Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 327. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is TÓNLEIKABANDIÐ TODMOBILE HELDUR ÚTGÁFUTÓNLEIKA FYRIR ALÞJÓÐ Í SJÓNVARPSSAL >> 54 23 dagar til jóla Metsölulisti Mbl. 30. nóv. Barnabækur 2. sæti Eftirlæti íslenskra bókaorma ár eftir ár. VONAST er til að ljósaskreytingar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verði allar komnar upp 9. desember nk. Alls munu um 85 þúsund perur loga á 70 jóla- trjám og á um 250 upplýstum skreytingum af ýmsu tagi víðsvegar á höfuð- borgarsvæðinu. Áhersla er lögð á að öll ljósin logi um jól og áramót. Morgunblaðið/Ómar 85 þúsund jólaljós Róm. AFP. | Húsdýrahald veldur meiri gróðurhúsaáhrifum en bílar og önnur flutningatæki, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Einnig veldur greinin miklum spjöllum á jarðvegi og vatni. Kjötneysla í heiminum er talin munu tvöfaldast vegna breyttra neysluhátta á tímabilinu 2001–2050 og sama er að segja um mjólk- urneyslu. „Þegar losun [á gróð- urhúsalofttegundum] vegna land- nýtingar og breytinga á landi er tekin með í reikninginn veldur hús- dýrahald um 9% af allri losun kol- díoxíðs (CO2) af mannavöldum en á sök á mun hærra hlutfalli losunar á jafnvel enn skaðlegri gróðurhúsa- lofttegundum,“ segir í skýrslunni. Um 37% af öllu metangasi sem at- hafnir manna valda kemur frá gerj- un í meltingarfærum nautgripa og annarra húsdýra. Metan veldur 23 sinnum meiri hlýnun en samsvar- andi magn af CO2. Nituroxíð, sem mykja gefur frá sér, er sagt nær 300 sinnum afkastameira en CO2 við að valda gróðurhúsaáhrifum. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Mengun Hægt er að minnka iðra- gas frá skepnum með breyttu fóðri. Húsdýrin hita loftið Washington. AFP. | Talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, Tom Casey, sagði í gær að ekkert mark bæri að taka á ummælum sem höfð voru eftir starfsmanni ráðuneytisins, Kendall Myers, um að samskiptin við Breta væru einhliða og Banda- ríkin réðu algerlega ferðinni. Myers sagði að ekkert væri hlustað á sjón- armið Tony Blairs, forsætisráðherra Breta, og það væri miður. „Venjulega hunsum við þá og tök- um ekkert tillit til þeirra … Þetta er dapurlegt,“ sagði Myers. Ummæli hans voru birt á forsíðu breska dag- blaðsins The Times. „Hann hafði enga heimild til að tala sem embættismaður ráðuneyt- isins eða í nafni þess,“ sagði Casey um Myers. „Þegar búið verður að fara í saumana á málinu mun ráðu- neytið ákveða hvað gera skuli.“ Kallaður á teppið  Breska | 20 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is TALSMAÐUR Jegors Gajdars, fyrrverandi forsætisráðherra Rúss- lands, hefur eftir læknum hans í Moskvu að eitrað hafi verið fyrir hann en Gajdar veiktist skyndilega er hann sótti ráðstefnu í Írlandi á föstudag. Líðan hans var betri í gær og var hann ekki talinn í lífshættu. Miklar vangaveltur eru um að tengsl séu milli málsins og dauða fyrrverandi liðsmanns rússnesku leyniþjónustunnar, Alexanders Lítv- ínenkos, í London en eitrað var fyrir hann með geislavirku efni. Einnig er rifjað upp morðið á blaðakonunni Önnu Polítovskaju sem var harður andstæðingur rússneskra stjórn- valda eins og Lítvínenko. Stuðningsmenn Vladímírs Pútíns forseta gefa m.a. í skyn að auðkýf- ingurinn Borís Berezovskí, sem er landflótta í Bretlandi, hafi skipulagt morðin til að sverta ímynd forsetans. En aðrir benda á að gamlir félagar Pútíns úr sovésku leyniþjónustunni, KGB, vilji valda ringulreið í von um að Pútín sitji áfram í embætti eftir 2008. Þá renn- ur kjörtímabil hans út. „Það er á döfinni samsæri um að skapa aðstæður sem myndu útiloka að Pútín hætti,“ skrifar dálkahöf- undurinn Natalía Gevorkían á net- blaðinu gazeta.ru. Einnig eitrað fyrir Gajdar Jegor Gajdar ♦♦♦ Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is MARGRÉTI Sverrisdóttur var í gærkvöldi sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra þingflokks Frjálslynda flokksins og gert að hætta störfum 1. mars nk. Hún segist ekki í vafa um að uppsögnin stafi af því að hún hafi mótmælt rasískum hug- myndum Jóns Magnússonar og ætlar að leggja málið fyrir miðstjórn flokksins. „Þetta kom mér gersamlega í opna skjöldu, ég átti ekki von á þessu eftir tæplega tíu ára starf fyr- ir flokkinn,“ sagði Margrét þegar Morgunblaðið hafði samband við hana vegna málsins á tólfta tím- anum í gærkvöldi. „Ég vildi ræða málefni útlendinga og þennan vanda sem vinnumarkaðsmál, en ég fullyrði að ég hafi verið rekin fyrir að mót- mæla rasískum hugmyndum Jóns Magnússonar og að vilja halda fast í stefnu flokksins.“ Margrét hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra og ritara Frjálslynda flokksins, auk starfs framkvæmdastjóra þingflokksins. Hún segir að í bréfi frá Guðjóni A. Kristjáns- syni, formanni flokksins, sem henni barst kl. 15 í gærdag, hafi hún verið spurð hvort hún ætlaði að bjóða sig fram til þingsetu fyrir flokkinn í komandi alþingiskosn- ingum og það tekið fram að slíkt samrýmdist ekki starfi hennar sem framkvæmdastjóra flokksins. Margrét segist hafa ákveðið að bjóða sig fram til fyrsta sætis á lista flokksins í Reykjavíkurkjör- dæmi suður og hafa svarað því til. Það hafi hingað til ekki þótt ósamrýmanlegt öðrum störfum henn- ar að vera í framboði, hvorki í síðustu alþingis- kosningum, þegar hún fór fyrir listanum í sama kjördæmi, eða í borgarstjórnarkosningum á síð- asta ári. Óskiljanlegt sé hvað breyst hafi síðan þá. Seint í gærkvöldi barst Margréti svo uppsagn- arbréf, en þar var henni sagt upp sem fram- kvæmdastjóra þingflokksins, ekki framkvæmda- stjóra flokksins alls eins og talað var um í fyrra bréfinu. Hún segir það ekki breyta neinu um áform sín um framboð, en ljóst sé af þessu að for- ysta flokksins beri ekki traust til hennar. Hún seg- ist ætla að gegna störfum framkvæmdastjóra og ritara flokksins áfram, enda geti þingflokkurinn ekki sagt henni upp þeim störfum. Margréti Sverrisdóttur sagt upp hjá Frjálslyndum  Segist vera rekin fyrir að mótmæla rasískum hugmyndum Jóns Magnússonar Margrét Sverrisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.