Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 31 MINNINGAR ✝ Stefanía ÞórdísSveinbjarnar- dóttir fæddist í Reykjavík 19. júní 1944. Hún lést 4. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elínborg K. Stefánsdóttir, f. 1904, d. 1996, uppal- in í Hrútafirði, og Sveinbjörn Bene- diktsson, f. 1894, d. 1948, frá Grenj- aðarstað í Suður- Þingeyjarsýslu. Stefanía giftist 17.11. 1962 Sig- mundi Erni Arngrímssyni og áttu þau eina dóttur, Öldu Helen, f. 23.12. 1962. Stefanía og Sigmund- ur skildu. Stefanía fluttist til Kanada 1973 og þar giftist hún Raymond Dignum og eiga þau eina dóttur, Louise, f. 27.1. 1982. Stefanía ólst upp í Reykjavík. Hún lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum 1962 og námi í Leik- listarskóla L.R. 1966. Stefanía rak sauðfjárbú í Kanada og varð fyrst til að flytja sauðfé frá Ís- landi og kom upp góðum stofni og var vel kunn fyrir störf sín við sauðfjárbúskap og ullar- vinnu. Minningarathöfn um Stefaníu verður í Digraneskirkju í dag og hefst hún klukkan 11. Jarðsett verður í duftreiti Kópavogskirkjugarðs. Dísa, kær mágkona og frænka, er kvödd í dag. Þakklæti fyrir samverustundir með henni er efst í huga. Dísa var jákvæð, glaðvær og kraftmikil kona sem lét ekki hindranir standa í vegi fyrir því sem hún vildi framkvæma. Það var ávallt tilhlökkunarefni þeg- ar hún kom í heimsókn. Okkur systkinunum fannst yfir henni ein- hver ævintýraljómi. Enda var lífs- hlaup Dísu fjölbreytt og hún hafði margt reynt. Hún var yngst sex systkina og oft var erfitt og þröngt í búi hjá móður hennar. Hún lagði fyrir sig verslunarnám í Samvinnu- skólanum og síðan leiklistarnám. Sýndi eljusemi og dugnað hvort sem var við skrifstofustörf eða í leikhúsi. Sauðfjárbóndi í Kanada varð að lok- um hennar lífsstarf. Þegar hún ákvað að hefja sauð- fjárbúskapinn kom hún til Íslands og leitaði að sauðfé um allt land. Kraftur hennar og framkvæmda- semi kom berlega í ljós við þetta verkefni. Þegar kaupum á sauðfénu var lokið og leyfisöflun, sem ekki var einfalt verk, leigði hún flugvél til að ferja bústofninn til Kanada. Hún var fyrsti og stærsti bóndinn með íslenskt sauðfé í Kanada, virt meðal bænda þar og þekkt fyrir starf sitt. Ullina vann hún og prjón- aði fínar vörur. Fyrir tæpu ári fékk hún krabba- mein. Hún einsetti sér að gefast ekki upp baráttulaust og tókst á við veikindin af jákvæðni og krafti. Hennar er nú sárt saknað. Tóma- rúmið fyllum við með góðum minn- ingum þar sem hlátur Dísu ómar og hún er hrókur alls fagnaðar. Dætrum, eiginmanni, barnabarni, systur og öðrum ástvinum sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Dísu. Stefnir, Birna, Brynja og Sigurður. Nú, þegar nóttin er björt og land- ið klæðist sínum fegursta skrúða, kveðjum við Stefaníu Sveinbjarnar- dóttur sem lést 4. febrúar sl. Það var fyrir 45 árum að við kvöddumst á hlaðinu í Bifröst, þökk- uðum fyrir tveggja ára samveru og ómetanlegar þroskastundir. Lífið beið handan við hliðið og af ungæð- islegri lífsgleði þutum við sitt í hverja áttina. Stefanía sem við kveðjum í dag var eins og við hin, full bjartsýni og ákafa að láta nú alla drauma rætast og það sem fyrst. Hún og Sigmund- ur bekkjarbróðir okkar höfðu þegar ákveðið að ganga saman út í lífið og haustið eftir fæddist þeim dóttirin Alda Helen. Leiklistin var þeim sameiginlegt áhugamál og gengu þau bæði á leiklistarskóla á sama tíma og unnið var að íbúðarsmíði og fjölskylduábyrgð jókst. Leiðir þeirra skildust að 1970 og fljótlega eftir það fréttum við af Stefaníu og Öldu litlu í fjarlægum löndum og seinna nær okkur í Kanada. Hópurinn frá Bifröst tvístraðist og hversdagslífið gleypti okkur um stund, meðan stoðir framtíðar voru treystar. Fréttir bárust af og til af Stefaníu, en það var ekki fyrr en við fréttum að hún væri orðin bóndi í Ontario sem áhugi á hennar lífi og fyrrum vináttu lifaði á ný. Kannske vegna þess hve ótrúlegt það var að vinkona okkar sem var þekktari fyr- ir leikkonu- og fyrirsætustílinn en smalamennskur og fjárstúss var allt í einu orðin frumkvöðull ræktunar íslenska fjárstofnsins í N-Ameríku. Stefanía og maður hennar Raymond Dignum lögðu allt undir þegar þau hófu innflutning á íslensku sauðfé til Kanada. Urðu í fyrstu fyrir miklum skakkaföllum, en seinni innflutning- ur Stefaníu árið 1990 blessaðist vel og allt íslenskt sauðfé í N-Ameríku á ættir að rekja til þeirra 90 lamba sem hún flutti þá vestur til Yeoman Farm. Stefanía var um árabil forseti félags þeirra sem rækta íslenskt fé vestra og fyrst til þess að hljóta leyfi til að selja líflömb af okkar sérstaka fjárstofni í N-Ameríku. Hún var einnig virkur félagsmaður í sam- bandi ullarvinnslufólks í N-Amer- íku. Seldi ull víða um heim og sá um að hægt væri að kynbæta stofninn með innflutning sæðis frá Íslandi. Ógleymanlegar verða þær stund- ir sem ritari þessara orða átti á heimili Stefaníu og Ray sumarið 2000 þar sem jörðin var könnuð, ærnar skoðaðar og sungið fram á miðjar nætur, aðallega gömlu fjár- lögin. Fyrir tæpum tveim vikum héld- um við bekkjarfélagarnir upp á 45 ára útskriftarafmæli og þar áttum við hljóða stund saman í minningu Stefaníu. Þó að hún væri lengst af langt í burtu frá okkur, þá átt hún sitt pláss í hjörtum okkar. Við sendum Ray og dætrum Stef- aníu, ættmennum og nánum vinum innilegar samúðarkveðjur. Minn- ingin um okkar ágætu bekkjarsyst- ur og þakklæti fyrir góðu árin í Bif- röst mun lifa meðal okkar. Bekkjarfélagarnir í Bifröst 1960-1962. Stefanía Þórdís Sveinbjarnardóttir ✝ Jón Þorsteins-son fæddist í Vestmannaeyjum 12. nóvember 1923. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 16. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þorsteinn Jónsson útvegsbóndi í Lauf- ási í Vestmanna- eyjum, f. í Gularás- hjáleigu í A-Land- eyjum 14.10. 1880, d. 25.3. 1965 og Elínborg Gísladóttir, f. í Júlíu- haab í Vestmannaeyjum 1.11. 1883, d. 5.3. 1974. Jón var 10. í röðinni af 12 systkinum. Þau voru 1) Þórhildur, 2) Unnur, 3) Gísli, 4) Ásta, 5) Jón eldri, 6) Fjóla, 7) Ebba, 8) Anna, 9) Bera, 10) Jón Þorsteinsson, sem við Erlingur Karlsson, þau eiga tvo syni. 4) Pétur, f. 10.5. 1956, kvæntur Sigrúnu G. Sigurðar- dóttur, f. 18.1. 1955. Þau eiga þrjú börn. 5) Jón Ragnar, f. 27.9. 1967 maki Katla Margrét Þorgeirsdóttir, f. 15.12. 1970. eiga þau einn son. Barnabörnin eru fimmtán, og langafabörnin tíu. Jón átti sín bernskuár í Vest- mannaeyjum og fluttist til Reykjavíkur 1942. Þar hóf hann störf hjá SÍF við niðursuðu. 1952 fluttist fjölskyldan til Vest- mannaeyja þar sem Jón starfaði sem yfirverkstjóri hjá Hrað- frystistöðinni. Eftir rúmlega tveggja ára dvöl í Eyjum flutt- ust þau til Reykjavíkur og vann Jón hjá niðursuðuverksmiðjunni Mata, síðar var hann verkstjóri hjá Jóni Gíslasyni í Hafnarfirði og síðan sem verkstjóri hjá Hval hf. í Hafnarfirði til starfsloka. Útför Jóns verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. kveðjum í dag, 11) Dagný og 12) Ebba. Eftirlifandi systur hans eru Fjóla, Anna, Bera og Dagný, og uppeldis- bróðir, Ástþór. Jón giftist Ingi- björgu Pétursdóttur 30. nóvember 1945, d. 12. október 2002. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Þorsteinn, f. 14.11. 1944, kvæntur Elfu Andrésdóttur, f. 9.3. 1945, þau eiga þrjá syni, áður átti Þorsteinn einn son. Móðir hans er Guðrún Andersen. 2) Elínborg, f. 3.12. 1949, gift Franklín Georgssyni, f. 2.4. 1951. Þau eiga þrjú börn. 3) Erna, f. 27.5. 1952, gift Sveini Sveinssyni og eiga þau tvo syni. Fyrri maki Tengdafaðir minn Jón Þorsteins- son er látinn. Ég kynntist Jóni nokkrum árum áður en vegir okkar Elínborgu dótt- ur hans lágu saman. Það var í byrjun áttunda áratugarins þegar ég starf- aði við hreinlætis- og búnaðareftirlit hjá Ríkismati sjávarafurða. Jón var þá verkstjóri hjá Hraðfrystihúsi Hvals í Hafnarfirði og heimsótti ég hann nokkrum sinnum við eftirlits- störf. Á þessum árum var verið að auka mjög kröfur um hreinlæti og búnað í fiskvinnsluhúsum og hafði tengdapabbi mikinn áhuga og þekk- ingu á þessum málum. Hann lagði oft til sínar eigin sérhæfðu lausnir á vandamálum sem byggðust frekar á langri starfsreynslu hans í matvæla- fyrirtækjum en á niðurnjörfuðum vinnureglum okkar eftirlitsmann- anna. Enda var það svo að hrein- lætis- og búnaðarmál voru til mikill- ar fyrirmyndar undir handleiðslu Jóns hjá Hraðfrystihúsi Hvals á þessum árum. Nokkrum árum síðar eftir að við Elínborg byrjuðum búskap starfaði ég tvö sumur við vinnslu hvalafurða hjá Hraðfrystihúsi Hvals. Á þessum árum var mjög eftirsóknarvert að starfa í hvalnum enda mikil vinna og hægt að ná töluverðum tekjum á stuttum tíma. Sérstaklega sóttu skólastrákar í Hafnarfirði í þessi störf og var samkeppnin mikil. Jón þurfti að velja eða hafna úr stórum hópi umsækjanda og fórst það yf- irleitt mjög vel úr hendi. Þeir eru enda ófáir Hafnfirðingarnir sem fengið hafa eldskírn sín við alvöru vinnu hjá „Jóni í Hvalnum“. Jón not- aði sérstakar innleiðsluaðferðir fyrir nýja unga starfsmenn. Fyrst þurftu allir nýliðar að byrja vinnu í frysti- klefanum í 40 stiga frosti, síðan gátu menn hækkað í tign og komist í tækjaklefann eða rengjaskurð. Flottast var þó að komast á lyftara en þeir voru ekki margir sem náðu svo hátt. Alltaf gekk þetta svo eins og í sögu og hvalafurðirnar runnu í gegn sumar eftir sumar undir styrkri stjórn Jóns. Þegar Jón lauk störfum hjá Hrað- frystihúsi Hvals kominn á áttræð- isaldur höfðu hvalveiðar legið niðri í mörg ár. Ég held að fullyrða megi að tengdapabbi hafi saknað hvalvertíð- anna sárt og gerði sér ávallt vonir um að hvalveiðar gætu hafist að nýju. Það var því ekki laust við að nýr glampi væri kominn í augu hans þegar ég heimsótti hann á Hrafnistu stuttu eftir að veiðar á langreyði hóf- ust aftur síðastliðið haust. Ég þakka fyrir allar góðu sam- verustundirnar og þá ánægju sem þú hefur fært okkur í áranna rás. Blessuð sé minning þín. Franklín Georgsson. Mig langar til að minnast elsku- legs tengdaföður míns með nokkrum orðum. Ég kynntist honum sumarið 1973. Þá starfaði hann í Hval hf. í Hafnarfirði en hann vann þar sem verkstjóri allt til starfsloka. Jón var árrisull maður og vann alla tíð mikið. Hann var ósérhlífinn og gerði miklar kröfur til sjálfs sín og annarra. Vann hann fram til sjötíu og sex ára aldurs og gaf sér ekki mikinn tíma til tóm- stunda. Hann hafði gaman af því að fá nágranna og vini til sín í heimsókn í Ásgarðinum og var þá stundum sungið saman, og mér þótti það góð- ar stundir, en Pétur sonur hans spil- aði þá oft á gítarinn. Var samheldni með nágrönnunum og mikill sam- gangur. Árið 1983 komu þau hjón og voru við útskrift sonar síns í Noregi og bjuggu þá hjá okkur, þó að Ingi- björg hefði þá nýverið fengið blóð- tappa og væri enn veik, en þau létu það ekki aftra sér frá að koma og samgleðjast okkur. Jón hafði áhuga á matargerð og var matmaður mikill en var ekki mikið fyrir sætindi. Ég kynntist hvalkjöti og lunda er ég kom inn í hans fjölskyldu en þetta var matur sem ég þekkti ekki. Hann var félagi í Akóges allt frá 1946 og naut samvista með félögum sínum þar og ferðaðist með þeim. Hann var ákveðinn, hlédrægur og með skemmtilegan húmor sem gladdi okkur alltaf. Meira segja tókst hon- um að gleðja okkur þegar hann var sjálfur sárkvalinn, með sínum fyndnu tilsvörunum. Að tjá tilfinn- ingar sínar var ekki hans sterka hlið og gat verið erfitt að nálgast hann. Hann bjó yfir ýmsu sem fékk ekki að njóta sín nægilega mikið. Hann hafði gaman af náttúrunni og stundaði veiðar og þar á eiginmaður minn góðar minningar með föður sínum. Hann var vel gefinn maður og víðles- inn. Hann var í áskrift á bókasafninu og las mikið um menn og málefni. Var hann fróður um fugla og náttúr- una. Hann hafði gaman af spilum og tefldi við barnabörnin en eins og sonur minn sagði „það var auðvelt að vinna pabba og Sigga afa, en Jón afi var erfiður“. Jón og Ingibjörg bjuggu í Ásgarði þegar ég kynntist þeim og síðar í Efstalandi. Síðustu 3 ár bjó Jón á Hrafnistu en þá hafði hann búið einn í 2 ár eftir andlát eig- inkonu sinnar og vildi komast þar sem fólk var, en þar gat hann sótt fé- lagsskap ef hann vildi. Jón var heilsuhraustur maður uns hann fékk krabbamein en hann hélt þeirri vitn- eskju fyrir sig lengi, uns hann deildi því með börnum sínum en hann vildi ekki valda þeim áhyggjum, enda ekki kvartsár maður. Í dag verður hann lagður til hinstu hvílu. Góðar minningar mínar um þig geymi ég í hjarta mínu. Elsku Jón, takk fyrir samfylgdina. Blessuð sé minning þín. Sigrún G. Sigurðardóttir. Í dag erum við að kveðja elsku afa okkar og við það rifjast upp margar góðar minningar. Bæði góðar stund- ir frá Efstalandi í æsku og síðar á Hrafnistu. Alltaf þótti okkur gaman að heimsækja ömmu og afa, því það- an kom maður alltaf með bros á vör með rautt ópal frá afa og annað góð- gæti frá ömmu. Afi hafði frá ýmsu skemmtilegu að segja og var alltaf stutt í glens og gaman. Minningin um góðan afa mun alltaf búa í hjarta okkar. Elsku afi, við söknum þín og þökk- um þér fyrir allar góðu stundirnar. Helga Franklínsdóttir og Rebekka Pétursdóttir. Elsku afi minn, vonandi líður þér betur þar sem þú ert núna og búinn að sameinast ömmu í himnaríki. Það var gott en erfitt að koma til þín í síðustu viku og kveðja þig. Þú áttir góða stund með okkur þó þú værir mikið veikur. Þú náðir þrátt fyrir það að gleðja lítinn dreng með sprelli og gríni, með því að gera fyndin svipbrigði og hljóð. Við höfum átt góðar stundir með þér á Hrafnistu, sérstaklega eftir að Jökull fæddist þar sem að þú og Jök- ull náðuð einstaklega vel saman. Þú kallaðir Jökul „klaka“ en þar held ég að þú hafir meira verið að stríða mér, hættir því aldrei. Þú hafðir gott lag á börnum, stríðinn og skemmti- legur. Það var mjög fyndið eitt skipt- ið þegar við vorum hjá þér. Þú faldir bolta sem þú og Jökull voruð búnir að leika ykkur með í hettunni hans Jökuls og þér fannst svo fyndið þeg- ar hann var út um allt að leita að boltanum. Leitt að þið fenguð ekki meiri tíma saman. Mínar minningar um þig ná langt aftur. Ég man svo vel eftir öllu heima hjá þér og ömmu í Ásgarðinum og svo síðar í Efsta- landinu, enda var ég svo mikið hjá ykkur. Þú kenndir mér og öllum börnunum að spila og þegar maður var hjá þér og ömmu þá spiluðum við oft saman. Þú gafst þér alltaf tíma. Ég man eftir sumargjöfunum frá þér. Ég man eftir stríðninni. Ég man eftir að hafa verið með þér í garð- inum en þú varst afar mikill garð- yrkjumaður og fagurkeri eins og fleiri í fjölskyldunni. Þú og amma voruð heppin, þið skilduð eftir ykkur hóp af glæsilegu fólki sem farið hefur í gegnum lífið stóráfallalaust. Hvers getur maður óskað sér meira að loknum ævidög- um. Afi minn, takk fyrir allt, hvíldu í friði. Við munum ávallt minnast þín og sakna. Þín Dagný Dögg og fjölskylda. Jón Þorsteinsson Elsku pabbi, Nú er stundin komin að kveðjast, ég vil bara þakka þér elsku pabbi minn stundirnar sem við áttum sam- an, ég veit að það mun koma mikið tómarúm í mitt líf, sérstaklega dag- ana sem við vorum vön að hittast. En ég veit að nú líður þér vel hjá mömmu. Ég kveð þig elsku pabbi með bæn- inni sem mamma kenndi okkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Birna Ísaksdóttir (Bidda). Ísak Jón Sigurðs- son ✝ Ísak Jón Sigurðsson fæddist áÍsafirði 11. janúar 1928. Hann lést á heimili sínu aðfaranótt 22. maí síðastliðins og var útför hans gerð frá Áskirkju 5. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.