Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 5
SKINFAXI 101 með fangið fullt af vonum. Á stundum eiga |>eir stórhug og eldmóð. En máttinn brestur þegar mest reynir á. Þeir kvika frá stefnunni á mikilsverðustu augriablikum, hrapa niður í húmdjúp tómlætis og auðnar, þar sem þeir óttast sinn eigin skugga. Fjaðrirnar, sem lyfta þeim til flugs um skeið, eru horfnar og þær fá þeir ekki framar, fyrr en nýr stórhugar- ljósgeisli klýfur myrkrið — ef þeim verður þá þess auðið. Þegar vér skyggnuinst inn í vort eigið hugskot eða í barm samferðamannanna, sjáum vér skjótt, að víða skortir á þroska. Eg vil engan dóm leggja á það, hvað okkur muni frekast skorta, en óefað er þrekleysi höfuðböl margra. Hver maður hefir einhver áhugamál, sem hann langar til að beitast fyrir, eða vonir, er hann þráir að rætist. En marga skortir þrek til að vinna að áhugamálunum og sækja til marksins er þeir vilja ná. Slikir menn verða að safna þreki. En jafnan verða þeir þó að gæta þess, að verða ekki of sterkir. Þrekið þarf að halda tilfinningum og ástríðum í slcefjum, en ef það kæfir þá glóð, er liáski á ferðum. Vöxtur einstakra hæfileika okkar getur orðið of mikill, eins og eitt tré í skógi getur vaxið öðr- um trjám yfir höfuð. Ein laufkróna getur lokað leið ljósgeisla svo að lággróðurinn verði í skugga. Afleiðingin verður sú, að ungviðið, sem þarna spratt, verður kræklótt og feyskið. En þó að það sé mikilsvert, að eitt limauðugt tré og hávaxið sé kjörharn ljóssins, er hitt þó meira vert, að ekkert tré fari varhluta af gjöfum Ijósgeislanna, svo að það geti vaxið og blómgast. En þrekið getur verið hættulegt, þó að þroski þess verði ekki svo mikill, að það kippi úr vexti annara eðlisþátta. Þrek- mikill, tilfinningarlítill og eigingjarn maður er háskalegur. Hann getur fótum troðið fegurstu hlómin, sem verða á vegi hans, engu síður en illgresið, vakið hatur og úlfúð, sært sak- lausa, hrakið þá og hrjáð. Þvi sterkari sem hann er, því meira tjóni er viðbúið að hann valdi. Eg gat þess i upphafi þessa niáls, að þrekið væri einhver mikilsverðasti þáttur eðlis vors. Það er uppistaðan í vef sálar vorrar. Þess vegna ríður á, hverjum manni, að þroska það; ekki þannig, að það leggi fjötur á lif hans, heldur að það leysi hann úr fjötrum, svo að hann geli sótt fram til marksins, sem hann þráir að ná, ódeigur og öruggur; til þess að hann geti sigrað örðugleika, en láti þá ekki sigra s'ig. Svo að hann verði sigurvegari i lifinu, en ekki fangi. En á hvern hátt getum vér orðið þrekmenn? Það er spurning, sem krefst svars.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.