Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Fasteignafyrirtækið Castle & Cooke Florida USA kynnir á Grand Hotel 19. -22. júní Fjárfestingar í glæsilegum fasteignum á besta stað í Keenes Pointe í Orlando Florida Skoða á netinu: http://www.cc-keenespointe.com/ Kynning á Grand Hótel 19.-22. júní á glæsilegum nýjum fasteignum í Keene´s Pointe í Orlando Florida. Fulltrúar fasteigna- og byggingafyrirtækisins Castle & Cook verða með kynningarfundi á Grand Hótel dagana 19-22 júní. Leitið nánari upplýsinga í síma: 893 9500 ÞETTA HELST ... ● SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna kaupa Samskipa hf. á matvöruversl- ununum Kram og Hólmgarði. Athug- un eftirlitsins gaf ekki til kynna að samrunarnir myndu hafa skaðleg áhrif á samkeppni á matvörumark- aðnum. Í ljósi þessa og með hliðsjón af gögnum málsins var það mat eft- irlitsins að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli samkeppnislaga. Ekki aðhafst vegna Samkaupa ● NÚ styttist í að félögin sem skráð eru í kaup- höll OMX á Ís- landi fari að skila frá sér sex mán- aða uppgjörum. Vel á undan öðr- um verður reynd- ar Hf. Eimskipa- félag Íslands sem birtir sitt uppgjör fyrir opnun markaða miðvikudaginn 20. júní nk. Mun fjárhagsár félags- ins vera frá desember til nóv- embermánaðar. Efnt er til kynn- ingar í höfuðstöðvum félagsins á miðvikudagsmorgni en auk upp- gjörsins munu Stephen Dargavel og Stephen Savage kynna breska flutningafyrirtækið Innovate, sem Eimskip eignaðist nýlega að fullu. Þegar komið er fram í júlí má uppgjöra fara að vænta frá öðrum félögum, sem miða þau við hið hefðbundna almanak frá janúar til desember. Styttist í sex mánaða uppgjör félaganna Kauphöll OMX á Íslandi. ● HLUTUR Straums-Burðaráss í Bet- son, sænsku leikja- og fjár- hættuspilafyrirtæki, er nú í sölu- meðferð hjá Carnegie og SEB Enskilda bank, að því er fram kemur hjá fréttaveitunni Direkt. Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að hlutur Straums í Betson er rúm 29% og markaðsverð hlutarins um 4,4 milljarðar króna. Áætlar Greiningardeild Lands- bankans að söluhagnaður Straums verði um tveir milljarðar króna. Bréf Betson lækkuðu um rúmt 1% í OMX kauphöllinni á föstudag, en úrvals- vísitalan sænska hækkaði um 0,6%. Straumur-Burðarás að selja í sænska Betson Parmalat og ýmsir aðrir sem tengd- ust fyrirtækinu voru hnepptir í varð- hald þegar rannsókn á þessu máli hófst. Og rannsóknin beindist víðar. Þannig voru til að mynda tengsl fyr- irtækisins við ítölsku mafíuna könn- uð auk þess sem rannsókn beindist að þætti þeirra banka sem höfðu unnið mest með Parmalat. Vaknaði fljótlega grunur um að bankarnir hefðu vísvitandi dreift röngum upp- lýsingum til að styðja við verð hluta- bréfa fyrirtækisins. Parmalat varð gjaldþrota en var síðar endurreist. Á síðasta ári fór fyrirtækið í mál við bankana fjóra og fullyrtu stjórnendur Parmalat að bönkunum hefði verið fullljóst hver staðan væri. Engu að síður hefðu þeir haldið áfram að græða á við- skiptum sínum við Parmalat. Bankar ákærðir vegna Parmalat-hneykslisins Citigroup, Deutsche Bank, UBS og Morgan Stanley fá kæru Fjármálahneyksli Hinum alþjóðlegu bönkum mátti að mati ítalska dóm- kerfisins vera ljóst að Parmalat stefndi í gjaldþrot, en aðhöfðust ekkert. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ÍTALSKUR dómari hefur tilkynnt að fjórir alþjóðlegir bankar verði ákærðir fyrir þátt í hinu svonefnda Parmalat stórsvikamáli sem kom upp á árinu 2003. Þetta eru Citi- group, Deutsche Bank, UBS og Morgan Stanley. Eru bankarnir sak- aðir um að hafa látið ógert að grípa inn í þegar fyrir lá að fyrirtækið stefndi í gjaldþrot. Samkvæmt ítölskum lögum getur fyrirtæki krafið banka um bætur ef hægt er að færa sönnur fyrir því að bankanum hefði átt að vera ljóst að viðkomandi fyrirtæki væri á leiðinni í gjaldþrot. Bankarnir neita allir sök í þessu máli að því er fram kemur í frétt á fréttavef BBC-fréttastofunnar. Þar segir að verði bankarnir hins vegar fundnir sekir geti þeir átt yfir höfði sér sektir upp á mörg hundruð millj- ónir evra. Jafnframt sé mögulegt að þeim verði bannað að vera með starf- semi á Ítalíu. Héldu áfram að græða Mjólkurvöruframleiðandinn Par- malat var eitt af stærstu fyrirtækj- um Ítalíu og var með starfsemi víða um heim. Seint á árinu 2003 hófst rannsókn á meintum fölsunum á reikningum hjá fyrirtækinu. Hundruð milljarða króna höfðu horfið út úr fyrirtækinu á nokkrum árum og var um að ræða eitt stærsta fjármálahneyksli sem upp hafði komið í viðskiptaheiminum. Jafnan er fjallað um Parmalat- hneykslið í sömu andrá og þau svika- mál sem upp komu á svipuðum tíma hjá bandarísku stórfyrirtækjunum Enron og WorldCom, og vöktu heimsathygli. Fjölmargir stjórnendur hjá Í HNOTSKURN »Parmalat-hneykslið komfyrst upp árið 2003, er ljóst varð að hundruð milljóna króna höfðu horfið úr bók- haldi Parmalat. » Ítalskur dómari hefurákveðið að ákæra bankana Citigroup, Deutsche Bank, UBS og Morgan Stanley fyrir að grípa ekki inn í þegar þeir áttu að hafa vitað allt um fjár- málaóreiðuna. »Grunur hefur verið umtengsl á milli Parmalat og ítölsku mafíunnar. Fyrirtækið fór í þrot en hefur verið end- urreist. ÍSLENSKI vátryggingamarkaður- inn stendur traustum fótum og Fjár- málaeftirlitið (FME) á að geta sinnt eftirlitshlutverki sínu þar með full- nægjandi hætti. Þetta er niðurstaða Rúnars Guð- mundssonar, sviðsstjóra vátrygg- ingasviðs FME, Sigurðar Freys Jón- atanssonar, tryggingastærð- fræðings hjá FME, og Ólafar Aðalsteinsdóttur, sérfræðings á vá- tryggingasviði FME, í grein sem þau rita nýlega í tímaritið Nordisk Forsikringstidskrift, sem fjallar um tryggingamál á Norðurlöndunum. Í greininni segir, samkvæmt vef FME, að miklar breytingar hafi orð- ið á íslenska vátryggingamarkaðn- um undanfarin 20 ár, trygginga- félögum hafi fækkað og samkeppni harðnað. Þá kemur fram í greininni að laga- umhverfi hafi tekið töluverðum breytingum að undanförnu, m.a. með tilliti til neytendaverndar. Fáir stórir eignarhlutir Starfsemi vátryggingamiðlara hafi fest sig í sessi á íslenska mark- aðnum og íslensk vátryggingafélög sæki nú í auknum mæli á erlenda markaði. Meginmarkmið útrásarinn- ar sé að veita íslenskum fyrirtækjum vátryggingarþjónustu vegna starf- semi þeirra erlendis, aukin fjöl- breytni í starfsemi og bætt áhættu- dreifing. Jafnframt segir í grein þremenn- inganna hjá FME að umsóknum um virka eignarhluti í vátryggingafélög- um hafi fjölgað nokkuð á síðustu ár- um og í dag sé um fáa en stóra virka eignarhluti að ræða í tryggingafélög- unum. Markaður á traustum fótum Hörð samkeppni íslensku tryggingafélaganna að mati Fjármálaeftirlitsins Morgunblaðið/Kristinn Tryggingafélög Meðal stóru tryggingafélaganna á markaðnum er Sjóvá sem keppir m.a. við VÍS, Tryggingamiðstöðina, Vörð og fleiri félög. PENNINN hefur gengið frá kaup- um á 80% hlutafjár í húsgagnafyr- irtækinu Coppa í Lettlandi. Sam- kvæmt tilkynningu frá Pennanum er Coppa leiðandi á lettneska hús- gagnamarkaðnum, með áherslu á skrifstofu- og hótelhúsgögn, og rekur einnig verslun með heim- ilishúsgögn og ljós og starfrækir stólaverksmiðju. Meðeigendur Pennans í Coppa eru arkitektar sem hafa rekið fyrirtækið frá upp- hafi og munu starfa áfram við reksturinn. Rekstur Coppa er sagður falla vel að annarri starfsemi Pennans á þessum slóðum en nú þegar hefur Penninn keypt skrifstofuvörufyr- iræki í Lettlandi, Eistlandi, Litháen og Finnlandi. Meðal viðskiptavina Coppa eru Hansa banki, ráðhús Riga, Hewlett Packard, Hotel Reval og Hotel Bergs. Heildartekjur Coppa voru um 4,5 milljónir evra á síðasta ári og starfsmenn eru 25. Segir í tilkynningu að áratuga reynsla og þekking starfsmanna Pennans á húsgagnamarkaðnum eigi eftir að nýtast vel við uppbygg- inguna í Lettlandi og jafnframt komi þekking og reynsla Coppa til með að nýtast við þróun á vöru- og þjónustuframboði Pennans á Ís- landi, m.a. á sviði hótelinnréttinga og lýsingarbúnaðar og ljósa. Kaupa hús- gagnafyr- irtæki í Lettlandi Riga Höfuðborg Lettlands er falleg. ● ÁKVEÐIÐ hefur verið að færa 9,71% hlut hollenska eignarhalds- félagsins Kjalar Invest B.V. í Kaup- þingi banka hf. undir nýtt óstofnað félag í eigu sömu aðila. Hið nýja óstofnaða félag verður hollenskt eignarhaldsfélag, sem verður syst- urfélag Kjalar Invest B.V. Jafnframt hefur verið ákveðið að færa 0,17% hlut Eglu hf. í Kaupþingi banka yfir í sama óstofnaða félag. Gert er ráð fyrir að stofnun félagsins og yf- irfærslan á hlutunum, samtals 9,88%, muni eiga sér stað á næstu dögum, alls um 73 milljónir hluta. Markaðsvirði hlutafjárins er hátt í 80 milljarðar króna. Hið nýja félag og Kjalar Invest B.V. verða bæði í 100% eigu Kjalar Holding B.V. Kjalar er að meirihluta í eigu Ólafs Ólafs- sonar, stjórnarformanns Samskipa. Kjalar og Egla færa til hluti í Kaupþingi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.