Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | „Við áttum von á því að jarðvatnið kæmi upp um allan bæ en það hækkar með yfirborði Ölf- usár. Þetta er þekkt staðreynd sem við vitum af og nauðsynlegt er að sem flestir geri sér grein fyrir,“ sagði Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Ár- nesinga, en slökkviliðsmenn stóðu í ströngu við að dæla vatni frá hús- um næst Ölfusá þegar flóðið í ánni náði hámarki. „Ég vil herða á því að það verði ekki byggð hús með kjöllurum á Selfossi þar sem verðmæti eru geymd. Það er allt í lagi að hafa kjallarana sem bílageymslur en ekki annað. Vilji menn hafa kjall- arana til annarra nota verða þeir að grípa til aðgerða til að verja þá fyrir vatni, með því að steypa dúk í gólfið eða á annan hátt. Vilji menn gera þetta þá gefur tækni dagsins í dag möguleika á því að bregðast við með dælubúnaði og viðvörunarkerfum. Það er algjör óþarfi fyrir húseigendur að láta þetta koma í bakið á sér. Það voru allt þekktar aðstæður sem komu upp núna við þetta flóð,“ sagði Kristján en slökkviliðsmenn dældu vatni úr bílakjallara versl- unarmiðstöðvarinnar Kjarnans, úr kjallara Hótel Selfoss, Tryggvaskála og frá Grænumörk 2. Kjallarinn í verslunarmiðstöð- inni Kjarnanum er byggður sem bílakjallari og á sínum tíma fékkst byggingaleyfi fyrir honum með ákveðnum skilyrðum vegna þess að gólfið er fyrir neðan þekktar flóðahæðir. Sjá má á Ölfusárbrú merkingar á vatnshæð í flóðum sem komið hafa. Kristján sagði að í ljósi þessa væri mjög óeðlilegt að geyma bók- haldsgögn í slíku húsnæði eða ein- hver verðmæti nema menn væru á varðbergi og með viðvörunarbún- að svo þeir gætu sjálfir brugðist við þegar hækkaði í ánni. „Það hefur alltaf legið fyrir að það myndi flæða inn í þennan bíla- kjallara en þrátt fyrir það treysta eigendur hússins á það að slökkvi- liðið komi og standi vaktina við að dæla frá húsinu. Það er auðvitað sjálfsagt þegar hætta steðjar að. En þarna þyrftu húseigendur að vera með búnað, lokur eða dælur sem þeir gætu sett í gang til að tryggja sitt öryggi enn frekar, sagði Kristján. Dælan virkaði ekki Í nýbyggingu Hótel Selfoss er dælubúnaður sem dælir grunn- vatni stöðugt frá húsinu. Aðrar dælur er til staðar sem fara eiga í gang og taka toppálag þegar grunnvatn hækkar í sérstökum dælubrunni undir húsinu. Þessi varadæla fór ekki af stað, var föst. Í ljós kom að ekkert eftirlit hafði verið með dælunni og húseigendur látið undir höfuð leggjast að fylgj- ast með þessum búnaði. Þegar slökkviliðsmenn komu með jafn- stóra dælu og dældu úr brunnum við húsið þá hvarf vatnið. Í kjallara Tryggvaskála nægði að hafa litla dælu því steypan í kjallaranum var svo þétt að hún hleypti vatni ekki í gegn nema að litlu leyti. Í kjallaranum í Grænu- mörk 2 þar sem eru íbúðir eldra fólks kom vatn upp í gegnum steypuna í gólfinu þar sem eru geymslur frá íbúðunum. Þrátt fyr- ir mikla og þykka steypu í gólfinu þá gerðist þetta. Kallar eigendur á fund „Ég mun kalla eigendur þess- ara húsa og annarra til fundar um þessi mál svona til að fara yfir þær aðstæður sem upp komu og sem við vitum að geta komið upp. Ég vil að eigendur húsa séu á varð- bergi og hafi tiltækar ráðstafanir sem þeir geta sjálfir gripið til en til þess þarf að hafa vakandi auga með búnaði sem settur er upp svo hann virki þegar á reynir. Slökkvi- liðið er tilbúið til hjálpar en að- stæður geta verið það erfiðar að við ráðum ekki alveg við að sinna öllu þegar mikil flóð verða. Við þurfum að vera vel á verði gagn- vart grunnvatninu þegar aðstæð- ur sem þessar koma upp,“ sagði Kristján Einarsson slökkviliðs- stjóri í samtali við fréttaritara. Slökkviliðsstjórinn á Selfossi vill herða reglur um kjallara húsa Mikill grunnvatnsþrýstingur takmarkar notkun kjallara Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Dælt af krafti Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu á Selfossi þurftu að dæla vatni frá bílakjallara Kjarnans í flóðunum í vikunni. ÁRBORGARSVÆÐIÐ Ölfus | Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra afhjúpaði á dögunum minning- arskjöld um þá sem farist hafa í umferð- arslysum á Suðurlandsvegi og kveikti á lýsingu minningarkrossanna við Kög- unarhól í Ölfusi. Við þetta tækifæri lagði samgönguráðherra áherslu á nauðsyn um- ferðaröryggis og markvissra aðgerða í þeim efnum. Krossarnir við Kögunarhól voru settir upp til að minnast þeirra sem farist hafa í umferðarslysum á Suðurlandsvegi, einnig til að minna vegfarendur á nauðsyn þess að fara varlega í umferðinni, til þess að leggja áherslu á tvöföldun og lýsingu Suð- urlandsvegar og ná með því hámarks- öryggi fyrir umferðina sem um veginn fer. Nauðsynlegt að auka öryggi vegarins Auk samgönguráðherra tóku til máls Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, sem lagði áherslu á nauðsyn þess að bæta öryggi vegarins og Aldís Haf- steinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, sem sagði nauðsynlegt að tvöfalda Suðurlands- veg til þess að ná sem mestu öryggi. Myndin var tekin við lok athafnarinnar. Fulltrúar Vina Hellisheiðar, Guðmundur Sigurðsson, Garðar Eiríksson, Hannes Kristmundsson og Sigurður Jónsson, Sturla Böðvarsson, Ólafur Helgi Kjart- ansson sýslumaður, Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, og Aldís Haf- steinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Kveikt á lýsingu við krossana undir Kögunarhóli Ljósmynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson GERT er ráð fyrir því að heildar- tekjur Akureyrarbæjar á næsta ári verði tæpir 12,2 milljarðar króna en heildargjöld tæplega 11,9 millj- arðar, og rekstarafgangur því tæp- ar 300 milljónir. Bæjarstjóri segir áætlunina einkennast af mjög miklu framboði þjónustu sem bæj- arfélagið veitir íbúum sínum. „Akureyrarbær rekur mjög víð- feðma þjónustu á öllum sviðum, það er alveg sama hvar ég ber nið- ur; það er varla til sú þjónustu- starfsemi sem sveitarfélag rekur hér á landi sem ekki er veitt öll hér í þessu sveitarfélagi,“ sagði Krist- ján Þór Júlíusson bæjarstjóri við Morgunblaðið. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag- inn. Svigrúm minnkar Kristján Þór segir að áfram sé lögð áhersla á mikla þjónustu við bæjarbúa og því hafi fjárhagsáætl- unin óhjákvæmilega í för með sér að svigrúm til viðbótarfram- kvæmda – að uppfylla allar óskir um aukna þjónustu á flestum svið- um – minnki á hverju ári á meðan tekjur vaxa ekki í sama hlutfalli og kostnaður. „En þótt við bætum ekki við mjög mörgum nýjum atriðum í þjónustunni eru engu að síður mörg verkefni í gangi; ég nefni nýj- an leikskóla, Hólmasól, sem kemur á fullu inn í rekstri á nýju ári, en hann gerir okkur kleift að tryggja börnum að 18 mánaða aldri leik- skólapláss.“ Bæjarstjóri segir einnig að greiðslur til dagmæðra hafi aukist til þess að jafna kostnað foreldra af vistun barna sinna, hvort sem þau eru á leikskóla eða hjá dagmæðr- um. Þá nefnir hann tilraun sem hefst um áramótin þegar hætt verður að taka gjald fyrir ferðir með strætisvögnum bæjarins, og íbúar í Hrísey greiða heldur ekki fargjald með ferjunni á milli eyju og lands. Mjög stór verkefni í gangi Kristján nefnir tvö stór atriði, varðandi uppbyggingu á næstu ár- um. „Bygging menningarhúss er gríðarlega stórt verkefni og við er- um líka með stórt verkefni í gangi í Hrísey – byggingu íþróttahúss fyr- ir grunnskólann og byggingu sam- komusalar við fjölnotahúsið.“ Alls leggur bærinn 1.200 millj- ónir í framkvæmdir vegna æsku- lýðs-, íþrótta og menningarmála á næsta ári, skv. fjárhagsáætluninni. „Við höldum líka áfram með ýmis verkefni sem fólk verður almennt ekki mikið vart við, t.d. í gatnagerð og fráveitu,“ sagði Kristján Þór. Bæjarstjóri nefnir einnig að við fjárhagsáætlun næsta árs sé ein- kennandi töluverð aukning á launakostnaði sveitarfélagsins vegna aukinnar þjónustu við íbúana. „En við höldum í heiðri slagorð bæjarins: Akureyri – öll lífsins gæði. Hér eiga að vera bestu skilyrði til búsetu.“ Eitt af því sem ráðgert hafði ver- ið en slegið hefur verið á frest er bygging íþróttahúss við Giljaskóla en þar var fyrirhuguð aðstaða fyrir fimleikafólks bæjarins. „Allir bæjarfulltrúar, hvar í flokki sem þeir eru, vilja koma upp aðstöðu fyrir fimleika og jafnframt er það lögskipað verkefni sveitar- félaga til að sjá nemendum fyrir aðstöðu til þess að stunda sitt nám, m.a. að byggja aðstöðu til þess að nemendur við grunnskóla geti stundað íþróttir.“ Giljaskólahúsið allt of dýrt Kristján segir að kostnaðaráætl- un við verkefnið hafi verið komin upp í 750–800 milljónir, sem í ljósi reynslunnar gæti farið yfir einn milljarð króna, og það sé einfald- lega miklu meira en lagt var upp með á sínum tíma. Því sé hvort tveggja skynsamlegt og eðlilegt að staldra örlítið við og fara yfir málið að nýju. En hann leggur áherslu á að vilji sé til þess að vinna að því með foreldrafélagi skólans og for- ráðamönnum Fimleikafélags Ak- ureyrar að finna viðunandi lausn. 1.200 milljónir í framkvæmdir vegna æskulýðs-, íþrótta- og menningarmála „Bestu skilyrði til búsetu“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stórt verkefni Unnið er við að steypa upp menningarhús ið sem byrjað var á í haust, á horni Strandgötu og Glerárgötu. Myndin er tekin í gær. Í HNOTSKURN »Tekjur Akureyrarbæjarnæsta ár verða 12,2 millj- arðar, gjöld 11,9 og rekstr- afgangur því 300 milljónir. » Kristján Þór Júlíussonbæjarstóri segir mikið framboð þjónustu einkenna fjárhagsáætlun næsta árs. » Byggingu íþróttahússvið Giljaskóla hefur ver- ið slegið á frest, en þar átti fimleikafólk bæjarins að fá aðstöðu. Bæjarstjóri segir komið í ljós að verkefnið hafi infaldlega verið allt of dýrt; bærinn hafi ekki fjárhags- legt bolmagn til að fara í það eins og er. GERÐUR hefur verið verkefnasamn- ingur milli Hörgárbyggðar, Akureyr- arbæjar og Minjasafnsins á Akureyri um uppbyggingu ferðamannastaðar á mið- aldakaupstaðnum Gásum í Eyjafirði. Undirskriftin fór fram í vikunni í skötu- veislu um borð í Húna II sem liggur við Torfunesbryggjuna á Akureyri. Samningurinn kveður á um framhald þeirrar vinnu að gera minjar hins forna Gásakaupstaðar aðgengilegar og koma á fót góðri aðstöðu og sýningu fyrir gesti og gangandi. Mjög miklir möguleikar eru taldir liggja í því fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í Eyjafirði. Hörgárbyggð annast stjórnsýslu verkefnisins, Minja- safnið stýrir því faglega og leggur til verkefnisstjóra og Akureyrarstofa kemur að þróun verkefnisins fyrir hönd Ak- ureyrarbæjar. Stefnt er að því að í fram- tíðinni verði verkefnið rekið sjálfstætt. Gásir er best varðveitti miðaldakaup- staður á Íslandi en Minjasafnið á Ak- ureyri hefur staðið fyrir fornleifaupp- greftri þar síðustu fimm ár. Stefnt er að því að í framtíðinni verði Gásakaup- staður lifandi sýning þar sem handverks- fólk verður að störfum og leik í end- urgerð af hluta kaupstaðarins. Áherslan verður á verslun og viðskipti ásamt handverki og iðnaði þessa tímabils. Gásir verður um leið minjagarður með menn- ingarlegu ívafi sem byggist á fornleifum, sögu og náttúru staðarins sem miðlað verður með ólíkum hætti. Minjarnar á Gásum verða aðgengilegar ÁHUGAFÓLK um friðvænlegri heim stend- ur að árlegri blysför í þágu friðar í kvöld kl. 20. Gengið verður frá Samkomuhúsinu (Leikhúsinu) kl. 20:00 og út á Ráðhústorg. Árleg blysför ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.