensen, f. 16. apríl 1962. Sonur Ósk- ars Arnars og fyrri konu hans, Ás- gerðar Hlinadóttur, f. 30. maí 1957, er Hilmar Geir, f. 1. september 1978, sambýliskona Anna Fjóla Helgadóttir, f. 24. júní 1981. Börn hans eru Andri Þór, f. 6. ágúst 2003, og Elísa Rós, f. 21. janúar 2005. Dætur Guðlaugar eru Jó- hanna, f. 4. nóvember 1978, Guð- rún, f. 14. ágúst 1981, og Katrín, f. 9. október 1986. b) Guðmann Reyn- Ef til vill færðu aftur að hvílast í grasi örskammt frá blessuðum læknum, rétt eins og forðum, og hlusta á vingjarnlegt raul hans renna saman við reyrmýrarþyt og skrjáf í snarrótarpunti, finna á vöngum þér ylgeisla sumarsólar og silkimjúka andvarakveðju í hári, er angan af jurtum og járnroðakeldum þyngist og jaðraki vinur þinn hættir að skrafa við stelkinn. Ef til vill færðu aftur að hvílast í grasi með amboðin hjá þér sem forðum, og titrandi hjarta mæla í hljóði fram þakkir til lækjar og ljóss, til lífsins á þessu hnattkorni voru í geimnum, til gátunnar miklu, til höfundar alls sem er. (Ólafur Jóhann Sigurðsson.) Allt frá æskuárum hefur föður- systir okkar hún Regína á Skála- brekku verið okkur kær. Fjölskyld- urnar á Heiðarbæ og Skálabrekku voru samhentar og það er bjart yfir öllum minningunum sem við eigum, til dæmis jólaboðin sem voru haldin til skiptis á bæjunum þremur Heið- arbæjunum og Skálabrekku. Oft var farið í kaffi og pönnukökur að Skála- brekku þegar við vorum á vatninu í góðu veðri. Það var líka gott að vita til þess að Regína fylgdist grannt með okkur eins og sínum mönnum þegar veður var slæmt. Regína var hamhleypa til vinnu og það lék allt í höndunum á henni. Fengum við systkinin að njóta þess, dúkkuföt, peysur og sokkar voru meðal gjafa frá henni. Ekki gleymdi hún okkur heldur þegar við fórum í heimavistarskóla. Þá var mikil hátíð þegar Regína sendi okkur pakka og í honum reyndust vera hennar frægu smákökur. Kvenfélagið í sveitinni fór ekki varhluta af myndarskap hennar. Fyrir utan að vera formaður þess um árabil stóð hún fyrir kaffisölu í Þing- vallaréttum á réttardaginn og það var enginn svikinn af veitingunum í kaffitjaldinu. Síðustu árin dvaldi Regína á hjúkrunarheimilinu Hrafn- istu í Reykjavík. Hugur hennar var samt alltaf í sveitinni hennar og hún fylgdist með öllum þar og vissi hvað þar var að gerast. Við þökkum fyrir allar góðar stundir og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Systkinin á Heiðarbæ II, Anna María, Ásta Sigrún og Sveinbjörn Frímann. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Valdimar Briem.) Við kveðjum hjartkæra Regínu móðursystur okkar með söknuði og þökk fyrir allar velgjörðir og um- hyggju fyrir okkur frá fyrstu tíð. Guð geymi elsku frænku okkar. Sigrún, Þórunn og fjölskylda. Kær sveitungi og fjölskylduvinur, Regína Sveinbjarnardóttir, f.v. hús- freyja á Skálabrekku í Þingvalla- sveit, hefur kvatt þessa jarðvist eftir langa og viðburðaríka ævi. Það er alltaf eftirsjá að kveðja góða nágranna til margra ára, þótt heilsubrestur hafi verið farinn að hrjá Regínu. Hún var mikil heiðurs- kona í alla staði eins og fjölskyldan öll og afar góð heim að sækja. Mikill vinskapur var alla tíð milli fjölskyldnanna á Skálabrekku og Nesjavalla og samskiptin mikil á ýmsum sviðum. Regína og maður hennar, Guðmann Ólafsson bóndi, sem lést 1993 voru tákn sveitanna umhverfis Þingvallavatn varðandi hjálpsemi og samheldni, en Guð- mann var afburða hagleiks-, fræði- og veiðimaður. Stundirnar eru því margar og ógleymanlegar sem við höfum átt gegnum árin með Regínu og fjölskyldu. Það var alltaf glatt á hjalla þegar hist var á Skálabrekku og Nesjavöll- um sem og á öðrum bæjum í Þing- vallasveit hvort sem var til verka eða yfir kaffibolla og góðgerðum. Margt var skrafað bæði í gríni og alvöru svo Regínu fannst stundum nóg um enda orðvör kona. Regína undi sér afar vel á Skála- brekku við bústörf, handverk og garðrækt með ægifegurð Þingvalla til allra átta og þar áður í Hagavík í Grafningi. Sú stund er mér kær hversu vel hún tók á móti okkur hjá Þingvallavatnssiglingum með að- stöðu á Skálabrekku. Gaf jafnframt bátnum nafn „Himbriminn“ teinrétt og keik á fallegu sumarkvöldi við bakka Þingvallavatns. Hún var verndari báts og fyrirtækis, enda kom báturinn síðar að góðum notum við björgun manna á Þingvallavatni. Nesjavallafjölskyldan kveður heiðurskonuna úr Þingvallasveit með virðingu og þökk fyrir ógleymanleg- ar samverustundir sem við áttum bæði fyrr og síðar. Guð verndi þig, kæra Regína, og minningu þína með þökk fyrir allt. Við vottum aðstandendum samúð okkar. F.h. fjölskyldunnar á Nesjavöll- um, Ómar G. Jónsson. Í hartnær áttatíu ár bjó Regína Sveinbjarnardóttir á bökkum Þing- vallavatns. Sex ára gömul flutti hún með foreldrum sínum, Sigrúnu Jó- hannesdóttur og Sveinbirni Jóni Ein- arssyni, og systkinunum Krist- björgu, Jóhannesi, Halldóru Þórdísi og Einari frá Hvítanesi í Kjós austur að Heiðarbæ í Þingvallasveit. Regína var dökkhærð og dökkeygð en tví- burasystir hennar, Ásta, ljóshærð og bláeygð, en hún dó á öðru ári. Árið 1926 bættist fóstursystir í hópinn, Sigríður Kjartansdóttir. Árið eftir varð fjölskyldan fyrir því áfalli að húsmóðirin Sigrún dó eftir uppskurð, aðeins 49 ára að aldri. Sveinbjörn hélt áfram búskap með börnum sín- um en þau elstu voru þá uppkomin. Regína giftist Guðmanni Ólafssyni frá Hagavík í Grafningi og bjuggu þau þar í eitt ár en síðan að Skála- brekku í Þingvallasveit þar sem þau bjuggu sauðfjárbúi með kýr til heim- ilisnota og veiði í Þingvallavatni. Guðmann vann nokkuð utan heimilis en hann var eftirsóttur hagleiksmað- ur og smiður. Einkum var hann snjall í útskurði en til þess hafði hann lært í Reykjavík. Enginn var heldur fróð- ari honum um Þingvallavatn og þess aðskiljanlegu náttúrur. Regína var hamhleypa til vinnu, mikil húsmóðir og afar vel verki farin. Hún vann mikið heima við vélprjón og ótaldar eru húfurnar og lambhúshetturnar sem hún framleiddi og seldi. Hún var stórglæsileg kona, heil og sterk, ætt- rækin, vinföst, gestrisin og glöð heim að sækja, og tók ekki síður vel börn- um en fullorðnum. Hún lét sér annt um fólk, ekki síst fjölskylduna, og var dugleg að halda sambandi við ætt- ingja og vini. Regína og Guðmann settust að á Skálabrekku í stríðsbyrjun. Þau voru afar samgróin umhverfi sínu, hún al- in upp í Þingvallasveit en hann í Grafningi. Á hverjum bæ umhverfis vatnið biðu vinir í varpa, einnig bjó Magnús bróðir Guðmanns í Mjóanesi og Jóhannes og Einar bræður Reg- ínu á Heiðarbæ. Á þessum tíma var Þingvallasveitin tiltölulega afskekkt en fólk gaf sér jafnvel meiri tíma til heimsókna og samskipta en seinna, eftir að samgöngur bötnuðu. Börn þeirra Regínu og Guðmanns urðu þrjú, Hilmar, Hörður og Guð- rún Þóra. Árið 1961 dó Hilmar aðeins 21 árs gamall frá konu og tveim son- um. Var það mikið áfall. Eftir að Guð- mann lést árið 1993 voru þau Regína og Hörður enn nokkur ár á Skála- brekku en allt frá árinu 1980 bjó Regína við versnandi heilsu. Árið 2000 flutti hún að Hrafnistu í Reykja- vík en örskömmu síðar brann íbúðar- húsið á Skálabrekku til grunna og má segja að þar hafi hún missti aleiguna. Fórust þar mörg útskurðarverk Guðmanns og var það mikill missir fyrir fjölskylduna. Þessu tók Regína af mikilli karlmennsku og heyrðist aldrei æðrast. Enn versnaði heilsan og síðustu tvö árin var Regína að mestu rúmföst eftir beinbrot. Eftir níutíu og eins árs ævigöngu mátti segja að dauðinn væri að lokum vel- kominn gestur. Mikill samgangur var á milli Heið- arbæjar og Skálabrekku og fólkið á þessum þrem heimilum var sem ein fjölskylda. Að lokum skulu þakkir færðar fyrir frændsemi og ævilanga vináttu. Þórdís, Sigrún og Sveinbjörn Jóhannesarbörn. Regína Sveinbjarnardóttir HUGVEKJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.