Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 48
Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Einar Bárðarson er stund-um kallaður „umboðs-maður Íslands“ og þaðekki að ástæðulausu. Ár- ið hefur verið viðburðaríkt hjá Einari. Hann ferðaðist með Nylon í leit að frægð og frama í Bretlandi og stóð fyrir komu Mikhaíls Gor- batsjovs, fyrrverandi aðalritara kommúnistaflokksins og leiðtoga Sovétríkjanna, hingað til lands svo fátt eitt sé nefnt. Á allt þetta skyggði svo frumburður Einars sem fæddist á árinu. Líkt og undanfarin átta ár verð- ur á meðal hans síðustu verkefna þetta árið að blása til stórtónleika til styrktar krabbameinssjúkum börnum. „Það voru veikindi frænda míns sem lifði af krabbameinsmeðferð sem urðu kveikjan að þessum tón- leikum fyrir átta árum. Ég fékk fólk sem hefur verið að vinna með mér í bransanum í lið með mér, bæði listamenn og bakvinnslu- menn, og fór þess á leit við Há- skólabíó að þeir myndu lána okkur húsið. Þetta gekk allt eins og í sögu,“ segir Einar. „Það var algerlega óviljandi að þetta varð svo að árlegum við- burði. Þetta fer að verða hluti af jólaundirbúningnum, þegar jóla- lögin fara að hljóma í útvarpinu fer ég í símann og spyr vini og kunningja hvort þeir vilji ekki vera með í ár,“ segir Einar og bætir við að þátttaka listamannanna og allra hinna sé auðvitað forsenda þess að þetta geti orðið að veruleika. „Ég er ekki viss um að Há- skólabíó myndi fyllast ef til stæði að ég stæði einn uppi á sviði.“ Allar poppstjörnur Íslands Meðal þeirra listamanna sem troða upp á tónleikunum og gefa að sjálfsögðu vinnu sína eru Sálin hans Jóns míns, Gospelkór Reykjavíkur, Bubbi Morthens, Magni og Á móti sól, Páll Óskar, Paparnir, Skítamórall, Garðar Thor Cortes, Stebbi og Eyvi, Ny- lon, Birgitta Haukdal og fleiri. „Þegar ég renni yfir listann má ekki betur sjá en að allar popp- stjörnur Íslands verði þarna sam- an komnar,“ segir Einar. „Ég missti mig aðeins í ár, ég hringdi bara og hringdi og gleymdi að skrifa niður þá sem ég var kom- inn með. Dagskráin gæti því teygst um nokkrar mínútur.“ Áhorfendur erfa það nú varla við Einar enda, eins og hann segir sjálfur, „engir leiðindaskarfar þarna á ferð.“ Einar vill taka fram að á hverju ári hafi hver einasta króna runnið óskipt til Styrktarfélagsins. „Það tekur enginn listamaður frekar en nokkur annar starfs- maður eina einustu krónu fyrir sína aðkomu að tónleikunum,“ full- yrðir Einar. „Við höfum náð að safna rúmum 14 milljónum króna á þessum 7 ár- um og stefnum á að komast yfir 16 milljón króna markið í ár.“ Hvalveiðarnar settu strik í reikninginn Árið var viðburðaríkt hjá hljóm- sveitinni Nylon, sem Einar er um- boðsmaður fyrir, en hann var einn- ig stofnandi sveitarinnar. „Í febrúar fóru stelpurnar fyrst út og við tókum tónleikaferðir með sveitum á borð við McFly, Westlife og Girls Aloud,“ segir Einar. „Við náðum þeim árangri í fyrsta sinn, ég og stelpurnar, að eiga hlut í lagi sem komst inn á topp 40 á breska vinsældarlist- anum, sem var mikil hamingja. Síðari smáskífan náði ekki eins hátt á listanum og þar spilar margt inn í.“ Einar nefnir bæði harðnandi samkeppni á markaðnum þegar nær dregur jólum og svo þá stað- reynd að platan kom út á mánu- degi eftir helgina þegar fyrstu fréttir og myndir af hvalveiðum Ís- lendinga birtust um heim allan. „Myndirnar af því þegar verið var að rista fyrsta hvalinn á hol birtust í öllum fréttatímum á sunnudagskvöldinu og hvalveið- arnar voru umtalsefni í hinum ýmsu spjallþáttum svo það var margt sem varð þess valdandi að við náðum ekki eins góðum árangri með síðari smáskífuna.“ Mikið hefur verið skrafað og skrifað um árangur Nylon. Er ár- angurinn betri eða verri en búist var við í upphafi? „Ég held að maður verði að vera mjög hógvær þegar maður fer í landvinninga í Bretlandi, en maður á ekki tilkall til neins þar,“ segir Einar. „Mér finnst mikill árangur að hafa komið fyrstu smáskífunni inn á breska vinsældalistann og myndbandinu í spilun út um allar trissur. Þetta hefur verið löng og ströng æfing fyrir stelpurnar, við getum orðað þetta þannig. Ég hef líka lært sjálfur mikið inn á þenn- an markað.“ Vika mikilmennanna „Já, ég vippaði einum Sov- étleiðtoga hingað yfir í helgarfrí,“ segir Einar þegar talið berst að komu Gorbatsjovs hingað til lands. „Þetta var mjög sérstakur við- burður og gaman að takast á við þetta, þó svo að þetta hafi verið mjög strembið. Tveimur dögum fyrr sá ég svo einnig um dvöl Yoko Ono hér á landi svo það var svona vika mikilmennanna hjá mér.“ Einar segir það vissulega fela í sér áhættu að veðja á hverja sé vænlegt að flytja hingað til lands, koma Gorbatsjovs hafi kostaði tugi milljóna króna. „Maður verður bara að hafa trú á því að fólk vilji hlusta og sjá.“ Friður á jörð Þótt árið hafi verið viðburðaríkt hjá Einari í vinnunni segir hann fæðingu frumburðarins fyrr á árinu að sjálfsögðu standa upp úr. „Allt þetta brambolt verður svo- lítið lítið í samanburði við þá upp- lifun,“ segir Einar. „Ég man það þegar ég sat heima hjá mér með nýfætt barnið í fang- inu og var að horfa á Sky- sjónvarpsstöðina og sá í fyrsta skipti myndband með Nylon á breskri sjónvarpsstöð. Undir eðli- legum kringumstæðum hefði mað- ur fagnað gífurlega og blásið til veislu en það náði ekki að toppa þá tilfinningu að halda á tveggja daga gömlu barni sínu í fanginu.“ Einar er þó hvergi nærri hættur í vinnunni. „„A man has got to make a li- ving,“ eins og maðurinn sagði,“ segir Einar að lokum og biður fyr- ir jólakveðjur til allra landsmanna „með óskum um gleðileg jól og frið á jörð.“ Trúin á að fólk vilji hlusta og sjá Morgunblaðið/Ásdís Umboðsmaðurinn Einar Bárðarson segir fæðingu barnsins síns standa uppúr á annars viðburðaríku ári. Morgunblaðið/Eyþór Nylon Einar hefur á árinu unnið að því að koma Nylon á framfæri í Bret- landi, en stúlkurnar troða upp á styrktartónleikunum í Háskólabíói. Einar Bárðarson lítur yfir viðburðaríkt ár og hlakkar til árlegra styrktartónleika 28. desember Í HNOTSKURN »Tónleikar til styrktarStyrktarfélagi krabba- meinssjúkra barna verða haldnir í Háskólabíói þann 28. desember næstkomandi. »Þetta er í áttunda sinn semtónleikarnir eru haldnir. »Miðasala er hafin og allurágóði rennur óskiptur til styrktarfélagsins. »Allir þeir listamenn ogstarfsmenn sem að tónleik- unum koma gefa vinnu sína. staðurstund Ingveldur Geirsdóttir veltir fyr- ir sér algengum misskilningi sem kemur fram í flutningi ís- lenskra jólalagatexta. » 49 af listum Það er komið að frumsýningu Fána feðranna í leikstjórn ósk- arsverðlaunaleikstjórans Clints Eastwoods. » 50 kvikmyndir Bergþóra Jónsdóttir fjallar um sögulega útgáfu á sönglögum Sigvalda Kaldalóns í flutningi ýmissa listamanna. » 53 tónlist Adam Goldstein leitar nú að nýrri frægri kærustu eftir að upp úr slitnaði hjá honum og Ni- cole Richie. » 50 fólk Gagnrýnandi segir Hversdags- heimspeki Róberts Jacks prýðilegt yfirlit yfir tilraunir til að nota heimspekina. » 57 bækur |laugardagur|23. 12. 2006| mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.