Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 120. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SÁLARHEILL ÚT AÐ GANGA Í RAUÐABÍTIÐ OG OPNAR SÝNINGU Á MORGUN >> 26 BIRGIR LEIFUR BYRJ- AÐI VEL Í MÍLANÓ SJÖ FUGLAR ÍÞRÓTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is EINSTÆÐ móðir er ósátt við að vera sögð ábyrg fyrir tjóni sem sex ára sonur hennar, sem er með þroskafrávik, olli á bílum meðan hann var í gæslu á leik- skóla. Formaður Félags leikskólakenn- ara segir að kennarar og skólastjórar beri ábyrgð á börnunum meðan þau séu í gæslu og verkefnisstjóri trygginga hjá Reykjavíkurborg segir að almenna regl- an sé sú, að foreldrar beri ábyrgð á börnum sínum. Leikskólastjóri viðkomandi leikskóla segir að mannahald þar sé í eðlilegum farvegi og vegna aðstæðna séu við skól- ann sérstakir stuðningsstarfsmenn. Hins vegar gerist hlutirnir fljótt og atvik eins og um er rætt geti gerst hvar sem er. Drengirnir hafi verið með skóflur og kastað möl á bíla utan girðingar. Varð- andi forvarnir segir leikskólastjórinn að segja megi að gúmmímottur ættu að vera undir rólum í staðinn fyrir grús, því þá væri engin möl nálægt girðingunni, en í fljótu bragði sé ekki gott að segja hvort bílastæði væru betur sett annars staðar. Margar hliðar Berglind Söebech, verkefnisstjóri trygginga hjá Reykjavíkurborg, segir að almenna reglan sé sú, að foreldrar beri ábyrgð á börnum sínum, en verði tjónið talið vera á ábyrgð borgarinnar, þá hafi borgin tryggingu sem taki til tjóna sem hún teljist bera ábyrgð á skv. skaðabóta- lögum. Leikskólarnir beri ekki hlutlæga ábyrgð á börnunum og skaðabótalögin taki mið af því sem teljist eðlilegt miðað við aðstæður. Í umræddu tilviki hafi ekki verið sýnt fram á sök starfsmanna. Leik- skólarnir geti ekki haft auga á öllum börnunum allan tímann sem þau séu í gæslu, því þá þyrfti að vera með einn starfsmann á hvert barn, og þess vegna sé það óraunhæf krafa. Þegar gerðar séu skaðabótakröfur á hendur borginni, sé þeim vísað til tryggingarfélags sem meti bótaskyldu á grundvelli umsagnar beggja aðila, þ.e. borgarinnar og tjónþol- ans. Komið hafi fyrir að börn á leik- skólum hafi valdið tjóni á bifreiðum utan girðingar og í flestum tilfellum hafi tjón- þolar, eigendur bifreiðanna, ekki fengið tjónið bætt hjá Reykjavíkurborg. Berglind áréttar að í skaðabótamálum séu margar hliðar og oft sé um mjög flókin mál að ræða. Viðmiðunarreglur í tryggingamálum Reykjavíkurborgar miði við að allir sitji við sama borð og njóti sama réttar, óháð aðstæðum. „Því má bæta við að tjónþolar, til dæmis eigendur bifreiða, geta beðið for- eldra barns að bæta tjón sem barnið hef- ur unnið, en flestar fjölskyldutryggingar taka til tjóna sem börn valda þriðja að- ila. Hvort foreldrar eru skyldugir til að bæta tjón sem börn þeirra valda get ég ekki svarað.“ Skiptar skoðanir eru um ábyrgðina Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is NÝ könnun Capacent Gallup sýnir litlar breytingar á fylgi flokkanna á landsvísu miðað við síðustu könnun 28. apríl að því undanskildu að Samfylkingin er á ný orðin talsvert stærri en Vinstrihreyfingin - grænt framboð. Stjórnarflokkarnir halda meirihluta á þingi ef könnunin gengur eftir. Eins og í fyrri könnunum kemur fram að konur kjósa miklu fremur vinstriflokkana en karlar. Athygl- isvert er að nú er hlutur kvenna meðal kjósenda Samfylkingarinnar hlutfallslega hærri en hlutur þeirra í kjósendahópi VG. Samfylkingin bætir mjög stöðu sína í Kraganum og Reykjavík norður en stendur nánast í stað í Reykjavík suður, kjördæmi for- mannsins, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Sjálfstæðisflokkurinn er nú með nær helming atkvæða í kjördæmi flokksformannsins, Geirs H. Haarde. Framsóknarmenn eru með sama fylgi og síðast á landsvísu, þeir standa í stað í Reykjavíkurkjör- dæmunum miðað við síðustu könn- un og tapa nokkru fylgi í Kragan- um. Stuðningur á landsvísu við VG er enn, þrátt fyrir bakslagið núna, nær tvöfaldur á við það sem hann var í kosningunum 2003. En flokk- urinn virðist eiga erfitt með að halda sínum hlut á síðustu metrun- um og lætur einkum undan síga á þéttbýlissvæðum á suðvesturhorn- inu en einnig í Suðurkjördæmi.| 4 Samfylkingin aftur fram úr VG                                        Eftir Egil Ólafsson og Andra Karl ÓSKÝRAR refsiheimildir og galli á ákæru ollu því að 10 ákæruliðum af 19 í Baugsmálinu var vísað frá þeg- ar dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, var dæmdur í fangelsi í 3 mánuði fyrir bókhaldsbrot. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri, var dæmdur í 9 mánaða fangelsi. Dómarnir eru skilorðs- bundnir. Ákæru á hendur Jóni Gerald Sullenberger var vísað frá. Jón Ásgeir var sakfelldur fyrir að hafa látið gefa út tilefnislausan reikning frá Nordica, fyrirtæki Jóns Ger- alds. Hann var hins vegar sýknaður í sjö liðum ákær- unnar. Tryggvi var sýknaður í fjórum ákæruliðum og sak- felldur í fjórum. Þeir vörðuðu reikninga frá Nordica og SMS í Færeyjum og bókhaldsbrot við sölu hlutabréfa. Dómurinn vísaði öllum ákærum frá sem vörðuðu meintar ólögmætar lánveitingar. Beitt var sömu rökum og beitt var í máli gegn forstjórum þriggja olíufélaga, þ.e. að refsiheimildir laga væru óskýrar. Dómurinn sýknaði Jón Ásgeir og Tryggva af ákærum um fjárdrátt sem tengjast skemmtibátnum Thee Viking. Tryggvi var dæmdur vegna útgáfu tilhæfulauss reiknings sem SMS í Færeyjum gaf út. Ósannað var hins vegar talið að Jón Ásgeir hafi haft vitneskju um málið eða að þetta hafi verið gert með hans vilja. Langstærstur hluti málsvarnar- launa féll á ríkissjóð sem þarf að greiða samtals 51,6 milljón í máls- varnarlaun og sakarkostnað. Jón Ásgeir og Tryggvi hafa báðir ákveðið að áfrýja þeim ákæruliðum sem þeir voru sakfelldir fyrir til Hæstaréttar. Sigurður Tómas Magnússon, settur sak- sóknari, hefur hins vegar hvorki gert upp hug sinn varðandi áfrýjun né hvort frávísun ákæruliða verði kærð. „Þetta verður skoðað og tekin ákvörðun um það inn- an þess frests sem um það gildir, þ.e. þrír sólarhringar hvað varðar frávísunarliðina,“ segir Sigurður og þykir margt benda til að jafnframt verði einhverjum ákæru- liðum áfrýjað til Hæstaréttar. Morgunblaðið/RAX Dómurinn fallinn Jón Finnbjörnsson, Arngrímur Ísberg dómsformaður og Garðar Valdimarsson kváðu upp dóm í Baugsmálinu í Héraðsdómi. Sakfelldir í héraðsdómi  Jón Ásgeir dæmdur í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi og Tryggvi í 9 mánuði skilorðsbundið  10 liðum ákærunnar vísað frá dómi  Áfrýjað til Hæstaréttar Jón Ásgeir Jóhannesson Tryggvi Jónsson  Baugsmálið | Miðopna og 14-15 „ÞAÐ ER mjög alvarlegt að vera ákærður en það segir sig sjálft að það er ekki hægt að yfirheyra mann sem vitni og síðan ákæra sama mann fyrir það sem hann sagði. Það er brot á mannrétt- indum,“ segir Jón Gerald Sullen- berger en héraðsdómur Reykjavík- ur vísaði ákæru á hendur honum frá dómi. Jón Gerald segist afar ánægður með niðurstöðu héraðsdóms í tilviki sínu en segir hana svo sem ekki hafa komið sér á óvart. Frávísun kom ekki á óvart Jón Gerald Sullenberger
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.