Morgunblaðið - 05.05.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.05.2007, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Opið hús í dag frá kl. 14.00 til 16.00. Sérlega falleg 113 fm, 4ra herb. íbúð á 2. hæð (efstu) í litlu fjölbýli með sérinng. Rúmgóð forstofa með skáp flísar á gólfi. Sérlega fallegt eldhús með vönduðum innr., flís- ar milli skápa ásamt glugga, keramik helluborð, góður borðkrókur/borðstofa. Björt stofa (hátt til lofts) m. glæsil. útsýni, útgengi á vestursvalir. Baðh. m. baðkari/sturtu vönduð innrétting, flísa- lagt í hólf og gólf. Inn af baðh. er þvottah. m. vaskaborði, flísar á gólfi. Rúmgott svefnh. m. skáp. 2 rúm- góð barnah. m. skáp. Parket á gólfum. Frábær staðs. og útsýni. V. 31,9 millj Ögurás 3, Gbæ - 4ra herb. - Opið hús Rakel og Haukur bjóða ykkur velkominn sími 586-2977. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka mögu- leika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar UNDANFARIN ár hefur starfað umhverfishópur innan Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. Í lok árs 2006 ákvað hóp- urinn að taka um- hverfisstefnu flokks- ins til frekari vinnslu. Því starfi lauk í byrj- un árs 2007 og úr varð mjög metnaðar- full umhverfisstefna sem byggist á hugmyndafræði sjálf- bærrar þróunar. Í henni er hugsað til lengri tíma en næstu fjögurra ára, þar er hugsað til framtíðar og kom- andi kynslóða. Þess vegna heitir um- hverfisstefna okkar Græn framtíð. Sjálfbæra þróun má skilgreina sem þá þróun sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar án þess að draga úr möguleikum komandi kyn- slóða á að mæta þörfum sínum og rétt náttúrunnar og lífríkis til að þróast á eigin forsendum. Hugtakið nær ekki einungis til umhverfismála heldur endurspeglar það samfélagið allt og afstöðu fólksins til samfélags og umhverfis. Samspil efnahags- legra, félagslegra og vistfræðilegra þátta þarf að vera til staðar og ekki má ganga á einn þátt umfram annan. Hugmyndafræði sjálfbærrar þróun- ar er því nátengd hugmyndum um jöfnuð og velferð og fellur því vel að stefnumörkun VG í öllum málaflokk- um. Græn framtíð sýnir þann metnað sem lagt er í málefnastarf og stefnu- mörkun innan flokksins. Mikil vinna er lögð í undirbúning og úr verður skýr stefna sem bætir og eflir aðra stefnumörkun sem fyrir er. VG kem- ur ekki með skyndilausnir né heldur skiptir flokkurinn um lit þegar vind- urinn blæs þannig. Margra ára starf liggur að baki og einarður vilji til að starfa í þágu framtíðarinnar þar sem markmiðið er að standa vörð um um- hverfi og samfélag. Græn framtíð fjallar um orku- stefnu og orkunýtingu, ferskvatn, loftslagsmál, viðhald líffræðilegrar fjölbreytni og þá auðlind sem náttúra og landslag Íslands er. Hún tekur einnig fyrir verndun og nýtingu líf- rænna auðlinda hafsins í heildstæðu samhengi, gróður- og jarðvegsvernd, landnýtingu, ferðaþjónustu og úti- vist, samgöngur, mengun alls kyns, matvæli og matvælaöryggi, náttúru- siðfræði, umhverfismennt og stjórn- sýslu umhverfismála. Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur að efla þurfi umhverfisráðu- neytið og stofnanir á þess vegum. Mikilvægi þessa málaflokks mun fara vaxandi á næstu árum og telur VG að það eigi að vera markmið okkar Ís- lendinga að vera leiðandi land á sviði umhverfismála. Umhverfismál eiga að vera undirliggjandi í allri stefnu- mörkun og hugmyndafræði sjálf- bærrar þróunar ber að fara eftir þeg- ar teknar eru ákvarðanir til framtíð- ar. Sjálfbær þróun snýst um siðferðis- lega afstöðu stjórnvalda og almenn- ings. Við berum öll ábyrgð á um- hverfi okkar. Stjórnvöld og almenningur bera saman ábyrgð á sjálfbærri þróun. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur lagt fram metn- aðarfulla stefnu og leiðir að lausnum til þess að ná fram markmiðum sín- um. Nú skortir okkur aðeins umboð kjósenda til að koma stefnunni í framkvæmd. Við vinstri-græn hlökk- um til að takast á við þau verkefni sem bíða í umhverfismálum. Græn framtíð Eftir Ölmu Lísu Jóhannsdóttur Höfundur skipar 2. sæti á lista Vinstri-grænna í Suðurkjördæmi. HÉR á landi eru ýmsir sjóðir og allmargar stofnanir sem veita þjónustu og aðstoð til nýsköpunar. Frumkvöðlar er hópur fólks sem er framsækið og býr yfir aðdáunarverðu hugrekki. Þeir sem leggja land undir fót og leggja á sig óvænta erfiðleika búa óneitanlega og óumdeilanlega yfir eiginleikum sem vert er að efla og styrkja. Nýta þarf þessa kröftugu eiginleika til framþróunar og nýsköpunar því ólík reynsla og bakgrunnur í bland við nýja þekkingu á erlendum grunni er ómetanleg blanda. Hvernig er best að sækja og efla erlenda einstaklinga sem sest hafa hér að? Innflytjendur eru auðlind sem Íslendingar verða að nýta og efla. Breytt viðhorf til innflytjenda er lykilatriði og er nauðsynleg breyting sem þarf að eiga sér stað til að ná að draga fram hæfi- leika sem erlendir einstaklingar búa yfir. Íslendingar ættu að vera stoltir af því að hingað sækir hópur með ólíkan bakgrunn og mismunandi menn- ingarleg gildi. Ég tel það lykilatriði að við nýtum sóknarfæri sem innflytjendur búa yf- ir. Ýmsir sjóðir hér á landi leggja sitt af mörkum til að styrkja og veita að- stoð til fyrirtækja og einstaklinga til nýsköpunar. Þessu mætti breyta og víkka út með því að veita aðstoð, þjónustu, leiðbeiningar og styrki til að koma nýbúum á slóðir nýsköpunar. Töluvert starf er framundan sem er huglægt en þarf einnig að koma fram í verki. Að tala sínu máli á nýju tungumáli er þröskuldur sem þarf að komast yfir. Slíkt er nánast ófært án aðstoðar og viðurkenningu innfæddra sem taka á móti innflytjendum. Staðreyndin er sú að frumkvöðlastarfsemi er meiri á meðal innflytjenda en innfæddra í mörgum samfélögum. Nýjungagirni, sókn í ævintýri og áskorun eru hvatar sem fær fólk til að flytja í nýtt land. Til að nýta og efla innflytjendur þurfa upplýsingar að vera aðgengilegar eins og t.d. hvernig stofna á fyrirtæki á öðru máli en íslensku. Íslenskt samfélag sem nær að efla frumkvöðla óháð uppruna fer lengra. Eftir Grazynu Mariu Okuniewska Höfundur skipar 6. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Twórczość w mocy imigrantów TU W ISLANDII jest wiele funduszy oraz wiele instytucji, które świadczą usługi i pomoc w rozwoju pomysłów. Inicjatorzy to grupa osób która poszuku i posiada wyjątkową odwagę. Ci, którzy opuszczają swój kraj i wyruszają w świat często kładą na siebie niespodziewane trudności. To właśnie takie osoby posiadają niezaprzeczalne i nieuniknikalne cechy charakteru które należy wzmacniać i wspomagać. Należy wykorzystać te silne cechy charakteru ponieważ różnorodne doświadczenia i korzenie, oparte na życie w innych krajach to bardzo cenna mieszanka. Jaki sposób jest najlepszy aby dostrzec i wzmocnic imigrantów którzy osiedlili sie w kraju? Imigranci są bogactwem, bogactwem z którego Islandczycy powinni korzystać, tym samym je wzmacniając. Zmiana sposobu w jaki patrzy się na imigrantów jest sprawą kluczową oraz konieczną jeżeli chcemy w pełni wykorzystac ich zdolności. Islandczycy powinni być dumni z tego że przyjeżdzają tutaj osoby z różnych krajów, osoby z róznymi wartościami kulturowymi. Uwazam ze podstawową sprawą jest wykorzystać wiedzę oraz umiejętności imigrantów. Wiele funduszy w Islandii wspomagają inicjatywy, swiadczą pomoc dla przedsiebiorstw i osób prywatnych. Należałoby wprowadzić zmian i rozszerzyć swiadczoną pomoc, usługi, instrukcje oraz dofinansowanie tak ab przydawała się także imigrantom i w ten sposób kierować i na droge innowacyjności. Duzo pracy przed nami zarówno konkretnej jak i związanej z postawą ludzi. Często bywa trudno przekonywać innych do swojej racji w nowym języku. Przez ten próg trudno przejśc bez pomocy i wsparcia rodowitych mieszkańców. Faktem jest, że w wielu krajach twórczość i innowacyjność są częszczej widziane u imigrantów niż rodowitych mieszkańców. Innowacyjność, chęć przeżycia przygód, osobiste wyzwanie, to częste powody dla których ludzie przeprowadzają się do nowego kraju. Aby lepiej wykorzystać potencjał imigrantów, informacje n.p. o tym jak założyć własną firmę powinny być nie tylko po islandzku ale także w innych językach. Społeczeństwo które dobrze wykorzystuje twórczość inicjatorów, bez względu na ich pochodzenie, to lepsz społeczeństwo. Nýsköpun í krafti innflytjenda FRAMSÓKNARFLOKKURINN og Sjálfstæðisflokk- urinn eru ólík stjórnmálaöfl. Þeir hafa nú þrátt fyrir ólík stefnumið starfað saman um árabil í mjög athafna- sömu og árangursríku stjórnarsam- starfi. Sameiginlegar úrlausnir mála hafa yfirleitt verið fundnar án þess að skoðanamunur – eða jafnvel ágrein- ingur – væri borinn í fjölmiðla. Mismun Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins má sjá af mörgum málaflokkum, en aðeins nokkur dæmi skulu nefnd. Sjálfstæðismenn taka einkarekstur ævinlega fram yfir félagslegt framtak eða samfélagsrekstur. Þetta kemur vel fram í afstöðu manna til Íbúðalánasjóðs. Við- skiptabankarnir ruddust fílefldir inn á íbúðalánamark- aðinn haustið 2004 og verðbólguþensla magnaðist verulega. Andstæðingar samfélagsþjónustu kenndu Íbúðalánasjóði um þessa nýju stefnu bankanna. Sama gerist nú um þessar mundir, að þessir aðilar kenna Íbúðalánasjóði um verðlagsþróun húsnæðis þessa mánuðina, enda þótt bankarnir yfirbjóði sjóðinn eins og þeim sýnist og styrki aðila til að „liggja með“ húsnæði á markaðinum til að halda verði uppi. Annað dæmi er afstaðan til samfélagsreksturs á sviði orkumála. Landsfundur sjálfstæðismanna samþykkti að stefna skyldi að einkavæðingu á þessu sviði. Fram- sóknarmenn telja að aðstæður hérlendis og hagsmunir almennings valdi því að rétt sé að Landsvirkjun verði að öllu leyti í þjóðareigu. Þriðja dæmið er afstaða til byggðamála. Í þessum málaflokki skiptast sjálfstæðismenn í tvo flokka. Meiri- hlutinn hefur engan áhuga á byggðamálum og vill draga úr framlögum á þessu sviði. Hins vegar skiptir flokkurinn sér – á pólitískt hentugan hátt – á milli kjör- dæmanna í þessum málum. Allir framsóknarmenn leggja megináherslu á öfluga byggðastefnu. Fjórða dæmið er afstaða til einkavæðingar sam- félagsþjónustu í velferðarkerfinu, t.d. heilbrigðis- og menntakerfum landsmanna. Margir sjálfstæðismenn vilja róttæka einkavæðingarstefnu á þessum sviðum, en aðrir fara sér hægar. Framsóknarfólk leggur áherslu á sameiginlega alhliða velferðarstefnu og að ríkisvaldinu beri að veita forystu og bera ábyrgð á þessum málum. En þeir viðurkenna framlag mismun- andi rekstrarforma eftir aðstæðum í hverju atviki sam- kvæmt samningum. Þessi dæmi sýna hvernig þjóðleg félagshyggja fram- sóknarfólks greinir sig í nokkrum mikilvægum mála- flokkum frá hægrisinnaðri sérhyggju sjálfstæð- ismanna. Svipuð dæmi má nefna af öðrum sviðum. Þessir tveir stjórnmálaflokkar hafa náð góðum árangri í samstarfi, en hugsjónir þeirra eru mjög ólíkar. Ólík öfl Eftir Valdimar Sigurjónsson Höfundur skipar þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Í Reykjavíkurbréfi 22. apríl sl. er talið að skoðanir stjórn- málaflokka séu að renna saman í eitt: „Jafnvel í umhverfismálum eru flokkarnir að nálgast hver annan,“ segir þar. Það getur svo sem verið að mál- gagn Sjálfstæðisflokksins sé í brú- arsmíði yfir til Vinstri grænna. Líklegra er þó að tungum sé talað til að villa um fyrir kjósendum. Látalæti höfð í frammi eins og í fiskveiðimálinu 1999 og raunar all- ar götur síðan, enda meistarar á ferð í faginu. Stefna ríkisstjórnarflokkanna í umhverfismálum í 16 ár ætti að vera svo augljós, að óþarft er að láta blekkjast. Það er t.d. ótrúleg lukka að þeim skyldi ekki takast að sökkva einni frábærustu gróð- urvin heims, Þjórsárverum. Fái Framsókn og Sjálfstæð- isflokkurinn umboð til að stjórna Íslandi áfram, munu þeir semja um orku til fjögurra nýrra ál- iðjuvera á útsöluprís, og virkja Þjórsá frá ósum til Þjórsárvera. Enda boðar hringfari Fram- sóknar tæpitungulaust: „Ekkert stopp.“ Og nú sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefir ákveðið að selja Lands- virkjun væri fróðlegt að fá upplýs- ingar um hugsanlega kaupendur. Þeir eru teljandi á fingrum ann- arrar handar. Nema Alcoa komi til hjálpar? Áfram er stefnt að yfirráðum örfárra yfir landi og íslenzkum lýð. Sverrir Hermannsson Allt á bandi friðarins Höfundur er fv. alþingismaður. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.