Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 39 Atvinnuauglýsingar Sérfræðingur með viðskiptamenntun Laus er til umsóknar staða sérfræðings hjá sveitarstjórnarskrifstofu félagsmálaráðuneytis- ins. Verkefni sveitar-stjórnarskrifstofunnar eru einkum þau að vinna að stefnumótun í málefn- um sveitarfélaga og fjalla um samskipti ríkis og sveitarfélaga og verkaskiptingu þeirra. Skrif- stofan fer jafnframt með húsnæðismál. Í því felst stefnumótun bæði varðandi hið almenna húsnæðislánakerfi og félagsleg úrræði á sviði húsnæðismála. Leitað er eftir einstaklingi með viðskipta- menntun og haldgóða þekkingu á reiknings- skilum og ársreikningum sem jafnframt er fær um að sinna fjölbreyttum verkefnum í krefjandi umhverfi. Starfsreynsla á sveitarstjórnarstigi er kostur og áhugi og þekking á málefnum sveit- arfélaga er skilyrði. Enn fremur er lögð áhersla á vandvirkni í vinnubrögðum, hæfni í ræðu og riti og almenna færni í ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli. Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg og reynsla af notkun á Lotus Notes æskileg. Miðað er við að ráða í stöðuna sem fyrst. Um kjör fer samkvæmt kjarasamningi fjármálaráð- herra og Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Ráðning miðast við fullt starf. Nánari upplýsingar veitir Guðjón Bragason skrifstofustjóri eða Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri í síma 545 8100, eða í tölvu- pósti um netföngin gudjon.bragason@fel.stjr.is eða ragnhildur.arnljotsdottir@fel.stjr.is Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf ásamt upplýsingum um meðmælendur berist félagsmálaráðuneytinu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 150 Reykjavík, eigi síðar en 20. desember 2006. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vakin er athygli á því að starfið stendur opið jafnt konum og körlum. Reykjavík, 4. desember 2006 Félagsmálaráðuneytið Raðauglýsingar 569 1100 Tilkynningar BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um nýtt deili- skipulag og breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og bygging- arlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að nýjum og breyttum deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík. Lýsisreitur Tillaga að deiliskipulagi reits sem markast af Grandavegi, Eiðsgranda, Hringbraut og Framnes- vegi. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun gömlu Lýsislóðar- innar sem skiptist í tvær lóðir, fjölbýlishúsalóð að norðan og lóð undir hjúkrunarheimili að sunnan. Lagt er til að heimilt verði að byggja fjölbýlishús með allt u.þ.b. 100 íbúðum á 8-9 hæðum. Í fjög- urra hæða byggingu hjúkrunarheimilis er gert ráð fyrir allt að 90 vistmönnum. Bílastæði verða undir lóðunum og að hluta ofanjarðar. Deiliskipulag Bráðræðisholts sem er innan þessa reits er að mestu leyti óbreytt, en þar verða leyfðar minni- háttar breytingar og viðbyggingar eins og á rað- húsum við Lágholtsveg og á JL húsi. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Gefjunarbrunnur – Iðunnarbrunnur Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals (Hallar og Hamrahlíðarlönd) vegna sérbýlishúsa- lóða við Gefjunar – og Iðunnarbrunn. Breyting er gerð til að koma til móts við óskir fjölmargra lóðarhafa um rýmri aðkomu og aukin bílastæði við einstök hús í þyrpingum sérbýlis- húsa við Gefjunarbrunn og Iðunnarbrunn. Auk þess hafa byggingareitir verið stækkaðir lítillega og færðir til innan einstakra lóða. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipu- lags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 6. des. 2006 til og með 17. janúar 2007. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www. skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hags- muna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulags- fulltrúa) eigi síðar en 17. janúar 2007. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 6. des. 2006 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um deiliskipulag frístundabyggðar í landi Kalastaða Hvalfjarðarsveit Samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 25. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipu- lagi frístundabyggðar í landi Kalastaða, Hval- fjarðarsveit. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við aðal- skipulag Hvalfjarðarstrandarhrepps 2002-2014 og gerir ráð fyrir 49 lóðum frá 0,5 til 2,0 hektara að stærð. Tillagan ásamt skipulags- og byggingarskil- málum liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðar- sveitar, Innrimel 3, frá 6. desember 2006 til 3. janúar 2007 á venjulegum skrifstofutíma. Athugasemdum skal skila á skrifstofu skipu- lags- og byggingarfulltrúa Miðgarði fyrir 17.1.2007 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemd innan til- greinds frests teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi. Félagslíf  GLITNIR 60061206919 III  EDDA 6006120620 IFræðsluf. kl. 20 I.O.O.F. 9187120671/2 Bh I.O.O.F. 18  1871268  I.O.O.F. 7  1871267½  Jv. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is FRÉTTIR AÐVENTUKVÖLD verður haldið í Úthlíðarkirkju að Úthlíð í Bisk- upstungum fimmtudaginn 7. des- ember kl. 20. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup flytur stutta bæn og Karlakór Selfoss syngur nokkur jólalög. Kl. 21 hefst samkoma í Réttinni. Kristinn Ólason rektor Skálholts- skóla mun flytja jólahugvekju og Karlakór Selfoss syngur létt jóla- lög. Jólalegar veitingar í Réttinni verða seldar á vægu verði. Aðgangseyrir 1000 kr. og rennur ágóðinn allur til Líknar- og menn- ingarsjóðs Úthlíðarkirkju. Aðventukvöld í Úthlíð SAGNFRÆÐINGURINN dr. Andrea Petö frá Ungverjalandi flytur fyrirlestur í stofu 101 í Odda, á morgun, fimmtudaginn 7. desember, kl. 12.15. Fyrirlest- urinn ber heitið Ungverskar kon- ur og stjórnmál eftir 1945. „Þátttaka kvenna í ungverskum stjórnmálum eftir lok síðari heimsstyrjaldar er hluti hinnar gleymdu sögu. Það kemur í ljós þegar farið er að skoða þær fé- lagshreyfingar sem voru mest áberandi á árunum eftir stríð. Í fyrirlestrinum verða rakin örlög ungverskra kvennahreyfinga á ár- unum 1945–1951, sem voru bæði margar og margvíslegar,“ segir í fréttatilkynningu. Dr. Andrea Petö er sagnfræð- ingur og dósent í kynjafræði við Central European University í Búdapest, dósent við Háskólann í Miskole og gestaprófessor við ELTE í Búdapest í þjóðernis- og minnihlutafræðum. Fyrirlestur um ungversk- ar konur Vaxandi þörf MEINLEG villa slæddist inn í fyr- irsögn fréttar um gjöf Bónuss í blaðinu í gær. Þar átti auðvitað að standa Vaxandi þörf en ekki Vak- andi þörf. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT SÓL í Straumi heldur almennan fund með fulltrúum Alcan í dag, miðvikudaginn 6. desember, kl. 20, um stækkunarmálið í Straumsvík. Fundurinn verður í Haukahúsinu á Völlum. Fundarstjóri er Ásgrím- ur Sverrisson. Gestir fundarins eru Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi og Guðrún Þóra Magnúsdóttir leiðtogi umhverfismála hjá Alcan. Kynntar verða áætlanir Alcan um stækkun og munu bæjarbúar fá tækifæri til þess að spyrja gestina spurninga og taka þátt í umræðum um málið. Opinn fundur með Alcan NÆSTA þemakvöld Félags þjóð- fræðinga verður fimmtudaginn 7. desember kl. 20.00. Fyrirlesarar eru Svavar Sigmundsson og Kendra Will- son. Þemakvöldið fer að venju fram í húsi Sögufélagsins við Fischersund. Svavar Sigmundsson er rannsókn- ardósent á Stofnun Árna Magnús- sonar í íslenskum fræðum og fyrr- verandi forstöðumaður Örnefna- stofnunar. Erindi hans nefnist: Örnefni og þjóðtrú. Kendra Jean Willson er dokt- orsnemi í norrænum fræðum við Kaliforníuháskóla í Berkeley og vinnur nú að doktorsritgerð um ís- lensk gælunöfn og hefur um þessar mundir aðstöðu á Stofnun Árna Magnússonar. Erindi hennar nefnist: Sögur af ónöfnum. Frá Satan til Sat- aníu. Nánari upplýsingar um starf Félags þjóðfræðinga er að finna á slóðinni http://www.akademia.is/ thjodfraedingar/ Þemakvöld þjóðfræðinga STUÐNINGSHÓPUR um krabba- mein í blöðruhálskirtli og stuðnings- hópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggjastokka verða sameiginlega með aðventufund í húsi Krabbameinsfélagsins að Skóg- arhlíð 8, í dag, miðvikudaginn 6. des- ember, kl. 17. Ýmislegt verður á dagskrá, svo sem upplestur, tónlistaratriði og kynning á nýjum bókum. Heitt súkkulaði og smákökur verða á boð- stólum. Aðstandendur eru boðnir sérstaklega velkomnir á þessa að- ventusamkomu, segir í tilkynningu. Aðventufundur stuðningshópa GRÆNI krossinn efnir á morgun, fimmtudag, til sinnar fyrstu ráð- stefnu um öryggis- og heilbrigðismál á vinnustöðum og í samfélaginu. Græni krossinn eru samtök sem hafa það stefnumið að stuðla að auknu öryggi og heilbrigði á vinnu- stöðum og í samfélaginu. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Nordica, í sal A og B, og stendur frá kl. 9 til 16. Magnús Stefánsson fé- lagsmálaráðherra flytur ávarp og Gestur Pétursson kynnir Græna krossinn. Síðan verða flutt tíu fram- söguerindi og að þeim loknum verða pallborðsumræður. Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir og þátttakendum að kostnaðarlausu. Boðið verður upp á hádegisverð. Tilkynna þarf þátttöku á skraning@inpro.is Ráðstefna um öryggi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.