Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SUMAR af þekktustu stórverslunum Bretlands, þ. á m. Tesco, Primark og Asda, selja „ódýr en flott“ föt með því að nýta sér varnarleysi verkafólks í Bangladesh sem fær aðeins fimm penní á vinnustund, um sex ísl. krón- ur, að sögn vefsíðu The Guardian í vikunni. Vitnað er í nýja skýrslu hjálparsamtakanna War on Want (Stríð gegn skorti) en þar segir að fyrirtækin standi alls ekki við loforð sem þau hafi gefið um að tryggja fólkinu í verksmiðjunum grundvall- arréttindi. Öðru nær, segir í skýrslunni sem nefnist Fashion Victims (Fórnar- lömb tískunnar), launþegar í Bangla- desh eru þvingaðir til að samþykkja geysilega langan vinnudag við slæm- ar aðstæður, þeim er bannað að ganga í stéttarfélög og sæta ofsókn- um og brottrekstri ef þeir kvarta. Lélegt ástand öryggismála hefur einnig vakið athygli, 100 verkamenn fórust í fataverksmiðjum Bangladesh á árinu þegar verksmiðjuhús hrundu og í eldsvoðum. Talsmaður Asda seg- ir fyrirtækið taka skýrslunni af fullri alvöru og segist vænta samstarfs við samtökin um að bæta ástandið. Þau verði að láta uppi hvaða verksmiðjur sem um að ræða, segir talsmaðurinn, Chris McCann. Fulltrúar Tesco og Primark segja hins vegar að fylgst sé vandlega með vinnuaðstæðum og lága verðið á varningnum stafi ekki af því að svínað sé á Bangladesh-bú- um. „Birgjar okkar fara að þarlend- um lögum og starfsmenn hjá öllum birgjum Tesco í Bangladesh fá meira en lágmarkslaun í landinu,“ sagði talsmaður Tesco. Skýrslan byggist á viðtölum við 60 launþega í sex verksmiðjum sem eru birgjar fyrir bresku verslanirnar. Nazmul, sem er 24 ára, og vinnur við að setja títuprjóna í skyrtur, segist að jafnaði vinna meira en 80 stundir á viku og fá aðeins tvo frídaga í mán- uði. Með yfirvinnunni fær hann um 2.400 taka, (um 2.300 ísl. kr.) á mán- uði. „Við höfum ekkert val. Það er bara öskrað á okkur. Ef ég vinn ekki fá aðrir starfið mitt,“ segir Nazmul. Nöfnum fólksins var breytt til að verja það hefndarráðstöfunum. Konurnar enn varnarlausari en karlarnir Konur eru um tveir þriðju vinnu- aflsins og þær eiga enn erfiðara með að verja sig en karlarnir. Veena er 23 ára, hún var sökuð um að hafa stolið bút af fataefni og rekin eftir að hafa kvartað yfir kynferðislegri áreitni. „Ég stal engu en ég neitaði að gera það sem framkvæmdastjórinn bað mig um að gera. Það er ekki neitt verkalýðsfélag. Hvar get ég kvartað? Hver getur hjálpað mér að fá aftur starfið mitt?“ segir Veena. Sagt er í skýrslunni að hvergi í heiminum séu laun verkafólks í fata- iðnaði jafn lág og í Bangladesh og raunvirði launanna hafi rýrnað um helming síðustu tíu árin. Heimildar- menn segja að eigi að vera hægt að hjara af launum sínum í Bangladesh verði þau að vera a.m.k. 3.000 taka á mánuði. En hvað segja verksmiðjueigend- ur í Bangladesh? Mohammed Lutfor Rahman, varaforseti sambands fata- framleiðenda og útflytjenda, segir vestræn fyrirtæki hafa gefið skipun um ákveðin viðmið og sent eftirlits- menn til að fylgja þeim eftir. Spurt sé hve margar ljósaperur séu í verk- smiðjusalnum og hvar salernið sé. „En hver borgar? Hagnaður kaup- endanna eykst. En ef við biðjum um meira fé til að lagfæra aðstæður segja þeir að Kínverjar séu mjög ódýrir. Þetta er hótun um að kaupa vöruna annars staðar.“ „Það er bara öskrað á okkur“ UM TVÆR milljónir Bangladesh-búa starfa í fataverksmiðjum. Fólkið býr yfirleitt í stórum fátækrahverfum þar sem hús eru úr bambus, blikki eða steinsteypu. Íbúar landsins eru íhaldssamir múslímar, margar konur yf- irgefa sveitaþorpin til að vinna í verksmiðjunum en slík störf eru meðal fárra sem samfélagið sættir sig við að konur gegni. Heimildarmenn segja að eigi mánaðarlaun að duga fyrir brýnustu nauð- synjum verði þau að vera 3.000 taka (gjaldmiðill Bangladesh) á mánuði en þau eru að jafnaði mun lægri í verksmiðjunum, þrátt fyrir geysimikla yfir- vinnu sem ekki er hægt að víkjast undan. Duglegasta verkafólkið getur vænst þess að fá sjö taka, rúmar sex krón- ur, á tímann. Fyrir þá fjárhæð er m.a. hægt að láta klippa sig eða kaupa 60 sígarettur, handrúllaðar í héraðinu. Einnig duga peningarnir fyrir þremur kertum en rafmagnið fer oft af í Bangladesh og var efnt til mikilla mót- mæla í september til að mótmæla rafmagnsskortinum. Langur vinnudagur á sultar- launum í fataverksmiðjunum La Paz. AFP. | Forseti Bólivíu, Evo Morales, hvatti í gær her- inn til að að- stoða við að hindra að ríkið klofnaði en ráða- menn í fjórum héruðum vilja stóraukið sjálfs- forræði. Morales segir að líkja megi hugmyndum þeirra við land- ráð. Megnið af gas- og olíulindum landsins er í umræddum héruðum en Morales hefur þjóðnýtt þessar auðlindir. Einnig hefur hann sett lög um skiptingu jarðnæðis til að aðstoða fátæklinga en landeig- endur í umræddum héruðum eru lögunum mjög andvígir. Kröfur um algert sjálfstæði hafa magnast í héruðunum síðustu daga en þar var samþykkt í þjóðaratkvæði í júlí að krefjast sjálfsforræðis. Morales hefur boðið aukið for- ræði héraðanna í eigin málum en segir að samkvæmt stjórnarskrá beri honum skylda til að hindra klofning ríkisins. Yfirmaður hers- ins, Wilfredo Vargas hershöfðingi, tók undir með Morales í gær og sagði það hlutverk hersins að tryggja stöðugleika og einingu. Óttast að Bólivía klofni Evo Morales Moskvu. AFP. | Liðsmenn rússnesku leynilögreglunnar, FSB, réðust í gær inn í skrifstofur stjórnmála- hreyfingar skákmeistarans Garrís Kasparovs í Moskvu, að sögn tals- manns hans, Marínu Lítvínovítsj. Hefðu 15 lögreglumenn og sér- sveitarmenn sýnt skilríki um að þeir mættu hefja leit og væru þeir byrjaðir að safna saman eintökum af blöðum. Þeir hefðu einkum áhuga á göngu nokkurra frjáls- lyndra samtaka í Moskvu 4. nóv- ember sem haldin var til að and- mæla göngu þjóðrembusamtaka sama dag. Hreyfing Kasparovs hefur gagn- rýnt Vladímír Pútín Rússlands- forseta harkalega og meðal annars sakað hann um að undirbúa svik- samlegar forsetakosningar árið 2008. Þá á Pútín að láta af völdum í samræmi við ákvæði stjórn- arskrár um að enginn sitji sam- fleytt lengur en tvö kjörtímabil. Leitað hjá Kasparov HERMENN halda á líkkistu Augustos Pinochets, fyrr- verandi einræðisherra Chile, sem var borinn til grafar í Santiago í gær. Nær 60.000 stuðningsmenn Pinochets fylgdust með útförinni og margir þeirra gerðu hróp að varnarmála- ráðherra landsins, Vivianne Blanlot, þegar hún mætti í útförina sem eini fulltrúi ríkisstjórnar Chile. Stjórnin hafði ákveðið að útförin færi ekki fram á vegum ríkis- ins – eins og venja er þegar fyrrverandi þjóðhöfðingjar eru bornir til grafar – vegna þess að hann hrifsaði til sín völdin og var aldrei kjörinn þjóðhöfðingi í lýðræðis- legum kosningum. Hann var þó borinn til grafar á vegum hersins sem fyrrverandi hershöfðingi. Pinochet steypti sósíalistastjórn Salvadors Allende árið 1973. Vinstrisinninn Michelle Bachelet er nú við völd í Chile, en hún var um tíma í fangelsi og pyntuð vegna andstöðu sinnar við Pinochet eftir valdaránið. Pinochet borinn til grafar AP Addis Ababa. AFP. | Dómstóll í Eþíóp- íu dæmdi í gær Mengistu Haile Miri- am, fyrrverandi einræðisherra landsins, sekan um þjóðarmorð þeg- ar marxistastjórn hans var við völd á árunum 1974–1991. Réttarhöldin í málinu stóðu í tólf ár. Mengistu var steypt af stóli árið 1991 og dvelur nú í Simbabve. Mengistu og ellefu aðrir sem áttu sæti í miðstjórn eþíópíska kommún- istaflokksins voru dæmdir sekir um þjóðarmorð, ólöglega fangelsun og ólöglega eignaupptöku. 60 aðrir sak- borningar voru dæmdir sekir um að- ild að grimmdarverkunum, en einn var sýknaður af öllum ákærum. Tugir þúsunda myrtir Af þeim 73 sem voru ákærðir eru fjórtán látnir og aðeins 34 voru við- staddir réttarhöldin. Þeir sem dæmdir voru sekir eiga dauðarefs- ingu yfir höfði sér. Mennirnir voru einkum ákærðir fyrir grimmdarverk sem framin voru á árunum 1977–78 þegar tugir þúsunda manna voru myrtir eða hurfu sporlaust í tilraun „rauðu ógn- arstjórnarinnar“ svonefndu til að koma á kommúnisma að stalínskri fyrirmynd. Sakborningarnir voru einnig ákærðir fyrir að myrða þá Haile Sel- assie keisara, sem þeir steyptu af stóli árið 1974, og Abuna Tefelows, patríarka eþíópísku rétttrúnaðar- kirkjunnar. Mengistu nálgast sjötugt og býr nálægt Harare, höfuðborg Sim- babve, í boði Roberts Mugabe for- seta. Mengistu dæmdur fyrir þjóðarmorð Yfir 70 aðrir sakborningar fundnir sekir um grimmdarverkMoskvu. The Washington Post. | Rúss-neska innanríkisráðuneytið og Gaz- prom, orkurisi undir stjórn ríkisins, tilkynntu þrjár stöðuveitingar 15. nóvember. Oleg Safonov var skip- aður aðstoðarráðuneytisstjóri. Jev- gení Shkolov varð yfirmaður þeirrar deildar ráðuneytisins sem fer með efnahagsleg öryggismál. Sá þriðji, Valerí Golúbev varð aðstoðarfor- stjóri Gazprom. Þremenningarnir eiga allir það sameiginlegt að hafa starfað fyrir sovésku leyniþjónustuna KGB og unnið með Vladímír Pútín Rúss- landsforseta þegar hann var njósn- ari í Þýskalandi eða síðar þegar hann komst til metorða í stjórnmál- unum, fyrst í heimaborg sinni, Sankti Pétursborg. Þetta er eitt af mörgum dæmum um vaxandi áhrif fyrrverandi njósn- ara í stjórnmálum og ríkisfyrir- tækjum Rússlands. „Á sovéttímanum og fyrstu ár- unum eftir hann störfuðu njósnar- arnir fyrrverandi við öryggismál, núna er helmingurinn enn viðriðinn öryggismál en hinn helmingurinn hefur haslað sér völl í viðskiptum, stjórnmálaflokkum, félagasam- tökum, héraðsstjórnum, jafnvel menningu,“ sagði Olga Kryshta- novskaja, framkvæmdastjóri stofn- unar í Moskvu sem sérhæfir sig í rannsóknum á rússnesku yfirstétt- inni. „Þeir eru farnir að nota allar pólitísku stofnanirnar.“ Þorri áhrifamannanna viðriðinn KGB Kryshtanovskaja rannsakaði ný- lega opinber æviágrip 1.016 frammámanna í rússneskum stjórn- málum – deildarstjóra í Kreml, ráð- herra, þingmanna, yfirmanna rúss- neskra stofnana og héraðsstjórna. Hún komst að því að samkvæmt þessum æviágripum störfuðu 26% áhrifamannanna fyrir KGB eða arf- taka sovésku leyniþjónustunnar. Þegar Kryshtanovskaja skoðaði æviágripin ofan í kjölinn og tók með í reikninginn þætti á borð við óút- skýrðar eyður og störf fyrir stofn- anir, sem vitað var að tengdust KGB, komst hún að þeirri niður- stöðu að 78% áhrifamannanna hefðu verið viðriðin leyniþjónustuna. Njósnar- ar í valda- stólana Hjálparsamtök saka breskar stórverslanir um að svína á fátæku launafólki í fataverksmiðjum í Bangladesh til að geta boðið viðskiptavinum sínum hræódýran tískuvarning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.