Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.06.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 171. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is MÖRG LIÐ BEST HUNDRUÐ SEX TIL ÁTTA ÁRA STRÁKA LÉKU SÉR Í FÓTBOLTA Á SKAGANUM >> 17 STRANDS DHOON VIÐ LÁTRABJARG MINNST MINNISVARÐI BJÖRGUNARAFREK >> 8                    FRÉTTASKÝRING Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is FLESTIR þeir sem til þekkja telja rétt- argæslukerfið allt of flókið þegar kemur að rannsókn efnahagsbrota. Fyrrverandi for- stöðumaður hjá skattrannsóknarstjóra rík- isins, Garðar G. Gíslason, sagði á morg- unverðarfundi um efnahagsbrot fyrr í mánuðinum að innbyggt flækjustig kerf- isins væri til þess fallið að draga alla máls- meðferð á langinn. Þá væru þess dæmi að Hæstiréttur hefði fellt niður refsingu í slík- um málum með vísan til þess að með óhóf- legri töf á málsmeðferð hefðu mannréttindi sakbornings verið fótumtroðin. Garðar líkti því að sæta rannsókn í efnahagsbrota- málum við það að hanga árum saman í hálf- gerðri snöru undir merkjum þessara mála og sagði að á þeim tíma gætu menn ekki verið vissir um réttarstöðu sína. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá ríkislögreglustjóra, sagði á sama fundi að embætti skattrann- sóknarstjóra væri óþarfur milliliður milli skattstofu og rannsóknaraðila og í raun og veru um tvíverknað að ræða þegar efna- hagsbrotadeild tæki við málum frá skatt- rannsóknarstjóra. Því mætti skoða þann möguleika að leggja embættið niður og nýta það fjármagn sem með því sparaðist til eflingar efnahagsbrotadeildarinnar. Sérstakt embætti saksóknara skatta- lagabrota þriðji kosturinn í stöðunni Þessu er Bryndís Kristjánsdóttir, skatt- rannsóknarstjóri ríkisins, ósammála. Í að- sendri grein, er birtist í Morgunblaðinu í gær, segir hún nærtækt að færa ákæru- valdið í alvarlegri skattalagabrotum frá ríkislögreglustjóra til skattrannsókn- arstjóra. Með því mætti koma í veg fyrir þann tvíverknað sem nú er viðhafður við endurrannsókn mála hjá ríkislög- reglustjóra auk þess sem skilvirkni myndi aukast og kostnaður við meðferð mála minnka. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir ekki koma til greina að ákæruvaldið verði tekið af embætti ríkissaksóknara og sjálfstæði embættisins skert. Hann segir að nú sé verið að leggja lokahönd á ákæru- valdskafla nýrra laga um meðferð saka- mála. Því sé rétti tíminn fyrir fjármála- ráðuneytið, sé vilji til þess, að ræða við ráðuneyti sitt um þá tilhögun að sérstakur saksóknari starfi með skattrannsóknar- stjóra með svipuðum hætti og saksóknari starfar nú með ríkislögreglustjóra. | 4 Morgunblaðið/G. Rúnar Seðlar Menn virðast sammála um að úr- bóta sé þörf í skattrannsóknaumhverfinu. Greitt verði úr flækjunni Sitt sýnist hverjum um úrbætur skattrannsókna Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is RÚMLEGA tvítugur Pólverji slas- aðist nokkuð í gær þegar sjóðandi vatn úr goshvernum Strokk skvett- ist yfir fætur hans. Vegfarandi kom manninum til kælingar og segir eft- irlit á hverasvæðinu vera allt of lít- ið. Maðurinn var ásamt fjórum fé- lögum sínum að skoða hverasvæðið snemma í gærmorgun þegar Strokkur gaus. Misreiknuðu menn- irnir hæð vatnsstróksins með þeim afleiðingum að manninum tókst ekki að víkja sér undan. Sjóðandi vatn skvettist því yfir fætur manns- ins. Mennirnir ætluðu að koma fé- laga sínum í kælingu en vissu ekki hvert þeir ættu að snúa sér enda engin þjónustustarfsemi opin. Ástdís Kristjánsdóttir var á leið til vinnu á Gullfossi þegar hún hlýddi merkjum Pólverjanna þar sem þeir höfðu stöðvað bíl sinn 15 kílómetra frá Geysi. Voru þeir þá á leið til Selfoss með félaga sinn sem var þá sárkvalinn. Ástdís kom manninum í kælingu á nærliggj- andi bæ þar sem hún þekkti til og beindi Neyðarlínu á staðinn. Maðurinn var síðan fluttur í sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík og reyndist hann vera með 2. stigs bruna. Fór hann heim að lokinni meðferð en líklega mun taka um tvær vikur fyrir hann að ná sér. Ástdís segir ljóst að mennirnir hafi verið komnir of nærri hvernum og e.t.v. þurfi að gera fólki hættuna ljósari. „Mér finnst þetta sýna að eftirlitið á hverasvæðinu er allt of lítið. Þarna þarf einhver vörður að vera og t.d. neyðarhnappur ef eitt- hvað kemur upp á,“ segir Ástdís. Landvörður á að vera við Geysi en hann þarf einnig að sjá um svæðið við Gullfoss. Brenndist þegar Strokkur gaus Í HNOTSKURN » Mennirnir voru lagðiraf stað en 61 kílómetri er frá Geysi til Selfoss. » Gagnrýnt er að ferða-mönnum sé ekki gerð hættan ljósari. Morgunblaðið/RAX Of nærri Mennirnir höfðu farið of nærri Strokk og misreiknuðu sig þegar sjóðandi vatnið gaus upp úr hvernum. Myndin er úr myndasafni. Vegfarandi sem hjálpaði mönn- unum segir eftir- liti ábótavant SELTIRNINGAR á besta aldri söfnuðust saman í fjörunni við Gróttu á messu Jóhannesar skírara. Valgeir Guðjónsson stýrði fjöldasöng við góðar und- irtektir á meðan myndarlegt bálið brann. Áður fyrr var Jónsmessan mikil alþýðuhátíð í Suður-Evrópu með tilheyrandi brennum og dansi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jónsmessubál á Nesinu BOR 2 í Kárahnjúkavirkjun setti að öllum líkindum heimsmet í borun jarðganga á laugardaginn. Hann boraði þá 106,12 metra á einum sól- arhring og sam- kvæmt fréttavef Kárahnjúkavirkj- unar munu engin önnur dæmi vera um slíkan árang- ur í heiminum. Fyrra bormetið átti þessi sami bor en í júní 2006 boraði hann 92 metra á einum sólarhring. Að sögn Ómars R. Valdimarssonar, tals- manns Impregilo, er ekki hægt að staðfesta strax að um heimsmet sé að ræða en málið er í rannsókn. Bera þurfi göngin saman við önnur göng af svipuðu ummáli en Ómar segir þetta þó ansi gott afrek, lengdin ein og sér sé vafalítið heimsmet. Jafn- framt segist hann ánægður með að fá loks vind í seglin en berglögin og jarðfræðin á svæðinu hafi ekki alltaf verið þeim hliðholl. „Það ríkir mikil ánægja upp frá. Ætli það verði ekki tekinn tappi úr einni eða tveimur kampavínsflöskum þegar þetta fæst staðfest,“ segir Ómar og segir menn fara varlega í fagnaðarlæti meðan staðfesting liggur ekki fyrir. Hún ætti hins vegar að fást í dag. Heimsmet í gangaborun?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.