Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 18
arann Henry Smith og brugg- meistarann John Turner mág hans og eftir það heitir fyrir- tækið Fuller, Smith & Turner. Fjölmargar tegundir Fyrirtækinu hefur stöðugt vax- ið ásmegin frá þeim tíma, keypt önnur brugghús og aukið við þau sem fyrir voru, en það rekur einn- ig krár víða um Bretland. Eins og ýmiskonar bjór frá Greene King, en tiltölulega stutt er síðan hing- að barst þekktasti bjór Bretlands, og sá sem flest verðlaun hefur fengið síðustu árin, bjór frá Full- er. Ekki er bara að Fuller er með elstu brugghúsum Bret- lands, heldur hefur fyrirtækið bruggað bjór á sömu lóð í Chiswick í Vestur-Lundúnum í ríflega 350 ár. Eigendurnir voru upphaflega þrír, Douglas og Henry Thompson og Philip Wood, en er þeir lentu í kröggum í upphafi nítjándu aldar slóst John Fuller í hóp- inn. Deilur komu upp meðal hluthafanna sem lyktaði með því að Fuller sat einn eftir en Daniel Thompson flúði til Frakklands. Sonur John Full- ers, John Bird Fuller, fékk svo til liðs við sig tvo menn til, brugg- Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Bjórhefð á Íslandi má eig-inlega fella í tvö orð:Ljós lager. Obbinn afþeim bjór sem brugg- aður er hér á landi, fluttur inn og drukkinn fellur undir þá skil- greiningu; léttur og tær bjór af austur-evrópskum uppruna. Víst eru fjölmörg tilbrigði við þetta stef, litbrigði óteljandi og bragðið mjög breytilegt, en þessi flokkun hentar vel, til að mynda þegar bera á saman lagerbjór og bresk- an bjór, það sem Bretar kalla Ale. Framleiðslan á þessum bjór- gerðum er býsna ólík, aðallega þá hvað varðar gersveppinn sem er notaður og gerjunarhraðann (lag- erbjór gerjast hægar og við lægri hita en ale), en einnig fara menn mismunandi leiðir í hráefnisvali. Lagerbjórinn nýtur mestrar hylli í heimi hér nú um stundir, hann er frískandi og tær með mikilli kolsýru og alla jafna með góðri beiskju. Breskur bjór (þó vit- anlega sé til breskur lager-bjór er orðið breskur hér notað yfir það sem kallast ale þar í landi) sem menn fá á krám þar í landi, hefur oft gerjast í tunnu eftir að hann var kominn í krána (eða í flösku), er ekki alveg tær og ekki með mikla kolsýru. Hann er líka bragðmildari, hefur oft sætan keim, er mun flóknari drykkur en lagerinn og þeir sem læra að meta hann vilja helst ekki annað. Verðlaunabjór frá Bretlandi Hér hefur fengist breskur bjór öðru hvoru í gegnum árin, til að mynda fékkst Boddington hér um hríð, Samuel Smith og Bass meðal annars og einnig hefur fengist Margverðlaunaður breskur bjór Hann er líka bragð- mildari, hefur oft sæt- an keim, er mun flókn- ari drykkur en lagerinn og þeir sem læra að meta hann vilja helst ekki annað. Morgunblaðið/G. Rúnar Efnilegir Baráttan um pökkinn er oft á tíðum hörð en lítið er þó um meiðsli í íþróttinni. Arnar Breki Elfar og Aron Knútsson hafa æft íshokkí í fjögur ár. Þeir hafa áður kom- ið á sumarnámskeið í íshokkí og segja það mjög lærdómsríkt. „Við komum hingað á hverju sumri,“ segja strákarnir. „Þetta er öðruvísi en að æfa á veturna því við náum að gera mikið meira. Við förum til dæmis í sund og græðum mikið á ísæfingunum því það er kanadískur þjálfari að kenna okkur. Hann þjálfar NHL-leikmenn og það er mjög skemmtilegt að læra af honum. Ann- ars er gjörsamlega allt skemmtilegt við námskeiðið.“ Strákarnir segja að íshokkí sé ekki svo mikil slagsmálaíþrótt. „Það eina sem er ekki skemmtilegt við þetta eru slagir. Við erum svona strákar sem förum ekkert í slag, það er líka bannað hjá okkur og maður getur fengið nokkrar mínútur út af eða brottvísun úr leik.“ Strákarnir eru dyggir aðdáendur íshokkís og stefna á toppinn. „Við æfum fimm sinnum í viku á veturna með Birninum. Okkur hefur gengið vel að keppa og tökum marga æfingaleiki á veturna. Svo förum við líka til útlanda að spila. Í fyrra fórum við til Kanada og í ár förum við til Svíþjóðar. Við ætlum pottþétt að halda áfram að æfa og stefnan er að komast í NHL,“ segja þeir Arnar Breki og Aron í kór. „Við förum ekkert í slag“ S umarnámskeið eru ekki endilega haldin úti í sólinni. Byrjendur og lengra komnir æfa íshokkí og listskautadans af harðfylgi í sumar hjá Skautaskóla Bjarnarins. Sergei Zak íshokkíþjálfari segir þetta áttunda sumarið sem námskeiðið er haldið. „Við byrj- uðum árið 2001 með 55 krakka á íshokkínámskeiði. Þá var ekki hægt að skauta á Íslandi frá maí og fram í september en okkur tókst að beita borgina þrýstingi og fá svellið opið frá 5. ágúst. Það er auðvitað ekki nóg fyrir keppendur sem vilja vera góðir að geta bara skautað hluta úr árinu, en nú geta þeir æft sig aðeins meira. Eldri iðkendur koma hérna á kvöldin og æfa sig líka og þetta er nauðsynlegt því margir krakkar í skautaíþróttum vilja vera hérna á sumrin.“ Að sögn Sergeis hefur eftirspurnin aukist með ár- unum. „Síðustu ár höfum við verið með bæði íshokkí- og listskautahópa, og núna eru allt að 200 krakkar sem mæta á sumarnámskeiðið. Við skiptum hópunum niður þannig að bæði byrjendur og lengra komnir fá eitthvað við sitt hæfi. Það er líka gaman að því að krakkar sem byrja á sumarnámskeiðinu halda sumir áfram að æfa um veturinn og koma svo sumarið á eft- ir á næsta námskeið.“ Góð fræðsla Krakkarnir eru ekki á svellinu allan daginn, en hafa þó nóg að gera því dagskráin er þétt. „Krakk- arnir stunda ísæfingar, þrekæfingar og fá fræðslu. Við tökum æfingarnar upp og sýnum þeim í mynd- bandstæki. Þannig læra þau betri skautatækni því við kennum þeim hvernig þau geti verið fljótari á ísnum og hvernig þau geti bætt sig. Við höfum betra tæki- færi til þess á sumarnámskeiðinu en á veturna, því þá eru þau í skólanum og hafa ekki tíma fyrir svona út- skýringar. Við erum auðvitað með hollan hádegismat og þau geta fengið sér ávexti yfir daginn. Svo fá þau að fara í sund, blak og stunda fjölbreytta hreyfingu. Til að toppa þetta þá fáum við gestakennara frá út- löndum til viðbótar við íslensku þjálfarana, bæði fyrir íshokkíið og listskautana.“ liljath@mbl.is Sumar og sól, pökk- ur og ís Í HNOTSKURN » Á vetrarólympíuleikunum fær íshokkí 40%af öllu áhorfi leikanna. » Þrátt fyrir pústra og byltur er lítið ummeiðsli í íshokkí. » Iðkendur verða að klæðast löglegum ís-hokkíbúningi, bæði á æfingum og í leikjum. » Snerting er með öllu bönnuð í yngri flokk-um. Þjálfarar segja því íshokkí engu hættu- legri íþrótt fyrir börn en aðrar íþróttir. Fótafimi Krakkarnir gera ýmsar æfingar á svellinu. |föstudagur|15. 8. 2008| mbl.is daglegtlíf Bjarni Hólm Hauksson er á sínu fyrsta íshokkínámskeiði og skemmtir sér vel á ísnum. „Ég er bara nýbyrjaður á námskeiðinu en hef verið svolítið á skautum áður,“ segir Bjarni. „Mér finnst rosalega gaman. Ég er búinn að skauta mik- ið og detta,“ segir Bjarni og hlær. Þó hann sé nýgræðingur í íþrótt- inni sér blaðamaður meistaratakta hjá honum á ísnum. „Í dag fannst mér skemmtilegast að skauta, en ég verð alla vikuna á námskeiðinu og á eftir að gera fleira,“ segir Bjarni og hvílir sig aðeins á bekknum eftir mikið púl á svellinu. Finnst skemmtileg- ast að skauta bjór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.