Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 2
98 SKINFAXI gerzt. Sá sem kenmr til Þingvalla, undrast það mest, að sjá ekki vasklega höfðingja ganga í litklæðum um völlinn. 1 sumar ríða Islendingar til þings á Þingvöllum milli voranna og hey- anna, um það leyti sem dagurinn er lengstur. — Þangað konut „þingmenn", í gamalli og nýrri merkingu þess orðs, með konur sínar og dætur. Vaslcir dreng- ir sýna þar íþróttir sínar. Vinir og frænd- ur úr f jarlægum hér- uðum hittast og segja af högum sínum. Þar verður fagnaðarfund- ur íslendinga vestan og austan hafs. Þar verður tjölduð til nokkurra nátta hin stærsta borg á íslandi. Enn einu sinni verður Þingvöllur höfuðstaðjir lands- ins. Þar sló hjarta þjóðarinnar heitt og fast nær níu aldir. Slikur staður og stund er lil þess fallin að lála þúsutid ára sögu renna saman við nútíðina og eggja hvern ungan fslending til drengilegrar framsóknar. Úr sterkustu þáttum fortíðarinnar skal framtiðin glitofin. Ásgeir Ásgeirsson forseti sameinaðs Al{)ingis. Ásg. Asgeirsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.