Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.05.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2008 9 Gylfi Ein-arsson skoraði eitt marka Brann í 4.1-sigri liðsins gegn 3. deildarliði Loddefjord í norsku bik- arkeppninni í dag. Gylfi kom inná sem varamaður í upphafi síðari hálfleik og 10 mínútum síðar var hann búinn að skora þriðja mark Brann. Ólafur Örn Bjarnason var í vörn Brann en Kristján Sigurðsson var hvíldur en Brann mætir Våle- renga á heimavelli í deildarkeppninni á föstudaginn. Ármann Smár Björns- son er enn að jafna sig eftir brjósk- losaðgerð.    Rúrik Gíslason skoraði fyrir Vi-borg í 3:2-sigri liðsins gegn Lyngby í dag í dönsku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu. Staðan var 2:0 fyrir gestaliðið þegar Rúrik minnkaði muninn á 32. mínútu. Á síðustu 6 mínútum leiksins skoruðu leikmenn Viborg tvívegis og fögnuðu 3:2-sigri. Það eru þrjár umferðir eftir af dönsku deildarkeppninni og Viborg er í bullandi fallhættu með 20 stig í næst neðsta sæti en Lyngby er neðst með 17 stig. AGF er í þriðja neðsta sæti með 26 stig. Þetta er annar leik- urinn í röð þar sem Rúrik er á skot- skónum fyrir Viborg.    Stefán Gísla-son var í liði Bröndby sem gerði 1:1-jafntefli á útivelli gegn AGF í dönsku úr- valsdeildinni. Hluti af stuðn- ingsmönnum Bröndby rústuðu þremur lestarvögnum á leiðinni frá leiknum og er tjónið metið á um 35 milljónir kr.    Jón Arnór Stefánsson skoraði 5stig í stórsigri Lottomatica Roma gegn Tisettanta Cantù í 1. um- ferð úrslitakeppninnar í ítölsku úr- valsdeildinni í körfuknattleik á laug- ardag. Íslenski landsliðsmaðurinn lék í 20 mínútur og var hann með 50% skotnýtingu í tveggja stiga skotunum og 33% nýtingu í þriggja stiga skot- unum. Næsti leikur Roma og Cantú fer fram í kvöld á heimavelli Cantú.    Annika Sörenstam sigraði með yf-irburðum á Michelob meist- aramótinu á LPGA-kvennamótaröð- inni en hún lék samtals á 19 höggum undir pari og var 7 höggum á undan Allison Fouch, Karen Stupples, Christina Kim og Jeong Jang sem deildu öðru sæti mótsins. Sörenstam hefur nú unnið 72 atvinnumót á ferl- inum en þetta er þriðji sigur hennar á þessu ári. Fólk sport@mbl.is Um 400 körfuknattleiksmenn og konur voru mætt á lokahófið og er það metfjöldi. Friðrik Ingi Rúnars- son, framkvæmdastjóri KKÍ, sagði við þetta tækifæri að gera ætti bet- ur á næsta ári. Tveir „nýliðar“ eru í úrvalsliði karla en Hlynur Bæringsson hefur sex sinnum verið valinn í úrvals- liðið. Páll Axel Vilbergsson úr Grindavík var valinn í 5. skipti, Brenton Birmingham úr Njarðvík var valinn í 2. sinn í úrvalsliðið. ÍR- ingarnir Hreggviður Magnússon og Sveinbjörn Claessen eru einnig í úrvalsliðinu en þar hafa þeir ekki verið áður. Íslandsmeistarar Kefla- víkur eiga engan leikmann í liði ársins. Pálína Gunnlaugsdóttir, besti leikmaður Íslandsmótsins og varn- armaður ársins, var valin í fyrsta sinn á ferlinum í úrvalsliðið líkt og Kristrún Sigurjónsdóttir úr Hauk- um og Signý Ámundadóttir. Hildur Sigurðardóttir úr KR var valin í sjötta sinn í þetta lið og Signý Her- mannsdóttir úr Val í fjórða skiptið. Pálína Gunnlaugsdóttir og Hlyn- ur Bæringsson voru einnig útnefnd bestu varnarmennirnir. TeKesha Watson úr Keflavík og Darrell Flake úr Skallagrími voru útnefnd bestu erlendu leikmennirn- ir en erlendir leikmenn koma ekki til greina þegar kemur að vali á úr- valsliði Iceland Express-deildarinn- ar. Jón Halldór Eðvaldsson, kvennaliði Keflavíkur, og Sigurður Ingimundarson, karlaliði Keflavík- ur, voru útnefndir bestu þjálfararn- ir. Sigmundur Már Herbertsson úr Njarðvík var útnefndur dómari árs- ins fjórða árið í röð. Margrét Kara Sturludóttir úr Keflavík og Axel Kárason úr Skallagrími voru út- nefnd prúðustu leikmennirnir. Úrvalslið 1. deildar karla: Rúnar Ingi Erlingsson, Breiða- bliki, Kristján Rúnar Sigurðsson, Breiðabliki, Árni Ragnarsson, FSu, Steinar Kaldal, Ármanni, og Sævar Sigurmundsson, FSu. Einar Árni Jóhannsson, Breiðabliki, var útnefndur besti þjálfarinn í 1. deild karla. Kristinn Óskarsson og Ingi Þór Steinþórsson voru sæmdir silfur- merki KKÍ og þeir Gísli Friðjóns- son og Björn Leósson voru sæmdir gullmerki KKÍ. Keflvíkingarnir Sigurður Ingimundarson og Jón H. Eðvaldsson þjálfarar ársins Hlynur og Pálína best HLYNUR Bæringsson úr Snæfelli og Pálína Gunnlaugsdóttir úr Keflavík voru útnefnd bestu leikmennirnir á Íslandsmóti karla og kvenna á lokahófi körfuknattleiksfólks sem fram fór í Broadway í Reykjavík á laugardags- kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem þau fá þessa viðurkenningu. Efnilegustu leikmennirnir voru valin þau Sigurður Þorsteinsson úr Keflavík og Ragna Margrét Brynjarsdóttir úr Haukum. Ljósmynd/Víkurfréttir Leikmenn ársins Pálína Gunnlaugsdóttir úr Íslandsmeistaraliði Keflavíkur og Hlynur Bæringsson úr bikarmeistaraliði Snæfells voru kjörin leikmenn árs- ins í Iceland Express-deildinni í lokahófi KKÍ. Þetta er í fyrsta sinn sem þau fá þessa viðurkenningu en þau voru einnig valin bestu varnarmennirnir. CHELSEA var í sjálfu sér ekki í neinni draumastöðu fyrir loka- umferðina. Liðið þurfti að vinna Bolton og treysta á það að Man- chester United myndi misstíga sig gegn Wigan. Chelsea hélt í vonina um nokkurt skeið eftir að Andriy Schevchenko kom Chelsea yfir þegar stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálf- leik. Það átti þó ekki af Chelsea að ganga, því fyrirliðinn, John Terry, var borinn af leikvelli eftir að olnbogi fór úr lið hjá hon- um, og hann fluttur burt í sjúkrabíl. Terry vonast þó til að geta leikið úrslitaleikinn í Meistaradeildinni, þrátt fyrir það. En þegar ljóst var orðið að Manchester United væri að leggja Wigan örugglega að velli, 2:0, opnaðist vörn Chelsea og Matth- ew Taylor jafnaði metin á Stamford Bridge á lokamínútunni. „United áttu frábært tímabil, léku mjög vel og eru meistarar. Mig langar að óska sir Alex Ferguson sérstaklega til hamingju með titilinn. Hann er frábær þjálfari og einstakur persónuleiki,“ sagði Avram Grant, stjóri Chelsea. „Við unnum vel á þegar leið á leiktíðina og fórum úr því að vera í fimmta sæti upp í annað sæti, þar sem við áttum ennþá möguleika á því að standa uppi sem meistarar. Tímabilið var gott og hvernig við unnum úr ýms- um aðstæðum gerði það að verkum að ég er stoltur af liðinu.“ Heppnin var ekki með Chelsea STEVE Coppell, knattspyrnustjóri Reading, viðurkenndi að það hefði komið á óvart að liðið skyldi falla úr ensku úrvals- deildinni þrátt fyrir 4:0-sigur á útivelli gegn Derby í loka- umferðinni. Fulham bjargaði sér frá falli með 1:0-sigri á útivelli gegn Derby og sá sigur varð til þess að Reading féll ásamt Birmingham og Derby. Fulham vann fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og Roy Hodgson, knattspyrnustjóra liðsins, tókst með ótrúlegum hætti að koma liðinu úr vonlausri stöðu. „Ég gerði ekki ráð fyrir öðru en að sigur gegn Derby myndi duga. Ég verð að hrósa Fulham og Roy Hodgson fyrir þeirra vinnu. Þeir gerðu það sem þeir þurftu að gera. Ég veit ekki hvað ég mun gera í framhaldinu og á þessari stundu er lítið hægt að spá. Við þurfum að skoða hvað fór úrskeiðis og ég mun gera það sem er félaginu fyrir bestu,“ sagði Coppell en hann hefur verið knattspyrnustjóri liðsins frá árinu 2003. Ívar Ingi- marsson var í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunn- arsson var ekki í liðinu líkt vegna meiðsla. Reading lék í fyrsta sinn í úrvalsdeild á síðustu leiktíð og kom liðið á óvart með því að enda í 8. sæti með 55 stig. Í ár fékk Reading 36 stig en liðið var með verri markatölu. Fulham sem hélt sér uppi á 36 stigum. Fulham sendi Reading niður SERGIO Garcia tryggði sér sigur á Players meistaramótinu í golfi með glæsilegu upphafshöggi í bráðabana gegn Paul Goydos á 17. Braut TPC Sawgrass vallarins. Þeir léku báðir hringina fjóra á 5 höggum undir pari samtals og þurftu þeir því að leika eina frægustu golfholu heims á ný. Goydos sló á undan, boltinn lenti í vatninu, og þurfti hann að slá þriðja höggið úr fallreitnum. Garcia gerði sér lítið fyrir og sló fullkomið upphafshögg og bolt- inn endaði rétt við holuna á „eyjunni“ frægu. Goydos púttaði fyr- ir skolla en boltinn fór ekki ofaní, Garcia tvípúttaði og fékk par. Þetta er 7. Sigur Garcia á PGA-mótaröðinni en hann hefur ekki sigrað frá árinu 2005. Með sigrinum tryggði hann sér rúmlega 130 milljónir kr. í verðlaunafé. Goydos er sá fyrsti í sögu PGA- mótaraðarinnar sem fær meira en 1 milljón dali fyrir annað sæt- ið en hann fékk rúmlega 81 milljón kr. Goydos, sem er 43 ára gamall, hefur aldrei sigrað á PGA-mótaröðinni á s.l. 16 árum. Hann mætti til leiks á TPC Sawgrass með derhúfu sem var ekki með auglýsingu fram á líkt og hjá flestum öðrum kylfingum. Goydos fór ekkert í felur þegar hann var spurður af fréttamanni af hverju hann væri ekki með auglýsingu líkt og aðrir. „Ég er gamall og feitur. Það hefur enginn haft áhuga,“ sagði Goydos Sergio Garcia fagn- aði loksins sigri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.