Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 23 SUÐURNES HUGMYNDIR eru uppi um end- urgerð Fischershússins í gamla bænum í Keflavík og byggingu listatorgs við Hafnargötu 2 þar sem komið yrði upp vinnustofum lista- manna, sýningarsölum, kaffihúsi listasmiðju og íbúðum. Kemur fram í framtíðarsýn Reykjanesbæjar að þessar hug- myndir hafi komið fram hjá einka- aðilum. Í plagginu er lögð áhersla á að Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ fái þar góða framtíð- araðstöðu. Jafnframt er tekið fram að vinna þurfi að deiliskipulagi áð- ur en unnt verði að taka endanlega ákvörðun og semja um verð og skil- mála vegna Fischershúss. Það markmið er sett fram að deiliskipulagið fyrir svæðið verði auglýst næsta sumar. Framhaldið ráðist af niðurstöðu kynningar og samningum. Byggt við Duus Á undanförnum árum hefur verið unnið að endurbótum og end- urbyggingu Duushúsa sem eru gömul fiskverkunarhús. Þar hefur Listasafn Reykjanesbæjar aðstöðu og Bátasafn Gríms Karlssonar auk annarra sýningarsala. Fjöldi gesta sækir þessi söfn og sýningar. Áfram verður unnið að uppbygg- ingu aðstöðu í Duushúsum til sýn- ingarhalds og listviðburða. Stefnt er að því að gestafjöldi í Duus- húsum verði orðinn 45 þúsund í lok árs 2010, segir í framtíðarsýn. Byggt verður nýtt anddyri og salernisaðstaða á næsta ári og hafnar framkvæmdir við Bryggju- hús sem reiknað er með að verði fullgert haustið 2010. Hugmynd að listatorgi Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | „Verkefnið gengur út á það að veita betri þjónustu við fjölskyldufólk í bæjarfélaginu. Það er liður í þeirri viðleitni að vinna að heilbrigði og hamingju íbúanna. Þetta er vissulega flókið hugtak en við viljum samt leggja áherslu á það,“ segir Árni Sigfússon, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar. Meirihlutinn í bæjarstjórn, fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, lögðu fram framtíðarsýn fyrir bæjarfélagið á bæjarstjórnar- fundi í gær og var hún samþykkt. „Tími til að lifa og njóta“ er yf- irskrift framtíðarsýnar bæjarstjórn- ar fyrir árin 2006 til 2010. Plaggið tekur á mörgum málum og er byggt á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor en þar eru einnig nýmæli. Jafn- framt eru settar fram tímasettar áætlanir um framkvæmd verkefn- anna og árangursmælingar. Vilja nýjan framhaldsskóla Árni segir að haldið verði áfram viðamikilli aðstoð við yngstu kynslóð bæjarbúa og uppalendur, með áframhaldandi uppeldisnámskeiðum og umönnunargreiðslum sem teknar voru upp í haust. Hann segir að ráð- ist verði í forvarnaverkefni fyrir unglinga sem byggist á sömu aðferð- um og uppeldisnámskeiðin, þau miði að því að styrkja sjálfsmynd ung- linga. Gert sé ráð fyrir hvata- greiðslum til margskonar afþreying- arstarfs ungmenna, með líku sniði og íþróttastarfið nýtur nú þegar í Reykjanesbæ. Í framtíðarsýninni kemur fram að unnið verður að undirbúningi nýs framhaldsskóla í Reykjanesbæ og bent á að áhugavert væri að tengja hann vísindum, íþróttum og listum. Staðsetning hefur ekki verið ákveðin enda þarf að hafa samráð við menntamálaráðuneytið um það. Gert er ráð fyrir að hugmynd um þetta mál liggi fyrir vorið 2008. Framkvæmdum verður haldið áfram við nýtt íþrótta- og útivistar- svæði vestan við Reykjaneshöll með knattspyrnuvöllum fyrir UMFN og Keflavík og aðalleikvangi bæjarins. Vallarhús fyrir UMFN verður byggt á næsta ári og knattspyrnusvæði Keflavíkur lokið í áföngum á árunum 2008 til 2010 en þá verði hafin vinna við nýjan aðalleikvang. Sérstakt fim- leikahús á að vera risið vorið 2009. Ráðgert er að koma upp félagsað- stöðu fyrir Keflavíkurfélagið í Íþróttahúsinu við Sunnubraut, fyrir vorið 2009. Skrúðgarðarnir í Keflavík og Njarðvík verða endurgerðir á kjör- tímabilinu og sú hugmynd er sett fram í plagginu að ylströnd verði gerð í Njarðvík í tengslum við fram- kvæmdir við nýjar höfuðstöðvar Hitaveitu Suðurnesja sem þar gætu risið á næstu árum. Unnið að heilbrigði og hamingju íbúanna Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Bæjarlíf Reyknesingar upplifa margt saman á árlegri Ljósanæturhátíð. NÝI tónlistarskólinn og ráðstefnu- miðstöðin sem fyrirhugað er að byggja við félagsheimilið Stapann mun fá heitið Hljómahöllin, sam- kvæmt hugmynd sem fram kemur í framtíðarsýn Reykjanesbæjar. Hljómahöllin verður miðja tónlistar- kennslu í bænum, tónlistarkynninga og varðveislu popp- og rokktónlist- arsögu Íslendinga. Með því er ætl- unin að leggja grunn að auknum at- vinnutækifærum Íslendinga í sköpunar- og afþreyingariðnaði. Áhersla verður lögð á að gera að- stöðu Hljómahallarinnar að aðdrátt- arafli fyrir innlenda og erlenda áhugamenn um tónlist. Með teng- ingu tónlistarskólans og sýning- araðstöðu Poppminjasafns Íslands við félagsheimlið skapast aðstaða fyrir tónlistar- og ráðstefnumiðstöð. Þá kemur fram að hægt verður að reka félagsheimilið áfram í núver- andi mynd. Heitið Hljómahöllin vísar ekki einungis til Hljóma frá Keflavík heldur einnig til litrófs og mik- ilvægis hljóma með litlum staf í menningu heimsins. Hljómsveitin Hljómar mun fá sinn sess í húsnæð- inu. Það fyrirheit er gefið að Hljómahöllin verði vígð haustið 2009. Alþjóðlegar æfingabúðir Sú hugmynd er sett fram að stofn- aðar verði alþjóðlegar æfingabúðir fyrir hljómsveitir á fyrrverandi varnarliðssvæði á Keflavík- urflugvelli. Þeirri starfsemi verði stjórnað úr Hljómahöllinni. Hljóma- höllin í Stapanum LANDIÐ Eftir Örn Þórarinsson Siglufjörður | Gestkvæmt var á heil- brigðisstofnuninni á Siglufirði síð- astliðinn laugardag en þá var því fagnað að 15. desember voru 40 ár liðin síðan núverandi húsnæði var formlega tekið í notkun. Jafnframt var því fagnað að nú er nánast lokið fyrri áfanga í talsvert umfangsmikl- um breytingum og lagfæringum á húsnæðinu sem staðið hafa yfir í nokkur ár. Þá má geta þess að búið er að bjóða út viðbyggingu við sjúkrahúsið. Fjöldi bæjarbúa ásamt boðsgest- um kom af þessu tilefni og skoðaði húsakynnin. Fram kom í ræðu sem framkvæmdastjóri heilbrigðisstofn- unarinnar, Konráð Baldvinsson, flutti við þetta tækifæri að breyting- arnar sem byrjuðu í raun árið 2002 hefðu kostað um 70 milljónir króna. Breytingarnar voru á fyrstu og ann- arri hæð suðurálmu og eru þær nú sem nýtt hús. Þar var m.a. skipt um allar rafmagns- og vatnslagnir, nýtt sjúkra- og viðvörunarkerfi sett upp sem og nýtt loftræstikerfi. Viðbygging verður 500 fermetrar Áður höfðu eldhús og borðstofa verið mikið endurnýjuð að því er fram kom á samkomunni. Eftir eru framkvæmdir við norðurálmu húss- ins en ekki verður ráðist í þær fyrr en væntanleg viðbygging er komin í gagnið. Það kom fram í máli Konráðs að sú bygging verður 500 fermetrar að grunnfleti á tveimur hæðum, áætluð verklok eru um mitt ár 2008. Endurbæturnar hafa að stærstum hluta verið unnar af heimamönnum, aðalverktaki var byggingafélagið Berg. Á samkomunni í sjúkrahúsinu voru stofnuninni afhentar gjafir frá heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi og Verkalýðsfélaginu Vöku. Einnig færði Kvenfélag Sjúkrahússins stofnuninni tvær milljónir króna að gjöf sem ætlaðar eru til tækjakaupa. Þegar Konráð þakkaði þessa höfð- inglegu gjöf lét hann þess getið að kvenfélagið hefði oft áður gefið stofnuninni peninga til tækjakaupa. Hann hefði nú fyrir skömmu látið reikna þær gjafir til núvirðis og væru þær komnar á annað hundrað milljónir króna. Einnig hefði kven- félagið Von á Siglufirði stutt stofn- unina dyggilega með fjárframlögum gegnum tíðina. Við athöfn á sjúkra- húsinu við þetta tækifæri fluttu einn- ig ávörp Andrés Magnússon yfir- læknir og Anna Gilsdóttir hjúkrunarforstjóri. Einnig var söng- ur á dagskrá og í lokin voru höfð- inglegar kaffiveitingar í boði stofn- unarinnar. Fagna stórum áfanga í uppbyggingu húsnæðis Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Afmælisveisla Fjölmenni var samankomið til að fagna góðum áföngum í starfsemi sjúkrahússins í Siglufirði og sumir komu færandi hendi. Haldið upp á tíma- mót hjá heilbrigð- isstofnuninni Í HNOTSKURN » Fjörutíu ár eru liðin fráþví heilbrigðisstofnunin á Siglufirði flutti í núverandi húsnæði. » Unnið hefur verið að mikl-um endurbótum á húsnæð- inu og boðin út viðbygging við húsið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.