Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 36
|mánudagur|18. 12. 2006| mbl.is staðurstund Þorsteinn Gylfason sendi ný- verið frá sér bókina Sál og mál þar sem fjallað er um sálarfræði og fleira. » 38 bókmenntir Ragnheiði Eiríksdóttur finnst ný plata hljómsveitarinnar Ga- vin Portland frábær og gefur henni fimm stjörnur. » 39 dómur Ísold Uggadóttir segir það mik- inn heiður að stuttmynd henn- ar, Góðir gestir, hafi verið valin á Sundance. » 39 kvikmyndir Söngkonan Jessica Simpson er að feta sig áfram á leiklist- arbrautinni, en það gengur ekki slysalaust fyrir sig. » 45 fólk Smáskífa með lagi Mána Svavarssonar, Bing Bang, féll úr fjórða sæti í það níunda á breska vinsældalistanum. » 45 tónlist H elgargleðin hófst snemma að þessu sinni með ljúfum snæðingi á Tapasbarnum á fimmtudags- kvöldið þar sem smáréttum nautabanans var slátrað við kertaljós í góðra vina hópi. Glúmur Baldvins- son hjartaknúsari snaraðist þar inn úr dyrum ásamt föngulegum félögum og það gladdi stelpnahjörtun á staðnum. Þegar Fluga og fé- lagar hvíldu svo lúin innkaupabein daginn eftir á Deco, nýjasta staðnum í Austurstræti, og smökkuðu jólabjór sveif fyrrnefndur Glúmur glaumgosi enn og aftur fyrir augum en hann var á kaffifundi með körlum. Dvöldust dömur nokkuð lengi á Deco en „skvettuðust“ síðan yfir á Listasafn Íslands þar sem tímamótasýningin Frelsun litarins var opnuð til heiðurs frönsku expressjónistunum. Menningarlega sinnuðum gestum lá við yfirliði við að berja augum verk málara eins og Matisse og Renoir. Heimsvanir gestir stóðu þó styrkum fótum eins og t.d. Sverrir Guðjónsson, kontratenór og galdra- karl, og frú hans, Elín Edda Árnadóttir mynd- listarmaður, og eðli málsins samkvæmt var skáldið Sigurður Pálsson á heimavelli í franskri menningarstemningunni auk hinnar ástsælu leikkonu, Herdísar Þorvaldsdóttur. Þeir voru líka listhneigðir borgarbúarnir sem stóðu einbeittir í röðinni fyrir utan Klapp- arstígsbúlluna Sirkus síðar sama kvöld og heyrðist hvíslað í kuldanum að röð ,,hefði verið látin myndast“ þar sem súperstjarnan Björk væri þar innan dyra að skemmta sér. Sem reyndist rétt vera, og ekki síðri stjarna, Sig- urRósar-Jónsi, heiðraði Sirkusdýrin líka með nærveru sinni. En áður en Fluga tók þátt í sirk- usnum leit hún við á Domo í Þingholtsstræti til að sjá og heyra söngkonuna Möggu Stínu og hljómsveit flytja lög Megasar. Domo er flott viðbót í skemmtanaflóruna með vandaðan veit- ingastað á jarðhæðinni og tónleikastað í kjall- aranum. Meðal áheyrenda voru Gunnar úr Súkkat, Kormákur Geirharðsson (annar tveggja verta staðarins), Björn bruna- málastjóri Karlsson, Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður, Jakob Frímann Magnússon pólitíkus, Páll Kristinn Pálsson rithöfundur, Óli Palli Popplendingur á RÚV og Ragnhildur Gísladóttir tónsmíðanemi. Skemmtilega fjöl- breyttur hópur sem fílaði Megas í ,,main- stream“. Á laugardaginn sigldi Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir fræðimannslega um í bókabúðinni M&M en frúin var í þykkum pels og afskaplega sendiherraleg. Er ekki annars fremur við hæfi að titla hana sendifrú? Reynir Traustasson, rit- stjóri Ísafoldar, sniglaðist líka þar innan um skruddur. Líklega hafa þau bæði verið að fylgj- ast með söluvelgengni jólabóka sinna. Og tal- andi um rithöfunda; á sunnudagsmorguninn var hugljúft að sjá skáldið Braga Ólafsson og spúsu hans með barnavagn koma út úr fallega húsinu þeirra á Suðurgötunni en einmitt þá fór jólalegur snjór að falla mjúklega til jarðar. Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó … Til hamingju með jólin! | flugan@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Rúnar Vilhjálmsson og Sr. Arna Grétarsdóttir. Tatiana Novgorodskayaja og Marina Sututina. Hanna Kristín Stefánsdóttir, Árni Bergmann, Lena Bergmann og Ragna Ragnars. Ingileif Thorlasíus, Elín Laxdal og Guðrún Jónsdóttir. Elín Guðjónsdóttir og Harpa Þórsdóttir. Morgunblaðið/Eggert Dóra Sigrún Hjálmarsdóttir og Guðrún Hasler. Laufey Fríða Guðmundsdóttir, Anna Kristín Guðmundsdóttir og Elva Dögg Melsteð. Hildur Viggósdóttir og Inga Ragnarsdóttir. Halldór Bragason og Björgvin Gíslason. flugan Magnaður Matisse og Megas ,,mainstream“ … þeir voru líka listhneigðir borgarbúarnir sem stóðu einbeittir í röðinni fyrir utan … Helga Þórólfsdóttir og Birna Halldórsdóttir. Rún Ingvarsdóttir, Daði Birgisson og Davíð Þór Jónsson. Embla Rún og Birgir Andrésson. Sigríður Lárusdóttir, Þorsteinn Alexandersson og Einar Jónsson. » Á föstudag var opnuð sýningin Frelsun litarins þar sem meðal annars eru verk eftir Matisse, Kokoschka og Renoir. » Trúbadorinn Pétur Benhélt tónleika í Tjarnarbíói á laugardagskvöldið. » Vinir Dóra héldu öðruvísi aðventutónleika áDomo í Þingholtsstræti á laugardagskvöldið. Anna Dóra Ófeigsdóttir og Þorbjörn Sigurðsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Eggert » Tvöfaldur söngkvartettTretjakov-listasafnsins í Moskvu flutti kirkju- og jóla- söngva í Seltjarnarneskirkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.