Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 69 SheerDriving Pleasure BMWX5 www.bmw.is VIÐ Höfum opnað lögmannsstofu Ásdís J. Rafnar hrl. Hulda Rós Rúriksdóttir hdl. Lára V. Júlíusdóttir hrl. Steinunn Guðbjartsdóttir hrl. Valgerður Valdimarsdóttir hdl. Suðurlandsbraut 6, 4. hæð I 108 Reykjavík I Sími 533 1330 I www.borgarlogmenn.is Við bjóðum alla almenna lögfræðiþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki, málflutning fyrir héraðsdómi og fyrir Hæstarétti, gerð lögfræðilegra álitsgerða og umsagna. Við höfum allar fjölþætta reynslu og þekkingu á vettvangi lögfræðinnar og leggjum metnað okkar í að veita góða þjónustu, þar sem hagsmunir viðskiptamanna eru í fyrirrúmi. E N N E M M / S IA / N M 23 78 9 Sýna og kynna vörur fyrir konur SÝNING og fyrirlestrarsyrpa undir heitinu Konan verður í Laugardals- höll 20.–22. október nk. Íslandsmót ehf. sér um framkvæmdina. Tæplega 20 konur flytja fyrir- lestra og verða efnistök fjölbreytt. Fyrirlestrar verða á klukkustund- arfresti, sá fyrsti hefst kl. 11.30 báða dagana. Nákvæmar tímasetn- ingar fyrirlestra sjá: www.islands- mot.is/konan. Fjöldi fyrirtækja mun sýna og kynna vörur og þjón- ustu sem höfða sérstaklega til kvenna á sýningarsvæði Laug- ardalshallar. Uppákomur verða í boði sýnenda og fjöldi fyrirtækja verður með vörur á tilboði. Sýnendur kynna m.a. fatnað og fylgihluti, snyrti- og hárvörur, vörur og þjónustu tengda heilsu og vellíðan, mat og drykk sérvalið fyr- ir konur, útgáfu, tónlist, föndur- vörur o.fl. Þá munu Samtök iðnað- arins kynna Tískuteymi SI. Eftir tveggja ára hlé verður nú haldin Ís- landsmeistarakeppni í förðun og naglaásetningu. Sigurvegarar hljóta þátttökurétt á HM í Þýska- landi. Fyrstu verðlaun eru m.a. flugfarseðill með Icelandair. Í tilefni viðburðarins Konan mun Flugfélag Íslands bjóða konum um allt land hagstæð nettilboð á flug- fargjaldi sýningarhelgina, eða dag- ana 18.–24. október. Stofnun samtaka sjúklinga með endómetríósis ENDÓMETRÍÓSIS (legslímuflakk) er sjúkdómur sem fjölmargar konur á Íslandi hafa þurft að glíma við vegna langvinnra verkja í grindarholi, bólguskemmda og ófrjósemi. Meðferðin er erfið og leiðir oft til endurtekinna skurð- aðgerða og tæknifrjóvgunar- tilrauna til að reyna að vinna á ófrjósemi sem sjúkdómnum fylgir. Í nágrannalöndunum eru til sam- tök sjúklinga og áhugafólks um sjúkdóminn sem hafa þann tilgang að vekja athygli á þessum dulda sjúkdómi, bæta þekkingu almenn- ings og heilbrigðiskerfisins á hon- um og ekki síst stuðla að samhjálp kvenna sem þjást af sjúkdómnum. Stefnt er að stofnun slíkra sam- taka um endómetríósis hér á landi. Haldinn verðu fundur 20. október nk. í Hringsal Barnaspítala Hrings- ins kl. 17 (gengið inn um aðal- inngang kvennadeildar eða Barna- spítalans). Formaður dönsku samtakanna mun segja frá sjúk- dómnum og sjúklingasamtökum á Norðurlöndum og íslensk kona mun lýsa reynslu sinni. Farið verður yfir helstu mál er lúta að stofnun sam- takanna. Fyrrverandi og núverandi sjúklingar, aðstandendur og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og taka þátt í stofnun samtakanna. Samband sjóminjasafna stofnað TVEIR viðburðir verða í húsnæði Víkurinnar – Sjóminjasafnsins í Reykjavík á Grandagarði í dag, sunnudaginn 15. október. Haldinn verður stofnfundur Sam- bands íslenskra sjóminjasafna og samtímis verður opnuð ljósmynda- sýningin Í síldinni á Sigló, myndir Hannesar Baldvinssonar, teknar á Siglufirði á árunum 1958–62. Markmið Sambands íslenskra sjóminjasafna er að skapa umræðu- vettvang um sjóminjar, efla og skipuleggja varðveislu sjóminja, koma á samstarfi um skráningu og efla rannsóknir á sögu sjómennsku, siglinga og strandmenningar. Eftirtalin söfn standa að stofn- uninni: Byggðasafn Vestfjarða, Ísa- firði, Síldarminjasafn Íslands, Sjó- minjasafn Austurlands, Eskifirði, Sjóminjasafnið á Eyrarbakka, Vík- in – Sjóminjasafnið í Reykjavík og Byggðasafnið að Görðum, Akra- nesi. Önnur væntanleg söfn eru Sjó- minjasafnið á Húsavík og Byggða- safnið á Hnjóti, Patreksfirði. Myndir Hannesar Baldvinssonar eru teknar á Siglufirði 1958–62. Um er að ræða 50 svipmyndir frá mannlífinu og vinnu kvenna, karla og barna á síldarbryggjunum fyrir norðan. Sýningin er samstarfsverk- efni Víkurinnar – Sjóminjasafnsins í Reykjavík, Síldarminjasafns Ís- lands og ljósmyndarans. HLUNNINDAFÉLAG Borgarfjarð- arsýslu hefur látið gera kort af fjalllendinu umhverfis Okið. Félag- ið er ársgamalt en hlutverk þess er að stuðla að skynsamlegri nýtingu skotveiðihlunninda á starfssvæði sínu. Stefnt er að hóflegri og sjálf- bærri veiði, í sem bestri sátt við veiðimenn og landeigendur. Eitt eftirsóttasta rjúpnaland á þessum slóðum er í kringum Okið, frá Kaldadalsvegi og niður í byggð. Nokkuð er um að veiðimenn kvarti undan hve erfitt sé að nálgast upp- lýsingar um nýtingu þessa svæðis. Óvíst sé hverjir alfriði lönd sín, hvar landeigendur nýti hlunnindin sjálfir og hvaða svæði séu í beinni útleigu. Á umræddu korti sjást öll landamerki, sem og hvernig nýt- ingu er háttað. Alfriðuð svæði eru merkt með tölustafnum 1, svæði sem landeigendur nýta sjálfir hafa stafinn 2, og að lokum eru svæði í beinni útleigu til einstakra veiði- manna merkt með 3. Kortið er vist- að á vefsíðu Búnaðarsamtaka Vest- urlands, www.buvest.is. Kort af fjalllend- inu umhverfis Ok
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.