Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 45 son en í aftansöngnum kl. 23.30 gleður Helga Rós Indriðadóttir söfnuðinn með söng sínum. Þá mun sr. Magnús Björn Björnsson þjóna fyrir altari og prédika. Á jóladag verður hátíðarguðs- þjónusta kl. 14. Þá þjóna báðir prestarnir en sr. Yrsa Þórðardóttir mun prédika. Vilborg Helgadóttir mun syngja einsöng. Á öðrum degi jóla verður svo messað kl. 11. Þar mun kór Digraneskirkju leiða söng undir stjórn organistans Kjartans Sigurjónssonar. Miðnæturmessa í Kirkjuhvammskirkju á jólanótt EINS og undanfarin jól verður mið- næturmessa í Kirkjuhvammskirkju ofan Hvammstanga á jólanótt. Hefst messan kl. tólf á miðnætti. Sérlega hátíðlegt hefur verið í þess- um messum enda loga nær ein- göngu kertaljós í þessari látlausu og fallegu kirkju sem staðið hefur í Hvamminum frá árinu 1882. Sung- in verður hátíðarmessa að hætti sr. Bjarna Þorsteinssonar og leiðir kirkjukór Hvammstanga sönginn. Að ganga til jólamessu í þessari kirkju er eins og að njóta samvistar við löngu gengnar kynslóðir þar sem tíminn stendur í stað en Orð Guðs varir að eilífu. Páll Óskar og Mónika í miðnæturmessu í Frí- kirkjunni í Reykjavík AÐ VENJU mun söngur Páls Ósk- ars og hörpuleikur Móniku gleðja Fríkirkjufólk í miðnæturguðs- þjónustunni kl 23.30 á aðfangadag. Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller verða einnig með okkur í þessari hugljúfu stund. Hjörtur Magni Jóhannsson þjónar fyrir alt- ari og flytur hugleiðingu. Vegna mikils fjölmennis síðustu ára, hvetj- um við kirkjugesti til að mæta snemma í þessa guðsþjónustu. Kvennakirkjan í Háteigskirkju JÓLAMESSA Kvennakirkjunnar verður í Háteigskirkju fimmtudag- inn 28. desember kl. 20.30. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédik- ar. Freydís Dögg Steindórsdóttir og Hallfríður Ólafsdóttir leika á flautu. Kór Kvennakirkjunnar leið- ir söng á jólalögum. Á eftir verður kaffi í safnaðar- heimilinu. Kvennakirkjan er sjálf- stæður hópur innan þjóðkirkjunnar sem iðkar kvennaguðfræði og hef- ur mótað frjálslega messuhefð. Allt fólk er velkomið. Dönsk jólaguðsþjón- usta í Dómkirkjunni Á AÐFANGADAG verður að venju haldin dönsk jólaguðsþjónusta í Dómkirkjunni í Reykjavík. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson en hann hefur annast þessar guðsþjónustur undanfarin 10 ár. Organisti er Mar- teinn Hunger Friðriksson og Berg- þór Pálsson leiðir safnaðarsöng. Guðsþjónustan er öllum opin. Margir sækja þessa guðsþjón- ustu, bæði Danir sem hér búa en einnig aðrir Norðurlandabúar. Eins hafa Íslendingar verið duglegir að sækja guðsþjónustuna sem áður hafa átt heima á Norðurlöndunum. Hjá mörgum þeirra er danska guðs- þjónustan í Dómkirkjunni á að- fangadag orðin að upphafi jólahá- tíðarinnar. Guðsþjónustan er öllum opin og hefst hún kl.15. Barnamessa í Landa- koti á aðfangadag ÁÐUR en „það verður heilagt“ kl. 18 og jóla- og fjölskylduhátíðin hefst er barnamessa kl. 16.30. Þessi messa ætluð öllum börnum, sér- staklega þeim sem taka reglulega þátt í trúfræðslu á laugardögum. Messan tekur u.þ.b. þrjú korter og er með sama sniði og barnamessa á laugardögum að trúfræðslu lok- inni. Börnin fara m.a. í helgigöngu með logandi kertum að jötunni þar sem jólaguðspjallið verður lesið. Atvinnuauglýsingar Aðstoðarmaður tannlæknis í Grafarvogi óskast í fullt starf. Reynsla æskileg en ekki skilyrði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun janúar. Umsóknir berist til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is merktar: ,,T - 19380 ’’ fyrir 31. desember nk. Skjalastjóri Vinnumálastofnun leitar eftir sérfræðingi í skjalavistun og skjalastjórn. Starfssvið Leiðbeinir og mótar verklagsreglur um meðferð og vörslu almennra skjala. Leiðbeinir og mótar verklagsreglur um meðferð, notkun og öryggisvistun trúnaðargagna og annarra mikilvægra gagna. Ber ábyrgð á skráningu erinda, almenns pósts og annarra skjala sem berast stofnun- inni. Hefur umsjón með gagnageymslu, skjala- rými og bókasafni. Stýrir og fylgir eftir afgreiðslu erinda/mála. Menntunar- og hæfniskröfur Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólanám á sviði bókasafns- og upplýsingafræða eða annarra skyldra fræðigreina eða búi yfir góðri starfsreynslu á þessu sviði. Hafi góða tölvuþekkingu. Hafi góða þekkingu og kunnáttu í fram- kvæmd stjórnsýslulaga, persónuverndar- laga, upplýsingalaga og öðrum lögum er opinberan rekstur varða. Sýni framtakssemi, sjálfstæði og skipulags- hæfni. Hafi gott vald á íslensku. Æskileg er tungumálakunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli. Skjalastjóri heyrir undir forstöðumann rekstr- arsviðs og hans bíður að sinna krefjandi verk- efnum með jákvæðum og uppbyggilegum samstarfshópi. Um er að ræða fullt starf en hlutastarf kemur einnig til greina. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í janúar 2007. Laun eru greidd samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Áhugasamir geta kynnt sér starfsemi stofnunarinnar á heimasíðu hennar www.vinnumalastofnun.is Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist Vinnumálastofnun, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, 150 Reykjavík fyrir 6. janúar nk. Frekari upplýsingar fást hjá Sigurði P. Sig- mundssyni forstöðumanni rekstrarsviðs og Hugrúnu B. Hafliðadóttur starfsmannastjóra í síma 515 4800 eða á netfanginu hugrun.haflidadottir@vmst.is Raðauglýsingar 569 1100 Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag. Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót! Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is! Sæktu um blaðberastarf – alvörupeningar í boði! FRÉTTIR NÚ Á dögunum afhenti Jón Sigurðsson iðnaðar-og viðskiptaráðherra forsvars- mönnum Einstakra barna peningagjöf að andvirði 300.000 kr. Líkt og undan- farin ár var ákveðið fyrir jólin í ár að í stað þess að senda út jólakort til fjöl- margra aðila með kveðjum ráðherra og starfsfólks ráðuneytisins skyldi andvirð- inu varið til góðgerðarmála. Að þessu sinni urðu Einstök börn fyrir valinu. Í fréttatilkynningu er haft eftir Hönnu S. Ásmundsdóttur formanni Einstakra barna að styrkur sem þessi komi sér vel til að viðhalda getu félagsins til að veita félagsmönnum sínum styrki til heilsuefl- ingar. Einstök börn fá styrk Þá segir í ályktuninni að enginn efist um náttúruverndargildi Brennisteins- fjalla. Svæðið sé eina óspillta víðerni höf- uðborgarsvæðisins og búi yfir miklum jarðfræðiminjum og landslagsfegurð í samspili við menningarminjar. Þá vill bæjarstjórnin hvetja stjórnir Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjun- ar til að fylgja fordæmi Hitaveitu Suð- urnesja. Með því gætu fyrirtækin sýnt samfélagslega ábyrgð sína í verki. Einnig að í framtíðinni verði sóst eftir rannsókn- arleyfum á svæðum sem þegar hefur verið raskað en hinum hlíft. BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar fagnar því að Hitaveita Suðurnesja hf. hafi riðið á vaðið með yfirlýsingu um að draga til baka sameiginlega umsókn sína með Orkuveitu Reykjavíkur hf. um rannsóknarleyfi í Brennisteinsfjöllum, að því er segir í ályktun sem samþykkt var á bæjarstjórn- arfundi 19. desember s.l. Í ályktun bæjar- stjórnar segir einnig: „Á þennan hátt hefur Hitaveita Suður- nesja hf. sýnt hófsemd í verkum sínum og forðast að sækjast eftir rannsóknar- og virkjanaleyfum á svæðum sem hafa óum- deilt náttúruverndargildi.“ Fagna afturköllun rannsóknaleyfisumsóknar NEMENDUR og starfsfólk Áslandsskóla styrkja árlega Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar skömmu fyrir jólahátíðina. Elísabet Valgeirsdóttir frá Mæðra- styrksnefnd Hafnarfjarðar mætti í Ás- landsskóla við lok jólaskemmtunar nem- enda í 6. bekk og veitti peningunum viðtöku úr hendi Leifs S. Garðarssonar skólastjóra. Styrkurinn í ár var tæpar 150.000 krón- ur. Nemendur skólans sleppa árlega pak- kaleik en veita þess í stað fé þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Þetta er fjórða árið í röð sem þessi háttur er hafður á í Áslandsskóla og á þessum fjórum árum hafa nemendur og starfsfólk skólans safnað alls 559.767 krónum til Mæðrastyrksnefndar. Í góðar þarfir Elísabet Valgeirsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar og Leifur S. Garðarsson skólastjóri Áslandsskóla við afhendingu styrksins nýverið. Áslandsskóli styrkir Mæðra- styrksnefnd Hafnarfjarðar HÁSKÓLI Íslands braut gegn jafnrétt- islögum þegar karl var ráðinn í starf sér- fræðings við stærðfræðistofu Raunvís- indastofnunar Háskóla Íslands, sam- kvæmt áliti kærunefndar jafnréttismála. Nefndin segir konu hafa verið jafnhæfa karlinum og því hafi átt að ráða hana. Háskólinn rökstuddi ráðningu karl- mannsins með því að hann hefði verið virkari í rannsóknum að loknu doktors- námi. Kærunefndin féllst ekki á þessi rök, og bendir á að ekki verði séð að sérstakur samanburður hafi legið fyrir við ákvarð- anatökuna. Í ákvörðun kærunefndarinnar segir að ágreiningur sé um það meðal þeirra sem um ráðninguna fjölluðu hvernig meta hafi átt rannsóknarvirkni. Því sé ljóst að sá munur geti ekki talist á umsækjandanum sem fékk stöðuna og konunni sem kærði að málefnalegt hafi verið að láta það ráða úrslitum við endanlegt mat. Því verði að telja að Háskóli Íslands hafi ekki sýnt fram á það að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar þeirri ákvörðun að ráða karlinn. Þar með hafi verið brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. „Við erum ósammála því sem kemur fram í álitinu. Við höldum þeirri afstöðu sem Háskóli Íslands hélt fram í þessu ferli, að kynferði hafi ekki ráðið úrslitum heldur hæfni,“ segir Bryndís Brandsdótt- ir, stjórnarformaður Raunvísindastofnun- ar Háskóla Íslands. Hún segir að faglegar forsendur hafi ráðið. Rannsóknir réðu úrslitum „Við störfum eftir jafnréttislögum sem kveða á um það að ef aðilar sem sækja um stöðu eru jafn hæfir og eru hvor af sínu kyninu þá ber að ráða konuna,“ segir Bryndís, sem bendir á að um sérfræði- stöðu sé að ræða þar sem rannsóknar- vinna sé stærstur hluti starfsins. „Þó bæði væru hæf var það rannsóknarvirkni eftir doktorspróf sem réð úrslitum í varðandi þessa ráðningu.“ Konan sem kærði ráðninguna hefur gegnt starfinu um þriggja ára skeið. Bryndís segir stöðuna tímabundna, og því ráðið í hana til 3–4 ára í senn. Háskóli braut gegn jafnréttislögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.