Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 27 ✝ Svanhvít Ingv-arsdóttir fædd- ist á Undirvegg í Kelduhverfi 18. september 1923. Hún andaðist á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík 11. júní síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Ingvar Sigurgeirs- son bóndi á Undir- vegg, f. 23.10. 1889, d. 2.11. 1952 og Sveinbjörg Valdi- marsdóttir, f. 20.9. 1895, d. 1.6. 1963, þau skildu 1943. Systkini Svanhvítar eru: 1) Jóhanna, f. 13.4. 1916, d. 16.3. 1998, gift Árna Jón- assyni, f. 1916, d. 1998, 2) Óskar, f. 5.2. 1918, d. 5.8. 1992, kvæntur Guðrúnu Árnadóttur, f. 1922, 3) Kristbjörg, f. 7.9. 1919, gift Her- berti Tryggvasyni, f. 1917, d. 2005, 4) Ragnheiður, f. 4.4. 1926, sam- býlismaður Baldvin Ingibergur Björgvinsson, f. 1924, d. 1992, 5) Baldur, f. 21.2. 1930, d. 23.4. 2005, kvæntur Önnu Jónínu Valgeirs- dóttur, f. 1931, og 6) Auður, f. 28.9. 1934, gift Agli Jónssyni, f. 1930. 7 ára gömul fór Svanhvít í fóst- ur til föðursystur sinnar, Sig- urrósar Sigurgeirsdóttur hús- freyju á Grásíðu í Kelduhverfi, f. 26.3. 1878, d. 10.6. 1939, og ólst hún þar upp til fullorðinsára. Fóst- ursystkini hennar voru börn Sig- urrósar og manns hennar Þór- arins Þórarinssonar, f. 1859, d. 1915: 1) Þórarinn, f. 22.1. 1911, d. 26.12. 1995, kvæntur Jóhönnu Haraldsdóttur, f. 1900, d. 1983, 2) Kristbjörg Guðrún, f. 21.1. 1913, d. 26.5. 1948, gift Steingrími Björns- syni, f. 1910, d. 2003, 3) Þorbjörg, f. 28.5. 1914, d. 28.2. 1994, gift Kristjáni Sófusi Bender, f. 1915, d. 1975, og 4) Þorgeir Einar, f. 12.12. 1915, kvæntur Ragnheiði Ólafs- f. 26.9. 2002. 3) Þórólfur, f. 16.2. 1955, sambýliskona Esther Gísla- dóttir, f. 16.12. 1962, börn þeirra eru a) Steinunn Martha, f. 14.3. 1982, sambýlismaður Hilmar Ingi- mundarson, f. 2.12. 1977, dóttir þeirra er Íris Harpa, f. 25.6. 2005, b) Jónas, f. 31.7. 1985, sambýlis- kona Hrefna Sif Jörgensdóttir, f. 28.4. 1988, og c) Gunnar, f. 28.10. 1988, unnusta María Jóhanna Jó- hannsdóttir, f. 18.1. 1987. 4) Sveinn Valdimar, f. 9.2. 1963. Svanhvít nam í barnaskóla í Kelduhverfi og svo í unglinga- skóla að Lundi í Öxarfirði, hún var einn vetur í bóklegu námi við Iðn- skólann á Akureyri og veturinn 1949-50 við nám í Tóvinnuskól- anum á Svalbarði við Eyjafjörð. Hún fékkst við ýmsa vinnu fram að hjónabandi, var m.a. kaupakona á Grænavatni í Mývatnssveit, Skóg- um undir Eyjafjöllum og Syðri- Bægisá í Öxnadal, ráðskona vega- vinnumanna á Hólsfjöllum eitt sumar og Holtavörðuheiði annað sumar, og sláturhúsráðskona á Kópaskeri tvö haust. Á veturnar var hún í kaupstað, fyrst á Akur- eyri þar sem hún vann á hóteli og síðar í Reykjavík, þar sem hún vann meðal annars í kjötbúð, þvottahúsi og vefstofu. Eftir að Svanhvít giftist sinnti hún eingöngu húsmóðurstörfum jafnframt því að ganga í búverk með manni sínum. Þau keyptu jörðina Syðri-Leikskálaá í Kinn árið 1952 og fluttu þangað um sumarið, þar voru allar byggingar úr torfi og grjóti í afar lélegu ástandi, þurfti því að byggja þar allt upp, fyrst peningshús og svo íbúðarhús. Þau bjuggu þar til 1974 að Jónas veiktist og var sjúklingur upp frá því. Þau áttu þar áfram heimili, þar sem Svanhvít sinnti áfram sínum húsmóðurskyldum að viðbættri umönnun bónda síns, þar til hann fór alfarið á stofnun 1992. Útför Svanhvítar verður gerð frá Þóroddsstaðakirkju í Kinn í dag og hefst athöfnin klukkan 14. dóttur, f. 1920, d. 2002. Auk þess sem Sigurrós ól upp bróð- urson sinn og fóst- urbróður Svanhvítar, Sigurð Jónsson, f. 24.12. 1919, kvæntur Jóhönnu Ólafsdóttur, f. 1927. Sveinbjörg Valdi- marsdóttir, tók árið 1943 upp sambúð við Þorgeir Kristjáns- son, f. 12.10. 1895, d. 7.2. 1975. Þau bjuggu fyrsta áratuginn á Garði í Kelduhverfi en fluttu til Húsavíkur 1953 og bjuggu þar síð- an. Börn hans af fyrra hjónabandi voru: 1) Helga, f. 21.5. 1917, d. 30.7. 1985, gift Ásgeiri Kröyer, f. 1914, d. 1997, 2) Hulda Margrét, f. 16.6. 1923, gift Gunnari Guðjóns- syni, f. 1918, þau skildu, og 3) Óli Geir, f. 10.8. 1926, kvæntur Ásu Hafdísi Þórarinsdóttur, f. 1928, d. 2003. Svanhvít giftist 3.11. 1951 Jón- asi Þórólfssyni, f. á Sílalæk í Aðal- dal 8.11. 1924, d. 8.7. 1997. Börn þeirra eru: 1) Ingibjörg, f. 12.3. 1952, gift Guðmundi Ásgeiri Ell- ertssyni, f. 1950, þau skildu, sonur þeirra er Stefán Hafþór, f. 8.5. 1972. Sambýlismaður Ingibjargar er Haukur Gunnlaugsson, f. 30.1. 1955, sonur þeirra er Hallur Ragn- ar, f. 21.4. 1985. 2) Sigurrós Soffía, f. 5.8. 1953, gift Óskari Gunnlaugs- syni, f. 27.5. 1938, synir þeirra eru Ásgeir Ingi, f. 9.7. 1983, sambýlis- kona Jóhanna Sigurbjörnsdóttir, f. 5.2. 1984, dóttir þeirra er Helga Kristey, f. 11.9. 2006, og Finnur Ármann, f. 2.10. 1988. Áður átti Sigurrós soninn Jónas Bjarka Björnsson, f. 18.9. 1972, sambýlis- kona Arnleif Steinunn Höskulds- dóttir, f. 1.2. 1970, börn þeirra eru Lilja Björk, f. 9.10. 1995, Berglind Rós, f. 1.7. 1998 og Höskuldur Dúi, Við systurnar vorum fæddar að Undirvegg í Kelduhverfi í hópi sjö systkina. Tvö systkinin voru yngri en við og þrjú eldri. Við fæddumst í torfbæ sem í var baðstofa þiljuð að innan og með fjalagólfi. Þar sváfu allir fjölskyldumeðlimir. Fátækt var almenn og þó sérstaklega á barn- mörgum heimilum. Þannig að þegar Svana var sjö ára fór hún í fóstur á Grásíðu í Kelduhverfi hjá föðursyst- ur okkar og ólst þar upp fram yfir fermingu. Svana var tveimur og hálfu ári eldri en ég. Þegar við uxum úr grasi fengum við að skreppa á milli bæja. Þá fór maður gangandi og var þrjá klukkutíma frá Undirvegg niður í Grásíðu. Ég minnist þess aldrei að hafa verið lúin þegar ég komst á leiðarenda. Mér fannst mik- ið til Svönu koma því hún kunni að róa prammanum á Víkingavatninu. Það var heilt ævintýri að fara út á prammann með Svönu. Á veturna þá renndi hún sér á skautum á þessu sama vatni, þá ísilögðu. Svana var svo vel í sveit sett, að samkomuhúsið var rétt við hliðina á Grásíðu. Það hét Fundarhúsið og þótti mikið mannvirki. Dansað var uppi og kaffi selt niðri. Einnig voru leikin leikrit uppi. Meðal annars leik- ritið Kinnahvolssystur. Þá var það til siðs að stúlkurnar sætu á bekkjum meðfram veggjunum og svo komu herrarnir að bjóða upp í dans. Mús- íkin var ein harmonika. Þá var mars- erað og farið í hringdansa. Lýsingin var einn olíulampi og ekkert raf- magn þar, frekar en annars staðar. Þar kynntist ég mínum lífsförunaut. Í þá daga fóru stúlkur yfirleitt snemma að heiman og þannig var það líka með okkur Svönu. Við vor- um samtímis fyrst á Akureyri og svo í Reykjavík og vorum þá í slagtogi við hvor aðra. Í Drápuhlíðinni leigð- um við á sama stað, hvor sitt her- bergið. Þá var Svana á saumanám- skeiði á kvöldin til að sauma mynd af Grásíðu. Myndin var fyrirferðarmik- il og strekkt á grind en Svana drösl- aðist samt með hana á milli staða í strætó. Þegar Svana var sjötug þá kom hún til Raufarhafnar í heimsókn til mín og var að hjálpa mér að vefa gólfmottur. Þarna ófum við úr göml- um nælonsokkum og fleiru og skemmtum okkur konunglega í kjall- aranum við vefnaðinn, systurnar. Í tilefni af afmælinu komu Baldur bróðir okkar og Anna kona hans frá Húsavík og við fórum í bíltúr austur á Axarfjarðarheiði og skoðuðum sæluhúsið og sáum heim að Hraun- tanga. Við borðuðum á Þórshöfn og síðan var haldið heim, allir sælir og glaðir. Ég þakka Svönu systur minni samfylgdina og óska henni góðrar heimkomu. Ragnheiður systir. Okkur langar til að minnast hvunndagshetjunnar Svanhvítar frænku okkar, sem var jafnan kölluð Svana. Hún var fædd og uppalin í Keldu- hverfi og var næst í systkinaröðinni við móður okkar. Þær tvær voru alla tíð góðar vinkonur. Svana bjó sinn búskap ásamt manni sínum og fjórum börnum á Leikskálaá í Köldukinn. Við minnumst hennar ætíð fyrir hennar léttu lund og frændrækni. Það birtast okkur svo margar bjartar minningar þegar við hugsum til hennar. Eitt sinn kom hún með strand- ferðaskipi frá Húsavík og átti stutta viðkomu á Raufarhöfn. Málið var það að svo mikill vöruflutningur var með skipinu að ekki var hægt að setja landganginn niður. Þannig að Svana frænka lét hífa sig frá borði upp á bryggju í gámi, því svo sann- arlega ætlaði hún að heimsækja systur sína, þó ekki væri nema í smá- stund. Fátt stöðvaði hana þegar hún hafði tekið ákvörðun. Ég minnist þess líka hvað það gladdi fjölskyldu mína þegar dóttir mín fermdist, þá fjarri ástvinum heima eða úti í Danmörku þar sem við bjuggum, að þá sendi Svana frænka henni ljóð svo undurfallegt sem hún samdi sjálf. Þannig var hún, gaf alltaf af sjálfri sér. Hún var alvön að senda sínu fólki ljóð við ýmis tækifæri. Til eru ljóð, stökur og greinar eftir hana sem birst hafa á prenti. Hún var mikill unnandi íslenskrar tungu og var í samstarfi við fræðimenn vegna söfnunar á orðum og hugtök- um og uppruna þeirra. Einnig hafði hún mikinn áhuga á fornum búskap- arháttum og hvernig fólk komst af hér áður og fyrr. Hún gerði margar skýrslur fyrir þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins þar að lútandi. Til er eftir hana fjöld- inn allur af útsaumuðum myndum með ýmsum sporum. Hún prjónaði talsvert mikið og greip í saumavél eftir þörfum. Hún eldaði góðan mat og bakaði gott brauð. Hún var af- spyrnubókhneigð og var sérlega fljót að lesa. Eftir að börnin hennar fullorðn- uðust fór hún að fara stöku sinnum til Reykjavíkur til að meðtaka menn- ingarstrauma, eins og hún orðaði það, þ.e. fara í leikhús og heimsækja fólkið sitt. Ýmist fór hún á milli bæja á tveimur jafnfljótum eða í strætó. Það var smámál. Ef til vill væri minni einmanaleiki hjá fólki ef það væri jafnduglegt að rækta samband við fólkið sitt eins og hún. Blessuð veri minning Svönu frænku. Dýrfinna og Erna Fjóla. Svanhvít Ingvarsdóttir Það kemur að kveðjustundu þá í hinsta sinn er kvatt. Í brjósti bærist tregi og minningar birtast hratt. Hún sagði okkur sögur og þulur, bar áfram sinn feðraarf, sinnti af alúð heimilinu, það var hennar lífsins starf. Hún varðaði okkur börnunum veginn, við reynum að feta þá slóð, hún hafði á öllu skoðanir og kunni að yrkja ljóð. Sú var allra besta móðir sem hér er núna kvödd, hún vann verkin sín í hljóði og kvaddi lífið södd. Sveinn Valdimar. HINSTA KVEÐJA ✝ Móðir okkar, amma og langamma, VIGDÍS BJARNADÓTTIR, Jörfabakka 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 19. júní kl. 13.00. Þorgeir Ingvason, Guðrún Þorgeirsdóttir, Margrét Ingvadóttir, Kristinn Guðmundsson, börn og barnabörn. Nú þegar Marinó hefur kvatt lang- ar okkur systurnar að minnast hans með fáeinum orðum. Marinó ólst upp hjá föðurafa okkar ásamt Birni Ás- mundssyni sem látinn er fyrir all- mörgum árum, einnig ólst faðir okkar Andrés Gilsson að hluta til þar upp og talaði Marinó alltaf um hann sem uppeldisbróður sinn. Marinó hefur alla tíð skipað stóran sess í lífi okkar systkinanna. Flest að- fangdagskvöld var hann heima hjá okkur, einnig eru það veiðiferðir, rétt- arferðir og jafnvel ferðir í berjamó sem við minnumst með honum. Í rétt- arferðunum fannst okkur hann oft verða svolítið einkennilegur eftir að hafa drukkið úr flösku sem hann var með. Er við spurðum hvað hann væri að drekka var svarið að þetta væri lífsins vatn. Marinó var ekki allra en þeim sem hann tók var hann traustur. Viljum við minnast á Guðna og fjölskyldu hans. Guðni var honum alla tíð góður vinur þrátt fyrir rúmlega 50 ára ald- ursmun, og reyndist honum vel í lokin er úthaldið var búið. Ekki má gleyma að minnast á foreldra okkar, sem alla tíð sýndu Marinó mikla ræktarsemi, ekki síst hin síðari ár. Marinó var alla tíð hraustur og fór hann nær daglega í einn til tvo göngu- túra og var gengið rösklega, þetta gerði hann langt fram á tíræðisaldur. Þegar ég (Gurrý) var að byggja fyrir um 20 árum hjálpaði Marinó ósjaldan til, þá langt kominn á áttræðisaldur. Eins veit ég að hann hjálpaði Palla bróður okkar mikið er hann var að byggja. Það var honum mikið áfall er Palli lést af slysförum og ræddi hann oft um það við okkur að aldrei liði sá dagur að hann hugsaði ekki til hans. Marinó var bílstjóri framan af æv- inni, stundaði síðan sjó og almenna verkamannavinnu. Viljum við systurnar að lokum þakka Marinó fyrir tryggð við okkur í gegnum árin. Guðríður og Grímheiður Andrésdætur. Ég man svo vel þegar ég var lítil stelpa og Malli kom á nýja bílnum sín- um og bauð mér í bíltúr. Mér fannst ég vera eins og prinsessa í aftursæt- inu á rosalegri glæsikerru. Ég átti seinna eftir að hoppa upp í þennan bíl ansi oft því fjölskyldan okkar átti ekki bíl og alltaf var Malli reiðubúinn að hjálpa þegar þurfti að keyra til læknis eða eitthvað annað. Hjálpsemi er líka eitt það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður hugsar um mannkosti Marinó Þórðarson ✝ Marinó Þórðar-son fæddist í Reykjavík 30. júlí 1911. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði föstudaginn 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Ólafsdóttir og Þórður Jónsson. Marinó ólst upp í Laxholti í Borgar- hreppi hjá Ingveldi Einarsdóttur og Magnúsi Gilssyni. Marinó flutti til Reykjavíkur 1952. Hann vann sem bílstjóri, sjómaður og við almenn verkamannastörf. Síðustu árin bjó hann á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Marinós verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. hans. Hjálpsemi, hreinskilni og dugnað- ur. Hann var alltaf hreinskilinn og sagði meiningu sína beint út og þótt maður vildi kannski ekki alltaf heyra hana þá hafði maður oft gott af því að hlusta. Hann var líka einn mesti dugnaðar- forkur sem ég hef kynnst. Hann vann við byggingarvinnu fram á gamalsaldur, hann fór síðast í laxveiði með pabba 91 árs gamall og fór daglega í gönguferðir nánast þar til yfir lauk. En þó að hann hafi farið í sína síðustu laxveiðiferð 91 árs gamall þýðir það ekki að hann hafi hætt að hugsa um veiði. Þegar hann gat ekki lengur komið sjálfur í veiði þá fylgdist hann með í gegnum síma. Spurði hvernig veiðin gengi, hvernig veðrið væri og svo framvegis. Ef veiðin gekk illa þá var hann vís til að gera grín að okkur, enda hafði karlinn kímnigáfu sem hann týndi aldrei. Þó svo að það hafi alltaf verið erfitt að útskýra fyrir fólki hvernig við tengdumst Malla þá var hann einn nánustu skyldmenna okkar, án þess þó að vera mikið skyldur okkur. Og kannski var erfitt að útskýra það ein- mitt vegna þessa, maður vildi gera grein fyrir því hve stór hluti af okkar lífi hann var þótt hann væri ekki pabbi okkar eða afi. Hann var alltaf hluti af lífi okkar og því minnumst við hans á margan hátt; pönnukök- umeistarinn, ökukennarinn, Bræðra- borgarstígurinn verður ekki nefndur án þess að maður hugsi til Malla og frómasinn hennar mömmu ekki held- ur. En síðast en ekki síst mun ég aldr- ei gleyma því að hann hafði alltaf fulla trú á mér og stappaði í mig stálinu svo ég missti ekki móðinn, fylgdist með hvernig mér gekk í skólanum og hvatti mig áfram þegar ég var kjark- laus. Ég mun ætíð vera þakklát fyrir það því það er góð tilfinning að hafa trú á sjálfum sér og sú tilfinning er eitt af því sem Malli gaf mér. Takk fyrir öll árin elsku Malli, hvíldu í friði. Rut, Guðni, Hrönn og Karen Yin. Látinn er í hárri elli einn af mínum gömlu skipsfélögum, Marinó Þórðar- son frá Borgarnesi. Við Marinó vor- um saman á nokkrum skipum. Alltaf fannst mér Marinó vera í góðu skapi, afskaplega samvinnuþýður og góður félagi. Nú seinni árin hefur orðið lengra á milli þess að við hittumst en ég hringdi nokkuð oft í hann. Þá var spjallað um gömul uppátæki, mest frá því um og upp úr 1950. Ég minnist eins atviks, þá var ég stoltur af Mar- inó, við vorum tveir að ganga frá á fordekkinu, lestarlúgan var opin og skipstjóranum lá eitthvað á, hann öskraði á okkur og sagði svona verið þið fljótir. Marinó gekk rólega aftur dekkið og kallaði upp í brú: Væri hægt að biðja kafteininn að slá af ferðinni, við blotnum. Kallinn skellti aftur glugganum og sló á stopp. Við höfðum verið á fullri ferð á móti norð- an ofsaroki. Ég geymi allar góðu minningarnar um samveru okkar, hafi hann bestu þakkir fyrir gamlar samverustundir. Ég veit að Marinó gengur glaður á Guðs fund. Karl Jóhann Ormsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.