Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 7
SKINFAXI 103 Lrýndi hugrekki og þrek fyrir niönnuin; karlmennirnir vönd- ust við, að standa á landamærum lifs og dauða, i bardögum og á sjó, og jafnvel leikirnir, skylmingarnar, knattleikirnir og sundið heimtaði ekki að eins hálfan hugann, heldur allan. Vér verðum að læra, að leggja okkur fram, taka á allri orku vorri á stundum, þegar mest veltur á að vera stcrkur. Vér verðum að styrkja þrek lmgans eigi síður en vöðvakraftinn. Það er að vísu erfitt verk, en ætti þó að geta tekizt. Hver og einn verður að gera sér ljóst, undir eins í byrjun, á hvern hátt hann ætlar að móta skapgerð sína. Húsagerðarmeistarinn sér bygginguna fyrirfram, sem liann ætlar að reisa, og veit ■með sjálfum sér, á hvern tiátt hann ætlar að liaga starfi sínu. Er ekki skapgerðarlistin einmitt ein legund húsagerðarlist- ar, eða í ætt við liana og þó mikilvægari? Sá sein ællar að verða máttugur, safnar þreki eins og íþrótta- maður, sem eykur þrótt sinn og fimi með æfingum. Vitsmunir og kærleikur taka þrekið i þjónustu sína og gefa þvi viðfangs- efni; i byrjun auðveld og liæfileg, en smámsaman þyngri, unz hið aflrama þrek ræður við hverja raun og megnar af lyfta björgum úr vegi. Þá finnur sálin til vaxtar og ináttar og geng- ur gunnreif fram til nýrra starfa og nýrrar baráttu, ung og fagnandi. Ekkert vekur aðdáun vora fremur en hugrekki mikilmenna, sem aldrei láta bugast í nokkurri þraut. Þau dæmi eru oss til fyrirmyndar. í luimi fornaldarinnar blika kyndtar, er slik- ir inenn liafa kveikl. Ver sjáuni Hall á Síðu með geislasveig um höfuð, þar sem hann stendur á Alþingi og talar máli frið- arins, hafinn yfir glóð óeirðanna. Hann hefir misst son sinn, þegar hann leitast við að koma á sættum. En hann lætur það ekki á sig fá, býðst lil að leggja hann ógildan, og sjálfur legg- ur hann tíf sitt í hættu fyrir friðarhugsjón sína. Slikir menn sem Haltur eru hvorttveggja í senn: hugsjónamenn og þrek- inenn. Þeir sýna oss livað er, að vera sannur maður. Hvenær megnum vér að feta í fótspor þeirra? Þegar það verður birtir yfir hugum og hjörtum og iillu landinu. Völundur Guðmundsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.