Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 23.12.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 57 ÞORLÁKSMESSU m öllum gleðilegra jóla annan í jólum i i i i i i i Laugavegi 54 sími 552 5201 Jakkar 9.900 kr. Hlý jólagjöf Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Í dag er fyrsti dagur það sem eftir er … eftirleikurinn er undir þér kominn. Hrúturinn hefur hugleitt breytingar og nú er tækifæri til þess að gera þær. Orka þín er sterk, beindu henni að verðugu markmiði. Naut (20. apríl - 20. maí)  Önuglyndið kemur fyrir. Auðvitað getur maður alltaf hresst sig við ef maður er staðráðinn í því, en stundum virðist það rétt að njóta þess að vera hvefsinn og sjá til hvort eitthvað hlægilegt gerist. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn notar frítímann skynsamlega – þess vegna er hann öfundaður af félögum sínum. Hvernig fer hann eiginlega að því að finna tíma, hugsa þeir með sér. En þú ert ekki að reyna að ganga í augun á neinum. Þú gerir þetta, af því að þetta er það sem þú gerir. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hver segir að þokki sé ekki dyggð? Hann gerir svo sannarlega sitt til þess að vinna hugi og hjörtu samstarfsfólksins, þess vegna áttu að skrúfa frá honum. Þú þarft að fást við aðdrætti seinna í dag. Einhver í hrútsmerki reynist sérlega móttækileg- ur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Dugnaður er ekki það sama og árásar- hneigð. Ljónið finnur leiðir til þess að beina ástríðu sinni þannig að aðrir hörfi ekki óttaslegnir. Þótt þú sért að reyna að vinna, viltu að aðrir vinni líka. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú kemst hraðar þangað sem þú ætlar þér ef þú leggur á þig að lesa þér til um viðfangsefnið. Kannski hljómar það gamaldags, en bækur eru gagnlegar og ekki bara til þess að styðja við aðrar bækur uppi í hillu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Fjarlægðu orðið „venjulegur“ úr þinni huglægu orðabók og settu „uppfinninga- samur“,„vandfýsinn“ og „djarfur“ í stað- inn. Einhver í nautsmerki sýnir þínu óvenjulega viðhorfi áhuga. Mjólkaðu þetta tækifæri. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn er framsýnn og heims- vanur. Kannski hefur hann velt því fyrir sér í seinni tíð hvers vegna hann sé ekki orðinn milljarðamæringur. Farðu aftur yfir áætlanirnar. Safnaðu saman flink- ustu liðsmönnum þínum og spurðu: hvernig förum við að því að græða meira? Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn á auðvelt með að koma auga á sannleikann en erfitt með að miðla honum. Og þar sem hann er ekki sérlega góður lygari lætur hann freistast til að forðast tilteknar aðstæður alfarið í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin lifir eftir hugsjónum sínum, líkt og heilög manneskja sem skeytir ekkert um afleiðingarnar. Sannfæring þín gerir þig heillandi. Þú og bogmaður náið sambandi á sérlega snöggan máta. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Samkeppni er góð fyrir hugarástandið, það er ef hún grefur ekki undan tak- markinu – að bæta heiminn. Þótt ein- hverjum öðrum hafi tekist vel upp, er ekki þar með sagt að þú getir ekki gert betur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Svörun er lykilatriði í ferlinu, en hvað þú gerir með hana ræður úrslitum um það hvort þú nærð árangri. Dragðu úr vægi athugasemda sem ekki eru uppbyggi- legar og gerðu sem mest úr fjársjóði hvatningar og lofs. Dagurinn í dag gæti hæg- lega orðið eftirminnileg- asti dagur ársins. Tungl í vatnsbera og sól í steingeit lofa klikkuðum hefðum, skrýtnum hátíðahöldum og kaldheitum veðrabrigðum. Smávegis fág- un og hópvinna gerir hátíðaráætlanir að veruleika og markmiðin sem áttu að nást í árslok eru enn innan seilingar fyr- ir þá sem treysta sér í smávegis enda- sprett. stjörnuspá Holiday Mathis HEIMSPEKI snýst um rökræður og rökræður fela í sér að allir geta tekið þátt í þeim sem eru til- búnir til að beita rökum og taka rökum. Hafi heimspekin einhverja hugsjón, þá felst hún í því að rök- ræður séu í senn opnar öllum skynsemi gæddum einstaklingum og að það sé með rökræðum frek- ar en til dæmis frekju eða yf- irgangi sem einstaklingar komast að sameiginlegum niðurstöðum. Í bókinni Hversdagsheimspeki gefur Róbert Jack áhugavert yf- irlit yfir þá viðleitni nokkurra samtímaheimspekinga að færa heimspekilegar samræður inn í hugsun fólks og yfirvegun um sjálft sig, stöðu sína gagnvart öðru fólki, markmið sín, gildi og jafnvel sjálfsmynd. Lesandanum verður fljótt ljóst að fyrir Róbert er hversdagsheimspeki annað og meira en áhugaverð leið til að nota heimspeki og hafa gaman af henni. Eins og undirtitill bók- arinnar gefur í raun í skyn telur Róbert hversdagslífið hin eig- inlegu heimkynni heimspekinnar. Hann vitnar í franska fornfræð- inginn Pierre Hadot til að undir- strika þetta en Hadot heldur því fram að grundvallarviðleitni heim- spekinnar „í það minnsta frá Só- kratesi hafi verið lífsmáti heim- spekinganna og viðleitni þeirra til að lifa góðu lífi“ (16). Bókin er byggð á meist- araritgerð höfundar frá heim- spekiskor HÍ og ber umfjöllunin þess nokkur merki að bókin er upphaflega námsritgerð. Róbert byrjar á að gera grein fyrir marg- víslegum leiðum til að setja heim- spekiiðkun í samband við þær spurningar og vandamál sem hver hugsandi maður þarf að glíma við í daglegu lífi. Hann rekur eigin reynslu af heimspeki og hvernig sér virtist þau fræði sem í háskól- um eru nefnd þessu nafni hafa lít- ið að gera með líf einstaklinganna sem þau stunduðu, þó að í orði kveðnu ættu þau að gera það. Hann gaf því heimspekina upp á bátinn þar til hann komst í kynni við heimspekinga sem honum virt- ist að væru að færa heimspekina nær upprunalegu viðfangsefni sínu: Daglegu lífi fólks. Mestur hluti bókarinnar fer í að gera grein fyrir hugmyndum, kenningum og störfum þessara heimspekinga, en þeir eru þekktir fyrir heimspeki með börnum, heimspekilega meðferð, aðferðir sem kenndar eru við frjálsa sam- ræðu og aðferð sem Róbert kallar heimspekikaffihús. Allt eru þetta tilraunir til að gera yfirvegun og rökræðu heimspekinnar að aðferð sem hentar fólki við að takast á við hversdagvanda. Róbert fjallar þó mest um þýskan heimspeking, Wilhelm Schmid, sem virðist hafa fjallað um hversdagsheimspeki af hvað mestri dýpt, en hann hefur skrifað um heimspeki út frá hug- mynd sinni um lífslist. Heim- spekileg lífslist er að áliti Schmid viðleitnin til að hugsa um og ná tökum á lífinu í heild sinni, ekki aðeins finna sér hentuga eða far- sæla leið til að lifa lífinu. Mun- urinn á heimspekipraktík sem Ró- bert kallar svo, og lífslistarspeki sem ættuð er frá Schmid og Pierre Hadot lýsir í hnotskurn þeim vanda sem heimspekingar standa iðulega frammi fyrir þegar þeir vilja „færa heimspekina til fólksins“ eða með öðrum orðum sýna fram á að allir geti – og eigi – að tala um heimspeki, ekki bara þeir sem hafa sérstaklega lært heimspeki. Vandinn er að finna milliveginn milli hreinnar sjálfs- hjálpar annarsvegar og óhlutbund- innar yfirvegunar hinsvegar. Hrein sjálfshjálparfræði hafa ekki annað markmið en að hjálpa fólki að finna hentugar eða ásætt- anlegar lausnir á allskyns vanda- málum. Óhlutbundin yfirvegun virðist á hinn bóginn fjarlæg dag- legu lífi og hversdagslegum við- fangsefnum og fælir því marga frá heimspeki. Hversdagsheimspeki er prýði- legt yfirlit yfir tilraunir síðustu ára til að nota heimspekina og þó Róbert svari ekki þeirri spurningu hvar mörkin á milli heimspeki og sjálfshjálpar liggi, þá tekst honum að gera ágætlega að grein fyrir þeirri skoðun sinni að heimspekin sé lítils virði ef ekkert gagn er að henni í hversdagslífinu. Er heimspekin leið sjálfshjálpar? Bækur Heimspeki Eftir Róbert Jack, Háskólaútgáfan, 2006, 160 bls. Hversdagsheimspeki. Upphaf og end- urvakning Jón Ólafsson Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Róbert Jack Í gær kom í ljós hvað sjöunda bók-in um galdrastrákinn vinsæla Harry Potter mun heita. Harry Pot- ter and the Deathly Hallows mun titillinn vera á ensku og verður þetta síðasta bókin sem J.K. Rowling skrifar um ævintýri Potters og fé- laga hans. Þetta kemur fram á vef- síðu Bloomsbury, forlagsins sem gefur út bókina. Þrátt fyrir að ekki sé búið að ákveða hvenær bókin kemur í bókaverslanir er talið mjög líklegt að hún seljist í bílförmum líkt og hinar fyrri hafa gert. Mikið hefur verið ritað og rætt um söguþráð bókarinnar eftir að Rowl- ing greindi frá því að tveir persónur í bókinni mundu deyja. Sumir eru á því að sjálfur Harry Potter gæti ver- ið önnur þeirra. Fyrstu fjórar skáldsögurnar hafa nú verið kvikmyndaðar og er von á þeirri fimmtu, þ.e. Harry Potter og Fönixreglan, í júlí í næsta ári. Breska leikkonan Helena Bonham Carter mun leika hinna illgjörnu Bellatrix Lestrange og Imelda Staunton mun leika kennara hinna myrku fræða Dolores Umbridge. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.