Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU V innslustöðin í Vest- mannaeyjum borgar um milljarð í laun á ári og útsvarið skilar bæn- um um 130 milljónum. Við þetta bætast 15 milljónir í fast- eignagjöldum. Bara þessi framlög duga til að reka alla leikskólana með 69 starfsmönnum og um 190 börn- um. Þegar við bætum við afleiddum störfum má tvöfalda ef ekki þrefalda þessar tölur,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, þeg- ar haldið var upp á 60 ára afmæli fyrirtækisins um helgina. Á fundi í Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja þann 2. október 1946 var ákveðið að stofna Vinnslu- og sölumiðstöð fisk- framleiðenda sem síðar varð Vinnslustöðin hf. í Vestmanna- eyjum. Stofndagurinn var mánudag- urinn 30. desember 1946 og voru það 105 útgerðarmenn sem skráðu sig stofnendur. Þann 30. desember nk. verða liðin 60 ár frá stofnun vinnslu- stöðvarinnar og var þess minnst um helgina. Hápunkturinn var opnun sýn- ingar þar sem saga Vinnslustöðv- arinnar er sögð í myndum Sig- urgeirs Jónassonar í Vélasal Listaskólans í Eyjum. Sigurgeir er fyrir löngu landsfrægur fyrir mynd- ir sínar sem birst hafa á síðum Morgunblaðsins í tugi ára. Þar hefur Sigurgeir ekki aðeins skráð sögu Vestmannaeyja í hálfa öld heldur líka sögu útgerðar og fiskvinnslu á Íslandi. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri sagði ánægjulegt að geta minnst þessara tímamóta í sögu félagsins með sýningunni. „Þetta er ómetanlegt, ekki bara fyr- ir okkur heldur líka fyrir þjóðina alla, því þarna eru menning- arverðmæti sem verður að halda upp á fyrir komandi kynslóðir,“ sagði Sigurgeir Brynjar og bætti við: „Sigurgeir, eða nafni, eins og ég kalla hann oftast, hefur mundað myndavélina í fast að því hálfa öld, þótt hann sé ekki sjálfur nema rétt liðlega fertugur. Hann hefur næmt auga fyrir atburðum daglegs lífs og fegurð náttúrunnar hér í Eyjum, ekki síður en laglegum konum. Hann telur sig eiga, en vill samt ekki láta hafa sig fyrir því opinberlega, myndir af öllum Vestmannaeyingum síðan um 1960 og geri nú önnur byggðarlög betur.“ Veltan 5,5 milljarðar króna Á föstudagskvöldið var boðið til veislu í Höllinni í Vestmannaeyjum þar sem margir gestir voru sam- ankomnir. Vinnslustöðinni bárust margar gjafir og kveðjur. Gert er ráð fyrir að velta Vinnslustöðv- arinnar verði um 5,5 milljarðar í ár. Starfsmenn eru um 230 og vinnslu- stöðin rekur fiskvinnslu, síldar- og loðnuvinnslu og loðnubræðslu og gerir út átta skip. Auk þess á Vinnslustöðin 48% í Hugin VE sem er eitt öflugasta uppsjávar- og vinnsluskip landsins. Í fyrstu stjórn félagsins hlutu kosningu Jóhann Sigfússon, Helgi Benediktsson, Guðlaugur Gíslason, Ársæll Sveinsson, Ólafur Á. Krist- jánsson, Sighvatur Bjarnason og Ragnar Stefánsson. Nýkjörin stjórn- in hélt sinn fyrsta fund 3. janúar 1947 og þar var Jóhann Sigfússon kosinn formaður, Sighvatur Bjarnason vara- formaður og Helgi Benediktsson rit- ari. Sighvatur varð síðar fram- kvæmdastjóri til margra ára og setti mark sitt á reksturinn. Stjórnina skipa í dag Gunnar Felixson formað- ur, Hjálmar Kristjánsson, Haraldur Gíslason, Leifur Leifsson og Sig- urjón Óskarsson. Til vara eru Guðmundur Krist- jánsson og Kristín Gísladóttir. Stjórnendur eru Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri, Stefán Friðriksson aðstoðar- framkvæmdastjóri, Andrea Atla- dóttir fjármálastjóri, Guðni Guðna- son útgerðarstjóri, Sigurður Friðbjörnsson verksmiðjustjóri og Sigurjón Gísli Jónsson framleiðslu- stjóri. Myndir Sigurgeirs hápunktur afmælis VSV Fyrirtæki Sigurgeir Brynjar afhendir Elliða bæjarstjóra undirskriftir 105 stofnenda Vinnslu- stöðvarinnar. Það hefur orðið mjög mikil breyting á þeim hópi á löngum tíma. Morgunblaðið/Sigurgeir Myndir Nafnarnir Sigurgeir Jónasson og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson við opnun ljósmyndasýningarinnar. Stóra myndin er af Jóni í Sjólyst sem er nýlátinn en hann stundaði trilluútgerði í áratugi. Afmæli Fjölmenni var við opnun sýningar ljósmynda Sigurgeirs Jónassonar, sem spannar sögu VSV um áratuga skeið. Þær segja mikið um þróun og breytingar á þessum tíma. STJÓRN Fiskifélags Íslands hefur samþykkt ályktun í tilefni af af- greiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á fiskveiðiályktun og stjórnun fiskveiða á úthöfunum: „Undanfarna mánuði hafa fulltrúar Íslands unnið mikið og gott starf í óformlegum viðræðum ríkja til undirbúnings fisk- veiðiályktunar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Á þessum fundum var tekist á um grundvall- aratriði sem varða íslenska fisk- veiðihagsmuni. Enn og aftur kom fram tilhneiging til að koma á al- þjóðlegri fiskveiðistjórn, sem myndi til lengri tíma litið skerða sjálfákvörðunarrétt strandríkja í eigin lögsögu. Fulltrúum Íslands tókst í samstarfi við fulltrúa ann- arra ríkja að leiða þessi mál til far- sællar lausnar. Af þessu tilefni vill stjórn Fiskifélags Íslands þakka þeim sem unnu að þessu máli fyrir Íslands hönd, fyrir vel unnin störf,“ segir í ályktun Fiskifélagsins. Farsæl lausn JOHN Connelly, sem er forseti National Fisheries Institute (NFI) í Bandaríkjunum, fiskifélags Banda- ríkjanna, og framkvæmdastjóri Int- ernational Coalition of Fisheries Association, alþjóðasamtaka fiski- félaga, tekur undir sjónarmið Ís- lendinga í botnvörpumálinu í bréfi til The Washington Post nýlega. Í leiðara blaðsins þann 3. desember sl. var fjallað um það mál og voru ís- lensk stjórnvöld m.a. gagnrýnd fyr- ir að vinna gegn allsherjarbanni gegn notkun botnvörpu á úthöf- unum. Frá þessu er sagt á heimasíðu LÍÚ. Í bréfinu bendir Connelly á að gild rök hafi verið fyrir því að banna ekki botnvörpuveiðar. Hann segir að bannið hafi ekki náð fram að ganga vegna þess einfaldlega að það hefði verið slæm niðurstaða. Hann bendir á að fiskifræðingar innan matvælastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, FAO, hafi talað gegn algeru banni á úthöfunum og að þeir hafi fremur mælt með lokunum afmark- aðra svæða í sérstökum tilvikum þegar þörf væri á. National Fisher- ies Institute (NFI) eru stærstu hagsmunasamtök fyrirtækja í sjáv- arútvegi í Bandríkjunum, en í sam- tökunum eru fyrirtæki sem tengjast sjávarútvegi á ýmsum sviðum, m.a. sölufyrirtæki, veitingastaðir sem sérhæfa sig í sölu fiskrétta og fyr- irtæki í veiðum og vinnslu. Gild rök gegn banni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.