Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 40
MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 226. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Breytingar á samstarfi  Sjálfstæðismenn vilja að ákveðnar breytingar verði gerðar á meiri- hlutasamstarfi borgarstjórnar. Möguleiki er á að styrkja meirihlut- ann með samstarfi við Framsókn- arflokkinn. Þá vilja sjálfstæðismenn fá borgarstjórastólinn fyrr en um hefur verið samið. » Forsíða Hjúkrunarrýmum fjölgað  Ríkisstjórnin hefur tilkynnt að byggingu 400 nýrra hjúkrunarrýma verði hraðað. Þá verður 380 núver- andi rýmum breytt úr fjölbýli í ein- býli. Áætlaður stofnkostnaður er 17 milljarðar króna. » 4 Rætt um breytingu vegar  Sökum fjölda alvarlegra slysa á Suðurlandsvegi, milli Hveragerðis og Selfoss, hefur lengi verið rætt um tvöföldun vegarins á þeim kafla. Ein tillagan felur í sér að taka út hættu- lega beygju við Kotströnd. » 12 Húsvíkingar vilja svör  Um 350 manns sóttu opinn fund sem Þórunn Sveinbjarnardóttir um- hverfisráðherra hélt á Húsavík í gærkvöld til að ræða úrskurð henn- ar um að áhrif fyrirhugaðs álvers á Bakka á umhverfið skuli metin heildstætt. Íbúar á svæðinu gagn- rýna ákvörðunina harðlega og krefj- ast svara. Fólk hefur áhyggjur af óvissunni sem skapast hefur í kjölfar ákvörðunar umhverfisráðherra. » 2 SKOÐANIR» Staksteinar: Eintómir öfgamenn? Forystugreinar: Hin vonda einka- væðing | Baráttan fyrir bættum lífsstíl Ljósvaki: Að missa af endinum UMRÆÐAN» Er stóra stjórnin stóru mistökin? Ekki láta plata þig Æskan er framsækin Samráð um Kársnes  ""3"   3 "3 3 "3 3 4 *5 $ .#  ) #* 6# !##  !  ""3   3 "3 3 "3 3  "3 ,71 $     3 "3 3 "3 3 3  89::;<= $>?<:=@6$AB@8 7;@;8;89::;<= 8C@$7 7<D@; @9<$7 7<D@; $E@$7 7<D@; $2=$$@ F<;@7= G;A;@$7> G?@ $8< ?2<; 6?@6=$2)$=>;:; Heitast 16°C | Kaldast 8°C  Hæg vestlæg átt eða hafgola. Bjart að mestu, en líkur á síð- degisskúrum suðvest- an- og vestanlands. » 10 Clapton hefur verið að í 45 ár og rætur hans liggja í blúsn- um. Lagaval hans átti því ekki að koma á óvart. » 33 AF LISTUM» Engin endurkoma TÓNLIST» Söngstjörnur minnast Villa Vill. » 32 Jarðíkorninn Thel- onious býr í heimi án manna í sögunum um Þokuhæð. Dýrin hegða sér þó oft eins og menn. » 36 BÆKUR» Heimur án manna TÓNLIST» Ómar Guðjónsson gefur út plötuna Fram Af. » 34 FÓLK» Miller var ofsótt á bens- ínstöð í LA. » 39 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Ísland fór hamförum gegn … 2. Fær bíl sinn ekki bættan 3. Finnsk stúlka finnst eftir 11 ár 4. Kvaðst vera klámeftirlitsmaður  Íslenska krónan veiktist um 0,1% TRAUSTI Guðjónsson og Ragnheiður Jónsdóttir fagna í dag platínubrúðkaupi, en þau gengu í hjónaband á 23 ára afmælisdegi brúðgumans árið 1938. Þau segja að ástin sé að sjálfsögðu sterk eftir 70 ár og nefnir Trausti að þau haldist enn þá stundum í hendur. „Það er þó frekar að hún haldi í prjóna,“ segir hann sposkur. | 17 Ástin að sjálfsögðu sterk Trausti og Ragnheiður fagna 70 ára brúðkaupsafmæli Morgunblaðið/Kristinn Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is SVEINN Hrafnsson, starfsmaður hjá Air Atlanta í London, hefur vakið athygli í enskum fjölmiðlum fyrir vetnistilraun sem hann gerði á sínu eigin Harley Davidson-mótorhjóli í þágu orkusparnaðar hjá fyrirtæk- inu. Hann byggði á hugmynd frá seinna stríði en þekkt er að Spitfire- og Mustang-herflugvélar voru búnar vetnis-/bensínmótor til að spara bensínið og fækka áfyllingum. Hjá Air Atlanta hefur farið fram umræða um hvernig megi spara eldsneytið á flutningabíla fyrirtækisins sem dag- lega aka um 300 km. Brá Sveinn á það ráð að prófa vetnishugmyndina og notaði Har- leyinn sem tilraunadýr. „Ég var mjög ánægður með útkomuna, hjólið brennir bensíninu mun betur fyrir vikið og auk þess er það kraftmeira,“ segir hann. „Ég prófaði líka að setja vetnis-„sellu“ í dísilbíl sem ég á og þar hefur eyðslan farið úr 10 lítrum á hundraðið niður í fimm. Þetta er ein- föld tækni sem byggist á því að leiða straum í gegnum vatn og framleiða gas, vetnissúrefni, sem fer beint inn á loftsíu. Það brennur við hærra hitastig en bensínið og allt óbrunnið bensín brennur 100% með þessu og þar liggur orkusparnaður með betri nýtingu á bensíninu.“ Flutningabílar Air Atlanta eru þrír og eru 7,5 tonn hver og nú þegar er tilbúinn vetnismótor á einn þeirra. Vetnisvæddi mótorhjólið Sveinn Hrafnsson hjá Air Atlanta vekur athygli fyrir vetnistilraun í þágu orku- sparnaðar fyrir flutningabíla flugfélagsins og notaði Harleyinn sem tilraunadýr Vetnisfákur Sveinn Hrafnsson á kraftmeiri og sparneytnari Harley Dav- idson-mótorhjólinu. Einföld tækni, en lofar mjög góðu að hans mati. Í HNOTSKURN »Vetnisvæðing Sveins ersvokölluð græn tækni og því umhverfisvæn. Eini auka- úrgangurinn er vatn. »Sveinn sem er bifvélavirkiað mennt segir að í Banda- ríkjunum og Bretlandi, nefni menn, sem hafa prófað sig áfram á vetnisbrautinni líkt og hann sjálfur, að útblástur bif- reiða verði mun hreinni og eldsneytissparnaður allt að 50%. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Ís- lands kvaðst afar stoltur af liðinu. Ís- land væri ekki með stærsta liðið á þessum Ólympíuleikum en ynni það upp með hraðanum og ákefðinni. Það væri hins vegar enn langur vegur frá því að Íslendingar gætu far- ið að fagna einhverjum ár- angri. Íslenska karlalandsliðið í handknatt- leik er efst í sínum riðli á Ólympíu- leikunum í Peking eftir að hafa sigrað heimsmeist- aralið Þýskalands á sannfær- andi hátt í gær. Ísland vann 33:29 og hafði áður lagt Rússa að velli. Þrír leikir eru eftir í riðlakeppninni. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk gegn Þjóðverjum og lék frábærlega þrátt fyrir meiðsli á ökkla. „Það þarf ekkert að tala um ökklann á mér. Hann er þarna enn og verður eflaust í nokkra leiki til viðbótar. Það eru til verri meiðsli en þetta og ég ætla bara að vera glaður og njóta þess að vera hérna,“ sagði Guðjón Valur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.