Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.2008, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is ALLT frá árinu 1918 hefur loft- skeytastöð Reykjavíkur sinnt fjar- skiptum við skip úti fyrir ströndum Íslands og tryggt öryggi og björgun sjófarenda. Í dag fagnar loft- skeytastöð Reykjavíkur, eða Reykjavíkurradíó, níutíu ára starfs- afmæli sínu. „Þessi stöð hefur getu til að hafa fjarskipti við skip hvar sem það er á hnettinum ef út í það er farið,“ seg- ir Hjalti Sæmundsson, aðalvarð- stjóri í stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar. Stöðin lætur sér þó nægja að sjá um fjarskipti við skip á ís- lensku hafsvæði og sinnir hún eft- irliti með öllum skipaferðum kring- um landið undir merkjum tilkynningaskyldunnar. Láta þjóðhátíð duga Á næstu mánuðum stendur til að endurnýja tækjakost loftskeyta- stöðvanna og taka í notkun stafræn- an búnað. Hjalti segir það löngu tímabært og verða til þess að tryggja enn frekar öryggi skipverja á hafi úti. Meðal annars muni bún- aðurinn gera skipum kleift að hafa nánara og hraðvirkara samband sín á milli sem geti verið ómetanlegt þegar skip lenda í háska. Það er viðeigandi að afmæli stöðvarinnar beri upp á sjálfan þjóðhátíðardaginn en Hjalti segir loftskeytin á vissan hátt hafa verið hluta af sjálfstæðisbaráttunni þar sem þau voru lengi vel eini milliliða- lausi fjarskiptamáti Íslendinga við útlönd. Önnur samskipti fóru fram gegnum herraþjóðina Dani. Hann telur loftskeytastöðina þó ekki síður mikilvæga í dag. „Mikilvægi þess- arar starfsemi hefur síst minnkað þrátt fyrir miklar tækniframfarir, þörfin fyrir starfsemi eins og þessa er enn mjög mikil og það kemur ekki til með að breytast eitt eða neitt“. Að sögn Sigríðar R. Sverr- isdóttur, upplýsingafulltrúa Land- helgisgæslunnar, verða engin form- leg hátíðarhöld í tilefni afmælisins, heldur verði fagnaður vegna 65 ára afmælis lýðveldisins látin nægja. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í stjórnstöð Að sögn Hjalta Sæmundssonar aðalvarðstjóra voru loftskeytin lengi vel eini milliliðalausi fjarskiptamáti Íslendinga við útlönd. Loftskeyti í níutíu ár  Loftskeytastöð Reykjavíkur, Reykjavíkurradíóið, fagnar níræðisafmæli sínu  Tók til starfa þann 17. júní 1918  Mikilvægi starfsins síst minna nú en áður  1912 – Titanic sekkur. Slysið vek- ur fólk til umhugsunar um fjarskipta- og öryggismál á hafi úti.  1918 – Loftskeytastöðin í Reykja- vík, Reykjavíkurradíó, tekur til starfa.  1919 – Íslandi er úthlutað kenni- stöfunum TF; eitt langt, tvö stutt, eitt langt og eitt stutt á Morse-kóða.  1954 – Loftskeytastöð Landhelg- isgæslunnar hefur störf.  1999 – Íslenskar loftskeytastöðv- ar hætta alfarið að nota Morse-kóða.  2005 – Starfsemi loftskeyta- stöðvarinnar í Vestmannaeyjum lögð niður. Öllum loftskeytastöðvum landsins fjarstýrt frá Reykjavík. Stiklur SÉRA Ágúst George, stað- gengill kaþólska biskupsins í Reykjavík og fyrrverandi skólastjóri Landakotsskóla, lést að morgni 16. júní á Landspítalanum í Reykjavík, áttræður að aldri. Sr. George fæddist 5. apríl 1928 í þorpinu Wijlre í Limb- urg-héraði í Hollandi, hinn fimmti í hópi sex systkina. Hann gekk í drengjaskóla Montfort-reglunnar í Schim- mert og síðar í prestaskóla reglunnar í Oirschot í Hol- landi. Hann vígðist til prests 11. mars 1956. Sr. George var sendur til Íslands þá um haustið og starfaði hér óslitið síðan eða í rúmlega hálfa öld. Hann fór fljótlega að kenna við Landa- kotsskóla og tók við stjórn hans eftir að séra Jósef Hack- ing lést árið 1964 og stýrði honum í 34 ár. Vigdís Finnbogadóttir, for- seti Íslands, veitti honum hina íslensku fálkaorðu árið 1994 fyrir störf að fræðslu- málum. Frá árinu 1969 var séra George jafnframt stað- gengill biskups. Meðan bisk- upslaust var hér á landi árin 1986-1988 og 1994-1995 stýrði hann biskupsdæminu sem postullegur umsjónarmaður þess. Frá árinu 1998 var hann einnig fjármálastjóri biskups- dæmisins. Ágúst George Andlát FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ENGINN samræmdur einkunnaskali er til staðar hjá íslenskum háskólum. Þetta þýðir að einkunnina 7,5 á BS-prófi í viðskiptafræði úr einum háskóla má ekki endilega leggja að jöfnu við sömu einkunn úr öðrum. Vinnuveit- endur hafa oft staðið frammi fyrir þessari spurningu þegar þeir eru að ráða í störf og 2 umsækjendur með sömu einkunn hvor úr sín- um skólanum eru að sækja um. Víða erlendis hafa slíkir skalar verið teknir upp. Þyngd prófa yrði sambærileg milli deilda „Einkaskólarnir hafa annan skala en hinir og jafnvel innan Háskóla Íslands eru sumar deildir þekktar fyrir að gefa lægri einkunnir en aðrar. Það væri mjög gagnlegt ef mennta- málaráðherra myndi beita sér fyrir því að smíðaður yrði samræmdur skali þannig að þyngd prófa yrði sambærileg á milli deilda sem eru að kenna sömu fög,“ segir háttsettur viðmælandi Morgunblaðsins í háskólasamfé- laginu. Skiptar skoðanir eru um nauðsyn þess að teknir verði upp samræmdir einkunnaskalar. „Íslendingar hafa ekki borið gæfu til þess að hafa samræmd próf í framhaldsskólum, þannig að háskólarnir vissu hvernig bera mætti sam- an einkunnir á milli þeirra. En það er eina raunhæfa leiðin til að vita hvað einkunn úr ein- um skóla þýðir borin saman við einkunn úr öðrum. Þetta er miklu erfiðara og nánast úti- lokað á háskólastiginu, einfaldlega vegna þess að mismunandi efni er kennt í viðskiptadeild- um háskólanna,“ segir Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BS-náms við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Í kjölfar aukinnar samkeppni á háskólastig- inu í ákveðnum greinum hefur skapast um- ræða um það hvort sú freisting sé fyrir hendi að minnka kröfur til nemenda í íslenskum há- skólum. Er það samdóma álit þeirra sem Morgunblaðið ræddi við að slíkt myndi kannski auka ánægju nemenda til skamms tíma en hefði slæmar afleiðingar til lengri tíma litið. Gæði námsins yrðu minni. „Það er mik- ilvægt að stjórnvöld tryggi að tveir nemendur sem hafa sömu meðaleinkunn hvor frá sínum háskóla hafi sambærilega kunnáttu, þ.e.a.s. að þyngd prófa og reglur við einkunnagjöf séu sambærilegar. Slíkt opinbert eftirlit er ekki fyrir hendi núna. Einnig er erfitt fyrir einstaka nemendur að komast að því hvernig þeim hef- ur vegnað í samanburði við nemendur annarra skóla vegna þess að þeir þekkja einungis sinn eigin,“ segir Gylfi Zoëga, prófessor í hag- fræði og skorarformaður hagfræðiskorar við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Skortur á skölun  Ráðherra beiti sér fyrir samræmdum skala  Tíðkast víða erlendis  Nemendur vita ekki hvar þeir standa í samanburði  Skiptar skoðanir um þörf Morgunblaðið/Þorkell Próflestur Mikilvægt að þyngd prófa og regl- ur við einkunnagjöf verði sambærilegar. Í HNOTSKURN »Sífellt fleiri stunda nám á há-skólastigi. »Fjölmennasta brautskráning í sögu Háskóla Íslands fór fram sl. laugardag þegar 1.082 kandídatar voru brautskráðir frá skólanum. » Fjórir háskólar á Íslandi bjóða uppá viðskiptafræðinám til BS-gráðu. » Námskrá og áherslur í skólunumeru ólíkar þótt einingafjöldi sé hinn sami.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.