Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.06.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2007 31 Atvinnuauglýsingar Verkamenn óskast Mótás hf., byggingarfélag, óskar eftir verk- amönnum til framtíðarstarfa. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu félagsins, Stangarhyl 5, Reykjavík eða í síma 567 0765. Húsnæði í boði Glæsileg útsýnisíbúð á Seltjarnarnesi Til sölu glæsileg útsýnisíbúð á fjórðu hæð við Austurströnd 6 á Seltjarnarnesi. Stærð íbúðar er rúmir 100 fm en að auki fylgir henni 23,8 fm stæði í bílskýli, geymsla og sameiginlegt þvottahús á hæð. Ásett verð er 31,5 m. Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur hjá Lögmannsstofu Árna Ármanns Árnasonar í síma 697 3379. Lögmannsstofa Árna Ármanns Árnasonar ehf., Skúlagötu 30, 101 Reykjavík, s. 551 1348, netfang: logmannsstofa-aaa@simnet.is Raðauglýsingar Næstu útdrættir fara fram 21. júní & 28. júní 2007 Heimasíða á Interneti: www.das.is Elsku besta lang- amma. Takk fyrir allan tím- ann sem við áttum saman og takk fyrir að kenna mér að spila, það var alltaf jafngaman þegar ég vann þig þegar við spiluðum „fant“. Það var alltaf svo gaman að koma til þín og stundum bökuðum við pönnukökur saman og fengum okkur heitt kakó. Ég ætla að geyma vel all- ar hosurnar og alla vettlingana sem þú prjónaðir og gafst mér. Ég vona að þér líði vel hjá Guði. Ég elska þig og sakna þín. Þín Jasmín Ásta Óladóttir Elsku Óla. Ég trúi því ekki að þú skulir vera farin frá okkur. Þetta gerðist allt svo snöggt. Þú varst alltaf svo hress og kát og það var alltaf svo gott að koma til þín. Ég hitti þig fyrst fyrir rúmum 10 árum þegar ég fór að vera með honum Óla Rúnari, ömmustráknum þínum. Þú varst alltaf svo glæsileg til fara og það var alltaf svo gaman að spjalla við þig um heima og geima. Það var svo gaman hvað þú og Jas- mín Ásta, dóttir okkar Óla, voruð miklar vinkonur. Hún naut þess í botn að fá að fara til þín eftir leik- skólann og spila við þig og fá heitt kakó. Það eru nú sennilega ekki mörg 5 ára börn sem kunna að spila Rommý, en þú kenndir henni það og það mun aldrei gleymast. Ég man sérstaklega eftir einu atviki þegar ég kom að sækja Jasmín Ástu, en hún hafði verið hjá þér því ég var í skól- anum. Þá var hún búin að búa til hús á miðju stofugólfinu. Hún var með alla stólana þína, alla púðana og teppi og ég veit ekki hvað og hvað. Svo var hún búin að dreifa úr 2 spila- stokkum inni í „húsinu“, því það voru flísarnar! Þú varst nú ekki mikið að kippa þér upp við þetta, það var nú vel hægt að laga til á eftir. Svona varst þú, það var alltaf allt ekkert mál. Það var gott að þú fékkst að kynn- ast honum Eyjólfi Snæ, litla lang- ömmustráknum þínum, ég man hvað þú varst glöð þegar hann var skírður Eyjólfur, eins og strákurinn þinn. Leitt að þið fenguð ekki meiri tíma saman. Í dag kveð ég þig með söknuði, elsku Óla mín, minningin um þig mun lifa áfram í hjörtum okkar. Guð geymi þig. Ragnhildur Hauksdóttir. Jæja, þá er komið að því sem ég hélt að langt væri í, að skrifa minn- ingargrein um hana ömmu mína, Ólöfu Ólafsdóttur (ömmu á Selfossi). Ömmu kvaddi ég fyrir 3 vikum á laugardegi við hestaheilsu og þá var hún á leið í aðgerð sem átti ekki að vera mjög stór. Hún talaði mikið um það sem átti að gera í framtíðinni og var ekki á henni að heyra að hún væri að yfirgefa hið jarðneska líf á næstu árum, en ég hafði alltaf trúað því að hún amma á Selfossi yrði alla- vega 100 ára en því miður rætist það ekki og því sit ég núna við skriftir. Það eru mikið margar minningar sem fara í gegnum huga manns á svona stundu og það er margt sem maður minnist frá Tryggvagötu 12 þar sem amma bjó lengst af. Eina frábæra minningu á ég af mörgum, þetta var rétt eftir að afi Kristmund- ur lést, amma hafði þá tekið við öllum garðverkunum sem hann hafði haft á sínum snærum og að sjálfsögðu hafði hún sett niður kartöflur um vorið í einhverja 30 fermetra og nú var komið haust og það átti að fara að Ólöf Ólafsdóttir ✝ Ólöf Ólafsdóttirfæddist á Syðra- Velli í Gaulverja- bæjarhreppi 19. júlí 1921. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 2. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Selfosskirkju 11. júní. taka upp. Amma hringir í mig að kvöldi, ég var sennilega þá svona 10 ára og biður hún mig að koma í fyrramálið og taka upp með sér kartöflurnar. Ekkert mál, ég mæti svo um kl. 8.30 og viti menn, þá er amma nánast búin, sú gamla hafði ekkert getað sof- ið um nóttina og dreif sig bara á fætur kl. 6 og vildi bara drífa þetta af, ekkert hangs neitt, enda mikill drifkraftur í henni. Þetta var alveg lýsandi fyrir hana, drífa hlutina áfram, ekkert hangs, og alltaf á jólum þegar hún var í mat hjá okkur úti í Lóurima eða í Sóltúni þá hringdi ég í hana og sagðist sækja hana kl. 17, þá hringdi hún alltaf rétt fyrir og spurði hvar maður væri – hún vildi drífa hlutina áfram. Amma, við eigum eftir að sakna þín svo mikið, það verða erfið jól sem ganga í garð næst þegar þú verður ekki við borðið með okkur og sætið þitt verður autt, þá verður maður bara að hugsa um allar stundirnar með þér í gegnum árin. Guð geymi þig, elsku amma. Þinn Óli Rúnar. Elsku amma mín. Ekki bjóst ég nú við því að ég þyrfti að skrifa minningargrein um þig fyrr en eftir nokkur ár en þegar ég settist niður kom fullt af minn- ingum í hugann. Alltaf þegar ég kom í heimsókn þegar ég var yngri þá spiluðum við. Þú kenndir mér að spila ólsen, ólsen og rommí og leyfðir mér nú oftast að vinna. Einnig kenndir þú mér að spila vist og mikið var gaman að fá að spila við þig, Önnu og Halldóru. Þú kenndir mér að búa til pönnukökur og í gamla daga bökuðum við mjög mikið af þeim. Þá sat ég uppi á borði og bjó til deigið en þú bjóst kökurnar til. Þeg- ar ég varð eldri þá fékk ég að gera þær sjálf og þá var ég ofsalega mont- in þegar þær urðu flottar. Mér fannst það frábært. Þegar ég var 6 ára kenndir þú mér að prjóna. Mér fannst fátt skemmti- legra en að koma til þín að prjóna og ég hef ekki hætt síðan. Þú varst alltaf að spyrja mig hvað ég væri að prjóna og alltaf fannst þér jafn gaman að skoða það sem ég prjónaði. Á eftir að sakna þess að geta ekki sýnt þér það. Þú varst ein sú stundvísasta sem ég þekki. Þú varst alltaf tilbúin löngu áður en þú áttir að mæta og aldrei mættir þú seint. Það sem þú þurftir að gera það gerðir þú strax, það var aldrei beðið með hlutina, og höfum við systkinin erft það frá þér. Þú varst alltaf svo stolt af mér. Al- veg sama hvað ég tók mér fyrir hendur. Þú varst ofsalega montin þegar ég byrjaði að læra hjúkrun og fannst þér mikill styrkur í að hafa mig við hlið þér í öllu þessu. Erfitt var að vera á Kanarí og geta ekki verið við hliðina á þér í þessum veikindum. Daginn eftir að ég fór út varstu strax farin að spyrja hvort að ég væri ekki að fara koma aftur heim. Ég var búin að dekra þvílíkt við þig, bar á þig kremin þín og nudd- aði á þér fæturna. Sem betur fer tók mamma við nuddstarfinu þegar ég fór út og þér fannst það ekki leið- inlegt. Við hlógum allar að því að þegar þú færir heim þá myndir þú hringja í okkur mömmu og biðja okk- ur um að koma og bera á þig alla. Því miður getur það ekki gengið eftir. Gott var að heyra í þér á föstudeg- inum áður en þú varst flutt í bæinn. Það var í síðasta skipti sem ég heyrði röddina þína. Þú hljómaðir svo vel og varst svo ánægð að heyra í mér. Ég bjóst nú við að geta talað við þig aft- ur en sú varð ekki raunin. Þetta sím- tal á ég alltaf í hjarta mínu. Amma mín, eins og þú sagðir sjálf þá átti þetta ekki að fara svona. Ég er mjög ánægð að ég gat hjúkrað þér seinustu dagana og er viss um að þú vissir að ég væri þarna. Ég vona að þér líði betur og ég er viss um að afi hefur verið ánægður að fá þig til sín. Amma mín, ég á eftir að sakna þín svakalega mikið og er þakklát fyrir allar þær minningar sem við eigum saman. Guð geymi ykkur afa saman. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær hjálp veitt á þessum degi Vertu nú yfir og allt um kring Með eilífri blessun þinni Sitji Guðs englar saman í hring Sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Prestshólum) Þín Unnur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.