Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 341. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is DULARFULL STELLA STELLA BLÓMKVIST FÆRI Á GRÍMUBALL SEM AUÐUR HARALDS EÐA GERÐUR KRISTNÝ >> 59 9 dagar til jóla „Ólafur Jóhann skrifar agaðan stíl sem er gífurlega áhrifamikill ... bók sem er skelfilega heillandi.“ Publishers Weekly BÖRN eru viðkvæmari fyrir eitr- uðum efnasamböndum en fullorðnir. Samt er það svo að barnaherbergið er að jafnaði það herbergi í húsinu þar sem mest er um varasöm efni sem geta valdið krabbameini eða breytt hormónastarfsemi, að sögn danska blaðsins Politiken í gær. Umrædd efni eru oft notuð í tæki sem algeng eru í herbergjum barna og unglinga. „Nokkrir af verstu hlutunum hvað varðar uppgufun hættulegra efnasambanda eru raf- eindatæki eins og halogenljós, tölv- ur, sjónvörp og leikjatölvur. Mikið er af þeim í barna- herbergjum og eitt af því sem veldur því að magnið er hlutfallslega mikið er að herbergin eru lítil,“ sagði Frank Jensen, líffræðingur hjá dönsku umhverfisstofnuninni. En hvað er til ráða ef fólk óttast um heilsu barnanna? Stofnunin seg- ir ekki nauðsynlegt að fleygja öllum tækjunum út en miklu skipti að lofta vel reglulega. Auk þess verði að gera oft hreint og muna að ryksuga vand- lega rafeindatæki eins og tölvur og sjónvörp. Herbergi barna hættuleg? Ipswich. AFP. | Breska lögreglan leitar enn að raðmorðingja sem myrt hefur vændiskonur í Ipswich og var skýrt frá því í gær að staðfest væri að fjórða konan hefði verið myrt. Er um að ræða Paulu Clennell sem var 24 ára. Reynt er m.a. að finna leifar af fatnaði fórnarlambanna en þau hafa öll fundist nakin. Lögreglan reynir enn að finna mann sem sagt er að hafi ekið um á bláum BMW-bíl og er tal- inn geta veitt mikilvægar upplýsingar um morðin. Ein hinna látnu, Anneli Alderton, er sögð hafa farið inn í bíl hans í Ipswich.  Hvar felur | 19 Leita enn morðingja EIÐUR Smári Guðjohnsen, lands- liðsfyrirliði Íslands, skoraði fyrsta mark Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona í gær þegar þeir sigruðu Norður- og Mið-Ameríkumeist- arana, Club America frá Mexíkó, í Japan. Leikurinn var liður í heims- meistarakeppni félagsliða en þar eigast við meistaralið sex heims- álfa. Á myndinni er það hinn bras- ilíski Ronaldinho, að margra mati besti knattspyrnumaður heims, sem fagnar Eiði eftir að hann skoraði. Þetta var tíunda mark Eiðs fyrir Barcelona í vetur. Barcelona vann stórsigur, 4:0, þar sem Ronaldinho skoraði sjálfur eitt markanna. Með sigrinum tryggði Barcelona sér sæti í úrslita- leiknum sem fram fer á sunnudag- inn. Þar taka Eiður Smári, Ronald- inho og félagar þeirra á móti Suður-Ameríkumeisturunum, Int- ernacional frá Brasilíu. | Íþróttir AP Tveir góðir fagna marki Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is FLUTNINGAR á hergögnum frá Kanada til Afganistans fóru í 19 til- vikum um Keflavíkurflugvöll á síð- astliðnum 4 vikum. „Vélarnar milli- lentu til að taka eldsneyti og hurfu jafnharðan af landi brott,“ segir Björn Ingi Knútsson, flugvallar- stjóri Keflavíkurflugvallar. Björn segir að þotunum 19 hafi verið beint á svokallað „hotcargo“- svæði á flugvellinum sem áður var undir stjórn varnarliðsins. Þar hafi þær tekið eldsneyti en að öðru leyti hafi ekki verið höfð afskipti af þeim. Ekki var gefið upp nákvæmlega hvaða farm vélarnar báru en þær voru frá farmflutningaflugfélagi. „Þær voru afgreiddar þarna niður frá í góðri fjarlægð frá annarri um- ferð svo öllum reglum var fylgt. Það er mjög ánægjulegt að hafa nú yf- irráð yfir þessu svæði,“ sagði Björn á fundi Félags íslenskra atvinnuflug- manna í gær þar sem öryggismál á Keflavíkurflugvelli voru rædd. Var undir stjórn varnarliðsins Í samtali við Morgunblaðið út- skýrði Björn hvað átt væri við með „hotcargo“-svæði. Svæðið væri ein- faldlega stæði langt frá annarri starfsemi flugvallarins þar sem flug- vélum með hættulegan farm væri lagt. Svæðið var áður undir stjórn varnarliðsins og þar voru flugvélar sem fluttu hergögn afgreiddar. Á fundi Félags íslenskra atvinnu- flugmanna í gær minntist Björn einnig á það að fyrsti farmurinn af flugvélaeldsneyti kæmi til olíu- birgðastöðvarinnar í Helguvík í jan- úar. „Ég veit að samgönguyfirvöld og landsmenn allir munu fagna því inni- lega að lunginn af þeim þungaflutn- ingum með þétteldsneyti á Reykja- nesbrautinni verður liðin tíð,“ sagði Björn. Fyrst um sinn verður elds- neytið flutt með olíuflutningabílum frá Helguvík til flugvallarins en stefnt er að því að flytja það með leiðslum í framtíðinni. Nú stendur fyrir dyrum endur- nýjun á margskonar búnaði á Keflavíkurflugvelli sem kominn er á aldur. Björn segir að reikna megi með því að á næstu 3–5 árum þurfi að kosta til í það minnsta einum millj- arði króna vegna endurnýjunarinn- ar.  Aflögð flugbraut | 12 Hergögn flutt til Afganistans um Keflavík  Nítján vélar með hergögn á 4 vikum  Notuðu öryggissvæði á flugvellinum Í HNOTSKURN »Samgönguráðherra upplýstií gær að verið væri að skipa nefnd sem á að undirbúa færslu á stjórnun og rekstri Keflavíkur- flugvallar undir samgöngu- ráðuneytið. »Nefndin á að skila tillögumfyrir lok febrúar nk. og von- ast ráðherra til þess að breyting- arnar komist til framkvæmda með vorinu. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is TIL harðra skotbardaga kom í gær við Rafah-stöðina á landamærum Gaza og Egyptalands í gær milli vopnaðra sveita Hamas og Fatah, tveggja helstu fylkinga Palestínu- manna. Gerðist þetta um sama leyti og Hamas-liðinn Ismail Haniyeh, forsætisráðherra heimastjórnar Pal- estínumanna, fór þar um á leið til Gaza-borgar. Einn lífvarða hans féll í skothríðinni og sagði Hamas að um morðtilraun við ráðherrann hefði verið að ræða. Yf- ir tveir tugir manna særðust, meðal þeirra var sonur Haniyeh. Landamæra- stöðinni var lokað að kröfu Ísraela um morguninn til að koma í veg fyrir að Haniyeh kæm- ist inn á Gaza með mikla fjármuni. Ráðherrann mun hafa skilið eftir í Egyptalandi 35 milljónir dollara (um 2,4 milljarða ísl. kr.), sem hann hafði safnað á ferð sinni um Mið-Austur- lönd og Norður-Afríku. Eftirlitsmenn Evrópusambands- ins, sem sjá um löggæslu í stöðinni, voru fluttir þaðan eftir að vopnaðir liðsmenn Hamas brutust inn í stöð- ina til að mótmæla því að Haniyeh væri meinað að koma inn á svæðið. Ekki er ljóst hvort þeir sem særðust urðu fyrir skotum liðsmanna Hamas eða egypskra og palestínskra örygg- islögreglumanna á vegum Fatah. Bræðravíg á Gaza Var reynt að myrða Haniyeh forsætisráðherra? Ismail Haniyeh ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.