Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 173. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is 91% ást 9% fyrirhöfn ÍS L E N S K A S IA .I S N A T 3 63 87 5 /0 7 10 0 % gu lró ta rk ak a SKAPANDI HÓPUR HÆGT ER AÐ PANTA PARA-DÍS TIL AÐ SPILA FRÍTT HEIMA Í STOFU >> 36 KRAKKARNIR NÁÐU TÆKNINNI FLJÓTT BREIKPINNAR HVAÐ MÁ BYGGJA? >> 19 FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is NÝLEGIR dómar sem fallið hafa í kyn- ferðisbrotamálum hér á landi hafa vakið upp þá spurningu hvort ekki sé rétt að halda skrá yfir dæmda kynferð- isbrotamenn. Vissulega eru skrár fyrir hendi, þ.e. sakaskrá og málaskrá lög- reglu, en vart verður sagt að þær séu jafn gagnlegar og ef hægt væri að sækja upp- lýsingar í miðlægan gagnagrunn sem innihéldi lífsýni að auki. Gagnagrunnar af þessu tagi hafa nýst vel við rannsóknir sakamála í þeim lönd- um sem Íslendingar bera sig helst saman við og eru umfangsmestu skrárnar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Lög um erfðaefnisskrá voru samþykkt í júní árið 2001 á Alþingi. Samkvæmt þeim á ríkislögreglustjóri að halda rafræna skrá með upplýsingum um erfðaefni ein- staklinga sem skiptist raunar í tvær skrár. Í kennslaskrá eru skráðar upplýs- ingar um erfðagerð þeirra sem hlotið hafa refsidóm fyrir brot gegn nokkrum ákvæð- um almennra hegningarlaga, s.s. fyrir kynferðisbrot eða hættulega líkamsárás. Í sporaskrá eru þá upplýsingar um erfða- efni sem fundist hafa á brotavettvangi og ætlað er að tengist broti, án þess að vitað sé frá hverjum þau stafa. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra er vinna við erfðaefn- isskrána í fullum gangi – nú sex árum eft- ir að lögin voru sett. Þegar hafa verið sendar út leiðbeiningar til lögreglu um hvernig safna eigi sýnum á vettvangi en tafir hafa einkum verið vegna þess að ekki hefur fengist staðfesting frá Banda- rísku alríkislögreglunni, FBI, um að hægt verði að nýta hugbúnað stofnunarinnar, Codis, hér á landi. Þó er talið fullvíst að skráin verði komin í notkun innan árs. Víst þykir að lögin muni taka ein- hverjum breytingum frá því sem nú er, en heimildir nágrannaþjóða Íslands vegna sambærilegra gagnagrunna hafa verið rýmkaðar til muna á undanförnum árum og eru mun rýmri en íslensku lögin. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagðist að- spurður ekki hafa heyrt þau sjónarmið að rýmka þyrfti lögin um erfðaefnisskrána og vildi því ekki tjá sig um þau að sinni. Erfða- efnisskrá í biðstöðu ÞÁTTTAKA í fjöldagöngu gegn umferðarslysum fór langt fram úr björtustu vonum aðstandenda, en á milli 4.000 og 5.000 manns gengu frá Landspítala við Hringbraut að sjúkrahúsinu í Fossvogi í Reykjavík í gær til þess að minna á hættuna af ölvunar- og hraðakstri. Fjöldi manns tók líka þátt í svipuðum göngum á Akureyri og á Selfossi. Frumkvæðið að átakinu áttu þrír hjúkrunarfræðingar á Landspítala, en margir heilbrigðisstarfsmenn og aðrar fagstéttir sem koma að um- ferðarslysum slógust í lið með þeim. Þar að auki tók fjöldinn allur af fólki á öllum aldri þátt í göngunni. Gangan fór fram í blíðskaparveðri og fólk var glatt í bragði þrátt fyrir tilefni göngunnar. En þegar blöðr- um var sleppt við spítalann í Foss- vogi til þess að minnast fórnarlamba umferðarslysa setti marga hljóða enda táknaði hver blaðra eina manneskju sem slasaðist alvarlega eða lést í umferðinni á síðasta ári. Saman getum við allt Soffía Eiríksdóttir ávarpaði göngufólk á þyrlupallinum í Foss- vogi, en hún skipulagði gönguna ásamt stallsystrum sínum, Bríeti Birgisdóttur og Önnu Arnarsdóttur. „Við erum hrærðar yfir því hve margir tóku þátt, gangan verður ár- viss viðburður héðan í frá. Saman getum við allt,“ sagði Soffía við góð- ar undirtektir viðstaddra. Anna Arnarsdóttir var einnig ánægð með þátttökuna. „Fyrst vor- um við bara að hugsa um að manna blöðrurnar, sem voru 184,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið. Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra var staddur erlend- is en sendi göngufólki góðar kveðj- ur. „En þetta er ekki átak í einn dag, þetta er eilífðarverkefni.“ | Miðopna Hrærðar yfir því hve margir tóku þátt Morgunblaðið/Sverrir Gengið í góðu veðri Veðrið skartaði sínu fegursta fyrir göngufólk í gær en tilefnið var hins vegar graf- alvarlegt, alltof margir hafa farist eða slasast alvarlega í umferðinni á undanförnum misserum. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is EINAR K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra segir að ríkisvaldið verði að bregðast við samdrætti í veiðum á þorski með því að aðstoða þær sjávarbyggðir sem háðastar eru þorskveiðum. Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands telur áhrif niðurskurð- ar á aflaheimildum verða mest á Vestfjörðum en jafnframt séu mögu- leikar til að bregðast við þar hvað minnstir. Það megi t.d. gera með að- stoð við fyrirtæki og byggðir, tíma- bundinni lækkun veiðigjalds og op- inberum framkvæmdum. Rannsókn Hagfræðistofnunar miðaði að því að skoða þjóðhagsleg áhrif aflareglu en stofnunin setti ekki fram beinar tillögur um há- marksafla þorsks. Bendir hún engu að síður á afleiðingar ýmissa leiða. Stofnunin telur þó að byggja þurfi upp viðmiðunarstofn þorsks í 900 þúsund tonn til að hann skili afla yfir 300 þúsund tonnum á ári. Því mark- miði sé hægt að ná með því að minnka aflann verulega tímabundið, líkt og Hafrannsóknastofnun leggur til, eða jafnvel enn meira. Ragnar Árnason, stjórnarformað- ur Hagfræðistofnunar, segir að væri markmið veiðanna eitt að hámarka hagnað og arð af fiskveiðum ætti að leggja veiðar af þar til viðmiðunar- stofninn hefði náð ákveðinni stærð. Það sé þó ekki raunhæft. „Ef við fylgjum tillögu Hafrannsóknastofn- unar og veiðum 130 þúsund tonn á næsta ári, þá er það nokkuð örugg leið. Líkurnar á hruni stofnsins eru mjög litlar. Það þýðir samdrátt í landsframleiðslu upp á 0,5-1% á því ári. Það þýðir hins vegar það að við þurfum að bíða nokkuð lengur eftir góðum þorskafla en ef við gengjum lengra,“ segir Ragnar. | 13 Leið Hafró örugg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.