Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BIRGIR H. Sig- urðsson, sviðsstjóri skipulags- og um- hverfissviðs Kópa- vogsbæjar, ritaði fyr- ir nokkru grein í Morgunblaðið þar sem hann lýsti því í hve miklu sam- komulagi við íbúa Kársnes skipulagsmál á nesinu væru. Það var þá helst. Hinn 22. júlí síðastliðinn var haldin fundur með íbúum hluta Kárs- nesbrautar, Marbakkabrautar og Huldubrautar. Það fór ekki framhjá neinum sem þann fund sóttu að íbúar þessara gatna eru flestir mjög ósáttir við tillögur um svokallaða húsagötu við Kárs- nesbraut. Við framkvæmd húsa- götu verður nauðsynlegt skerða húsalóðir við götuna en engar bætur hafa verið boðnar íbúum vegna þessarar hugmyndar. Í staðinn hafa skipulagsyfirvöld boðist til að ganga snyrtilega frá að framkvæmdum loknum. Þessu má líkja við að innbrotsþjófur bjóðist til að moppa yfir gólfið áð- ur en hann fer út með ránsfeng- inn. Áður en þeirri spurningu er svarað hvernig framtíðin verði á Kársnesinu er kannski ekki úr vegi að svara þeirri spurningu hvernig þar er umhorfs nú en undirrituð býr í húsi á horni Kárnsesbrautar og Urðarbrautar. Þegar ég horfi út um stofuglugg- ann hjá mér blasir eftirfarandi við:1) Fimm hektara landfylling sem fór aldrei í umhverfismat en þar er ætlunin að reisa bryggju- hverfi norður. 2) Gríðarleg bíla- umferð um götuna þ. á m. frá steypustöð- inni Borg sem nýlega sótti um framlenginu á lóðarsamningi á Kársnesinu um fjögur ár. Einnig er gríð- arleg umferð verk- taka sem keyra í gegnum hverfið dag- inn út og inn með verðmætan landfyllingarfarm sinn. 3) Lítil umferð gangandi vegfarenda og þekki ég foreldra í hverfinu sem keyra börn sín frek- ar en að vita af þeim í návígi Kársnesbrautar vegna mikillar umferðar þar. Samkvæmt núverandi skipulagi er reiknað með að bílaumferð á Kársnesbrautinni aukist um 5.000 bíla á sólarhring og verði 19.000 bílar þegar uppbyggingu lýkur. Þessi spá er gerð með þeim þeim formerkjum að 2,2 íbúar verði í hverri íbúð sem mun rísa á nes- inu. Þetta þýðir m.ö.o. að fimmta hvert par má eiga börn! Það segir sig sjálft að þessir útreikingar eru út í hött og fjölgun íbúa verulega vanáætlaður og þar með fjöldi bíla um Kársnesbraut. Hljóðmæling sem gerð var á horni Kárs- nesbrautar og Urðarbrautar fyrir fjórtán árum sýndi að umferð- arhávaði þar mældist rétt innan viðmiðunarmarka. Síðan þá hefur umferð aukist til muna og þegar ég sit úti á svölum er hávaðinn frá umferðinni slíkur að vonlaust er að tala í síma. Þegar umferð hefur aukist í kjölfar fyrirhugaðrar upp- byggingar á Kársnesinu mun ég líklega ekki heyra þótt síminn hringi. Greinarhöfundi þykir mikilvægt að gerðar verði nýjar hljóðmæl- ingar á áðurnefndum gatnamótum og víðar við Kársnesbrautina til að kanna í raun hve hávaðinn er mik- ill þar nú. Á Kársnesbraut er hvorki að finna þrengingar né hraðahindranir. Til samanburðar má geta þess að á Digranesveg- inum eru þær tíu og á Álfhólsveg- inum eru hraðahindranir nokkuð reglulega með 60-70 metra milli- bili. Þó svo að Kársnesbrautin sé stofnbraut er aðkallandi að reyna að hægja á umferðinni þar með einhverjum ráðum og minnka þar með hávaða frá bílaumferð. Það er mat flestra sem búa við Kárs- nesbrautina og nærliggjandi götur að stokkur á Kársnesbraut sé eina raunhæfa lausnin til að leysa þann gríðarlega umferðarvanda sem í vændum er ef uppbyggingu á Kársnesinu verður haldið áfram samkvæmt núverandi skipulagi. Kársnesbrautina í stokk Hugrún Sigurjónsdóttir fjallar um umferð og skipulagsmál á Kársnesi » Það er mat flestrasem búa við Kárs- nesbraut og nærliggj- andi götur að stokkur á Kársnesbraut sé eina raunhæfa lausnin til að taka við aukinni um- ferð. Hugrún Sigurjónsdóttir Höfundur er íbúi við Kársnesbraut og meðlimur í samtökunum Betri byggð á Kársnesi. HAFT var eftir for- sætisráðherra nýlega að mikill misskiln- ingur væri í gangi í sambandi við eft- irlaunalögin. Fyrir flesta þingmenn væru lögin síst betri en gömlu lögin. Rétt er að halda til haga að enginn þingmaður mun tapa neinu sem máli skiptir og forréttindi annarra voru aukin stórlega. Þing- menn sem stóðu að lagasetning- unni munu reyndar aldrei bíða neinn skaða. Þeir geta valið á milli gamla forréttindakerfisins og þess nýja frá árinu 2003 þegar þeir hefja töku eftirlauna. Athugasemd Geirs er því rétt – svo langt sem hún nær. Verra er að Geir mis- skilur – vísvitandi – kröfuna um afnám eftirlaunaósómans. Það ger- ir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir einnig. Sama á við um Guðjón Arn- ar Kristjánsson og Guðna Ágústsson. Samkvæmt síðustu fréttum hefur Stein- grímur J. Sigfússon látið af misskiln- ingnum. Hann er maður að meiri fyrir vikið. Hvað þýðir afnám eftirlaunaósómans? Afnám eftirlauna- ósómans þýðir að Geir H. Haarde og Ingi- björg S. Gísladóttir uni – í grundvallaratriðum – við sömu lífeyrisréttindi og aðrir op- inberir starfsmenn. Ekki dugir að færa eftirlaunalögin til fyrra horfs og taka upp gamla forrétt- indakerfið að nýju. Almenningur á Íslandi vill réttlæti, að stjórn- arflokkarnir, að fulltrúar á Alþingi, afnemi misréttið og sætti sig við jafnrétti. Með alræmdu lagafrumvarpi ár- ið 2003 varð almenningi ljóst – það sem honum var lítt kunnugt um áður – að þingmenn og ráðherrar byggju við sérstakt forrétt- indakerfi í lífeyrismálum. For- menn flokkanna vildu samt meira, miklu meira. Nú kannast þeir við að það hafi verið mistök. Þeir þurfa líka að láta af vísvitandi mis- skilningi sínum í sambandi við kröfuna um afnám eftirlaunaósóm- ans. Í greinargerð með eftirlauna- frumvarpinu frá árinu 2003 voru aukin forréttindi ráðherra og þing- manna réttlætt með ýmsum hætti. Meðal annars væri lögunum ætlað að koma í veg fyrir að fyrrverandi alþingismenn sæktu í opinber embætti og sættu svo ámæli fyrir að njóta forgangs vegna stjórn- málastarfa sinna. Þeir ættu líka erfitt með að finna störf á almenn- um vinnumarkaði. Einnig þótti rétt að huga að þeirri „lýðræð- islegu nauðsyn“ að stjórn- málamenn sem lengi hefðu setið á Alþingi gætu vikið til hliðar fyrir ungu efnisfólki, „án þess að hætta fjárhagslegri afkomu sinni“. Allt er þetta með áþekkum blæ og hjá svínunum í sögu Orwells, Dýrabæ, þegar þau réttlættu forréttindi sín. „Við svínin vinnum með heilanum. Öll skipulagning og rekstur bú- skaparins hvílir á herðum okkar. Dag og nótt vökum við yfir velferð ykkar. Það er ykkar vegna að við drekkum mjólkina og étum eplin.“ Langdregin hálfvelgja, hik og ræfildómur flestra þingmanna hef- ur nú stýrt efirlaunamálinu í hend- ur formanna stjórnmálaflokkanna. Formennirnir hafa þar persónu- legra og fjárhagslegra hagsmuna að gæta umfram alla aðra. Hags- muna sem geta numið mörgum tugum milljóna. Ekki er máls- meðferðin því í anda lýðræðis eða nútímahugmynda um stjórnsýslu. En úr því sem komið er þurfa þingmenn að taka höndum saman við formenn flokka sinna og leysa málið. Ekki eins og svín Orwells heldur eins og menn. Sóma- samlega. Frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur um afnám eftirlauna- ósómans miðar að því á hugvits- samlegan og einfaldan hátt. Áunninn misskilningur um afnám eftirlaunaósómans Hjörtur Hjartarson skrifar um eft- irlaunalög þing- manna »Rekstur búskaparins hvílir á herðum okk- ar. Dag og nótt vökum við yfir velferð ykkar. Það er ykkar vegna að við drekkum mjólkina og étum eplin. Hjörtur Hjartarson Höfundur er sagnfræðingur. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞESS eru of mörg dæmi að skammsýni, þekk- ingarskortur og í versta falli sér- hagsmunir leiði til alvarlegra mis- taka í ákvörð- unum stjórnvalda og óbætanlegs skaða á umhverf- inu. Vitlausum ákvörðunum er ekki svo auðveldlega breytt, jafnvel þó vel rökstuddar ábendingar komi fram. Þess vegna er mikilvægt að til séu einstaklingar sem sýni staðfestu og úthald til að koma í veg fyrir að illa fari. Slíkur maður er Pétur M. Jón- asson prófessor, virtur vísindamaður nú á háum aldri, sem hefur stefnt Vegagerðinni til að koma í veg fyrir vegagerð sem mun valda óaft- urkræfum spjöllum á Þingvallvatni og umhverfi þess. Í stefnu, sem tekin verður fyrir héraðsdómi Reykjavíkur 28. ágúst nk., krefst Pétur þess að mat á umhverfisáhrifum Gjábakka- vegar milli Laugarvatns og Þingvalla verði ógilt. Ferkari upplýsingar um málið má finna á heimasíðu Land- verndar (sjá: http://landvernd.is/ frettirpage.asp?ID=2244). Málavextir eru þeir að Vegagerðin vill leggja nýjan veg, svo kallaðan Gjábakkaveg, á milli Laugarvatns og Þingvalla. Pétur og margir aðilar hafa gert ítrekaðar og vel rökstuddar athugasemdir við þessi áform og var- að við neikvæðum áhrifum þeirra. Telja þeir best að núverandi vegur verði lagfærður sem ferðamannvegur í stað þess að brjóta óraskað land undir veg og skapa aukna hættu fyrir lífríki vatnsins. Helstu fagstofnanir, m.a. Umhverfisstofnun, hafa bent á að vegagerð samkvæmt áformum Vegagerðarinnar geti haft afar nei- kvæð áhrif á landslag, náttúru svæð- isins og lífríkið í vatninu. Þá hefur Heimsminjanefnd Íslands mælt gegn framkvæmdinni þar sem nefndin tel- ur að hún muni auka gegnumstreym- isumferð um þjóðgarðinn á Þingvöll- um, og þar með spilla svæði sem er skráð á heimsminjaskrá Unesco. Einnig hefur menntamálaráðherra óskað eftir því að fundin yrði önnur leið til að bæta samgöngur á svæðinu, en sýnt hefur verið að aðrir og betri valkostir eru fyrir hendi. Þrátt fyrir vel rökstudd andmæli hefur Vegagerðin nú fengið öll til- skilin leyfi fyrir nýjan veg og hefur samið við verktaka um framkvæmd- ina og hafið eignarnám á landi. Síðasta vonin til að koma í veg fyrir þá eyðileggingu sem er í uppsiglingu er að dómstólar dæmi umhverf- ismatið ólöglegt vegna alvarlegra lög- formlegra galla á meðferð málsins. Stefna Péturs verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 28. ágúst. Lögverndarsjóður náttúru og um- hverfis styður Pétur í málferlunum (sjá: http://landvernd.is/yflokk- ar.asp?flokkur=1692). Lögvernd- arsjóður byggir á frjálsum fram- lögum og því hefur verið stofnað til sérstakrar söfnunar í sjóðinn. Þeir sem vilja leggja baráttu Péturs lið geta lagt fé í sjóðinn á bankareikning nr. 1155-15-30252, kt. 630802-2370. TRYGGVI FELIXSON, hagfræðingur og áhugamaður um náttúruvernd Verndum Þingvalla- vatn, styðjum Pétur M. Jónasson Frá Tryggva Felixssyni Tryggvi Felixson Sími 551 3010 HEIMI flóttamanna kynntist ég síð- astliðinn vetur með því að starfa sem stuðningskennari kólumbísku barnanna sem fluttu hingað í október. Verkefnið var unnið á vegum Þjón- ustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða og í samstarfi við skólana sem börnin fóru til bæði á grunn- og framhalds- skólastigi. Alþjóðahús tók einnig þátt í undirbúningi í byrjun verkefnisins. Margt stóð upp úr en ekki síst hversu nauðsynlegt reyndist að skilja bak- grunn barnanna og forsendur hvers og eins þeirra. Þrátt fyrir að hafa dvalið og ferðast víða um Suður– Ameríku var margt sem kom mér á óvart varðandi skólamenningu nem- enda minna en umfram allt, hversu þakklát og viljug þau voru til að tak- ast á við ný heimkynni. En að venjast þessu nýja og ólíka umhverfi, eins og við öll getum ímyndað okkur, reynd- ist erfitt og þreytandi, fyrst og fremst vegna tungumálaörðugleika. Starf mitt var einkum fólgið í því að að- stoða börnin við að mynda tengsl við nýja skólaumhverfið sitt. Með því að heimsækja þau í skólana, kynnast kennurum þeirra, meta hvar þau voru stödd námslega og hitta foreldr- ana tókst að búa til net í kringum þau. Vissulega eru aðstæður þessara barna ólíkar þeim aðstæðum sem ein- kenna raunveruleika íslenskra barna. Samt sem áður er þetta skilvirk og áhrifarík nálgun sem mætti tíðkast víðar í skólakerfinu óháð uppruna, fjölskylduaðstæðum og námsgetu. Það er staðreynd að sum börn þurfa meiri stuðning en önnur. Að mæta þörfum nemendanna á öllum stigum er skilyrði fyrir því að námsgetan aukist, sérstaklega hjá börnum sem koma frá erfiðum aðstæðum. Öflugra stuðningskerfi gæti einnig tryggt það að æ fleiri nemendur vilji „læra sem mest“ eins og eitt flóttamanna- barnanna tók til orða nýlega. Fögn- um nýjum leiðum fyrir alla. FERNANDO GONZALEZ, framhaldsskólakennari. Farkennsla fyrir flótta- börn – Að læra sem mest Frá Fernando Gonzalez MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerf- ið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.