Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.08.2008, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ RUTH Rendell fatast hvergi flugið í nýjustu sakamálasögu sinni, Not in the Flesh, þar sem Wexford lögregluforingi glímir við dularfull mál. Maður á gangi með hund sinn finnur líkamsleifar manns sem hefur legið grafinn í um tíu ár. Erfitt er að bera kennsl á líkið. Annað lík finnst síðan í nágrenninu. Margar spurningar vakna. Lík hverra eru þetta, hvernig dóu þeir og hver er morðinginn eða morð- ingjarnir ef þeir voru myrtir? Og tengd- ust þessir menn á einhvern hátt? Þetta er áhugaverð glæpasaga, vel skrifuð, með góðum persónulýsingum. Bókin fer hægt af stað og ráðgátan virð- ist afar flókin. Á tímabili hvarflar að les- andanum hvort þetta sé ein þeirra sakamálasagna sem nán- ast vonlaust sé að fá botn í. Smám saman skýrast mál og lausnin er kannski ekki stórkostlega óvænt en snjöll engu að síður. Bestu hlutar bókarinnar fjalla um hvarf geðþekks heimilisföður og harmi eiginkonu hans og dætra er lýst af mikilli næmi og tilfinningu. Líkt og mörgum glæpasagnahöfundum er Rendell um- hugað um að vera þjóðfélagslega meðvituð. Hún setur í þetta verk sitt hliðarsögu um umskurð innflytjenda í Bretlandi á stúlkubörnum og vinnur ágætlega úr þeim þætti. Ruth Rendell nýtur viðurkenningar og vinsælda víða um heim og þessi nýja bók styrkir hana enn í sessi. Hún er fag- maður á sínu sviði og bregst ekki í þessari læsilegu saka- málasögu. Unnendur Wexford lögregluforingja hljóta að þjóta í næstu bókabúð og næla sér í fyrsta flokks glæpasögu. Rendell á flugi Not in the Flesh eftir Ruth Rendell. 375 bls. Arrow Books gefur út. Kolbrún Bergþórsdóttir ERLENDAR BÆKUR» Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is ÞEIR áttu að gæta friðar í Írak. Þegar þeir flugu inn í suðurhluta landsins árið 2004 var hins vegar engan frið að finna. Í stað friðargæslu enduðu breskir hermennirnir í borginni Al-Amarah í stríði þar sem barist var upp á líf og dauða. Bókin Sniper One gefur lesendum færi á að fylgjast með. Þeir ganga í lið með bresk- um leyniskyttum og fá því óvenjulega inn- sýn í það hvernig stríð sem þetta er háð. Hvaða vopn eru notuð, hvaða herbrögðum er beitt, hvernig er líf hermannanna? Stríðið er ekki einungis barátta við óvin- veittan Medhi-her Moqtada Al-Sadr, sem reynir hvað hann getur til að slátra Bret- unum og ná borginni á sitt vald. Þetta er sömuleiðis barátta við steikjandi sól og gíf- urlegan hita – þorsta og örmögnun. Hrika- legan aðbúnað eftir að óvinurinn hefur með stanslausum flugskeytaárásum náð að sprengja aðsetur breska herflokksins nán- ast í loft upp. Svefnskálarnir eru skelin ein, salernisaðstaðan farin, eldhúsið ónýtt, virk- ið vatns- og rafmagnslaust. Um tíma er útlit fyrir að allir 106 Bret- arnir í Al-Amarah láti lífið, enda bæði vopn og vatnsbirgðir á þrotum og þeir innikróað- ir á stríðssvæði. Þeir ná þó á undraverðan hátt að verjast umsátri mörg hundruð upp- reisnarmanna. Það er ekki ofsögum sagt að Sniper One sé hetjusaga. Á sama tíma fleygir hún átök- um sem þessum niður af stallinum. Þetta er saga af ljótleika stríðs, máluð í mörgum lit- um – saga af flugskeytaárásum og svefn- leysi, ringulreið, skipulagsmistökum og æl- andi hermönnum sem falla í yfirlið inni í allt að 80 gráða heitum skriðdrekum. Þús- undum kúlnaskota og óteljandi andvöku- nóttum síðar spyr lesandinn sig fyrir hvað sé eiginlega barist. Höfundurinn er mitt í öllu saman: Leyni- skyttan Dan Mills hefst við í steikjandi sól á þaki herstöðvarinnar svo mánuðum skiptir. Reynt að koma í veg fyrir útgáfu Breskur almenningur heyrði lítið sem ekkert af hinum blóðugu bardögum í Al- Amarah árið 2004. Það kom sér ekki vel fyrir breska varnarmálaráðuneytið að láta ástandið spyrjast út meðan almenningur í Bretlandi varð æ andsnúnari Íraksstríðinu. Vinur höfundarins staðhæfir að hann hafi raunar skrifað bókina vegna þessarar þöggunar ráðuneytisins. Engir erlendir blaðamenn voru í Al-Amarah meðan ástandið var sem verst. Síðar reyndu varnarmálaráðuneytið og embættismenn innan hersins að koma í veg fyrir að bók Mills yrði gefin út – án árang- urs. Forvitnilegar bækur: Bókin sem yfirmenn óttuðust Flugskeyti og æla Írak Leyniskyttan Dan Mills hefur ritað sanna sögu frá Írak sem á köflum er ótrúlegri en nokkur raunveruleiki. Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5 % endurgreitt í BorgarbíóSími 462 3500 Rocker kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára Skrapp út kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára The Dark Knight kl. 6 - 9 B.i. 12 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Tropic Thunder kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.16ára Mamma Mia kl. 6 - 8 LEYFÐ The Rocker kl. 10:10 B.i.7ára SÝND HÁSKÓLABÍÓI Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR Make it happen kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ X - Files kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ The Strangers kl. 6 - 10:20 B.i. 16 ára 650kr. “Svona á að gera hrollvekjur!” - Stephen King „Duchovny og Anderson sýna gamla takta” -Þ.Þ. - DV 650k r. FULLT AF FLOTTUM LÖGUM Í MYNDINNI M.A. HIÐ VINSÆLA LAG “JUST DANCE” -Kvikmyndir.is “Fínasta skemmtun. Myndin er skemmtileg og notaleg.” - Mannlíf eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee - L.I.B, Topp5.is/FBL Stærsta mynd ársins 2008 83.000 manns. 650k r. SÝND SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga VINSÆLASTA MYNDIN Í BANDARÍKJUNUM Í DAG - 2 VIKUR Á TOPPNUM FRÁ BEN STILLER KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS! SÝND SMÁRABÍÓI ÞÓTT LÍFIÐ BREYTIST... ÞURFA DRAUMARNIR EKKI AÐ BREYTAST HÖRKU-DANSMYND MEÐ HINNI SJÓÐHEITU MARY ELIZABETH WINSTEAD FRÁBÆR MYND Í ANDA SO YOU THINK YOU CAN DANCE ÞÁTTANNA FULLT AF FLOTTUM LÖGUM Í MYNDINNI M.A. HIÐ VINSÆLA LAG “JUST DANCE” ÞÓTT LÍFIÐ BREYTIST... ÞURFA DRAUMARNIR EKKI AÐ BREYTAST HÖRKU-DANSMYND MEÐ HINNI SJÓÐHEITU MARY ELIZABETH WINSTEAD FRÁBÆR MYND Í ANDA SO YOU THINK YOU CAN DANCE ÞÁTTANNA 650k r. ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.