Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 63
en félagi hans Claus Carstensen, sem var ári á undan honum á Aka- demíunni í Kaupmannahöfn. Þegar þeir lagsbræður hittust fyrst fór svo vel á með þeim að þeir ákváðu um- svifalaust að fara á rækilegt fyllirí saman og frá þeim degi hafa þeir verið límið í list hvor annars, til að mynda heldur Bonde því fram að hið fræga piss Carstensens í eyði- mörkinni í Nevada séu áhrif frá sér! Maðurinn talar sem sagt hreint út og er af þeim skóla sem dýrkar mun frekar ljótleikann og hið hráa en fagurfræði. En þrátt fyrir að hafa það ágætt og prýðilega vinnuað- stöðu er hljóðið í Bonde ekki upp á það besta þegar kemur að markaðs- setningunni. Peter Bonde, Claus Car-stensen og margir af fé-lögum þeirra af sömu kyn-slóð hafa nefnilega ekki náð sama alþjóðlega frama og nokkrir af 10–15 árum yngri koll- egum þeirra sem hann segir fædda með „laptop“ og alþjóðleg sambönd: „Eldri listamenn þéna piparmintur í samanburði við þá ungu, og er gjarnt að barma sér yfir því. Hafa það á tilfinningunni að þeir hafi misst skurðinn eins og golfarar segja stundum og vildu gjarna læra hernaðarlist markaðarins af yngri kollegum. En það er erfitt að draga spottana til sín þegar fjölmiðlarnir, listhúsin og söfnin hylla hina ungu og ný nöfn.“ Framslátturinn er athyglisverður og speglar ástandið í listheiminum um þessar mundir, en Bonde virðist yfirsjást að þeir sem hann vísar til, og er þá Ólafur Elíasson sjálfsagt með í hópnum, viðhafa önnur og hnitmiðaðri vinnubrögð. Hinir ungu hafa líka margir hverjir haft vit á því að hleypa heimdraganum og Berlín mál málanna í augnablikinu. Eins og ég hef endurtekið vikið að ætlar hin sögufræga borg sér stóra hluti og á þeim slóðum vita menn að slíkt verður ekki gert án fulltingis lista og hámenningar. Þar er niðurskurðarhnífurinn ekki á lofti eins og í óþroskaðri þjóðfélögum hvar stjórnmálamenn líta helst á listir sem lítilsiglt dægurgaman til hliðar við hagsmuna- og við- skiptagildin sem eru mál málanna. Rík ástæða til að vísa til og minna á, að menn verða ekki ósjálfrátt ís- lenskir listamenn fyrir það eitt að foreldrarnir eru báðir íslenskir, það hefur líka vægi hvar þeir eru fæddir og hafa alist upp, notið menntunar og fyrirgreiðslu í listheiminum. Danir eru þannig í jafn miklum og meiri rétti til að eigna sér Ólaf Elí- asson og best að láta gott heita, vísa til þess að myndlistarmenn frá öll- um heimshornum sem búið hafa um árabil í París og samlagast Par- ísarskólanum svonefnda eru kynnt- ir sem slíkir á frönskum sýningum um allan heim, þar á meðal Guð- mundur Erró, en upprunalega þjóð- ernisins yfirleitt getið. Menn verða að sætta sig við þetta, en Ólafi til hróss þá hefur hann sótt myndefni til Íslands og þannig geta menn kannski eignað sér meira af honum er tímar líða þrátt fyrir að þjóðin eigi nákvæmlega ekki neitt í uppeldi hans og frama, allt annað er minni- máttarkennd, bull og vitleysa sem brýst út í steigurlæti fáfræðinnar … Illu heilli hefur lítið farið fyrir samræðu varðandi væntanleg for- stöðumannsskipti við Listasafn Ís- lands, andvaraleysið í kringum hið mikilvæga embætti í meira lagi um- hugsunarvert og speglar neyð- arlega lægð hérlendrar umræðu á myndlistarvettvangi. Mannaskipti voru fyrir dyrum, en tilkynningin fór framhjá mér og minna en vika frá því ég vissi um umsækjendurna sem reyndust mun færri en flestir höfðu búist við, lík- ast sem menn hafi sætt sig við að sjálfskipaðir einkaleyfishafar list- arinnar ráði áfram ferðinni. En í ljósi gjörbreytts landslags í list- heiminum, uppstokkana og hnitmið- aðri vinnubragða ásamt því að sí- gildir miðlar hafa sótt umtalsvert fram var einmitt tækifæri fyrir orð- háka að taka til máls. Eina lífs- markið fram að þessu er undarleg ritsmíð sem birtist hér í blaðinu á dögunum og er ættuð frá íslenskum leikmanni búsettum í London. Í henni er einn umsækjendanna mærður til himintungla, sömuleiðis þau einsleitu stefnumörk hér á landi sem farin eru að safna mosa og mjög í skjön við þróunina ytra síð- ustu ár, fátt stenst í þeirri ritsmíð og sumt hreint fleipur. Sjálfur hafði ég búist við aðný kynslóð vel menntaðrafræðinga léti meira á sérkræla og fylgdi umsóknum sínum eftir með skeleggri rökræðu um stöðu íslenskrar myndlistar. Þó einkum að fjölmiðlar rækju úr um- sækjendum garnirnar í gegnsæjum viðtölum, ekki síst í Kastljósi og öðrum umræðuþáttum skjámiðl- anna. Þetta fólk hefur rétt á að fá tækifæri til að kynna sig og stefnu- mörk sín, tjá alþjóð skoðanir sínar um íslenskan myndlistarvettvang og framtíð listasafnsins. Liggur við að ég hreinlega skammist mín fyrir að hafa alla þessa árafjöld verið að leitast við að halda uppi rökræðu og spyr sjálfan mig stundum hvort ég hafi verið að berjast við vindmyllur eins og riddarinn sjónumhryggi. Hef nefnilega í tímans rás fundið sárlega fyrir því að vera iðulega einn um hituna og án þess baklands sem skapast af fjölþættum málefna- legum, hreinskiptnum og sem mest hlutlægum og þverpólitískum skoð- anaskiptum. minna, þau eru fjarska mismunandi í eðli sínu og mæta því bláeygð út á vígvöllinn. Það kæmi mér ekki á óvart ef fólk eigi sumpart erfiðara með að kyngja efninu og nálguninni í (M)orðum & myndum en í Harða kjarnanum, textinn er miklu bein- skeyttari og tálgaðri. Bókin talar mörgum tungum og þar er grimmd- in aðeins eitt element, ef að er gáð munu lesendur líka sjá ótal aðra eðl- isþætti, þar á meðal mýkt og blíðu. Gálgahúmorinn er síðan að sjálf- sögðu áberandi. En horfi lesendur aðeins á myndirnar villast þeir lík- legast aðeins, því þær einkennast af miklu meiri hörku.“ Tvíræður titill Sindri fékk Hákon Pálsson ljós- myndara til liðs við sig til að mynd- skreyta bókina. „Svo að segja frá upphafi hafði ég séð bókina fyrir mér með ljós- myndum. Ég rambaði síðan inn á ljósmyndasýningu Hákons á Hverf- isgötunni í vor. Mér fannst einhver skemmtileg blanda dulúðar og kímnigáfu í myndunum hans, sem rímaði ágætlega við textana sem ég átti tilbúna og fékk hann til liðs við mig.“ Sindri segir titil ljóðabókarinnar, (M)orð & myndir, vera einfaldan og tvíræðan í senn og lýsa því hvað er innan spjaldanna. „Hann hefur líka vensl við ljóðlínu eftir Ísak Harð- arson, þar sem segir „orð er þriggja stafa morð“.“ Að lokum er vert að spyrja Sindra hvort skáldsaga liggi í skúffunni. „Ég vinn hörðum höndum að næstu skáldsögu og einsog ævinlega eru tvær eða þrjár aðrar í farvatn- inu. Ég tek mér góðan tíma til að vinna verk mín, það er betra að end- urskrifa og endurskrifa en fyllast eftirsjá þegar verkið kemur loks út.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 63 Ármúla 10 • Sími: 5689950 Jólatilboð Með hverri sæng fylgir 50x70 gæsadúnskoddi frítt með að verðmæti kr. 11.800 Duxiana Royal Gæsadúnssængur 140x200 kr. 34.980 140x220 kr. 39.360 150x210 kr. 39.360 220x220 kr. 58.880 260x220 kr. 68.640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.