Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 45 SÝNING Finnboga Péturssonar, Teslatune, sem nú stendur yfir í sýn- ingarsal Orkuveitu Reykjavíkur, er tileinkuð serbneska uppfinninga- manninum Nikola Tesla, sem vann til vísindalegra afreka á sviði rafmagns- fræðinnar. Tesla er faðir riðstraums- ins sem Finnbogi notar í innsetningu sinni til að framkalla hljóð sem hann hleypir í sjö mislöng rör sem annars eru notuð utan um jarðstrengi. Tíðni riðstraumsins er 50 rið og er það mis- jöfn lengd röranna sem ræður tón- hæðinni. Teslatune minnir óneitanlega á eldri sýningu Finnboga, „Móttaka“ sem haldin var á Kjarvalsstöðum ár- ið 1994 og samanstóð af sjö álíka rör- um sem lágu lárétt ofar hvert öðru eftir veggnum í miðrými hússins. Sams konar lögmál réðu þá útkom- unni, en meginmunurinn er staðsetn- ing röranna. Í orkuveitunni hanga rörin í örþunnum þráðum svo þau sýnast svífa af sjálfsdáðum innst í rýminu. Fjarlægðin á milli röranna er lengri en hún var á Kjarvals- stöðum þannig að hljóðið dreifist og ferðast lárétt eftir rýminu miðju í stað þess að ferðast meðfram veggn- um. Þetta er alvöru tæknirómantík með tilheyrandi glæsileika og skyn- rænu áreiti. Um leið og maður kem- ur inn í sýningarrými orkuveitunnar skella á manni hljóðbylgjurnar, svo áþreifanlegar að það er engu líkara en ósýnilegur brotaskúlptúr eða línu- teikning sé að bora sér leið inn í lík- ama manns. Á sama tíma er maður hugfanginn af jöfnum takti högg- anna, hreyfingu og seiðandi en snaggaralegum samhljómi auk vand- aðrar sjónrænnar útfærslu í rýminu. Hefur innsetningin hughreinsandi áhrif um leið og hún beinir athygli manns að líkamanum og jarðtengir mann. Talar því hvoru tveggja til andlegrar og efnislegrar tilvistar manns. Hvet ég þá sem hafa tök á að leggja leið sína á Bæjarháls og ná þar þráðlausu skynrænu sambandi við Teslatune. Morgunblaðið/ÞÖK Teslatune Finnbogi styðst við uppfinningu Nikola Tesla til að skapa magn- aða innsetningu í sýningarsal Orkuveitu Reykjavíkur. Alvöru tæknirómantík Myndlist 100° – Sýningarsalur Orkuveitu Reykjavíkur Opið mán. – fös. frá kl. 8.30-16.00. Sýn- ingu lýkur 29. júní. Aðgangur ókeypis. Finnbogi Pétursson Jón B. K. Ransu Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is FULLTRÚAR Samfylkingarinnar í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur, Oddný Sturludóttir og varamaðurinn Felix Bergsson, sátu hjá þegar Ragnar Bjarnason söngvari var útnefndur borg- arlistamaður á fundi ráðsins í síð- ustu viku. Oddný segir venjuna þá í ráðinu að á fundinum fyrir útnefning- arfundinn sjálfan, gefi formaður fólki tækifæri til að fjalla um hver eigi að vera borgarlistamaður og hugsa málið. Meirihlutinn ráði auðvitað alltaf valinu á endanum. Tillögur að því hverjir kæmu til greina sem borgarlistamenn hafi ekki verið teknar fyrir eða sýndar minnihlutanum í ráðinu. Ekki á móti valinu „Okkur var tilkynnt að þetta væri borgarlistamaður Reykjavík- ur og okkur hefði þótt eðlilegt að fulltrúar minnihlutans, sem og þeir tveir áheyrnarfulltrúar lista- manna sem sitja fundi ráðsins, hefðu komið að þessari ákvörðun, verið með í ferlinu. Raggi Bjarna er frábær söngvari og vel að þess- um heiðri kominn en við ákváðum að taka ekki afstöðu vegna þess- ara vinnubragða. Við vorum ekki á móti, við sátum bara hjá,“ segir Oddný. Hún ítrekar að Samfylk- ingin hafi ekkert út á Ragga Bjarna að setja og þyki hann frá- bær söngvari. Þetta sé hennar fyrsta ár í þessu ráði og því hafi þessi vinnubrögð komið flatt upp á hana. Þriðji fulltrúi minnihlutans, Árni Þór Sigurðsson úr Vinstri hreyfingunni – grænu framboði, hafði ekkert við útnefninguna að athuga og samþykkti hana. „Þetta var tillaga frá formanni. Mér skilst að þegar borgarlistamaður er valinn þá sé það yfirleitt þannig að formaður komi með tillögu, þannig hafi það verið gegnum ár- in. Mér finnst engin ástæða til að gera athugasemd við það núna,“ segir Árni. Aðspurður segist hann ekki vita hvað valdið hafi því að samfylking- armenn sátu hjá, hvort það hafi verið aðferðafræðinni að kenna eða valinu sjálfu. „Það bara kemur tillaga frá formanni og hún var þessi. Ég spurði bara hvaða aðferð hefði verið við- höfð, hvort ein- hver fagnefnd hefði tekið fyrir tillögur eða nöfn og svörin voru þau að svona hefði þetta alltaf verið. Nefnd- armenn gátu sent inn hug- myndir, við fengum tölvupóst þess efnis.“ Meirihlutinn ræður Kjartan Magnússon, formaður ráðsins, segir alla borgarfulltrúa mega koma með tillögur að því hver skuli útnefndur borg- arlistamaður. Þeir þurfi að koma þeim til ráðsmanna. Það hafi alltaf verið þannig að formaðurinn komi með tillögu og ráðið taki loka- ákvörðunina. Sé ágreiningur um útnefningu fari fram atkvæða- greiðsla og meirihlutinn ráði því hvernig fer. Samfylking sat hjá við út- nefningu borgarlistamanns  Oddný Sturludóttir gagnrýnir vinnubrögð meirihlutans  Öllum frjálst að koma með tillögu, segir nefndarformaður Kjartan Magnússon Oddný Sturludóttir Árni Þór Sigurðsson Morgunblaðið/Golli Í Höfða Ragnar Bjarnason tók lagið við afhendinguna í Höfða á 17. júní. ÞEIR feðgar Guðmundur Steingrímsson og Stein- grímur Guðmundsson eru í fararbroddi í íslenskum trommuleik; þó hvor með sínum hætti. Guðmundur einn fremsti djasstrommari okkar, en Steingrímur sá eini sem hefur náð valdi á tabla- trommunum indversku. Fátt þykir mér tilbreytingarminna en trommu- plötur og því kom skemmtilega á óvart hversu þeim feðgum tókst að halda athygli minni með fjölbreyttum pólífónískum hryntöfrum og orðlist. Upphafslagið ber sama nafn og skífan og er byggt á hinum fræga Haggard/Bauduce dúett: The Big Noise from Winnetka. Þar leikur Kristján Guðmundsson með á píanó og hinn kornungi og efnilegi Arn- ljótur Sigurðsson á bassa. Guðmundi bregst þar ekki bogalistin á settið frekar en fyrri daginn. Síðan taka við verk þar sem sett Guðmundar og tabla Steingríms eru í aðalhlutverki og oft kyrja þeir feðgar innganginn. Í Bright And Cold Day hljómar fugla- söngur Steingrímssonar eins og á Nafnakalli Guðmundar Ingólfssonar. Ekki má gleyma að Guðmundur sýnir burstafimi sína allvíða og slær bon- gótrommur og Steingrímur dar- bouka. Beat in A Dream er stór- skemmtilegt verk, með þjóðvísnatilvitnunum, sampli og dramatísku sampli. Skífa fyrir fleiri en trommugeggjara. Trommusveifla með indverskum blæ Tónlist Geisladiskur Guðmundur & Steingrímur: In the Swing of the Night.  Morgunblaðið/Eyþór Eplið og eikin Feðgarnir Steingrímur Guð- mundsson og Guðmundur Steingrímsson. Vernharður Linnet JÓN ÁSGEIR & afmælisveislan er í grunninn háðs- ádeila á íslenskt samfélag og þjóð- þekkta ein- staklinga. Teikni- myndasagan er grófgerð og „óvönduð“ en stundum fyndin. Teikningarnar eru þannig að búkar persóna og um- hverfi er handteiknað en hausarnir eru svo útklipptar ljósmyndir af andlitum viðkomandi. Stíll og andi teiknimyndasög- unnar er í anda South Park- sjónvarpsþáttanna og húmorinn er stundum andstyggilegur. Aðalskots- pónn sögunnar er Sjálfstæðisflokk- urinn enda Baugsfeðgar í aðal- hlutverkum. Ungir sjálfstæðismenn eru kjölturakkar og Björn Bjarna- son er sendur til Íraks, þar sem hann dvelur svo í góðum félagsskap við Bush, Cheney, Rice og Rums- feld. Davíð Oddsson er tekinn til sér- stakrar meðferðar og er m.a. látinn biðjast afsökunar á fautaskap sínum í gegnum tíðina. Það er reyndar klón hans sem gerir það. Jón Ásgeir & afmælisveislan er græskulaust gaman sem býður stundum upp á hæfilega kvikind- islegt grín og skot á stjórnmála- og valdafólk. Teiknimyndasagan er skemmtilegt form sem hentar aug- ljóslega í skopstælingu og háðs- deilur. En Jón Ásgeir er svona ein- nota bók, gerð í einum hvelli, og stenst til dæmis ekki samanburð við þær teiknimyndasögur sem Hug- leikur Dagsson hefur gefið út á und- anförnum misserum. Efst á baugi BÆKUR Teiknimyndasaga Eftir Óttar M. Norðfjörð. Sögur útgáfa 2007, 59 síður. Jón Ásgeir & afmælisveislan Geir Svansson SÝNINGAR Á SÖGULOFTI MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson 20/6 kl 20, 29/6 kl 20, 1/7 kl 15, 1/7 kl 20, 5/7 kl 20, 13/7 kl. 20, 14/7 kl 15, 14/7 kl. 20, 11/8 kl. 20, 12/8 kl. 20, 18/8 kl. 20, 19/8 kl. 20, 30/8 kl. 20, 31/8 kl. 20 Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR Á Byggðasafninu eru sex sýningar opnar í sumar: Saga Egyptalands, Þannig var... Saga Hafnarfjarðar, Leikfangasýning, Sívertsens-húsið, Siggubær og Álfasýning. Opið alla daga kl. 11:00—17:00 og til 21:00 á fimmtudögum. HAFNARBORG, MENNINGAR- OG LISTASTOFNUN HAFNARFJARÐAR Til 24. júní 2007 Salur I, Temma Bell “Ný málverk” Salir II og III, Louisa Matthíasdóttir og Leland Bell, “Sameiginlegt líf, uppstillingar” Bogaskáli, Ruth Boerefijn, “Innra landslag” Innsetning Opið: kl. 11:00—17:00 alla daga nema þriðjudaga, á fimmtu- dögum er opið til kl. 21:00. „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR LADDI 6-TUGUR Mið 20/6 kl. 20 UPPS. Fim 21/6 kl. 20 UPPS. Fös 22/6 kl. 20 UPPS. Lau 23/6 kl. 20 UPPS. Sun 24/6 kl. 20 UPPS. Fim 28/6 kl. 20 Síðustu sýningar Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.