Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is KVENNAHLJÓMSVEITIN Dúkkulísur held- ur uppá 25 ára afmæli sitt í ár. Í tilefni þess mun hún gefa út afmælisdisk í ágúst næstkomandi. Platan inniheldur 8 glæný lög. Þá skartar hún 10 eldri lögum: fjórum nýlegum og áður óútgefn- um, frá árunum 2001–2006, og sex stykkjum frá gamalli tíð. Hið elsta er frá árinu 1984. Lagavalið spannar því skemmtilega langt tímabil. Ný smáskífa „Við vorum að klára upptökur,“ segir Erla Ragnarsdóttir, dúkkulísa. „Nú erum við að hljóðblanda og svona.“ Þá bætir hún því við að lagið „Hvað á að gefa konum?“ hafi komið út í fyrradag, á kvenréttindadaginn 19. júní. Þá voru einmitt 22 ár liðin frá því að fyrsta hljómplata sveitarinnar kom út. Lagið gefur því forsmekk- inn að nýju plötunni. En hvað á að gefa konum? „Jafnrétti, réttlæti, ekkert múður og ekkert ves- en,“ segir Erla. Tónsmiðja fyrir ungar stelpur Sama dag og „Hvað á að gefa konum“ kom út opnuðu Dúkkulísurnar einnig nýja vefsíðu, www.dukkulisur.net. „Svo vorum við á kynning- arfundi á Austulandi í gær,“ segir Erla, „en við ætlum að efna til tónsmiðju fyrir ungar stúlkur í sumar.“ Þetta tónlistarnámskeið mun fara fram í ágúst dagana 7.-10. ágúst á Ormsteiti, lista- og menningarhátíð Fljótsdalshéraðs. „Við leggjum til aðstöðu, hljóðfæri og leiðsögn. Svo ætlum við bara að reyna að búa til slagverks-„kombó“, dú- etta, tríó, rokkhljómsveit; allt sem okkur dettur í hug. Þetta er hugsað sem tækifæri fyrir stelp- ur sem langar að prófa að syngja, spila og semja.“ Erla vonast eftir góðri mætingu á námskeiðið. „Á kynningarfundinn var ágætlega mætt, og svo vitum við um ýmsar stelpur sem voru einfaldega bara of feimnar til að mæta.“ Erla hvetur þessar stúlkur til að láta af allri feimni og fjölmenna í tónsmiðjuna þegar þar að kemur. „Þær stúlkur sem hafa áhuga eiga endilega að hafa samband við okkur, til dæmis á netfangið okkar, dukkul- isur@gmail.com.“ Afrakstur tónsmiðjunnar mun svo berast al- menningi til eyrna hin 25. ágúst, en þá munu þátttakendur spila á tónleikum með Dúkkulís- unum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Dúkkulísur Ein allt of fárra kvennahljómsveita á Íslandi. Í denn Dúkkulísur á tónleikum í gamla daga. Dúkkulísur www.dukkulisur.net www.myspace.com/dukkulisur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.